Vísir - 13.04.1960, Page 11

Vísir - 13.04.1960, Page 11
Miðvikudaginn 13. apríl 1960 - : I"1" i " .. VÍSIB ir Segavarnir gefast hér vel gegn mann- skæðasta sjúkdómi þjóðarinnar. Læknarnir viija færa út kvíarnar og þurfa aukið húsrými við Landspítaiann. Forstöðumaður lyflækninga- deildar Landspítalans, Sigurður Samúelsson prófessor og Theó- dór Skúlason yfirlæknir, áttu fund með blaðamönnum í gær til að skýra frá svokölluðum segavörnum, sem deildin hefur haft með höndum í hálft fjórða ár. Tilgangur meðferðarinnar er að koma í veg fyrir blóðsega- myndun, og hefur einkum ver- ið beitt við sjúklinga, sem þeg- ar hafa fengið æðastíflu til að aftra því, að ný stífla myndist. Fyrir nálega 15 árum var fyrst hafin skipuleg læknismeð ferð á stíflu i kransæðum hjart- ans og útlimaæðum, sem verð- ur af völdum blóðstorku eða blóðkakkar, sem sezt í æðar og nefnist blóðsegi eða segi. Meðferðin er kölluð segavarnir og standa Norðurlönd einna fremst í þeim, einkum lyflækn- ingadeild Ríkisspítalans í Osló, sem próf. P. A. Owren veitir forstöðu. Hans aðferð hefur þótt gefast einna bezt, og leitaði lyflækningadeild Landspítalans til hans haustið 1955, og fór Ólafur Geirsson læknir héðan til að kynna sér rannsóknir og meðferð á æðastíflu, og hefur hann með höndum tæknilegu hliðina á segavörnum hér. Og nú á dögunum veitti Alþingi 100 þús. krónur í þessu skyni. Lyf þau, sem notuð eru við þetta, hafa þann eiginleika að minnka storkunai-hæfi blóðsins, en af því leiðir að minni hætta er á, að blóðsegar myndist, eða storka hlaðist utan á þá, sem fyrir eru. Lyfið reyndist vel við sjúklinga með æðakölkun. Lyf- ið er gefið i töflum einu sinni á sólarhring, stór skammtur í fyrstu, en minnkar eftir blóð- mælingum niður í viðhalds- skammt. Meðan sjúklingur er í sjúkrahúsi, er blóð hans tekið úr æð í olnbogabót, fyrst vikulega, síðar á 12—14 daga fresti. Meðferðin stendur mis- lengi, nokkrar vikur eða mán- uði við bólgu eða stíflu í blá- æðum, en árum saman við stíflu í kransæðum hjartans og slag- æðum útlima. Bráðnauðsynlegt er að þeir, sem meðferðina fá, taki lyfið reglulega, eins og fyrir er lagt, annars er hættara við æðastíflu. Meðferðina geta fengið 1) allir sjúklingar með nýja krans- æðastíflu, og þeir, sem hafa einkenni yfirvofandi stíflu. 2) sjúklingar með blóðsega í lung- um. 3) sjúklingar með æða- bólgu og blóðsega í útlimaæð- um. Hér í Landspítalanum hafa 400 manns notið meðferðarinn- ar nærri eingöngu fólk, er þeg- ar hefir fengið stíflu eða bólgu i seðum. Þó þyrfti að byrja með- ferð sem fyrst eftir að sjúk- dómseinkenni gera vart við sig. áður en stífla í kransæðum hefur komið fram, Þá stækkar líka hópurinn til mikils muna. Árangurinn er fyllilega sam- bærilegur því sem gerist á. samskonar sjúkrahúsum erlend- is, og dánartala sjúklinga lækk- að til mikilla muna, en skv. heilbrigðisskýrslum eru hjarta- æðasjúkdómar algengasta dauðaorsök þjóðarinnar, 1,6 af þúsundi landsmanna — hefur 12—14 faldast siðan heilbrigðis- skýrslur hófust 1905, þar næst krabbameinið með 1,3 af þús- undi. Vegna ýmissa aðstæðna í Landsspítalanum, sagði Sigurð- ur pi'ófessor að lokum, höfum við hingað til nærri eingöngu getað sinnt þeim, sem þegar hafa fengið kransæðastiflu, en við höfum mikinn hug á að færa út kvíarnar og taka til meðferðar alla þá, sem einkenni hafa um kransæðakölkun. Er það eitt af