Vísir - 04.05.1960, Page 1
50. árg.
Miðvikudaginn 4. maí 1960
98. ibl.
12
síður
Sjósiys við Oræniands-
strendur.
Óttast um danskt skip með 18
manns um borð.
12
síður
' Það er alvarlega farið að ótt-
ast um danska flutningaskipið
Hanne S, sem var á leið frá
Grænlandi til Kaupmannahafn-
ar með 18 manns um borð. j
Hanne S, sem er 500 brúttó-
tönn að stærð, lagði af stað frá
Ivigtut þann 27. apríl með full-
fermi af kníóliti, og var ferðinni
heitið til Kaupmannahafnar. Á
skipinu er 15 manna áhöfn og*
þrír farþegar voru með því, þar
af tvær konur. Síðast heyrðist
til skipsins á laugardag s.l., er
það hfði, samband við Prins
Christiansund, og var þá 60'
sjómílur suðvestur af Kap Far-l
vel, eða á svipuðum lóðum og
álitið er að Hans Hedtoft hafi;
farist 1959. Þar var þá mikill
stormur, sem síðan hefur vex-sn
að töluvert og hefur þar geysað
aftakaveður undanfarið með 11
vindstigum.
Menn hafa verið að gera sér
vonir um að loftskeytatæki
skipsins hafi bilað, eða loftnet
hafi slitnað niður í óveðrinu,
en vonir eru óðum að dvína.
Skip og flugvélar hafa gert
mikla leit á þessum slóðum, og
eru það skipin Thetis frá íseft-
irlitinu og björgunarskipið
Sigyn ásamt flugvélum, og er
þ. á m. einn Catalínabátur, sem
staddur var hér á landi.
Fundizt liefur nokkurt
brak í sjónum, og fannst m.
a. hluti úr brotnum björg-
unarbát og við nánari rann-
sókn fundust kríolitmolar í
samskeytum milli planka.
Eigendur Hanne S er útgerð-
arfyrirtækið A. E. Sörensen í
Svendborg, en er leigt út til
Konunglegu Grænlandsverzl-
unarinnar. Það var byggt árið
1952 og hefur verið í Græn-
landsferðum í mörg ár.
Engin mótstaða í Hull -
lögregluvörður á bryggju.
Ráðstefna í London m. a. rætt um
fisklandanir og landhelgina.
Aukinn lögregluvörður var
til staðar er löndun hófst úr
Bjarna riddara í Hull í gær, en
það mun hafa verið óþarft því
engir höfðu í frammi óspektir og
gekk löndun fyrir sig með eðli-
legum hætti.
Hafa því landanir úr fjórum
íslenzkum togurum í Grimsby
og Hull farið fram árekstra-
laust í gær og fyrradag þrátt
fyrir gífuryrði einstakra manna
og hótanir um stöðvun á lönd-
un úr íslenzkum skipum.-
í dag hefst ráðstefna for-
ystumanna togaraútgerðarinnar
og fiskiðnaðarins í Lundúnum.
Fregnir hafa enn ekki borizt af
ráðstefnunni, en þar gera þessir
tveir aðilar heyrin kunna af-
stöðu sína til löndunar á fiski
úr íslenzkum skipum í brezk-
um höfnum og þar mun einnig
verða mörkuð stefna togaraút-
gerðarinnar varðandi veiðar við
ísland. Talsmenn útgerðarinnar
hafa eins og kunnugt er lagt
bann við að brezkir togarar
fari inn fyrir 12 mílna mörkin
að svo stöddu.
íslenzku togararnir voru með
mikinn afla, en talsverður hluti
úr aflanum var talin ónýtur og
kom það til af því að skipin
höfðu verið lengur að veiðum
vegna þess að sölukvótinn fyrir
síðasta mánuð hafði verið
fylltur og ekki hægt að landa
fyrr en 2. maí.
Þorkell máni seldi 186.8 1.
fyrir 14.392 sterlingspund. —
Bjarni Ólafsson 183,4 1. fyrir
11.803 stpd. Þorsteinn Þorska-
bítur 80 1. fyrir 7.050 stpd. og
Bjarni riddari 197 1. fyrir 8.882
stpd.
