Vísir - 06.04.1960, Blaðsíða 10
10
VÍSIB
Miðvikudaginn 6. .apríl
[ MILLI
TVEGGJA
★ ÁBTARSAGA
ELDA
23.
Hún starði á sterklegar og fallegar hendumar á stýrinu og
sagði eftir nokkra stund. — Frú Sanders mundi þykja allt urn of í
þvi tilliti, nema algert afskiptaleysi.
— Það er vafalaust rétt. Hann þagði um stund, en sagði svo
þurrlega: — Og Morton Sanders er ekki algerlega afskiptalaus.
skilst mér.
— Ne-ei. Hún horfði hikandi á fræga skurðlækninn og fór að
velta fyrir sér hvers vegna hann ræddi einkamál hennar við
hana. — Er nokkur ástæða til að hann væri það?
— Nei, svaraði Lanyon, — ekki ef yður finnst það svara kostn-
aði að stofna yður í hættu vegna fallegu augnanna í honum.
— Hættu?
Hann nam staðar viö rautt ljós, leit við og brosti, ekki óvin-
gjarnlega, til Madeline..
— Góða, eg hef ekki hugsað mér að fara að lesa yður lífs-
reglurnar, því fáum líkar að fá heilræði og enn færri nota sér
þau. En eg þekki dálítið frú Sanders og son hennar. Frú Sanders
þjáist, eins og þér vitjið bezt sjálf, af sjúklegri afbrýði, sem
stappar nærri geðbilun. Það væri nógu bölvað að hún ætti leiðin-
legt lítilmenni fyrir son, sem ekki bakaði henni áhyggjur, því að
hún mundi vaka jafn vandlega yfir honum. En Morton er vitan-
lega glæsilegur, heillandi náungi, sem veit fótum sínum vel
forráð.
— Eg skil þetta ekki fyllilega. Ef hann kann fótum sínum
forráð hvað er þá athugavert?
— Það er ekki Morton Sanders sem eg hef áhyggjur af, sagoi
Lanyon. — Farið þér út hérna? Eg þarf að aka dálítið lengra.
— Já, einmitt það — þakkað yður innilega fyrir. Hún bjóst til
að fara út, en það var líkast að eitthvað þvingaði hana til að vera
kyrra, svo að hún hikaði og sagði: — Þetta er einskonar aðvörun,
sem þér eruð að gefa mér, læknir?
— Það kemur mér ekkert við, sagði hann og brosti. — En eg
vil benda yöur á, að hver stúlka sem Morton Sanders lítur hýru
auga verður samstundis fyrir ofsafengnu hatri frú Sanders.
Og þó að eg þykist viss um að hann bjargi sjálfum sér, þykir
n»ér tvisýnt að hann geti séð stúlkunni borgið.
— Mér finnst hæpið að segja það, svaraði Madeline og 'fór-út
úr bílnum.
— Kannske. En eg tel það mjög varhugavert, svaraði hann
gegnum bílgluggann. — Eg mundi telja stóran uppskurð talsvert J
hættuminni. Vitanlega að því tilskildu, að eg gerði hann sjálfur.
Svo veifaði hann hendinni brosandi og ók áfram.
í Dominion eins og flestum sjúkrahúsum voru hjúkrunarkon-
■urnar vanar að hittast í herbergjunum hver hjá annari og rabba
um það sem gerst hafði þann daginn. En Madeline kaus fremur
að trúa ekki öðrum fyrir einkamálum sínum en Ruth og Eileen.
Þess vegna voru það aðeins þær tvær, sem hún sagði frá því, að
Morton hefði stungið upp á við hana að koma með sér til frænda
hans.
— Eg mundi hugsa mig um tvisvar, sagði Ruth. Ef mér litist
ekki mjög vel á hann, vitanlega. Eg mundi ekki baka mér afbrýði
og óvild frú Sanders að óþörfu.
— Æ Madeline beit á vörina. — Aiveg þetta sama sagði dr.
Lanyon í dag.
— Dr. Layon? Eileen hallaði sér fram, logandi af forvitm.
Ætlarðu að segja mér að þú hafir spurt hann ráða? Ferðu til
hans með öll þín vandamál?
