Vísir - 13.04.1960, Síða 6

Vísir - 13.04.1960, Síða 6
^tSIB Miðvikudaginn 1?.; apríl 1960 wism D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sírni: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 3,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Dæmin utan úr heimi. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að verðbólgan hefir verið erfið viðfangs víða um heim. Oft hefir ríkisstjórn- um gengið erfiðlega að hafa hemil á verðlagi og kaup- gjaldi, dýrtíðin aukizt hröð- um skrefum og í kjölfar hennar komið ólga og upp- lausn, sem aftur hafa verkað truflandi og gert úrlausn við- fangsefnanna enn erfiðari en ella. Þessi þróun hefir verið algengust í löndum, þar sem efnahagspólitíkin hefir átt sér frekar stutta þróunar- sögu, efnahagurinn hefir ekki staðið á gömlum merg, og látið þegar undan, þegar um einhverja þenslu hefir verið að ræða. Þetta hefir átt við íslendinga, eins og allir vita, því að við höfum búið við að kalla má sífellda verðbólgu í tvo ára- tugi. Jafnskjótt og brezku ' innrásarsveitirnar voru komnar hingað 1940 og þær voru iátnar hefja ýmis- konar framkvæmdir með ís- lenzku vinnuafli, fór allt úr skorðum. Við íslendingar vorum ekki vanir þeim miklu uppgripum, sem Bretavinnan skapaði, okkur sundlaði af gullregningu, sem yfir okkur streymdi og við höfum eig- inlega verið hálfvegis ringl- aðir æ síðan. Enginn mælir því í mót, að hag- ur íslendinga hefir stórlega batnað á þessum tveim ára- tugum. Þjóðin hefir unnið afrek á þessum stutta tíma ævi sinnar, lyft Grettistök- um, gert hreina bytingu í flestum efnum, ekki sízt á öllum sviðum verklegra framkvæmda og atvinnu- hátta. Að sumu leyti höfum við næstum tekið stökk aftan úr miðöldum. En því miður höfum við einnig gleymt ’ mörgum gömlum og góðum lífsreglum. Þjóðin hefir ekki áttað sig á því, að það eru takmörk fyr- ir því, hversu hratt hún get- ur farið sér í viðreisninni og aukningunni á öllum sviðum. Þess vegna höfum við ekki getað kveðið verðbólguna niður, heldur aukið hana jafnvel vitandi vits. Við höf- um ekki viljað bíða með nokkurn skapaðan hlut, enda þótt allt mundi vera örugg- ara og tx-yggara í framtíðinni, ef við færum með aðeins meiri gát. Við höfum rasað fyrir ráð fram, og því er nú svo komið sem komið er. Þetta hefir komið fyrir víðar. íslendingar eru ekki einir um að hafa farið of geyst við endurreisn og uppbyggingu. Sama máli gegnir einmitt um margar þjóðir, sem hafa verið aftur úr á mörgum sviðum, og víðast hvar hefir uppbyggingin haft í för með sér einmitt þau sjúkdóms- einkenni, sem við höfum séð hér hjá okkur. Lækningin hefir gengið mis- jafnlega. Sumar þjóðir hafa vonazt til að geta læknað meinið með léttvægum að- ferðum, sái’sauka- og útláta- laust. Slíkar tilraunir hafa einnig verið gerðar hér. Þær hafa ekki gefizt vel erlendis, og þær hafa gefizt eins illa hér á landi. Reynslan er hvarvetna hin sama að þessu leyti. Sums staðar hafa menn hins- vegar afráðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þar hafa menn skilið, aff illkynj- uð meinsemd vei'ður ekki læknuð nema með róttækri aðgerð, þar sem grafið er fyrir rætur meinsins. Þeir, sem hafa haf^þá aðferð, hafa séð þann árangur af verkum sínum, sem þeir hafa vænzt. Jafnvægi hefir verið komið' á, verðbólgan hefir stöðvazt, efnahagsþróunin hefir orðið eðlileg. KIRKJA DG TRUMAL: Lofsöngurinii Við eigum líka að reyna. Það er langt síðan við áttum að reyna að fara þannig að, en nógu stór hópur þjóðarinnar hefir ekki verið þessu sam- þykkur fyrri en nú. Þess vegna hefir það jafnan orðiff ofan á, að við höfum gi’ipið til kákráðstafana á undan- förnum ái’um, og þær hafa alls ekkert gagn gert, ef þær hafa bókstaflega ekki gert illt verra.Og það hefir jafnan verið hugleysi stjórnmála- manna og flokka, sem hafa óttazt óvinsældir um hrið, sem hefir verið um að kenna. Núverandi stjórn þorir hinsveg- ar að taka á sig óvinsældir um skeið, af því að hún er sannfærð um, að þjóðin