Vísir - 18.03.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 18.03.1960, Blaðsíða 4
VfSIB Föstudaginn 18. marz 1960 Flu§ferðir Loftleiða, eru AS þyrnir í auga. Vinnur það gegn því, að ísland fái hiiðstæð réttindi og það sjálft vill fá á meginlandinu. Viðræður um lendingarrétt íslands í Svíþjóð og Noregi fyrir dyrum. „Höires pressebyrá" hefur sent eftirfarandi yfirlitsgrein til um 50 blaða: „Enginn veit enn hver verður niðurstaðan af samkomulags- umleitunum milli Vestur- Þýzkalands og Norðurlanda um flugsamgöngur. Seinasti leikur SAS á taflborðinu, að bjóða samstarf milli Lufthansa og SAS, hefur vakið nokkra undr- un í V estur-Þýzkalandi, en sennilega er þetta tilboð nú til athugunar þar. Það, sem menn verða að gera sér ljóst í þessu máli, að ekki er við Vestur-Þýzkaland eitt að eiga, því að Lufthansa er í hinu svonefnda Loftferðabandalagi (Air-Union), og það er ekkert leyndarmál, að frá Frakklandi, Ítalíu og Belgíu hefur verið lagt fast að Vestur-Þýzkalandi í þessu máli, öll félögin í banda- laginu líta á SAS sem hættu- legan kappinaut, og þau sjá sér öll hag í því að þoka SAS burt að meira eða minna leyti af þýzkum markaði. Undrunin í Vestur-Þýzkalandi , stafar sjálfsagt af því, að því er ráðið verður af þýzkum blöðum, að menn geta ekki gert sér grein fyrir hvað SAS hyggst fyrir. Er þetta tilraun til að komast inn í Air-Union, eða til þess að fá Lufthansa til sam- starfa í einhverju öðru formi? Þessu er ekki auðvelt að svara. Það verður tíminn að leiða í ljós. En það, sem er enn alvarlegra í þessu máli er það, að það er ekki einvörðungu frá þessum löndum, sem lagt er fast að (Vestur-Þýzkalandi), því að Bandaríkin hafa leitað hófanna um samkomulagsumleitanir, og það lítur út fyrir, að einnig verði krafist samkomulagsum- leitana frá Japan, Suður-Afríku og löndum í Suður-Ameríku. Þess er að vænta, að stormur- inn sligi ekki SAS, því að verði réttindi þess takmörkuð (á meginlandinu) kemur það til með að hafa mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir félagið. En það, sem kemur óþægilega við mann, þegar er menn fara að hugleiða þessi máls, er sú hliðin hvernig SAS, hvernig skand- inavisku löndin, koma fram við veikari aðila, þegar hann biður um réttindi Að því er þetta varðar verða menn því miður að láta í Ijós nokkurn efa um skandinavisku löndin, vilja þeirra til þess að veita litlum löndum þau rétt- indi, sem þau sjálf biðja stóru iöndin um, Við eigum hér við skandina- yisku löndin og þá sérstaklega afstöðu Svíþjóðar til fyrir- spurna af íslands hálfu um lendingarréttindi (í Svíþjóð!. Fyrir fimm árum sagði Sví- þjóð upp loftferðasáttmálanum við ísland. Hann hefur ekki verið endurnýjaðar, en Loft- leiðir hafa getað látið flugvélar sínar lenda í Gautaborg með bráðabirgðaréttindum, og hef- ur samkomulag verið endur- nýjað ár frá ári. Nú stendur til, að því er Höires Pressebyrá hefur fregn- að, að nýjar samkomulagsumleitan- ir muni hefjast í þcssum mánuði og Islendingar séu kvíðnir um hversu fara muni. ísland hefur gert loftferða- sáttmála við Noreg, sem veitir því (íslandi) viss réttindi, en það getur til þess komið, að hér I verði líka teknar upp sam- komulagsumleitanir. Þyrnir í auga SAS. Loftleiðir hafa sem kunnugt er flugvélar í förum til New York. Það er þetta sem er þyrn- ir í auga SAS. Það er þetta, sem hefur leitt til vandræðanna. Menn (SAS) hafa verið hrædd- ir við samkeppnina. Og það þrátt fyrir það, að Loftleiðir raunverulega hafa náð til sín í loftferðirn- ar nýjum farþegum, fólki, sem annars hefði ekki haft efni á að fljúga. Hinir raun- verulegu keppinautar Loft- leiða hafa frekar verið skipafélögin en hin flugfé- lögin. En nú hafa Loftleiðir fengið betri flugvélar og aft- ur verður gengið til sam- komulagsumleitana. Sænsk gagnrýni- árásir á V.