Vísir - 13.04.1960, Blaðsíða 12

Vísir - 13.04.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir 09 annað Sestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. Munið, að þeir sem gerast áskrifendui Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá biaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Miðvikudaginn 13. apríl 1960 Gnwar G. Schram sendir Vísi fréttir frá Genf. Vegna fyrirspurna lesenda blaðsins síðustu dagana varð- íandi fréttaritara Vísis í Genf, §iykir blaðinu rétt að geta þess, Bð Gunnar G. Schram, lögfræð- Sngur, sendir blað'inu fréttir af yáðtsefnunni sjálfri og öllu er Siana varðar. Gunnar hefir ver- Sð við framhaldsnám í Bretlandi í vetur, og fór hann til Genfar lað beiðni Vísis og verður þar, uinz ráðstefnunni er lokið og íslcnzku nefndarmennirnir Sialda heim. fSvartþrösturínn' 1 Lucille Mapp, svartþröstur- inn frá Vestur-Indíum, hefir nú jskemmt gestum í Lido undan- farin kvöld. Hér er á ferðinni menntuð listakona, sem býður af sér mjög góðan þokka, enda er það aðall góðra listamanna, að þeir laða að sér menn með hæ- yersku, en ekki með brauki og bramli. Þá er ekki lengur um list að ræða. Liccille Mapp hefir ekki inikla rödd, en hún túlkar þau lÖg, sem hún syngur, og sér í lagi sönginn um „svartþröst- 4nn“, af innileika, sem öllum hlýtur að falla vel í geð. Er ekki ósennilegt, að Lucille Mapp verði af þeim sökum ein- hver vinsælasti listamaður, sem fram hefir komið í Lido, a. m. k. íneðal þeirra, sem vilja góða listmeðferð. Þá eru þau Averil og Aurel enn til að skemmta gestum í Lido með dansi sínum. Hjá þeim er það fjörið og kátínan, sem heilla gestina. Föpr orð leysa ei vanda, nema afhöfn fylgi. >* lir ræðu tGtanríkisráðherra í frenf b gær. Þeir voru ákaflega ánægðir, drengirnir á sunnudaginn var við að skipa upp úr Brimnesinu, því að þeir voru þarna komnir í helgidagavinnu og vissu að nú mundu þeir fá gott kaup. Brimnesið kom með um 200 tonn af karfa, sem átti að fara í „Kóp“, frystihúsið í Kópavogi. VISIR Vegna páskahelginnar Austfirðingar sækja að Skaftárésum. 20 kl$L ilgdng á miiin. Frá fréttaritara Vísis. Eskifirði í rnorgun. Það er langsótt fyrir Aust- kemur Vísir ekki út fyrr en fjarðabáta um þessar mundir. á þriðjudag eftir páska (19.1 Útilegubátar frá Norðfirði, apríl). Vísir óskar öllum lesend- um sínum gleðilegrar hátíð- ar. — Eskifirði, Reyðarfirði Fáskrúðs- firði, Stöðvarfirði og Breið- dalsvík verða að sækja afla sinn í Meðallandsbugt og hafa Skipta þyrffi Alsír ef íbúarnir samjiykkja slit tengsia við Frakkland. Debré forsætisráðherra Frakklands flutti ræðu í Alsír í gær. Vakti mikla athygli, er hann lýsti yfir því, að ef íbúar Alsír samþykktu í þjóðaratkvæði að- skilnað Alsír og Frakklands yrði að skipta landinu, því að Frakkar myndu aldrei bregð- kvæði sínu, er þar að kemur, að ekki verði rofin tengslin við Frakklánd. Debré er í Alsír til þess að vinna að því, er serkneskir menn styðji að því með atkvæðí sínu, er þar að kemur, að ekki verði rofin tengslin við Frakk- land, og er litið á aðvörun hans ast frönsku landnemunum í sem sönnun þess, að aldrei verði Alsír. | fallist á kröfur serkneskra Debré er í Alsír til þess að uppreistarmanna, sem nú tala vinna að því, að serkneskir menn styðji að því með at- um vorsókn og biðja um er- lenda sjálfboðaliða. undanfarna daga verið út af Skaftárósum þar sem mikinn afla hefur verið að fá. Héðan eru gerðir út tveir bátar á útilegu, Hólmanesið og Guðrún Þorkelsdóttir, hvort- tveggja nýir norskbyggðir stál- bátar. Hólmanesið kom inn í gær með um 100 lestir af slægðum fiski og er þú búið að fá 500 lestir af fiski frá ver- tíðarbyrjun. Á morgun er von á Guðrúnu Þorkelsdóttur með fullfermi og hafa bátarnir þá svipaðan afla. Mikil fiskgengd er um þess- ar mundir í Meðallandsbugt. Austfirðingarnir hafa sig þar allir að meðtöldum Hornfirð- ingum, sem eiga að vísu styttra að