Vísir - 18.03.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 18.03.1960, Blaðsíða 6
vfSIB Föstudaginn 18. marz 1960 wisias. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. xSkrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00' eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Ódrengiieg afstaia. í Þjóðviljanum, aðalmálgagni íslenzkra kommúnista, birt- ist s.l. miðvikudag 'óvenju rætin grein á mjög áberandi stað í blaðinu, undir fjögurra dálka fyrirsögninni „Togara- sjómennska og fangahjálp“. Virðist greinarhöfundur, sem nefnir sig „sjómann“ í upp- hafi, ætla að ræða þann vanda, sem um skeið hefur steðjað að togaraútgerð í sambandi við slcort á togara- sjómönnum. Hugleiðingar þessa félaga „sjómanns" snúast þó fljótlega upp í ó- geðslegar getsakir og dylgj- ur. Segir m. a. svo í þessari grein: „Sést ljóslega á þessu í hvert öngþveiti var komið með mannahald á togurun- um, og ekki stóð á útgerðar- mönnunum að sýna hug sinn til þeirra fáu manna, sem enn héldu tryggð við skipin að setja þá á bekk með dæmdum afbrotamönnum“. Áður hafði verið að því vikið, að refsifangar á vegum Fangahjálparinnar hefðu fengið að ráða sig á togarana. í þessari grein kemur fram furðulegur og jafnframt fyr- irlitlegur hugsunarháttur, sem allir sæmilegir menn hljóta að fordæma. Þeir, er eitthvað hafa hugleitt vanda- mál þau, sem þeir eiga við að etja, er af einhverjum sökum hafa átt í útistöðum við þjóð- félagið og verið dæmdir til refsivistar, hljóta að líta svo á, að sanngjarnt sé og eðli- legt, að þjóðfélagið reyni að rétta þessum mönnum ein- ' hverja hjálparhönd. Til- gangurinn með hegningar- lögunum er ekki sá, að þeir, sem hafa gerzt brotlegir við þau, séu um aldur og ævi út- skúfaðir, óalandi og óferj- andi öllum bjargráðum. Al- mennt er litið svo á, að mað- ur, sem tekið hefur út refsi- vist sína, annað hvort að öllu leyti, eða fengið refsivist sína stytta með náðun, hafi greitt skuld sína við þjóðfé- lagið. Síðan er þess að vænta, að hann geti á ný gerzt nýtur maður og unnið þjóð sinni gagn. Þetta sjónarmið virðist þessi undarlegi „sjómaður“ Þjóð- viljans ekki geta aðhyllzt. Hér er vegið á lúalegan hátt að þeim, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni, mönn- um, sem sannarlega eiga nógu erfitt, þótt ekki sé ver- ið að leggja fleiri steina í götu þeirra. Og þetta er þeim mun lúalegra, sem það er málgagn „Sameiningarflokks alþýðu“, sem að slíku stend- ur. En jafnframt er þetta ómakleg árás á Fangahjálpina, því að sú starfsemi er sannarlega góðra gjalda verð. Þar hafa menn af ósérplægni og þolin- mæði unnið mikið og gott starf í sambandi við þá ó- gæfusömu menn, sem hafa misstigið sig í lífinu. Fanga- hjálpin hefur gefið mörgum manninum nýja lífsvon, nýja möguleika til þess að öðlast á ný lífshamingju, — og þeir, sem bezt þekkja til þessa starfs, munu á einu máli um, að árásir á Fanga- hjálpina séu ekki aðeins ó- maklegar, heldur fyrirlitleg- ar. Ævir vestur-íslenzks fólks skráðar. Fyrsta bindið kemur út á þessu ári. Æviskrár Vestur-íslendinga, mikið ritsafn og vandað að öll- um frágangi, mun hefja göngu sína innan skamms og er á- skriftarsöfnun þegar í gangi. Það hefur áður verið frá því skýrt hér í blaðinu að Árni Bjarnarson bókaútgefandi á Ak- ureyri væri að vinna að útgáfu á æviskrám Vestur-íslendinga og hefði fórnað miklum tíma og peningum fyrir þetta hugðar- mál sitt, m. a. farið tvívegis um íslendingabyggðir vestan hafs í þessu skyni. Nú er verk þetta svo vel á veg komið að fyrsta bindið er komið í prentun og er væntan- legt á markaðinn innan skamms. Bindafjöldinn mun hinsvegar ekki ákveðinn ennþá og fer stærð ritsins eftir því hve vel tekst að viða að heim- ildum. Verða æviskrár þessar mun ýtarlegri en íslenzkar ævi- skrár, sem Bókmenntafélagið gaf út fyrir