-Þ. Menn hafa veitt því athygli í seinni tíð, að Vestur-Þýzka- land hefur sætt gagnrýni í sænskum blöðum. Um árásir á það hefur verið að ræða vegna afstöðu þess til SAS, og skyldi af þessu mega vænta, að Svíar væru sjálfum sér svo sam- kvæmir, að það léti Islandi í té réttindi. Og ekki aðeins það. Hvar eru nú öll liin fögru orð um norrænt samstarf, sem Sví- um hefur verið svo gjarnt að viðhafa? Efnahagur íslands um þessar mundir er bágborinn. Vanda- málin mörg. Loftferðir íslend- inga eru ekki stórmikilvægar alþjcðlega skoðað, en fyrir landið (ísland) eru þær það, og vona ber, að bæði íslenzku flugféölgin geti áfram gert sitt til þess að bæta stöðu landsins ítil gjaldeyrisöflunar. Það væri í samræmi við drengilegan norrænan hugs- unarhátt að minnast þessa, þegar samkomulagsumleit- anir hefjast. Og við (Norð- menn) ættum ekki heldur að gleyma því, þegar röðin kemur að okkur. Enginn elur nú aðrar vonir en þær, að SAS geti fengið eins víðtæk réttindi úti í heimi og unnt er. En þá ætti félagið einn- ig að geta unnt hins sama litlu félagi, sem kappkostar að kom- ast áfram. Yinsaedeg tilmæli Það er falleg hugsun, sem kemur fram hjá þeim tveim þingmönnum, sem vilja lána fé erfðafjársjóðs til byggingar elliheimila. Ferðafélagar mínir á lífsleiðinni hafa vissulega unnið vel í 60—70 ár, og eiga sannarlega góða aðbúð skilið í ellinni. Og þó eg hafi að mestu verið áhorfandi, þá gef eg öllu gamla fólkinu mín beztu með- mæli fyrir samfylgdina, hvort sem við okkur blasir himnaríki eða hitaveitan. Og það verður heldur ekki nógsamlega þakkað, að nú á að hækka að mun ellilífeyrinn í næsta mánuði. Þá, sem lítið hafa, munar um það. En úr því okkar ágæta ríkis- Dró sér gjaldeyri — hagnaðist um 330 þús. kr. Starfsmaður Innflutningsskrifstofunhar sveik út V2 milljón í gjaldeyri. stjórn og blessaðir þingmenn* irnir gera góðverkið á annað borð, þá ættu þeir nú þegar að láta alla gamla fá sama glaðn* ing, ef þeir hafa náð 67 ára'. aldri. „Eitt pund, allir jafnt“,. sagði Coghill gamli, er hann. keypti sauðina. Þorlákur gamli í Fífu- - hvammi ætlaðist til þess á AI*- þingi 1887, að allir fengju jafn. háa upphæð árlega, er þeir jhefðu náð sextugs aldri, sem. jvar hár aldur þá. Og þingmenn: ' voru honum samdóma. En nú fær karlinn ekki ellilífeyri af' því hann er að þræla, og svo ■ verður hann að þræla áfram, af því hann fær ekki ellilífeyri. Það borgar sig ekki fyrir þjóð- félaið þó það geti drepið af sér nokkur gamalmenni til ára- móta. Þvi vona eg, að blessaðir þingmennirnir geri góðverkið strax, láti öll gamalmenni fá fullan skammt strax, sem þiggja vilja. Þá eru þetta rétt- nefndar tryggingar. — Gjaldið hefir verið greitt. Starfsmaður Innflutnings- skrifstofunnar, sem hafði um- sjón með veitingum gjaldeyris- leyfa fyrir námskostnaði, hefir í 3 ár farið í kringum reglur og yfirmenn sína, svikið út gjald- eyri að uppliæð nærri hálfri milljón króna, sem hann hefir notað m. a. í ferðalög erlendis, selt og notað í brask, og fengið í ágóða a. m. k. 330 þúsund krónur. Skýrsludeild Innflutnings- skrifstofunnar varð einkis vör fyrr en maðurinn, Reynir Þor- grímsson, fór utan vorið 1959, en hann hafði gerzt starfsmaður stofnunarinnar á miðju sumri 1956. Að athuguðu máli fundust 68 námskostnaðarleyfi frá þessu tímabili, sem þóttu grunsamleg. Var málið kært 13. júní sl. og dómsrannsókn hófst samdæg- urs og Reynir kom úr utanför- inni, 18. júní og er hún langt komin. Af þeim 68 yfirfærslum, er til kæru leiddu, virðist allt vera með.felldu með 5 yfirfærsl- ur, og er því um að ræða 60 yfirfærslur, sem Reynir ýmist ,,bjó.til“ námsmenn í umsóknir eða notaði nöfn kunningja sinna. Einnig útvegaði hann raunverulegum námsmönnum aukayfirfærslur eða aflaði sér persónulega yfirfærslur út á leyfi