Vísir - 02.03.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 02.03.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast óskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 2. marz 1960 Ályktfiui Fiski|tin^: íslendingum nanlsyn ai) fá hafrannsáknaskip. Búið að gera uppdrátt að 500 rúml, skipi. Vöntun alhliða hafrannsókn- feu-skips hefir háð íslenzkum t’islvirannsóknuin mjög síusíu lárin. Dr. Bjarni Sæmundsson i'ak rannsóknir sínar á togur- •|nn við slæm skilyrði, en síðan iiefir lítið breyzt í þessu efni •og ennþá fara íslenzkar fiski- rannsóknir fram á togurum og oðrum lciguskipum, oft við mið- Ur góð skilyrði. Þetta hefir háð rannsóknum. Bezta ráðið til að hagnýta sem fcezt það fé, sem varið er til haf- og fiskirannsókna og til fiski- og fiskimiðaleitar og .veiðarfæratilrauna, er að fá til Jpeirra hluta skip, sem frá upp- hafi er smíðað til þessara nota. Árið 1958 kom hingað til lands Jan-Olaf Traung, skipa- yerkfræðingur Sameinuðu þjóð- anna, en hann hefir unnið við feikningar flestra þeirra rann- isóknarskipa, sem byggð hafa Verið á seinni árum. Gerði hann, í samráði við íslenzka 'fiskifræðinga, uppdrátt að ís- Jenzku hafrannsóknarskipi. — Stærð þess er áætluð 460—500 ítonn og er gert ráð fyrir, að skip þetta eigi að sinna þörfum íslendinga við rannsóknir á sjó, íiskileit, veiðarfæratilraunir. Samkvæmt lögum um út- Aðalftmdur verkfræðinga. Stéttarfélag verkfræðinga jhélt aðalfund sinn á mánudag og var formaður endurkjörinn Guðmundur Björnsson (yfir- verkfræðingur Landssmiðjunn- ar). Aðrir, sem fyrir ~voru í stjórn sitja áfram, eru Jakob Björnsson og Skúli Guðmunds- Son, en nýir stjórnarmeðlimir eru Agnar Norland og Loftur Þorsteinsson. Ekki gerðist annað á fundin- um en venjuleg aðalfundar- störf. flutningssjóð frá 1958 er gert ráð fyrir, að viss hluti af tekj- um sjóðsins renni til smíði þessa skips. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir, að þessi tekjustofn haldist óskertur þótt útflutningssjóður sé felldur niður. Samkvæmt fjárlögum ársins 1960 eru áætlaðar alls um 6.5 millj. króna til haf- og fiski- rannsókna, fiski- og fiskimiða- leitar og veiðarfæratiirauna. Brezki VerkatnannafEokkurinn kEoftnn í landvarnamáium. Um 40 þingmenn hans brugöust flokksstjórninni við atkvæðagreiðslu á þingi. Þetta er mynd dagsins — pokarnir eíu komnir á sinn stað og burðarkarlinn hefir ekki Er íslendingar hafa eignast huSmy»d «m *»*■ ^Asm- G itt eigið rannsóknarskip, myndi þessi fjárveiting líklega nægja til reksturs skipsins, sem myndi þá sinna mestu af þeim störf- um sem hér um ræðir. Sv.) Umræðu í neðri málstofu brezka þingsins um landvarnir lauk í gærkvöldi. Var tillaga stjórnarinnar þess efnis, að málstofan aðhyltist stefnu hennar í þessum málum, samþykkt með 86 atkvæða meirihluta. Mesta athygli við umræðu og atkvæðagreiðslur vakti, að það kom í ljós, að Verkalýðs- flokkuirnn var klofinn um af- stöðuna. A. m. k. 40 þingmenn úr flokknum brugðust flokki |stjórnarinnar og' reyndust ófá- anlegir til þess að greiða at- kvæði tillögu hennar, sem Gaitskell lagði fram, og var sú tillaga felld með 133 atkvæða mun. Shimvell hafði orð fyrir þeim, sem voru óánægðir með Þau uppskáru verðug laun. Svlku 300 flóitamenn í hendur lög- reglu kommúnista. Tékkneskur járnbrautarstarfs- maður og kona hans voru ný- lega heiðruð af forseta Tékkó- slóvakíu fyrir aðstoð við landa- mæraverði landsins. Afrek hjónanna var að svíkja flóttafólk í hendur landamæra- vörðunum. Antonin Piza bjó með konu sinni og börnum 1 litlu húsi á afskekktum stað við landamæri Tékkóslóvakíu og Austurríkis. Þegar fjölskyldan varð vör við grunsamlegar mannaferðir í Norðaustan og að 9 st. frosti. Veðurhorfur í Rvk og ná- grenni: Norðaustan stinn- ingskaldi og skýjað með köflum. Frost 4—9 stig. í morgun var norðaustan- átt hér á landi og bjart vest- anlands, frost 6—13 stig í lágsveitum, mest 17 í inn- sveitum á Grímsstöðum. Kl. 8 var'NNV 2 og 10 stiga frost hér í Rvík. Bretar ætla a5 gera bringbraut mhverfis London. Verður að nokkru á súlum. f athugun er hjá Bretum að gera nýja „hringbraut“ um- Jhverfis Lundúnaborg til að auð- velda samgöngur milli hverfa. Þegur þessi yrði hið mesta mannvirki, og gert er ráð fyrir að hann yrði að nokkru leyti reistur á súlum, því að hann á að lig'gja yfir marga gamla vegi, en verður hinsvegar