mörgu, sem ýtir mjög á, að aukið húsrými fá- ist sem allra fyrst hér við Lands spítalann, Ef marka má undan- gengna reynslu í sjúkdómavörn um, svo sem sullaveiki- og berklavarnir, er full ástæða til að ætla, að dánartala af völd- um mannskæðasta sjúkdóms þjóðarinnar lækki enn til mik- illa muna, ef unnt verður að efla segavarnir frá því sem nú er. Þess skal að lokum getið, að segavarnir og meðferð á blóð- sega hafa verið teknar upp í Landakotsspítala og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Skákþing íslands hefst á skírdag. 20 keppa í meistaraflokki. Fyrsta uniferð á skákþingi íslands hefst kl. 2 e. h. á skír- dag £ Breiðfirðingabúð. Keppl verður í landsliðsflokki og meistaraflokki. Að þessu sinni keppa 16 í Banda hvikar hvergi. Hastings Banda hefur enn lýst yfir, að hann muni rjúfa Mið-Afríkubandalagið — því að Njassaland eigi ekki í því að vera. Hann endurnýjaði kröfur sín- ar um, að sleppt væri úr haldi 140 mönnum, sem handteknir voru um sama leyti og hann. KveSst hann hvergi niun. hvika frá þessari afstöðu. landsliðsflokki og 20 í meistara- flokki. Meðal keppenda í lands- liðsflokki má nefna Guðmund Pálmason, Gunnar Gunnarsson j | og Freystein Þorbergsson. Af j utanbæjarmönnum má nefna i Pál G. Jónsson, Halldór Jóns- ! son. Þáttakendur í meistara- ■ flokki eru flestir úr Reykjavík, j en einnig eiga þar fulltrúa Ak- ureyringar, Akurnesingar, Hafn- jfirðingar Selfyssingar, Vest- 1 mannaeyingar og Norðfirðing- 1 ar. Keppt verður í báðum flokk- um éftir Monradkerfi. íslands- meistarinn Ingi R. Jóhannsson i mun ekki verja meistaratitilinn að þessu sinni. Aðalfundur Skák sambandsins verður 22. rpríl en mótinu Ifkro. þann- d?.g , • . Nýr bræðingur — Frh. at 1. síðu. Öll Norðurlöndin nema ís- land munu greiða tillögu Kanada og Bandaríkjanna atkvæði. Mikla undrun hef- ur valcið fylgi Danmerkur við hana. Ástæðan er sú, að Bretar gáfu Dönum fyrir tveimur dög- um loforð bak við tjöldin um sérsamning varðandi fiskveið- ar þeirra á ytra sex mílna belt- inu við Færeyjar — þ. e. Bret- ar fallist á þrátt fyrir 10 ára fiskveiðiréttindin, að fiska þar aðeins 5—6 ár. Féllust þá Danir á stuðning við tillöguna án nokkurs opin- bers fyrirvara, en Færeyingarnir hér á ráð- stefnunni mótmæla kröftug- lega. Paturson gengur ber- serksgang og hefur ritað liarð ort mótmælabréf um þetta framferði Dana. Fellur þá Færeyja-fiskveiðasamningur Daua og Breta frá 1959 úr gildi. Engin slík ívilnunarákvæði' eru veitt Dönum við Græn- land, enda telja þeir fisk nægan þar næstu 10 ár, svo að veiðar erlendra fiski- manna skaði ekki. Fast er sótzt eftir fylgi við ( bræðinginn og boðið upp á gull og græna skóga til stuðn ings við hann. Hvorki Hare aðalfulltrúi Breta né SirGerald varafulltrúi voru viðstaddir er Guðmundur í. Guðmundsson flutti ræðu sína í dag. Eftjr ræðuna kom Hare inn í salinn og afsakaði frávist sína og bar við tilfæringu nafna á ræðumannalistanum. Ég átti tal við hann í kvöld og kvaðst hann ekkert geta sagt um ræð- una. Rollestoh skrifstofustjóri brezka fiskimálaráðuneytisins sagði hana góða (all right). en danskur sendinefndarmaður sagði: Þar Jengu þeir á hann (der fik de paa tilen). Ræðan vakti mikla athygli. Mestur hluti hennar var sím- aður orðrétt héðan til brezku blaðanna. Sú spurning lieyrist nú æ oftar hér, hvað Island muni gera ef samkomulag næst um bræðinginn, en íslenzka sendi nefndin verst allra frétta og erlendu fréttamennirnir hafa engin svör fengið við spurn- .