nokkru, auk mynda af öllum viðkomandi mönnum, sem það leyfðu. Þá verður aft- ast í bindinu nafnaskrá yfir alla, sem þar er getið. En þeir munu skipta mörgum þúsund- um. Fyrsta bindið verður um 500 bls. í stóru broti, prentað á myndapappír. Fræðimennirnir sr. Benjamín Kristjánsson á Laugalandi og sr. Jón Guðna- son skjalavörður i Reykja- vik búa æviskrárnar undir prentun, en útgefandinn er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, og ér það góð trygg- ing fyrir vandaðri vinnu. Verð þessa bindis er ákveðið til á- skrifenda kr. 350.00 í bandi, en óbundið kr. 320.00. — Bók- hlöðuverð verður kr. 450.00 ib. og kr. 420.00 ób. Að baki þessari útgáfu liggur sú hugsjón að varðveita beri persónu-, ættar- og menningar- tengsl íslenzku þjóðarbrotanna beggja vegna hafsins. Það verð- ur með engu móti betur gert en því a ðveita fólkinu fróðleik og upplýsingar um persónurnar sjálfar, störf þeirra og ættir. Þá má geta þess að fyrir ^ íslenzlta ættfræðinga, og alla þá , sem persónusögu unna, er verk 1 sem þetta með öllu ómetanlegt. Það opnar ættfræðingum nýja sýn, sem áður var hulin. Vegna hins mikla kostnaðar við þetta ritverk og til að tryggja framhaldsútgáfu þess hefur verið horfið að því ráði að safna áskrifendum að því og verður ritið selt mun ódýrara til þeirra, sem gerast áskrifend- ur heldur en það verður selt i bókaverzlunum. Hér er um merka útgáfu að ræ'ða sem vafalaust mun skipa veglegan sess í ættfræðibók- menntum okkar um ókomna framtíð. Peningagjafir í Agadir-söfnun R. K. I. nemur 16,280. krénum. Fleiri gjafir hafa borizt. Vandræði togaraútgerðarinnar. Allir vita, að nú um skeið hef- ur gengið erfiðlega að halda i togurunum úti, og kemur þar margt til. Samkeppnin um ■ sjómennina er hörð. Kjörin á bátaflotanum munu yfir- leitt vera allmiklu betri, og fleira kemur til. Annars er togaraútgerð ákaflega mis- jöfn hérlendis, eftir því hvar gert er út. Alkunna er, að togaraútgerð víða úti á landi hefur gengið svo treg'- lega, að þar hafa menn hreinlega gefizt upp á henni. En óvíða hefur útgerðin gengið eins illa og þar sem kommúnistar ráða. Þegar „sjómaður“ Þjóðviljans er að fimbulfamba um tog- araútgerð ætti hann að líta í z eigin barm. Hvernig er_ það * með útgerðarmál Norðfirð- inga, þar sem Lúðvík Jósefs- son og aðrir kommúnistar hafa töglin og hagldirnar? Er það sök Fangahjálparinn- ar, að ekki tekst að halda úti togurum frá þessari Gósen- byggð kommúnista á Austur- landi? Fyrir hverjar kosningar hefur það verið mikið baráttumál kommúnista að fá togara til ýmissa kaupstaða úti á landi, ekki sízt til þeirra byggðar- laga, þar sem þeir telja sig eiga von á álitlegum at- kvæðafjölda. En þegar skipin svo hafa fengizt, lendir allt í vesaldómi og vandræðum, skipunum er lagt, síðan aug- lýst til sölu. Skynsamlegra væri fyrir Þjóðviljann að gera hreint fyrir sínum dyr- um í þessum málum, og Gjafir til Rauða Kross íslands í Agadír-söfunina. Frá N.N. Kr. 500, O. 500, S.G. 100, Bjarni Simonarson 100, Pettý 1000, H.Ó.B. 500, N.N. 200 Guðrún Kristmundsd. 50, Björn Jónsson 100, Ónefnd kona 100 N. 300, Eyja 100, N.N. 50, Seyð- isfjarðardeild R.K.Í. 5.000, P.Þ. 50, G.E. 100, Agnar og Guð- laugu 100, H.A. 200, J.E. 30, Þóra 50, Anna og Árni 500, A. 600, K.Á. 100, F.G. 100, X. 100, 2 systur 200, Guðjón Jóns- son 100, G.K.H. 50, Verzlun O. Ellingssen h/f 500, Ónefndur 100, Bjartur og Kristín 100, Fátæk kona 200, Ónefndur 1.000, A.M. 100, Þorsteinn Ein- arsson 100. V.K. 100, ABC 200, Matthías Sigfússon 100, A.Þ. N.N. 100, G. Iðunn 100, Sigurð- ur Guðmundsson 100, Í.S. 50, Ingibjörg Guðmundsdóttir 100, Z. 100, H.K. 500, Svava Þór- hallsdóttir 100, S.