Vísir


Vísir - 06.04.1960, Qupperneq 7

Vísir - 06.04.1960, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 6. apríl 1960 VÍSÍB Úsveigjanlegur Búi Francois Christaan Erasmus er Har5ur í horn að taka. Forustumenn þjóðernissinna í Suður-Afr.íku, sem nú fara með völd, þykja harðir í horn að taka, og ósveigjanlegir í baráttunni fyrir að yfirráð hvítra manna haldist óbreytt og liörundsdökkum mönnum haldið í viðjum. Menn minnast dr. Malans, sem látinn er, dr. Verwoerd’s núverandi forsætisráðherra, Louw utanríkisráðherra og fleiri, cn Erasmus dóms- málaráðhcrra er einnig mjög kunnur, og verður hans hér að nokkru getið, bví að hann er cinn. hinna ósveigjanlegu og mjög umdeildur maður. Hann heitir fullu nafni Francois Christiaan Erasmus, maður ásækinn og gersneyddur öllu gamanlyndi. Það var hann, sem bannaði öll fundahöld á dögunum, eftir blóðsúthelling- arnar, og það var hann, sem lagði fram frumvarpið um að banna samtök hörundsdökkra manna. — Erasmus er lögfræð- ingur, en stundaði lögfræði- störf aðeifis tvö ár. Hann er atvinnu-stjórnmálamaður og helgað ailt sitt starf Þjóðernis- sinnaflokknum og samtökum Búa Til marks um hve gagnl- hann hefur verið sínum flokki er, að eftir að Þjóðernissinnar unnu sigur í þingkosningunum 1943, snei’i dr. Baniel F. Malau sér að honum og sagði: „Þetta er árangurinn af þínu starfi.“ Erasmus var nefnilega sá, sem bar veg og vanda af flokks skipulagningunni. Hann talaði mjög oft á fundum og hélt fast fram sjónarmiði Búanna og duldi lítt hatur sitt á Bretum. Byrjaði sem kennari. Hann er 64 ára, en enn mað- ur unglegur. Hann er fæddur i Merweville í Höfðanýlendunni. Kenndi um tíma, en stundaði nám í háskólanum i Höfðaborg. 1927 varð hann dómsmálaráð- herra Suðvestur-Afríku og 1929 aðstoðarskipulagsstjóri flokksins í Höfðaborgarnýlend- unni. Kosinn á þing þar fyrir Moreesburg-kjördæmi og verið þingmaður þess jafnan siðar. — Hann var harðsækinn funda- maður og kom fyrir, að hann var rekinn út. — 1948 varð hann dómsmálaráðherra og hélt þvi embætti þar til á s.l. ári. Hann fyrirskipaði margt, sem varð óvinsælt, ekki sízt meðal manna af brezkum stofni. — Hernaðarlegt samstarf Bret- lands og Suður-Afríku hafði eflst i tveimur heimsstyrjöld- um. Erasmus fvrirskipaði nýja ! einkennisbúninga með höfuð- búnað eins og Afrikuhersveit nazista hafði haft. Fræg her- fylki fengu ný nöfn eða voru afnumin. Hann lét gera hús- rannsóknir í skrifstofu hátt- settra liðsforingja, rak suma fyrir afskipti af stjórnmálum og aðrar sakir — en tók í þeirra stað menn úr flokki Þjóðernis- sinna, sem hann treysti í öllu. F. C. Erasmus. Varaði við kommúnistum. í landvarnaráðherratíð sinni brýndi hann mjög fyrir þjóð- inni, að allri Afríku stafaði hætta af kommúnistum, — taldi þá m.a. hafa gert áætlun um að vopna hörundsdökka menn. — Hann hefur sétið ráð- stefnur landvarnaráðherra I London, Washington og Lissa- bon sem fulltrúi Suður-Afriku. Hann er hvatamaður hernaðar- legrar þjálfunar ungmenna til upprætingar á unglingaafbrot- um. —- Hann er fremur mál- stirður, talar hægt, ef til vill af ásettu ráði, en með þunga. — Hann er glæsimenni í kiæða- burði og þykir bera af öðrum • ráðherrum í því efni. Bezta dægrastytting hans er að ríða út. — Hann er tvíkvæntur, — 1 skildi við þá fyrri. Með þeirri , seinni á liann einn son og tvær ; dætur. ★ Sovétflugvélar leita nú að stórum ísjaka á Norður-fs- liafi, þar sem hægt væri að koma fyrir rannsóknastöð. Skammbyssa — Framh. af 1. síðu. kúlur í hana í bíl hans. Það er óþarft að taka fram, að lögreglu- þjónar hafa ekki leyfi til að bera á sér skotvopn frekar en aðrir borgarar, nema með sér- stöku leyfi, sem hann hefur ekki. Magnúsi var þegar vikið úr stai’fi „um stundarsakir“, eða þangað til annað verður ákveð- ið. Við rannsókn málsins neit- ar Magnús öllum kærum á hendur sér, en vitni kveðst hafa séð hann skrifa annað hótunar- bréfið á ritvél í stiórnarráðinu. Magnús kærði vitni þetta, sem er lögregluþjónn, fyrir að hafa undir höndum smyglað áfengi, en við húsleit hjá honum fannst ekkert slíkt Ýmislegt í fari Magnúsar, svo og það sem fram kom í bréfum hans til blaða og lögreglustjóra* þótti gefa ástæðu til að á hon- um væri gerð geðrannsókn. Var því fenginn læknir til að ræða við hann og að þeim viðræðum; loknum var hann þegar úr- skurðaður í fjögurra vikna gæzluvarðhald. Virðist svo semi Magnús sé haldinn ofsóknar- kennd (paranoia) og gæti af þeim völdum orðið hættulegur 'umhverfinu, eins og hótunar- bréf hans til lögreglustjóra gef- ur tilefni til að álíta: „Stundin. nálgast. ..