fái fyrr en síðar að sjá, að rétt er að farið hér eins og' viða annars staðar. Þegar svo verður komið, munu óvin- sældirnar einnig snúast upp í hylli og vinsældir, af því að ráðstafanirnar tákna batn- andi hag, þótt einhverju þurfi að fórna um skeið. Þeir, sem reyna að eyðileggja Tveir næstu dagar eru í kii’kjunni helgaðir íhugun þeirra atburða, sem eru þrungnir dýpstu alvöi’u og sár- ustu sorg. Eigi aðeins fyrir það, að saklaus maður var sekur dæmdur og á honum framið réttarmorð, svo alvai’legt af- brot sem það er í sjálfu sér, heldur fyrst og fremst vegna þess, að sá, sem þar var dæmd- ur, svívirtur, særður og deydd- ur, var kominn til þess að gefa heiminum líf, það var hans hlutverk, og hann hafði til þess umboð, vald og mátt. Og þetta, sem gerðist hina eftirminnilegu dimmu daga í Jerúsalem, það var ekki slys, heldur það, sem hlaut að gerast, það sem hlaut að ganga út í og örlög, sem hann varð að bera samkvæmt köllun sinni, þangað var mað- urinn kominn í neyð sinni. Af- ferðin var sú, að ganga inn í kjör mannanna, eins og þau eru, bera kjör þeirra þjáningu, sorg, sekt þeirra, refsingu sekt- ar, mæta manninum, þar sem hann stóð. Og vegna heilags hreinleika hans, heilags réttlæt is og kæi’leika, verður myndin svo ógnþrungin og átakanlega skýr, þegar þeir matast, hann og maðurinn, eins og hann er í niðurlægingu sinni, spillingu og sekt, afhjúpaður frammi fyr- ir hinum heilaga. Þess vegna hafa atbui’ðir písl arsögunnar ekki aðeins sögu- legt gildi heldur sífeldlegt trú- argildi á tímum allra alda. Þeir gegnlýsa mannlífið til grunns. Þeir sýna hverjum manni, sem ekki lokar beinlínis augunum fyrir því, hve ægilega alvarleg og örlagai’ík átök eiga sér stað í mannlífinu, átök um mann- inn, hið innra með honum sjálf um og í umhverfi hans, átök milli góðs og ills, ljóss og myrk- urs. og þau sk.ipta líf og dauða. Á Golgata mætist Guð og mannkynið. Guð með þá af- stöðu til mannsins, sem Jesús lýsir með orðunum: Hversu oft hefði ég þráð, að samansafna yður, eins og hæna safnar ung- um sinum undir vængjum séi’, en þér hafið ekki viljað það. Gegn þessum kærleika hefui’ maðurinn ris.ið, krossfest hann. Ki’istur hafði sagt: Það sem þér gerið einum þessara minna minnstu bræðra, það gerið þér mér. Þegar þjónarnir komu til að handsama hann, gekk hann á móti þeim og sagði: Eg er hann, Þe.i" handtóku hann, og hann var leiddur bundinn út í kvöl misþyrminga. Hann gekk í gegn um það allt og sagði ekki eitt ámælis orð, ekki eitt mögl- unar orð. Hann gekk þjáningar brautina á enda, einnig gegn- um ósigur í dauða, drakk bik- arinn í botn. Þannig bar hann vorar byrðar allar, allt til dauðans, svo að í engu var á- fátt. Það var fullkomnað. Jesús vissi á skírdagskvöld, þessar ráðstafanir, gera það af ótta við, aff' þær heppnist. Væru þeir sannfærðir um, að þær mundu aðeins gei’a illt verra, gætu þeir beðið átekta hinir rólegustu og haldið að sér höndum. hvert leið hans lá, hvaða raunir biðu hans. Hann víkur að því við lærisveina sína og býr þá undir ógnirnar, sem framundan eru. Því eftirtektarverðara er upphaf píslai’sögunnar. Hún hefst með þessum oi’ðum: Þeg- ar þeir höfðu sungið lofsöng- inn. Píslargangan hefst með lof- söng, lofsyngjandi Guði gengur Jesús út, með lofsöng í hjarta heldur hann út til Getsemane- stríðsins og Golgatadauðans. Það liggja fyrir því sterkar líkur, að vér getum enn lesið sálmana sömu, sem þeir sungu. Talið er að það munu hafa ver- ið 115.—118. sálmar Dav'íðs. Það er þess virði að fletta þeim Upp í Biblíunni og lesa þá. „Snöi’ur dauðans umkringja mig, og angist Heljar mætir mér.“ ,,Dýr er i augum Drottins dauði dýrkenda hans.“ „Eg l.vfti upp bikar hjálpræðisins og ákalla nafn Drottins.“ Þessi orð hefur Jesús sungið með lærisveiinum sínum síðustu nóttina. En þeir sungu einnig 118. sálminn, og þar segir svo: „Þetta er dagurinn, sem Drott- inn hefur gjört, fögnum, verum glaðir á honum.