Ó. 50, Árni Jóhannesson 100, Ólöf Bjarna- dóttir 100, K.H. 100, Julia Wi- arda $50, J. 300, Gisa 150, El- ína 100, Steinunn Jónsdóttir 150, J.K. 500. AIIs kr. 16.280,00. Ski-eiðarsamlagið gaf 1 tonn af skreið, verðmæti ca. 25.000, 00 kr. Auk þess fjár, sem að ofan geturu, mun Rauði Kross ís- lands leggja fram nokkurt fé til viðbótar. Mun fé þessu varið í samráði við Rauða hálfmánann (Rauða Krossinn) í Marokko. Rauði Kross íslands þakkar öllum þeim, sem lagt hafa fé af mörkum til hjálpar fólkinu i Agadír. krefjast þess, að togarasér- fræðingar kommúnista reki skip sín af viti og hagsýni, en reyna ekki að þyrla upp mild viðri um þessi mál með því að svívirða þá, sem erfiðast eiga í lifsbaráttunni og þá menn, sem vilja rétta óláns- mönnum hjálparhönd. I\lý|a Bíó: Harry BEack og tígriscEýrið. Nýja bíó sýnir í fyrsta sinn í kvöld kvikmyndina Harry Black og tígrisdýrið. Kvik- myndin er frá 20th Century Fox og er tekin í litum og af cinemeascopegerð. Aðalhlut- verk leika Stewart Granger, Barbara Rush og Anthony Steel, allt vel kunnir leikarar. — Harry Black, leikinn af Ste- wart Granger, er frægur tígris- dýrabani, og, hefir sér til að- stoðai' Indverja, sem er slyngur að rekja spor tígrisdýra. Við i sögu koma einnig hjón og ung- Frá „Lesanda“ hefur „Berg- mál“ borist eftirfarandi: „Ég las með athygli ritstjórn- argrein í Vísi hinn 14. þ.m. urn j „skáldskap“ í tímariti útgáfu- fyrirtækis kommúnista, Máls og menningar, ásamt furðulega sam- j ansettu „ljóði“ eftir Dag Sigurðs- son. Jafnframt er frá því sagt, ■ að ritstjórar nefnds timarits séu menntamenn, í málfræði og bók- I menntum.,1 niðurlagi ritstjórnar- greinarínnar er spurt: | „Finnst þeim (ritstjórunum) þess konar óþverri vera í ætt ^við „Mál og menningu“?“ Svar i Svar við þessari spurningu: fann ég í dagblaðinu Tímanum tveimur dögum síðai’. Þar skrif- ar ungt skáld, Gunnar Dal, um „skipulagt almenningsálit" á þessa leið: „Við getum hugsað okkur að ákveðin stefna miði að heims- byltingu og flokkar hennar í hinum ýmsu löndum álíti að það þurfi einnig að bylta hugarfari fólksins. í menningarmálum mið- ast öll barátta þessara manna við, að ekkert, sem þróazt hef- ur í hinni svokölluðu „borgara- legu menningu“ fái Iifað af inn í hið ný.ja ríki. Það er því byrjað á þvi að brjóta niður hinar menn- ingarlegu máttarstoðir „borgara- legs“ þjóðfélags. Fyrst er vegið að trúnni, síðan því siðferði, sem á henni grundvallast og loks að þeii’ri heimsspeki, þeirri lífs- skoðun, sem henni er verðmæt- ust. Með tilliti til þessarar út- rýmingar borgai’alegi’ar menn- ingar flokkast siðan skáld, rit- höfundar og listamenn. Siðan er almenningsálitið skipulagt þann- ig að það er látið gera sem minnst úr þeim höfundum, sem byggja upp og sem mest úr þeim sem rífa iður.“ Ekki vonum fyrr. Það er ekki vonum fyrr, að rætt sé um þessi mál af fullri einurð, þvi að hér er verið að leika sér með fjöregg þjóðarinn- ar, ljóðlistina, á þursalegan hátt. Flestir hugsandi menn álita að þetta sóðalega rímlausa rugl megni ekki að trufla heilbrigða dómgreind almennings. Gamall málsháttur. En til er gamall málsháttur: „Svo má illu venjast að gott þyki“ og hefur slíkt gerst hér á öðrum sviðum listarinnar t. d. myndlist og tónlist. Væri tilvalið að leika „electróniska" músik undir þesum kveðskap „nútíma- skálda" — Þau ömurlegu ná- hljóð myndu vafalaust auka mikilleik þeirra og snilli. Ljóðaúrval snillinga. Svo mætti fá hrollvekjumálara til að teikna myndir fyrir nýja útgáfu af ljóðaúrvali snilling- anna sem leika lausum hala í Birtingi — og öðrum lifstuttuni timaritum — gefa út lausblaða- bækur með marglitum blöðum og heftivír. Spursmál hvort nota ætti bók- stafi eða þá teikn og stórmerki sem mæld voru í remetrum?" Lesandi. ur sonur þeirra. Sagan fjallar um örlagarika og tangaæsandi viðureign við hinar ferfættu mannætur, frumskóganna. —• : Óvanaleg mynd óg vel leikin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.