“ Rafvirki óskar eftir vinnu, allskon- ar vinna kemur til gre'ina. Tilboð sendist Vísi merkt: „Rafvirki“. fyrir föstudags- kvöld. 9 Kanpmenn Borgar sig að skreyta glugga? Reynið fyrir páskana. Skilti, gluggaskreyting. Sími 10098. • M.s. Guilfoss fer frá Reykjavík kl. 22 annað kvöld fimmtudag 7. apríí til Hamborgar, Helsingborg og Kaupmannahafnar. FarþegaK eru beðnir að koma til skips eigi síðar cn kl. 21. -x RÆKTUH STOFUBLÓMA -x Stefán Þorsteinsson, sem á undanförnum árum liefur skrifað alla margar greinar um garðyrkju fyrir blaðið, mun á þessu vori skrifa nokkra garðyrkjuþætti. Það skal fram tekið að lesendum blaðsins er gefinn kostur á að bera frani spurningar um allt það er við kemur garðyrkju og garð- yrkjustörfum og mun þeim þá verða svarað í þætti þessum. Slíkar spurningar skulu merktar: „Garðyrkjuþáttur VÍSIS, pósthólf 496, Reykjavík. Um þessar mundir eru allar 1 blómakonur landsins upptekn- ar við uppáhaldsiðju sína, að i undirbúa stofublómin undir | sumar og sól, vöxt og viðgang og segja má að það sé fyrst og ■fremst undir þessum störfum; komið hvaða árangri verði náð . 'og hve mikla ánægju stofu- ’blómin veiti heimilisfólkinu. Fyrst og fremst kemur nú til j greina að umpotta stofublóm- unum, sem kallað er og er þá fyrst og fremst átt við að gróð- ursetja þær í stærri blómstur- potta, skipta um gróðurmold, bera hæfilega á og vökva síðan vel. Gert er þá ráð fyrir að t. d. rósirnar hafi verið klipptar, fjarlægðar hafi verið dauðar greinar og visin blöð o. s. frv. Rétt er að geta þess, að það er alls ekki alltaf nauðsynlegt að gróðursetja stofublómin í stærri potta, því potturinn þarf fyrst og fremst að vera í sam- ræmi við stærð plöntunnar sjálfrar, en í þessum efnum er mikils um vert að maður þekki viðkomandi plöntu, þarf- ir hennar og vaxtarhraða og rati meðalhófið. Um það verða ekki gefnar neinar algildar reglur. Nýir pottar eiga að liggja nokkurn tíma í bleyti áður en þeir eru teknir í notkun. Handtökin við sjálfa umpott- unina: Maður hvolfir pottinum en heldur undir plöntuna, slær síðan pottbrúninni við borð- rönd og klumpurinn kemur i heilu lagi úr pottinum. Siðan • hreinsar maður burtu alla mold, sem losnar með góðu móti og kemur plöntunni að því búnu aftur fyrir í pottinum eða stærri potti, ef þörf gerist, og fyllir pottinn hæfilega, góðri pottamold og þrýstir síðan moldinni léttilega niður með börmum pottsins þannig að plantan sitji vel í pottinum og hæfilega djúpt, en rótarháls- inn segir til um dýptina, hann má ekki grafa um of. Tveggja til þriggja sentimetra borð er nauðsynlegt vegna vökvunar- innar Pottbrot á að hylja gatið á pottinum og á að hvolfa því yf- ir gatið. Séu notaðir keramik- eða málmpottar, sem ekki eru með gati á botninum, þarf að setja, a. m. k. þriggja sentimetra malarlag í botn pottsins. Þess má geta í þessu sam- bandi að pottamoldin fæst nú- orðið i hverri blómabúð í hand- hægum plastpokum og hún er þá hæfilega áburðarbiönduð, þannig að ekki er rétt að nota blómaáburð fyrr en 10 dögum eftir umplöntun. Annars er það um blómaá- burðinn að segja, að nú er far- ið að nota ágætan, innlendan j blómaáburð. Er hér átt við HERMAR-blómaáburðinn sem framleiddur er í Hveragerði, og mun fást í flestum blóma- verzlunum og hjá mörgum garð yrkjumönnum. Þetta er al- hliða lífrænn áburður, sem nýt ur álits innlendra og erlendra sérfræðinga, sem hafa látið efnagreina hann og rannsaka. Hvað áburðarmagni viðvíkur á stofublómin, þá mun hæfilegt að bera á 1—3 teskeiðar af HERMAR-áburði í hvern pott á 10 daga fresti, frá þessum. tíma og fram í júní-mánuð, heldur minna úr því, en ekkert í skammdeginu. Áburðarmagn- ið fer þá fyrst og fremst eftir stærð pottsins, en einnig plöntutegund. Þótt fleiri pottaplöntur muni líklega drepnar af því að þær séu vökvaðar of mikið en af vatnsskorti þá á þetta þó fyrst og fremst við í skammdeginu. Það á að vökva stofublómin. vel, en sjaldnar, en sízt mega þau ofþorna að vorinu og fram- an af sumri, meðan vöxturinn er örastur. Ef lús eða önnur óþrif eru á stofuplöntunni þarf hún að fá sitt þrifabað. Viðeigandi lyf fást í blómabúðum og hjá Sölu- félagi garðyrkjumanna , en leið beiningar eru á umbúðum. Meiri hlutinn af þeim plönt- um, serri prýða heimilin eru sólelskar og þrífast hvarvetna vel í nútíma húsakynnum, við góða umönnun. Varast skal þó að plönturnar standi í sterkri sól, fyrst eftir umplöntun í pottum. Þær mega þó standa í Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.