— Nei vitanlega ekki. Madeline hló. — Hann ók fram hjá mér
þegar eg var að bíða eftir sporvagninum og bauð mér að sitja
í hjá sér niður í borg'ina. Eg þakkaði honum vitanlega fyrir að
hann hafði hjálpað mér í fyrsta skiptið, og það varð til þess að
við fórum að tala um frú Sanders. Hann álítur að hún sé hættu-
leg alveg eins og Ruth gerir.
Eileen virtist leggja mikið upp úr þessum upplýsingum. Hún
þagði hugsandi um stund, yppti svo öxlum og sagði:
— Hugsið ykkur alit það gaman, sem maður færi á mis við
ef maður ætti að taka tillit til afbrýðissamra mæðra. Frú Sanders
væri trúandi til að segja eitthvað ljótt við Flóru og finna sér
einhverja smámuni til að setja út á. En það verður varla alvar-
legt, því að þú ert dugleg hjúkrunarkona. Eg mundi hætta á
þetta í þínum sporum.
— Þegar þú segir þetta svona finnst mér það freistandi, sagði
Ruth hlæjandi. Langar þig mikið til að fara, Madeline?
— Vitanlega. Það væri ævintýri, sem maður á sjaldan kost á.
Að vera um helgi í sumarbústað við eitthvert vatnið þarna uppi
í fjöllum.
— Eg skil, sagði Ruth þurrlega, og Madeline roðnaði; hún
vissi að Ruth hafði getið sér til að vatr.ið og fjöllin væri ekki það,
sem hefði mest aðdráttarafliö.
— Jæja. sagði hún og hló eins kæruleysilega og hún gat, —
kannske verður ekkert úr þessu. Það er ekki víst að hann minnist
neitt frekar á það. En það var líkast og verið væri að sanna, að
henni skjátlast, því að nú drap einhver stúlkan á dyr og sagði
að það væri sími til hennar.
Það var Morton, eins og hún bjóst við, og hann fór undireins
að tala um ferðalagið.
— Við verðum að ákveða nánar með ferðina, Madeline. Eg hef
talað við hann Donald frænda minn, og Judy konu hans, og þati
langar mikið að þú komir. Þú verður að láta mig vita hvenær
þú getur fengið þig lausa í tvo daga.
— En, — hún var dálítið efandi ennþá og þorði ekki að svara
játandi undir eins — það er þetta með hana móður þína, Morton.
Úr því að hún er svona mótfallin þessu finnst mér eg ekki....
— Það er allt í lagi, svaraði Morton. — Eg hef talað við hana
og hún hefur ekkert við það að athuga.
— Ertu viss um það? Ef það er svo, skal ekki standa á mér.
En eg vildi ekki gera það ef hún reiddist því.
— Hún hefur skipt um skoðun, sagði Morton. — Hún er oft
svona þegar hún er hrædd um mig. En áður en eg fór frá henni
í dag var hún orðin sammála mér um að þú hefðir átt leiðinlega
æfi um borð í skipinu, og að það væri skyida okkar að sjá um að
þú fengir einhverja uppléttingu i sárabætur.
— Ó, hvað þetta er gaman, Morton! Og eg hef kringumstæður
til að koma núna um helgina, ef það hentar frænda þínum. Eg
er laus frá því síðdegis á föstudag og til mánudagsmorguns.
— Næsta föstudag. Hinn daginn?
— Já.
— Þá breyti eg áætluninni minni dálítið. Eg hafði hugsað mér
að fara upp eftir annað kvöld. En eg bíð þangað til daginn eftir
og ek þér uppeftir sjálfur. Þá losnar þú við langa járnbrautar -
ferð. Venjulega er mikill gestagangur hjá Donald á sunnu-
dögum, svo að þú færð vafalaust að sitja í hjá einhverjum niður
eftir á sunnudagskvöldið. En ef ekki þá skal eg aka þér til baka
sjálíur.
— Og hætta sumarleyfum þínum? Nei, þess þarftu ekki, sagði
Madeline. En henni var unun að finna hve hugulsamur hann var.
