Vísir - 22.04.1960, Blaðsíða 11
Föstudaginn 22. apríl 1960
VlSIB
II
Sigrún á Sunnuhvoli er sýnd í Stjörnubíói við ágæta aðsókn.
Myndin hér að ofan er af sænsku leikkonunni Olgu Allelöv, sem
leikur Ingiríði i Grenihlíð, vinstúlku Sigrúnar.
„ ... að sitja kyrr á sama stað
og samt að vera að ferðast".
Stutt ferð tíl Glasgow. Flogið með penna
yfir landakort.
Fyrst öryggi, síðan öryggi, og
enn öryggi.
Það virðast vera einkunnar-
orð Flugfélags íslands og starfs
manna þess. „Það er ekki nægi-
legt að sitja á skólabekk", sagðd
Örn Johnson við blaðamenn s.I.
viku, þegar hann var að
sýna þeim kennslutæki félags-
ins. „Það er reynslan, sem hef-
ur mest að segja. Og þó er ekki
nægilegt að hafa langt starf að
baki, heldur þarf áframhald-
andi lærdómur að koma til,
stöðug þjálfun og kennsla. Það
er svo á flestum sviðum, og al-
veg sérstaklega á sviði flug-
mála, þar sem tækndn er í stöð-
ugrd framför og ný tæki bæt-
ast við svo til á hverjum degi.“
Flugfélag íslands hefur á
hverjum tíma lagt ríka áherzlu
á að flugliðar erlendis, sem
beztrar kennslu og þjálfunar
eru aðnjótandi.
. . og þess vegna fengu þeir
eitt Link-tæki.
Það er nefnilega það al-öx-ugg-
asta að hafa slíkt tæki við
höndina til að þjálfa fluglið-
ana. Það sáu blaðamennirnir
bezt, sem komu til að skoða
skólann.
Link-tækið er nokkurs konar
flugvél, sem þó aldrei flýgur,
en gerir samt allt, sem venjuleg
ar flugvélar gera — nema
fljúga. Flugmaðurinn sezt upp
í tækið, og svo er hann lokaður
þar inni. Þar situr hann í hægu
sæti, og allt í kring um hann
eru eintómdr fnælar, takkar
skrúfur, pedalar, ljós í öllum
litum, talstöðvar og hlustunar-
tæki, handföng og margt, margt
annað. Þarna situr svo flugmað-
ui’inn alveg eins og í sinni eig-
in flugvék og nú á hann bara
að gjöra svo vel að leggja af
stað . . . og fljúga.
Við borðið fyrir framan .tækið
s,itur kennarinn, og í kring um
hann eru líka heill skari af
mælitækjum og tökkum, én á
sjálfu borðinu er landakort,
sem sýnir einhvern flugvöll úti
í heimi. Ofan á kortinu er
tæki, sem hreyfist eftir kortinu
eftir því hvernig flugmaðurinn
flýgur, og teiknar um leið rautt
strik á kortið. Þannig fylgist
kennarinn nákvæml. með því
hvort flugmaðurinn gerir rétt.
Hann gefur flugmanninum upp
vindáttt, vindhraða, skyggni,
hæðarpunkta, hvernig hann á
að fljúga að vellium og allt
þvílíkt, sem ég kann ekki upp
að telja, og síðan verður hann
að gjöra svo vel að lenda hund-
rað prósent rétt, alveg eins og
hann sé með 80 farþega innan-
borðs.
Auðvitað vildum við sjá
hvort nokkur mennskur mað-
ur gæti gert þetta svo nokkur
mynd væri á því, og þessvegna
var Björn Guðmudsson flug-
stjóri fenginn til að setjast
upp í tækið, — og nú átti hann
að lenda á Renfrew flugvelli
við Glasgow.
Björn lokaði að sér öllum
lúgum og sá hvergi út. Ég sann-
færið mig persónulega um að
hann gat hvergi kíkt. Og svo
fór flugvélin af stað. Link tæk-
ið lagðist á hliðina, þegar Björn
tók beygju til að ná réttri
stefnu á völlinn, og svo rétti
hann sig við, og við sáum nál-
ina færast eftir kortinu — i
rétta átt. Kennarinn gaf honum
upp þær upplýsingar, sem hann
þurfti að fá, og fær ávallt i að-
flugi. Það var ekkert svindlað.
Hann sagði aldrei „beygðu nú
til hægri — eða vinstri".. Nei,
það varð Björn að finna út
sjálfur. Nálin færðist eftir kort-
inu með þeim sama hraða, sem
flugvélin hefði gert, og allt var
eins eðlilegt og hægt var að
hufisa sér. Björn vár alveg á
„bíminu", og tók strikið beint
!yfir völlinn. Svo beygði hann
, til hægri yfh’ gyla' ,',sónann“,
1 tók , fjandi mikla beygju, og
fnálgaðist nú lendingu. Hæðar-
mælirinn færðist sifellt neðar
og neðar. Áhorfendurnir fóru
að verða spenntir hvort hon-
um tækist nú að lenda eins og
rnaður, eða hvort hann mundi
„krassa“ vélinni utan í hæð,
sem er rétt hjá vellinum.
Mér var orðið innanbrjósts
eins og ég væri farþegi hjá
Birni og biði nú með öndina í
hálsinum — eins og vant er —
eftir því að vita hvort ég slyppi
nú lifandi úr þessum lífsháska.