námsmanna, sem þegar | höfðu fengið það, sem þeim bar. ^ Þannig fékk hann yfirmenn jsína til að samþykkja gjaldeyr- isleyfisumsóknir samtals að upphæð 500 þús. króna, átt við leyfisfjárhæðir, en eftir 30. maí 1958 var innheimt 30% 'yfirfærslugjald af leyfisfjár- hæðum. Mikinn hluta þessa gjaldeyr- is lét Reynir renna til ýmissa manna, sem hann þekkti og virðist hafa gert það áf greiða- semi við gjaldeyrisþurfandi ferðalanga. í öðrum tilvikum virðist Reyni hafa gengið til hagnaðarvonin ein og notaði hluta gjaldeyrisins til bíla- kaupa, keypti bílleyfi, flutti inn bíla og seldi með hagnaði, ýmist einn eða við annan mann. Er vitað urn 5 bíla, sem hann átti þannig aðild að að flytja þannig inn 1957 og 58. F^órir þeirra voru seldir. Veturinn 1958—59 hætti Reynir bílainn- flutningi og seldi síðan gjald- eyrisávísanir beint, þar af upp- lýst um 10 dollara ávísanir, sem runnu allar, eða flestar, til bílasala. Vitað er um 11 bíla, er keyptir voru fyrir náms- mannagjaldeyri mestmegnis. Ágóðanum af þessum við- skiptum varði Reynir m. a. til íbúðarkaupa. Hann sigldi árlega og ferðaðist víðsvegar um Ev- rópu. Er ágóðinn varlega reikn- aður röskar 330 þús. krónur. Tímann, sem Reynir hafði umsjón með námsmannagjald- eyri Innflutningsskriftsofunn- ar var úthlutað námsmanna- gjaldeyri að upphæð 14—16V2 milljónum króna ár hvert, til 600—700 námsmanna árlega. Ekkert hefir komið fram í ransókn málsins er bendi til, að starfsmenn Innflutningsskrif- stofunnar hafi verið í vitorði, með Reyni. Að lokinni rann- sókn verður málið sent til dómsmálaráðuneyisins til á- kvörðunar ákæru. Klukknahringing boðar banaslys. Borgarstjórnin í Calgary, höf- uðborg Albertafylkis í Kanada, hefur hafið sókn gegn umferð- arslysum. Hefur verið ákveðið, að hringja skuli klukkum allra 16 kirkna borgarinnar í stundar- fjórðung í hvert skipti, sem banaslys verður af völdum um- ferðarinnar. Á slysstaðnum á svo að reisa kross og flagga í hálfa stöng á opinberum bygg- ingum. Á sl. ári biðu 16 manns bana í umferðarslysum i bofg- inni. En af því öllum þykir svo- vænt um gamalmennin og einn- - ig þá, sem dánir eru, dettur mér í hug stærsta gjöfin, sem eg: veit til, að gefin hafi verið, síð-- an eg varð maður með mönn-- jum. Það var 100 þúsund króna 'gjöf Jóhanns heitins Jóhannes-- sonar, sem hann gaf 1914, til minningar um látna konu sina.. j Þetta var stór peningur á þeim tíma. Miðað við verðlags- breytingar síðan, ætti þetta a<5' 'nema 30—40 milljónum nú. Það sézt bezt á því, að árið 1912: jvar eg eltur á röndum dag eftir- dag og beðinn að kaupa íbúð- arhús á eignarlóð fyrir 2500 krónur, útborgun 300 krónur. jMér fannst það ekkert vit. — Nú þætti reyfarakaup á þessU húsi 250 þúsund. Vafalaust hefir Jóhann heit— inn haft galla, en hann var líka góður maður. Og gjöf hans var- í senn stórmannleg og fögur. [Fyrir hana átti að stofna sjóð- Sigurbjargarminning, til að-: koma upp fullkomnu elliheim- ili. Það var minningin um göf-- uga konu, og miskunnsemin gagnvart farlama gamalmenn- um, sem réði gerðum gefandans. Jóhann heitinn treysti þjóð- félaginu. En hvar er þessi stóri sjóður? Það hefir verið spurt um hann, en ekkert svar feng- ist. Nú eru flestir látnir, sem voru samferðafólk Jóhanns-. heitins. Við, sem eftir lifum höfum.skyldu til að gæta réttar látins félaga. Þess vegna spyr eg: Hvar er sjóðurinn, og hve- mikill er hann? Það eru vinsamleg tilmæli,. að réttir aðilar .svari, eða rétt- vísi þjóðfélagsins knýi svari5 fram. Eg hefi séð son Jóhanns heit- ins á förnum vegi. Kunnugir segja mér, að hann sé góður drengur. En ekki séstj að lífið hafi leikið við hann frekar en ýmsa okkar samferðamann- anna. Eg held, að hann skuldi þjóðfélaginu ekkert. Hannes Jónsson. ;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.