Vísir - 22.04.1960, Side 10

Vísir - 22.04.1960, Side 10
10 VISIB Föstudaginn 22. apríl 1960 [ MIL LI TVEGGJA ★ ÁSTAR5AGA EEDA 31. að afhenda Anne það? Og ef svo var — hver mundi þá festa trúna á hina ósennilegu skýringu hennar? Eg botna ekkert í þessu. Madeline fleygði af sér hattinum og strauk höndunum um hárið. — Eg verð að fara og tala við ung- frú Arlingley, eða kannske ungfrú Onslow, núna undir eins, og komast að niðurstöðu um þetta. — Það er ekki hægt. Allir eru sofnaðir. Eg held líka að Flóra hafi ekki látið þetta fara lengra. Og Ruth segir að hún hafi ekki getað stillt sig um að segja við frú Sanders, að hún vildi ekki hlusta á illmæli urn stúlku, sem ekki væri viðstödd og gæti ekki gert grein fyrir málstað sínum. — Þetta er líklega í fyrsta skipti, sem nokkur sjúklingur hefur borið fram svona alvarlega ákæru, sagði Eileen hugsandi. — Madeline, álítur þú að þetta sé allt heilaspuni? — Vitanlega álít eg það. — Getur þetta ekki stafað af einhverjum misskilningi? — Það kemur ekki til mála. Hún afhenti mér armbandið Qg sagði mér að eg ætti að afhenda frænkunni það, og ekki nefna ]pað.... ’ — Hvers vegna ekki nefna það? — Ekki veit eg það. Nema — að eí hún hefur búið til þessa lævíslegu gildru sjálf, hefur hún auðvitað ekki viljað að nokkur manneskja gæti vitnað með mér í málinu. Hún sagði að ef svo kynni að fara, að frænka hennar væri ekki heima, mætti eg ekki afhenda neinum armbandið, en koma með það aftur. — Og frænkan var vitanlega ekki heima? — Nei. Og þess vegna kom eg með armbandið aftur. Madeline benti vandræðaleg á það, þar sem það lá á rúminu. — Það er með öðrum orðum í þínuni vörslum. Madeline fölnaði aftur. — Já — úr því að þú segir það svona •— í Guðs bænum, Madeline. Eg segi það hvorki svona eða svona, hrópaði Eileen. Eg reyni aðeins að líta á málið eins og óvið- komandi fólk mundi gera. Getur enginn staðfest, að það sé satt, ,iem þá segir. Madeline hristi höfuðið. — Minntist þú ekkert á þetta við Morton Sanders þegar þú ókst með honum upp eftir? Það mundi eg hafa gert. — Nei, henni var sérstaklega umhugsað að hann vissi ekkert iam þetta. Eða svo skildi eg hana. — Og þá hefurðu ekki minnst á það við hann á heimleiðinni beldur? — Heimleiðinni? Það var ekki Morton, sem eg varð samferða heim. Það var dr..... Hún þagnaði allt í einu og roðinn kom aftur í kinnar henni, og henni létti. — Eg sýndi dr. Lanyon það á heimleiðinni. Dr. Lanyon? Hvernig hefur hann bendlast við þetta? Það er svo að sjá, sem hann reynist þér alltaf bjargvættur, sagði Eileen. — N-nei, sagði Madeline og nú kom áhyggjusvipurinn á hana aftur. — Nei, eg get ekki búist við að hann verði bjargvættur, sem þú kallar, í þetta sinn. — En þú sýndir honum armbandið? — Já. — Og sagðir honum hvernig í þessu lægi, alveg eins og mér? — Já, eitthvað svipað. — Þá getur hann tekið málstað þinn. Hann er orðinn van- tir því. — Nei, sagði Madeline æst, — nei, eg get ekki beðið hann um það, eins og komið er. Eileen varð hugsandi og forviða. — Heyrðu, Madeline. Þér er lífsnauðsyn, að einhver geti staðfest það sem þú segir. Og úr því að þú heldur að hann gæti gert það, er óhjákvæmilegt að biðja hann um það. — Nei, eg verð að komast af án hans, sagði Madeline og svipur hennar varð ógnandi. Eileen horfði í gaupnir sér. Ekkert í veröldinni gat komið henni til að gruna Madeline í alvöru, en hún gat auðsjáanlega ekki skilið hvers vegna Madeline vildi ekki þiggja hjálp manns, sem hafði góðfúslega hjálpað henni áður. Svo framarlega sem hann gæti þá staðfest það sem hún sagði. — Okkur lenti saman.... í einskonar rifrildi, sagði hún stutt í spuna. — Eg get ekki flækt honum í þetta. — Þú hagar því eins og þú villt, sagði Eileen og yppti öxlum. — Þetta er ekki annað en þvaður og vitleysa, sagði Madeline. Það verður að reyk og ösku þegar eg segi allan sannleikann. En undir niðri var hún þó ekki viss um það. Og þegar Eileen var loksins farin og Madeline háttuð, lá hún hrædd og með galopin augun, og var að hugsa um þetta djöfullega tilræöi, sem hin geðveiklaða frú Sanders hafði sýnt henni. Loksins sofnaði hún, en svaf óvært og svefninn veitti henni enga hvild, svo að þegar vekjaraklukkan kvaddi hana til nýs dags langaði hana meira til að draga sængina upp yfir höfuð og neita að horfast í augu við staðreyndirnar, en að fara á fætur og ganga undir yfirheyrslur út af armbandinu. Hún áleit að réttast væri að hafa það með sér þegar hún færi á vörð, og stakk því í svuntuvasa sinn og fór inn í