Eg kreppti fætui'na undir stól-
inn, og greip krampakenndu
taki um stólbi’íkurnar. Ég ein-
blindi á mælisfjandann, sem
mundi sýna eftir örfáar sekund
ur hvort ég væri dauður eða
lifandi. Líklega hefi ég verið
náíölur í framan, -og aumur
var ég í jöxlum á eftiir. Samt
hefi ég flogið með Bii'ni áður
oftar en einu sinni, og aldrei
orðið að meini.
Það var alveg óþai'fi að vera
með þennan aumingjaskap.
Björn spilaði á sína takka al-
veg eins og ég á ritvélina mína,
og er þá mikið sagt. Hann var
kominn i 500 feta hæð við end-
ann á brautinni, og stéfndi al-
veg þráðbeint á hana, þegar
kennarinn slökkti á apparatinu
og stóð upp.
„Nú sér hann brautina sjálf-
ur. Hann er lentur,“ mælti sá
spaki maður mér til mikils létt-
is, og stóð upp.
Eg var hólpinn.
Hinir virtust ekki hafa tek-
ið þessu svona alvarlega. Þeir
stóðu hinu megin við boi’ðið
og ræddu í ákafa um ,, . ,dí
sí ei, æ ell ess, radar reinsj...“
og svo framvegis.
En mér var létt í skapi. Ég
var kominn til Glasgow.
Knrlsson.
Arekstur við
Kirkjuhvol.
Síðastl. miðvikudag milli kl.
15—16 var ekið á rauðleita
Volvo-bifreið sem stóð á bíla-
stæðinu við Kirkjuhvol gegnt
Dómkirkjunnii .
. Rannsóknax’lögreglan veit að
bíllinn sem olli, stóð við hægri
hlið Volvo-bílsins. Þegar hon-
um er ekið aftur á bak út af
bílastæðinu og lagt fullmikið á
stýri hans, svo að hann lendir
utan í Vovo-bílnum, beyglar
hann og rispar.
Tveir menn sáust í bílnum,
sem var brúnleit fólksbifreið.
Þeir hafa enn ekki gefið sig
fram við rannsóknarlögregl-
una. Hún vill hér með skora á
mennina að géfa sig fram hið
fyrsta.
Starfsfræðsla á
Akranesi.
Akranesi í morgun.
Fyrsti starfsfræðsludagurinn
fyrir unglinga á Akranesi var
haldinn hér á annan í páskuin.
Ólafur Gunnarsson, sálfræð-
ingur kom hjngað með-fulltrúa
ýmissa atvinnústétta, sem svör-
uðu spurningúm unglinganna.
Þátttaka var mikil og þótti a,llt
takast : vel. Ólafur Haukur
Árnason, skólastjóyi flutti á-
varp við o'phúri ’ stárfsfræðslu-
dagsins.
Andar köldu
að Giiou.
Forsætisráðherrar Indlands
og Kína héldu í gær áfram við-
ræðum sínum um landamæra-
deiluna.
Að því er vitað er hafa þeir
ekk kvatt til sérfræðinga, svo
að viðræðurnar mega enn heita
á undirbúningsstigi. í fyrradag
lagði Chou sveig á minnisvarða
Mahatma Gandhi og voru nær
engir viðstaddir nema öryggis-
verðir. — Fátt manna var á
götum, sem urn var ekið, og
engin blómskreyting. Engir
hyltu Chou. — Var þetta allt
svo gerólíkt sem vei'ða má frá
því sem var, er Eisenhower
kom og Krúsév.
I Nepal hafa stúdentar o. fl.
mótmælt kröfum Kínastjórnar
um Mt. Everest og fyrirhugaðri
komu Chou til Nepal.
Víðavangshlaupið:
Sfgurvegari Krfstleifur
Guðbjörnsson.
Víðavangshlaup Í.R., hið 45.,
fór fram í gær, sumardagina
fyrsta. Keppendur voru skráð-
ir 14. Keppendur voru 6 frá
íþrótlafélagi Samvinnuskólairs,
K:R, Keflavík, Akureyri og Sel*
fossi.
Hlaupið hófst kl. 2 í tjarnar*
garðinum og lauk þar. Sigur*
vegai'i varð Kristleifur Guð*
björnsson K.R., og sigraði hann
með yfii'burðum og virtist því
sem næst óþreyttur er hann
kom í mark nokkur hundruð
metrum á undan næsta manni,
sem var Hafsteinn Sveinsson,
Selfossi.
HATTAHREINSUN
Handhreinsum herrahatt*
og setjum á silkiborða.
i •.
Efnalaugin Björg
Barmahlíð ð.
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar.
SÍLD & FISKUR
Bergstaðastræti 37.
KONI Höggdeyfar
Þessir viðurkenndu stillanlegu höggdeyfai fást venjulega
hjá okkur í margar gerðir bifreiða. Útvegum KONI högg-
devfa I allar gerðir bifreiða.
SMYRILL
Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.
TÓMAR FLÖSKUR
Framvegis kaupum vér tómar flöskur, merktar
einkennisstöfum vorum Á.V.R. í glerið. Flöskurnar skulu
vera hreinar og óskemmdar. Móttaka í Nýborg alla virka
daga frá kl. 9—12 og 13—18, laugardaga frá kl. 9—12.
Fyrir hverja flösku verða greiddar kr. 2,00.
20. apríl 1960.
ÁFENGISYERZLUN RÍKISíNS
Allt á sama stað
Ei.gun{ TIMKEN-LEGUR
í mikiu úrvali.
fílkjáfsnssðR h.f.
Laugávegi'. 118,- sími 22.2.40.
i', ;S
■1?y. !