Vísir - 22.04.1960, Side 12

Vísir - 22.04.1960, Side 12
Ckkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. LátiS hann færa yður fréttir og annað iestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. l3H§JHrin /JM rnp Mfe vlSIR Munið, að þeir sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaða*-, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. áimi 1-16-60. Föstudaginn 22. apríl 1960 Róbh átti 2713 ára afmæli i gær. Fyrír rúmum 4 öldum v@ru borgarbúar um 30 þúsuiid. Sagan segir, að árið 753 fyrir Krists burð hafi hinn goðum borni Rómúlus markað „hinni eilífu Róm“ horgarstæði á liæð- nnum við Tíberfljót. Þótt „sérfræðingar“ ýmsir vilji varpa rýrð á þessa æva- gömlu sögu halda Rómverjar nútímans fast við hana og fagna árlega hinn 21. apríl nýju ári í ævi borgarinnar. Árið 1960 er því borgin talin 2.713 ára gömul. Allir borgarbúar, sem vetlingi geta valdið, taka þátt í afmæl- ishátíðahöldunum. Börnin fá frí úr skólunum, farartæki eru skreytt fánum, og miklar skrúð- göngur farnar. Það er margt sem á daga borgarinnar hefur drifið. Hún hefur oft þoláð gjöreyðingu en verið endurreist jafnskjótt aft- ur. Hún var eitt sinn allsráðandi heimsveldi, seinna sigruð og rænd. Eitt sinn fögnuðu borgar- arnir þegar kristnir menn voru hraktir fyrir ljónin og þau tættu þá í sundur. Nú er borgin aðsetur' páfans, hins andlega yfirboðara milljóna kaþólskra manna. Á blómatíma borgarinnar eru íbúar hennar taldir hafa verið 1.5 millj. Síðan fór þeim ört fækkandi svo að árið 1527 voru þeir aðeins um 30 þúsund. Nú eru íbúarnir taldir um 2 millj. og fer stöðugt fjölgandi. Austur-viðskiptm sérvernduð. Gylfi ræðir um innflutningsmál. i Frumvarp ríkisstjórnarinnar tun innflutnings- og gjaldeyris- niál var til 1. umræðu á mið- vikudag. Viðskiptamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason fylgdi ffumvarpinu úr hlaði með ýtar- légri ræðu. Hann rakti á hlut- láusan og greinargóðan hátt á- fanga í sögu íslenzkra við- skiptamála. Þá gerði hann sér- staka grein fyrir grundvallar- atriðum frumvarpsins og efni þess í heild. Það kom greinilega fram í ræðu ráðherrans að ríkisstjórn- in hefði gjarnan viljað gefa all- an innflutninginn frjáslan. Sem kunnugt er verður nokkur Lundúnablöð skýra frá því, að R. Ambrose Reeves, bisk- up Ensku kikjunnar í Jó- hannesarborg, sem hvarf fyrir nokkru og kom fram \ í Swasilandi, muni ávarpa fjöldafund í Westminster, London í næsta mánuði hluti innflutnings háður leyfis- veitingum en yfirleitt er það formsatriði. Með þessu á að koma í veg fyrir að vörur sams konar og við óhjákvæmilega verðum að kaupa frá járntjalds- löndunum verði keyptar á frjálsa markaðnum á Vestur- löndum. Við erum skuldbund- in til viðskiptanna við Austur- Evrópu og getum auk þess ekki í fljótu bragði fundið aðra markaði fyrir vörur þær sem við seljum þangað. — En ef við- skiptin yrðu öll gefin frjáls mundi það mjög sennilega leiða til þess að varningurinn frá A.-Evrópu yrði ekki keyptur og þá væri ómögulegt að standa við gerða samninga. Gæði og gerð hinnar austrænu vöru eru oft ekki að skapi okkar. Það er því ekki annað að j skilja á orðum ráðherrans en verið sé að vernda með höftum ! verzlunina við járntjaldsríkin. Nokkrir góðir Fáksmenn komu í heimsókn í gær, þegar verið var að skemmta börnunum í miðbænum. Hér sést Sigurður Ólafsson, söngvarinn góðkunni, til vinstri, en því miður kunn- um við ekki að nafngreina félaga hans. (Ljósm. P.Ó.) S.