einka- deildina í þungum þönkum. Ekkert er jafn óhjákvæmilegt og skyldustörf í sjúkrahúsi, og hversu mikið sem Madeline hugsaði um sín eigin vandamál, sá hún þó að hún þurfti að gera margt áður en hún færi að huga að sínum eigin viðfangsefnum. Hún reyndi að hafa gát á þegar ungfrú Arlingley kæmi, því að henni fannst betra að verða sjálf fyrri til að minnast á málið, en láta kalla sig fyrir einskonar rétt. En hamingjan var henni óhagstæð. Ferguson gamli þurfti á hjálp hennar að halda undir eins og hún kom á vörð, og hvenær sem hún hafði tómstund varð hún að vera yfir honum. Og hún var enn þar inni er ein systirin rak höfuðið inn i gættina og hvíslaði: — Eg á að taka við af þér hérna. Ungfrú Arlingley vill tala við þig. — Nú kemur það! hugsaði Madeline með sér og fékk h'erping fyrir hjartað. En hún virtist róleg á yfirborðinu er hún gekk til skrifstofu Flóru og drap á dyrnar. — Kom inn! Ungfrú Arlingley, sem hafði yndi af því að haga röddinni eftir því hvernig á-stóð, virtist vera óvenjulega alvarleg og Madeline fannst hún vera að koma fyrir rétt. En áður en ungfrú Arlingley hafði sagt nokkuð varð Madeline fyrri til og lagði armbandið á skrifborðið hjá henni og sagði ein- beitt: — Hérna er armband frú Sanders, sem eg frétti að hún segi að eg hafi stolið frá sér. Það hef eg ekki gert. Hún afhenti mér armbandið og bað mig um að færa frænku sinni það, en aí því að.... — Bíðið þér augnablik, ungfrú Gill. Ungfrú Arlingley horfði á armbandið með miklum efa- og vanþóknunarsvip, eins og það væri sönnun fyrir því að Madeline væri sek. — Mér finnst þetta vera einkennileg skýring. Eg held, að eins og þetta mál er vaxið, sé réttast að þú endurtakir þessi orð í áheyrn frú Sanders. En eg ætla að aðvara þig um, að hún er R. Burroughs - TAKZAM - 32.57 TWG TWO A.KABS SUF7ENLV MESÍTATEP. 'VWE'LL NOT MINSLE WITH THAT FACtC OF VOQ&"SNAELEt7 ONE. . TASIZAN SrlKUG&GT, THENTOOKTUE BOX OFJEWELS. 'ALL KI&LTÚ PIEKKE, IT'S UFTOUS— LET'S &o!' r Burðarmennirnir með gjafiimar voru færðir inn í svertingjaþorpið, þar sem hópar svertingja hæddu þá I og grýttu. Arabarnir tveir j hikuðu. Við kærum okkur I ekki um að hitta þennan hundahóp, hreytti annar þeirra út úr sér. Tarzan yppti öxlum og tók skrínið. Jæja, Pierre, þá verðum við að gera það. Komdu nú. * fl KVÖLDVÖKUNNf HHK i = ,,Það sést í bókunum, Mary,“ sagði dómarinn, „að þér hafið þegar verið tekin föst 35 sinn- um fyrir stuld.“ „Það er líklega rétt, yðar al- mætti,“ svaraði Mary. „Engin kona er fullkomin.“ Presturinn hóf ræðu sína á þesa leið: „Bræður og systur, þið hafið komið hingað til að biðja um regn. En mig langar til að spyrja ykkur aðeins einnar spurningar: Hvar eru regnhlíf- arnar ykkar?“ Ameríkumenn hafa lengi haft þá venju, að velja 10 bezt klæddu konur ársins og hafa síðan birt nöfnin. Nú hafa nemendur listaskól- ans í San Francisco fundið upp á því, að bæta þetta upp með því að velja „10 beztu afklædd- ar konur heims“ og þar hafa þeir sett Brigit Bardot efst á blað, sem ekki er að undra. En það sem fólk undrast mest er það, að hvorki Jayne Mansfield né Sophia Loren eru í þessum 10 kvenna hóp. Á þessu hefir formaður valnefndrinnr, Ric- hard A. Stephens og gefið skýr- ingu. „Þetta er alvarlegt mál fyr* ir okkur listamenn og við höf- um unnið dyggilega að þessu. Við lítum fyrst og fremst á það,- að fólk sé vel vaxið, samsvari sér vel — og þar fullnægjá þær Sophia og Jayne ekki kröfum okkar.“ ★ Lítill drengur sagði við mömmu sína: — Fólkið í næsta húsi hlýtur að vera mjög fá- tækt. — Hvers vegna heldurðu það? spurði móðirin. — Af því að þau gerðu svo mikið veður út úr því þegar litla barnið þeirra gleypti penny. ★ Heyrt við hraðlestina: „Hvað fáið þér að meðaltali, burðar- maður?“ „Eg fæ yfirleitt svona tvær krónur." „Gerið þér svo vel, hérna eru tvær krónur." „Þakka yður ástsamlega. Þér eruð fyrsti maðurinn, sem um langa hríð hefir greitt mér meðaltalsgreiðslu.“ Konungur Belgíu er ennþá piparsveinn, svo að ekkert er við því að segja þó að hann leggi sér til ýmisar piparsveina- venjur. Nú er hann líka tekinn til við að búa til mat sinn sjálf- ur. Hann var um tíma í Courche- vel — í fjallahúsi, sem fyrrum heimsmeistari í skíðum á. Og þegar gestir komu til hans frambar hann jafnvel vanda- sama rétti, sem hann hafði sjálfur búið til. Vinir hans full- yrða, að hann sé svo fullkom- inn í matreiðslulistinni, að hann geti skreytt sig með heiðurs- merki matmanna í Frakklandi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.