“ Og sálmurinn hefst með þessum orðum: ,,Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.“ Og honum lýk- ur eftir margþætta lofgjörð í trausti og faguri’i tilbeiðslu með- hinum sömu orðum: „Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.“ Slík lofgerð er eitt aðalein- kenni kristinnar trúar. Það má oss ekki gleymast. Ki’istindóm- urinn er gleðiboðskapúr, og fögnuður fylgir trúnni. Hver kristinn maður hefur svo margt og mikið til að þakka Guði fyr- ir, að það er eðlilegt, að lof- gei’ðin búi honum i brjósti, það er eðlilegt í safnaðarguðsþjón- ustunni, en það er einnig eðli legt að hver dagur lífsins auðg ist nokkuð af gleði trúarinnar Með lofgerð í huga eigum vér að ganga til Guðs borðs og’ neyta heilags altarissakrament is, og með lofgerð og fagnandi þakklæti eigum vér að hugleiða boðskap föstudagsins langa,' boðskapinn um Guð, sem elsk- aði svo heiminn, að hann gaf Son sinn til þess að enginn skvldi glatast, og boðskapinn um soninn, algeran í kærleik- anum svo að verklians var full- komnað á krossinum, hann sem beið ósigur og dauða á föstu- daginn langa svo algjör í elsk- unni, svo algjör í Guði, að ósig- ur snei’ist í sigur, dauði í eilíft líf, öllum til handa, sem koma til hans. Páskahátíð, sigurhá- tíð iífsins hátíð. „Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu." Barlómur Breta byggist ekki á staireyndum. Frá fréttaritara Vísis. — Genf í gær. Höfuðröksemd Breta í fisk- veiðideilunni og sú, sem þeir liafa beitt óspart hér á Genfar- ráðstefnunni, að aflamagn þeirra á Islandsmiðiun muni mjög minnka við 12 mílna fiskveiðilandhelgi, er ekki á rökum reist. í viðtali, sem eg átti við Jón Jónsson, foi’stöðumann Fiski- deildai’innar, skýi’ði hann frá því, að 12 mílna fiskVeiðiland- helgi við ísland myndi ekki hafa veruleg áhrif á aflamagn Breta við ísland. Eins og kunnugt er hafa Bi’etar haldiff' því mjög fram að undanförnu, að ef við- urkennd yrði á alþjóðavettvangi 12 mílna fiskveiðilandhelgi myndi það stói’t áfall fyi’ir | fiskiðnaffinn og valda miklu at- vinnuleysi J Fleetwood, Grims- by og Hull. Hefir þessu verið haldið fram í ræðum fulltrú- anna hér á Genfarráffstefnunni, í auglýsingum frá bi’ezkum tog- araeigendum og sjónvarpsvið- tölum í Bretlandi undanfarnar i vikur. Væi’i hið stórkostlega efnahagslega tap full ástæða til þess, að Islendingum bæri að ]minnsta kosti að viðui’kenna 10 ára í’étt erlendra fiskveiðiþjóða við íslands. Er eg ræddi um þessar full- yrðingar Breta við Jón Jóixsson sagffi hann að rétt væri að Bretar yi’ðu að hætta að veiða kola við ísland, ef 12 mílna fiskveiðilögsaga yrði viður- kennd þar sem allar þeirra kola- veiðar hefðu farið fram innan 112 milna marksins. Hiiisvegar bæri þcss að gæta að koli hefði ekki ver- ið nema Vz% af aflamagni allra þjóða við ísland síðast- Iiðin ár og væri því mjög lítill þáttur í afkomu er- lendra fiskimanna við ís- lands. Tólf mílna fiskveiðilandhelgi myndi ekki hafa nein veruleg áhrif á aflamagn brezkra tog- ara við ísland, enda væri lang- mestur hluti þess afla, sem brezkir togarar veiða við ísland ^ utan hrygingartíma tekinn utan ivið 12 mílna línuna. Auk kolans myndu brezku togararnir missa eitthvað af ungýsu, sem þeir hefffu hingað til veitt innan 12 mílna markanna. Barlómur þcirra um tap það sexn þeir yrðu fyrir við samþykki 12 mílna fiskveiði- landhelginnar væri fyrst og fremst byggður á áróðurs- ástæðum en ekki fiskifræði- legum, sagði Jón. Jón benti einnig á það, að Bretar hefðu aldrei komiff fram með neinar tölur, sem sýndu hvað aflamagn þeirra myndi minnka, ef þeir gætu ekki leng- ur fiskað í íslenzkri landhelgi, heldur aðeins beitt fullyi’ðing- um um þessi atriði. Loks benti hann á það, að Þjóðverjar fisk- uðu nær því jafn mikið viff' ís- land og Bretar (aðeins 30 þús. tonnum minna en Bretar 1956), en þeir hefðu ekki haft uppi slík ramakvein og teldu sig geta tekið svipað aflamagn auðveld- lega utan 12 milna línunnar. Gunnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.