tengdur þeim með „slaufum" eða því- líkum nýtízku „útúrdúj'um“. Gert er ráð fyrir, að vegur þessi muni verða um 160 km. lengd og kostnaðurinn er áætlaður 600 milljónir punda. grennd, hjálpaðist hún að við að „setja upp gildru“ fyrir flóttafólkið og hefta för þess, meðan Piza fór á mótorhjóli sínu eð'a böi’nin á reiðhjóli til að gera landamærunum við- vart. Fyrir tilstilli Piza fjöl- skyldunnar hafa 300 manns verið teknir á flóttanum síðan járntjaldið var sett upp 1945. Nú þarf Piza ekki að senda börnin á hjóli, því hann er bú- inn að fá síma! Prestskosning á Sauðárkróki. Frá fréttaritara Vísis. Sauðárkróki í gær. Prestskosning fór fram á Sauðárkróki og í Rípursókn í Hegarnesi sl. sunnudag þar sem kjör fór fram á eftirmanni síra Ilelga heitins Konráðssonar. Sú breyting hefir verið gerð á sóknaskipan þar nyrðra, að Reynistaðasókn, sem áður heyrði undir Sauðárkróksprest, færist eftirleiðis undir Glaum- bæ, en aftur á móti Rípursókn .undir Sauðárkróksprestakall. Kjörsókn á Sauðárkróki, og þar með talinn Skarðshreppur, var 80.34%, en í Rípursókn kaus hver einasta sál af þeim, sem heima voru, að einni und- antekinni. Kosið var um þá síra Jónas Gíslason prest í Vík í Mýrdal og síra Þórð Stephensen að Hvoli í Saui'bæ. Talning at- kvæða fer sennilega ekki fram fyrr en eftir næstu helgi, Datt níður uni lugu. í gær slasaðist maður í ver- búð vestur á Graudagárði, er hann lirapaði niður um lúgu ofan af lofti. Maður þessi, Albert Guð- mundsson til heimilis að Hverf- isgötu 66 A hafði meiðzt á höfði og var meðvitundarlaus þegar sjúkralið slökkvistöðvarinnar kom á vettvang. Albert var fluttur í slysavarðstofuna en læknar töldu meiðsli hans ekki alvarleg. Ikveikjur. Tilkynnt var um íkveikjur í sinu o grusli á nokkrum stöð- um í gær, m. a. í sinu við Sundlaugaveg og' Ægissíðu, en í rusli við Dalbraut, í morgun var slökkvilið hvatt að vinnu- skúr í Ásgarði 24. en þar var búið að slökkva þegar liðið kom á vettvang og ekki um alvar- legt tjón að ræða. flokkstillöguna, og varði Gait- skell meirihluta ræðutíma sins til þess að svara honum. Shinwell og' félagar hans vilja fara aðrar leiðir en flokks- stjórnin. Deilur um stefnuna í land- varnamálum eru miklar í blöð- um og sum íhaldsblöðin, eins og Daily Mail, gangnrýna land- varnastefnuna, og telja Wat- kinson landvarnaráðherra hafa aðrar skoðanir á því en fyrir- rennari hans Duncan-Sandys hafði um, hvaða vopn beri að leggja áherzlu á til varnar, en slíkar skoðanabreytingar í land- varnamálum á skömum tíma geti veikt varnirnar. 14 klst. ferð um Öxnadal. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Bílar sem komu að sunnan og höfðu viðkomu í Bakká- seli i fyrrinótt, voru 14 klukku- stundir þaðan til Akureyrar j í gær. Sú leið er farin á einni stund í góðu færi. Vegir að austanverðu í Eyja- firði eru ófærir og varð ekki komizt með mjólk þaðan til Ak- ureyrar i gær, en það er úr Höfðahverfi, Svalbarðsströn.d og Öngulsstaðalireppi. Úr öðr- um sveitum vai'ð komizt með mjólk, en víðast við miklar tafir og örðugleika. í morgun var 11 stiga frost á Akureyri, en þá var hríðarlaust orðið. Akureyrarbörn fagna öskudegi. Fiiijiiiii svcfnfriður fvrir ærslnin og flílátum í iiioi**>iiii. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — I tilefni öskudagsins er mikið um að vera meðai barna á Ak- ureyri í dag. Strax í morgun hópuðust börn saman á götum bæjarins og byruðu á því að slá köttinn úr tunnunni. Sigurvegar þar hlutu titlana kattarkóngur og tunnukóngur. En um átta leytið upphófst mikill söngur með lúðrablæstri og öðrum hljóð- færaslætti um götur bæjarins. Síðan hefur verið um stanz- lausar heimsóknir krakkahópa að ræða í verzlanir, skrifstofur og fyrirtæki þar sem krakkar syngja og leika á hljóðfæri sín en þiggja sælgæti eða peninga að launum. Er þetta forn venja á Akur- eyri sem flutzt hefur þangað með dönskum fjölskyldum á öldinni sem leið. Gömlu fólki og ráðsettu þykir nóg um ærsl ungviðisins á þessum degi, og verst þó að hafa ekki svefn- ró fyrir hávaðanum. Óþarft er að taka fram að frí er gefið í barnaskólunum. Venjan er sú að nota pen- ingana sem börnin safna með þessu til ferðalaga síðari hluta dagsins, en í dag er lítið útlit fyrir að af síku ferðalagi geti orðið sökum ófærðar um allt nágrenni Akureyrar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.