íngumii. Tjarnarbíó: Hjúskaparmiðlarínn. Tjarnarbíó sýnir í fyrsta sinn á annan í páskum kvikmyndina Hjúskaparmiðlarinn, heims- kunna ameríska kvikmynd, sem gerð er eftir samnefndu leikriti Thornton Wilders (The Match- maker). Með hlutverkin fara Shirley Booth, Anthony Perk- ins, Shirley MacLaine, Paul Ford o. m. fl. Kvikmyndin hefst 'á því, að frú Levi (Shirley; |Booth), veraldarvön ekkja, sen\ starfar sem hjúskaparmiðlari, | tekur að sér að útvega auðugun* kaupsýslumanni konuefni. eit' ákveður þó að reyna að krækjcí í hann sjálf. Spinnst út af þessií margt spaugilegt sem ekkE verður rakið. ÍU Auglýsing um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram 22. apríl til 11. ágúst n.k., a<S báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Föstud. 22. apríl R-1 til R- 150 Mánud. 25. — R-151 — R- 300 -í Þriðjud. 26. — R-301 — R- 450 i Miðvikud. 27. — R-451 — R- 600 \ Fimmtud. 28. — R-601 — F<- 750 4 Föstud. 29. — R-751 — R- 900 Mánud. 2. maí R-901 — R-1050 l Þriðjud. 3. — R-1051 — R-1200 t Miðvikud. 4. — R-1201 — R-1400 Fimmtud. 5. — R-1401 — R-1550 ] Föstud. 6. — R-1551 — R-1650 , : 1 Mánud. 9. — R-1651 — R-1800 Í Þriðjud. • 10. — R-1801 — R-1950 I Miðvikud. 11. — R-1951 — R-2100 5 Fimmtud. 12. — R-2101 — R-2250 í Föstud. 13. — R-2251 — R-2400 Mánud. 16. — R-2401 — R-2550 ,rt i. Þriðjud. 17. — R-2551 — R-2700 Miðvikud. 1«. — R-2701 — R-2850 ‘X ! Fimmtud. 19. — R-2851 — R-3000 Föstud. 20. — R-3001 — R-3150 Mánud. 23. — R-3151 — R-3300 f Þriðjud. 24. — R-3301 — R-3450 i Miðvikud. 25. — R-3451 — R-3600 ! Föstud. 27. — R-3601 — R-3750 'rý Mánud. 30. — R-3751 — R-3900 Þriðjud. 31. — R-3901 — R-4050 \ Miðvikud. 1. júní R-4051 — R-4200 Fimmtud. 2. — R-4201 — R-4350 ’Ítv' Föstud. 3. — R-4351 — R-4500 Þriðjud. 7. — R-4501 — R-4650 ' f Miðvikud. 8. — R-4651 — R-4800 ’' ' Fimmtud. 9. — R-4801 — R-4950 i T Föstud. 10. — R-4951 _ R-5100 Mánud. 13. — R-5101 — R-5250 ► Þriðju.d. 14. — R-5251 — R-5400 Miðvikud. 15. — R-5401 — R-5550 r Fimmtud. 16. — R-5551 — R-5700 ; j Mánud. 20. — R-5701 — R-5850 i T Þriðjud. 21. — R-5851 — R-6000 Miðvikud. 22. — R-6001 — R-6150 • Fimmtud. 23. — R-6151 — R-6300 1 i Föstud. 24. — R-6301 — R-6450 \ Mánud. 27. — R-6451 — R-6600 Þriðjud. 28. — R-6601 — R-6750 Miðvikud. 29. — R-6751 — R-6900 Fimmtud. 30. — R-6901 — R-7050 Auglýsing um skoðunardaga bifreiða frá R-7051 lil R-11300 verður birt síðar. Skoðun á bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum, en skrásettar annars staðar fer fram 2. til 13. maí. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30, nema föstu- daga tií kl. 18,30. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- iryggingariðgjöld ökumanna fyrir árið 1959 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi iöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki fram- :væmd og bfirðein stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki cinhver að koma biireið sinni til skoðimar n éttum degi, verður hann látinn sæta sektum sar.ilívæir.t uuferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin sir umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Löreglustjórinn í Reykjavík, 11. apríl 1960. SIGURJÖN SIGURÐSSON.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.