-Kóreustjórn fer frá. Þjóðþingíð kemur saman í dag. E. t. v. eina lausnin, að Rhee fari frá og kosið verði á ný. Fyrírlestitr imt víkingaferðir. Prófessor Apostolos Das- calakis, fyrrv. rektor Háskólans í Aþenu, sem er staddur hér á vegum Háskóla íslands og Evrópuráðsins, flytur fyrirlest- ur í hátíðasal Háskólans í kvöld kl. 20.30 um „Heimildir í grískum sögnum um víkinga- ferðir í Grikklandi“. Fyrirlesturipn verður fluttur á ensku og er öllum heimill að- gangur. Námsstyrkur i Finnlandi. Finnsk stjórnarvöld liafa á- kveðið að veita íslendingi styrk að fjárhæð 350.000 finnsk mörk til háskólanáms eðá rannsókn- arstarfa í Finnlandi skólaárið 1960—61. Styrkþegi skal dveljast eigi skemur en átta mánuði í Finn- I jlandi, þar af minnst fjóra mán- uði við nám eða vísindastörf við háskóla, en kennsla í finnskum háskólum hefst um miðjan septembermánuð ár hvert. Umsóknir um styrkinn send- ist menntamálaráðuneytinu fyr- ir 20. maí nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, svo og með- mæli, ef til eru. Umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. Hér sjáum við vorgyðjuna í hásæti sínu við Lækjargötu, en Jjinum megin mun Vetur konungur sitja. (Ljósm. St. N.) Stjórn Suður-Kóreu hefur beðist lausnar og kemur þingið saman til fundar í dag til þess að ræða ástand og horfur. Brezk blöð í morgun fara ó- vægilegum orðum um harð- stjórn Syngman’s Rhee og segja, að það eina, sem geti orðið til bjargar sé, að hann biðjist lausnar og efnt verði til nýrra kosninga. I Seoul og öðrum borgum eru hersveitir gráar fyrir járn- um og virtist svo, eftir fregn' um í gærkvöídi að dæma, að allsendis óvíst væri, að tekist hefði að bæla niður byltingar- tilraunina með öllu. Brynvarð- ar bifreiðir eru við allar bygg- ingar og öflugur hervörður við samgöngumiðstöðvar, flugvelli landsins og víðar, og hvarvetna getur hermenn að líta. Brezk blöð fagna því, að Bandaríkjastjórn hefur tekið ákveðnari afstöðu. Blöðin minna á, að Syngman Rhee hafi átt og eigi allt undir stuðningi Bandaríkjanna, en hann haíi notað þann stuðning til að koma á litlu minni harðstjórn og of- beldi en hann í uppahfi setti sér að uppræta. í því sé harm- leikurinn fólginn. Að eins eitt geti þessi blindaði maður haft sér til afsökunar, að hann hafi tekið þá stefnu sem hann gerði af ættjarðarást — en sú stefna hafi reynst skökk svo sem nú sé komið í ljós. Á þriðja hundrað manns munu hafa fallið og á annað þúsund særst í byltingartil- rauninni. Námamenn farast. Sex námamenn biðu bana í námaslysi 1 Vestur-Þýzkalandi í síðustu viku. Lokuðust þeir inni í kola- námu skammt frá Aachen, án þess að vitað sér um orsök slyssins. en þegar til þeirra náðist, voru þeir allir örendir. Kristleifur Guðbjörnsson sig- urvegari í Víðavangshlaupinu. HiáiþéJffi dugði ekki. Lög fif öryggís réttlndum blökkufólks samþykkt í Bandarékjumim. Fulltrúadeild Bandaríkja- þings hefur samþykkt og af- greitt sem lög frumvarpið um borgaraleg réttindi (Civil Riglits Bill) og sent forsetan- um til undirritunar. Næstum frá þingbyrjun í janúar hefur verið haldið uppi málþófi í þinginu til þess að hindra framgang laganna og voru þáð 18 þingmenn í öld- ungadeildinni, allir frá Suður- ríkjunum, sem aðallega héldu því uppi. í lögunum eru ákvæði tiJ tryggingar því, að blökkufólk geti notið kosningarréttar síns, og ákvæði til hindrunar því, að- unnt sé að ónýta í framkvæmd úrskui’ði dómstóla varðandi samaðild blakkra og hvítra að skólum o. fl. Hér er talið um gagnmerka lagabót að ræða til aukins ör- yggis réttindum blökkufólks.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.