sækja en hafa minni báta. Síðasti róður Hólmaness tók stuttan tíma, þegar vegar- lengdin er höfð í huga. Bátur- inn fór héðan aðfaranótt föstu- dags og var komin til Eski- fjarðar klukkan 6 e.h. á mánu- dag. Var það mest einnar og tveggja nátta fiskur sém hann kom með. Það er um 20 klst. sigling á miðin. Utanríkisráðherra flutti í gœr rœðu á sjóréttarráðstefnunni í Genf. Sagði Guðmundur m. a., að íslenzka nefndin væri á móti til- lögu Bandaríkjanna og Kanada, og mundi greiða atkvæði gegn henni. Komið hefði til mála, sagði hann, að íslendingar hefðu fall- izt á þrönga landhelgi, ef fisk- veiðilögsagan hefði jafnframt verið nægilega stór. Svo væri ekki um þessa tillögu, og mundi nefndin þá styðja hverja þá til- lögu, er gengi lengra. Þá ræddi utanríkismálaráð- herra nokkuð um gagnrýni brezka fulltrúans á islenzku til- lögunni, og svaraði henni nokk- uð. Sagði hann að stjórn íslands Rausnarleg g|öf. Isafirði í morgun. Einar Guðfinnsson útgerðar• maður í Bolungarvík og kona hans frú Elísabet Hjaltadóttir, gáfu í gœr eitt hundrað þúsnnd krónur til byggingar nýs barna- skóla í Bolurígavik. Þessi rausnargjöf er gefin í tilefni af sextugsafmæli frú El- ísabetar, sem hefur átt sæti 1 skólanefnd Hólahrepps um nokkurt skeið og verið mjög áhugasöm um eflingu skólans og framgang fræðslumála í hér- aðinu. Nokkur norsk selveiðiskip, sem stunda veiðar milli íslands og Grænlands, hafa undanfarið leitað hér hafnar. Kvarta skipverjar um ónæðis- sama veðráttu á hafinu og sel- veiði hefur þar af leiðandi verið lítil,. Afli glæÖist enn á ný. Frá fréttaritará Vísis. Akranesi í morgnn. — Nokkuð virðist vera að glæð- ast með afla. Hingað komu í gær 19 bátar með rúmar 300 lestir. Aflinn er mjög misjafn. Þrír bátanna komu með þriðjung' aflans og voru þeir með röskar 30 lestir hver. Minnstur afli á bát var um 3 lestir, en margir voru með tæpar 20 lestir. Frá því er netavertíð hófst hefur þorskurinn verið smár en nú er kominn boltafiskur. Bát- arnir hafa lagt net sín dýpra, en enn eru smábátar úr Rvík hér skammt undan Skaganum. væri ósammála þeirri fullyrð- ingu, að ástandið væri óbrevtt j frá því 1958, er Kanada flutti tillögu um 6+6 mínus ekkert. : Tillaga íslands væri takmörk- 1 uð að þrennu leyti, í fyrsta lagi ' tekur hún aðeins til þeirra j landa, þar sem íbúarnir eru yfir- gnæfandi háðir fiskiveiðum. Þá | er í tillögunni aðeins talað um forréttindi, sem þýðir að þessari | 7 takmörkun yrði aðeins beitt í tilfellum þar sem takmarka ' verður heildarafla í friðunar- i skyni, en nefnd óháðra sérfræð- inga mundi kveða upp lokaúr- skurðinn. Guðmundur sagðist vona, að samúð sú, sem málsstaður ís- lands nyti, yrði fundinn farveg- ur í áþreifánlegt form. „Fögur orð um samúðarfullan skilning eru ágæt, en vitaskuld leysa þau ekki vandamálið, nema athöfn fylgi.“ Keppinautar í bandalagi. Tveir menn í Genf voru dæmdir fyrir óvenjulegt afbrot í s.l. viku. Þeir voru keppinautar um hylli stúlku einnar, en hún vildi hvorugan. Þá gerðust þeir bandamenn gegn henni og brennimerktu hana. Þeir við- urkenndu brot sitt og voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi. Glæsileg ðflasala, B. v. Hallveig Fróðadóttir fékk geýsihátt verð fyrir afla sinn í Giimsby í gær. Var tog- arinn með 175 Iestir af úrvals- fiski og fékk fyrir hann 16.918 sterlingspund eða um 1,7 miilj- ónir ísl. króna. Það er mjög óvanalegt að svo mikið verð fáist fyrir fisk um þetta leyti árs, en fyrir þv-í eru tvennar ástæður: fyrsta flokks fiskur og lítið framboð á ís- landsfiski á markaðnum Síjórnarkreppan á Italíu. | Gronclii ríkisforseti á Ítaiíu hefur beðið Tambroni að vera !við völd þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Minnihlutastjórn Tambronis varð skammlíf, hjarði rúmlega hálfan mánuð. Fylgi nýfasista varð henni að falli, eins og fyrr hefur verið getið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.