Vísir


Vísir - 06.04.1960, Qupperneq 11

Vísir - 06.04.1960, Qupperneq 11
Miðvikudaginn 6. apríl 1960 VlSIB Pozzo (Flosi Ólafsson), Estragon (Árni Tryggvason, Vladiinir (Brynjólfur Jóhannesson) og Lucky (Guðmundur Pálsson. Beðið eftir Godot, oftir Samuel Heckett. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Leikfélag Reykjavíkur hefur gerzt svo djarft öðru sinni í vetur að setja á svið leikrit, sem er ólíklegt til að falla öll- um fjöldanum í geð, en á það þó engu síður skilið, og hafi Leikfélagið þökk fyrir að ein- blína ekki á, að það sé „sam- band milli bankainnstæðu og listar“ svo að vér vitnum í fyr- lestur ameríska' bókmennta- fræðingsins, sem var hér á dög- unum. sem sé ekki í þeirra hópi. Hvort sem heimspekisefna þessi á nú langt eftir ólifað, þá er ekki fjarri sanni, að hún hafi verið tímanna tákn, þegar litið er á spor styrjaldarinnar á lífi og hugum fólksins, óvissuna, ör- yggisleysið, togstreituna milli þrárinnar eftir trú og ástarinn- ar á efanum, undanhald ein- falds lífs og andlegra verðmæta fyrir ofríki og hinni mögnuðu tækni nútímans. dórsson er mjög vel menntað- j ur, hugkvæmur og hæfilega i djarfur leikstjóri. Þó hefði : hann líklega gert rétt að stíga einu feti lengra, taka sér bessa- leyfi og fella úr eða af leikrit- inu, það eru óneitanlega á þvi agnúar, og vegna hinnar ó- Tvennt verður sérstaklega að þakka Baldvin sem leikstjóra að þessarri sýningu, auk þess sem þekka ber leikurunum sjálfum. í fvrsta lagi samstill- ing Brynjölfs Jóhannessonar og Arna Tryggvasonar í hlutverk- um þeirra lagsmanna og félaga gegnum súrt og'sætt um 50 ár, Vladimir og Estragon.. Það er . virkilega fágætt samspil og að það skyldi takast í þessu sér- stæða leikriti, sem vitanlega er viðburður á íslenzku leiksviði og ekki seinna vænna að það bærist hingað. Hitt, sem nefna skal til tíðinda í sambandi við leiksýninguna er það, að mér liggur við að segja, að álaga- hamur hafi fallið af Guðmundi Pálssyni, og hann hefur unn- ið sigur á leiksviðinu. Er sann- arlega ástæða til að óska hon- um til hamingju. Hinn þögli leikur hans hreif flesta, og þá kastaði fyrst tólfunum, þegar honum var skipað að taka til máls. Það var aldeilis ekta óhugnanlegur flaumur. býggingar þess, verð ur að leggja sig fram um að láta heildaráhrifin haldast ó- rofin. Fvrsti þáttur tókst prýði- lega, en í öðrum þætti slaknaði leiðinlega á þræðinum. Það má skella skuld á höfundinn hvað leikritið snertir, en leikstjórinn verður að sjá við því með ein- hverjum ráðum. í því mikla listanna landi Frakklandi gaus upp sú heim- spekistefna að lokinni síðari heimsstyrjöld, sem existensíal- ismi kallast og átti skáld að forvígismönnum. Frægastur þeirra er Jean Paul Sartre, sagna- og leikritaskáld auk þess að vera heimskekingur. Þjóð- leikhúsið sýndi eitt af frægari leikritum hans fyrir fáum ár- um, „Flekkaðar hendur.“ En sannleikurinn er líklega sá, að leikritið „Beðið eftir Godot“ eftir Samúel Beckett, sem Leik félagið sýnir um þessar mund- ir, lýsir miklu betur hugmynd- um existensíalistanna en skáld- rit þeirra sjálfra. Beckett vár Það skeður ekki margt i þessu leikriti, því að það gerist allt á meðan verið er að bíða, og biðin tekur ekki enda. Og þótt leikritið vanti reyndar það, sem löngum hefur verið talið ómissandi í leikriti, sem sé upphaf, miðbik og endi, en hins vegar fullt af ömurlegum og ýktum atvikum, þá hefur það samt ívaf af grófskemmti- legri fyndni, manneskjulegum vonarneista þrátt fyrir bölsýn- ina, að kenningin skaði ekki listina. Hins vegar er lopinn teigður um of á köflum. Reynir því mjög á leikstjórann, hversu tekst að halda stígandi og hraða í leiknum. Baldvin Hall- Estragon (Árni Tryggyason og Vladimir (Brynjólfur Jóhannesson) bíða eftir Gödot. _________________________II 13' Þýðingin eftir Irfdriða G. Þorsteinsson er mætavel a£ hendi leyst, og leiktjöld Magn- úsar Pálssonar sterk í einfald,- leik sínum. — G. B. Vorstörfin. (Frh. af bls. 7) glugga en skyggja þarf þær t* d. með dagblaði fyrst eftir um- plöntun, þegar sólskin er sterk- ast. Það er hreint ekki nauðsyn* legt í öllum tilfellum að um* potta stofublóm á hverju árí. Ef plantan er í góðri rækt, þrif- leg, í örum vexti og stendur í nægilega stórum potti getur verið fullt eins æskilegt að hreinsa dálítið af efsta moldar- laginu burtu og endurnýja, með gróðurmold og áburði og eins og áður er drepið á, þurfa jurtirnar því meiri áburð, því örari sem vöxturinn er og ligg- ur þetta í augum uppi, þótt því sé ekki ævinlega gaumur géf- inn sem skyldi. Þar sem um er að ræða blómaskálar, með fleiri teg. stofublóma, í hýbýlum manná eru vorstörfin fyrst og fremsfc fólgin í því að hreinsa burfc dauðar jurtir og jurtaleifar, skipta um plöntur og samræma um leið og gróðurmoldin er, endurbætt eða endurnýjuð. Hér hefur verið drepið á ör- fá atriði, sem vert er að hafa í huga, þegar farið er höndum um stofublómin að vörinu. Þar sem mikill fjöldi stofu- blóma er nú á boðstólum á landi hér og stöðugt bætast nýj ar plöntur við, verða menn að hafa sig alla við og nevta allra bragða, ef þeir vilja fylgjasfc með tímanum í þessum efnum. I þessu sambandi má benda ,4 að afgreiðslufólkið í blómabúð- unum er víðast hvar vel að sér og liggur ekki á lærdómi sín- um. Þó er því ef til vill lærdóms- ríkast að leggja land undir fót og heimsækja garðýrkjubænd- ufna, sem framleiða -plönturn- ar. Hjá þeim mörgúm hverjum er mikið að sjá og margt að læra, enda færist það nú óðum í vöxt, að almenningur sæki þa héim, Hér í þættinum mun öðrum þræði verða leitast við að kynna garðyrkjustöðvarnar og afurði þeirra. — St. Þ. Fulltróaráð Sjáifstæðisféðayanna í Reykjavík FUIVDÍIR verður haldinn í fuiltrúaráði Sjáiístæðisfélaganna í Reykjavík n.k. fimmtudagskvítld hinn 7. apríl kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Umræðuefni: Skattamál. Framsögumaður: Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra. Fulltrúaráðsmeðlimi - sýni fulltrúaráðsskírteini sín við innganginn. Stjórnin ... Íiifig

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.