KVulDVÖKUNNI
HeiæiiiisH
R. Burroughs
TAKZAPy
3233
i MK POSITIVE THAT Aul IS INNOCEWT,"
SAIP BEN ABEN,"Sii'AF’Lv' BECAUSE HE
WODLP WO'rf'AK£ PEFY HIS SHEIIC--"
VEKHAPSd
TAEZAN Wf
WUEEPQUIETL
"ANI7 l'LL
ACCEF’T THAl
THEOEY--
FOZ NOW.
4
Eg er sannfærður um að
Ali er saklaus, sagði Ben
Aben, einfaldlega vegna
þess að hann myndi ekki
AFTEK ALL, iT WAS
POSSIBlE FOR FAK.
CELLV'S KlFLE TO
JAfA— IT COUL(7
HAVE SEEN AN
ACCIFENT. 'f i2-i7
þora að brjóta gegn boði
herra síns Þrátt fyrir allt
gat það vel komið fyrir að
rifill Kellys hefði bilað, án
þess að hann héfði vitað, og
slysið orðið af þeim sökuin.
Ef til vill, sagði Tarzan ró-
lega og eg ætla að halda mér
við þá skoðun héðan í frá.
Tom og Harry töluðu um það
hvor ætti latari konu.
| „Komdu heim með mér,“
sagði Tom. „Og eg skal sanna
þér að hún er latari.“
I Þeir komu heim til Toms,
þar sat kona hans uppi í rúmi
með ótal kodda við bakið og
var að skræla kartöflur.
„Þetta er ekkert,“ sagði
Harry. „Komdu heim með mér.“
I Þegar þeir komu heim til
Harrys, sáu þeir konu hans, hún
sat við logandi eld og var að
gráta.
„Hvað er að þér?“ sagði
Harry,
I „Þessi bannsettur eldur er
alveg að steikja mig,“ sagði
konan.
★
Skota var einn dag boðið út
að sigla, en þá var hvasst.
í „Nei, þakka þér fyrir,“ sagði
| hann. „Eg er nýbúinn að borða
góðan miðdegisverð og eg vil
ekki hætta á neitt.“
★
„Slær maðuirnn þinn þér
gullhamra, frú Macdonald?“
! „Já, stundum gerir hann það:
Hann segir: „Þú ert dálagleg!14
★
Skoti, sem hét McShan, átti
lítið gistihús í Arkansas, en þar
er mikið af eldflugum. Þær eru
stórar og lýsa vel. McShan lang-
aði til að hafa lýsandi skilti á
gistihúsi sínu, en kostnaðurinn
kom ætíð í veg fyrir það, þang-
að til hann fékk góða hugmynd.
| Hann málaði fyrir ofan dyrn-
ar hjá sér, með sírópi, orðið
„Hótel Shan“ og kvöldin sett-
ust eldflugurnar þarna að í stór-
hópum. — Þarna er skozk hug-
kvæmdasemi!
★
„Getui’ðu ekki lesið auglýs-
inguna?“ æpti skógarvörður-
inn. „Enginn má fiska á þessu
landi!“
„En — en — eg er ekki að
fiska á landi,“ svaraði Geordie
litli. „Eg er að fiska í vatninu.“
★
„Það er ekki aðeins það, að
hann sé að dansa við stúlkuna
mína, heldur átti eg líka pen-
inginn, sem hann lét í spilavél-
ina.“
★
Umferðarlögreglan í París-
arborg hefir reiknað út, að hver
bíleigandi aki aðeins 19 mínút-
ur af hverri klukkustund, sem
hann er í vagni sínum. Hinn
hluti klukkustundarinnar fer í
það að stanza við umferðarljós
og að leita sér að stað til þess
að geyma bílinn á.
★
Einn af olíuhöfðingjum ætl-
aði að ferðast heim frá Eng-
landi til ævintýrahallarinnar í
Austuiiöndum og hafði hóp af
fólki með sér. Honum fannst
nokkuð þröngt í flugvélinin og
hvað gerði hann þá? Hann
keypti 15 farmiða handa níu
manns, svo að það gæti breitt
vel úr sér.
Þessu var farþegahópurinn
feginn, því að þá, gat hann tek-
ið með nægilegt af flutningi,.
sem var á við sex manns að
þunga.