í dag eiga að selja Hallveig
Fróðadóttir og Norðlendingur
en Karlsefni og Narfi á morg-
un.
Hf jólkin
hækkar.
Nýtt verð á mjólk og mjólk-
urvörum tekur gildi frá og
með deginum í dag.
Mjólkurlítrinn í flöskum
hækkar úr kr. 3.15 í 3.40, í
, hyrnum úr 3.55 í 3.80, í lausu
máli úr 2.95 í 3.20. Rjómalítri
í flöskum hækkar úr 37.70 í
39.45, hálflítri í hyrnum úr
1850 í 19.35, peli úr 9.35 í 9.78
og desilítri úr 4.00 í 4.17.
Sykurkílóið hækkar úr 8.60 í
9 krónur. Gæðasmjörkílóið úr
47.65 í 52.20. Mjólkurostur
(45%) úr 45.70 í 48 kr. kílóið.
Við komuna til London var De Gav.Ile vel fagnað sem annarsstaðar í 17 daga ferðinni, sem lauk
í morgun með heimkomu hans til Parísa'r.
Tókum hluta lífskjaranna að láni.
Úr ræðu Bsrgis Kjarans alþingismanns.
í umræðum neðri deildar
um frumvarp ríkisstjórnar-
innar mn innflutnings- og
gjaldeyrismál í fyrradag
flutti Birgir Kjaran ske-
legga og rökfasta ræðu þar
sem hann svaraði einkum
gagnrýni og vangaveltum
Einars Olgeirssonar. Birtist
hér útdáttur úr þeirri ræðu.
Ég mun að mestu leyti tak-
marka mig við vissar staðhæf-
ingar Einars Olgeirssonar enda
þótt ég óttist nú, að hann sé svo
sæll í sinni krepputrú, að kufl
hans sé algerlega skotheldur
fyrir föstum rökum, hversu
skynsamleg, sem þau kunna að
vera.
Eg kem þá að fyrsta atrið-
inu því, að haftabúskapurinn
hafi skapað bætt lífskjör.
Framfarir
tímamia tákn.
Það er alveg rétt, að það hafa
miklar framfarir í efnahagsmál-
um átt sér stað á Islandi á síð-
ustu 15—20 árum og lífskjör
manna hafa verið hér góð, hvort
sem sagan á nú eftir að telja,
þetta tiltölulega mesta fram-
faratímabilið eða ekki.
Allur heimsbúskapurinn hef-
ur á þessu tímabili verið i örri
framþróun og ákaflega víða
hefur þjóðarframleiðslan vax-
ið, ekki einungis jafnmikið og
á íslandi heldur mun meira
heldur en á íslandi. Á Norður-
löndum jókst þjóðarframleiðsl-
an á árunum 1948—1957 eitt
hvað svipað og hér á landi. í
Kanada mun hún hafa vaxið
um 60% og í Vestui'-Þýzkalandi
óx hún um hvorki meira né
minna en 100%, enda var at-
hafnalífið þar frjálsara en í
nokkru öðru landi í Vestur-
Evrópu. Tel ég allt þetta færa
sönnur, að þær framfarir og
þau góðu lífskjör, sem við hér
höfum búið við hafa verið ekki
að þakka höfunum, heldur
þrátt fyrir höftin.
Við lifðum hér eins og ég
sagði, vel á þessum árurn,
eu lífskjörin voru að vissu
leiti gervibúskapur þau voru
Slys í strætis-
vagni.
Það slys vildi til í strætis-
vagni í gærdag, að fullorðin
kona rann úr sæti sínu í vagn-
inum og hlaut við það áverka,
sem síðar reyndist vera lærbrot.
Um nánari atvik slyss þessa
er ekki fullkunnugt ennþá, en
á einhvern máta skall konan úr
sæti sínu og féll á gólfið. Kvart-
aði hún þegar um eymsli í
mjöðm, og var lögregla og
sjúkrabifreið kvatt á staðinn.
Var konan, Hrefna Ólafsdóttir,
þegar flutt á Slysavarðstofuna,
og kom þar í ljós að hún hafði
lærbrotnað. Þetta var kl. 17,26
í gær eftirmiðdag í vagni á leið
22 (Austurhverfi).
lánslífskjör, vegna þess að
þau voru fengin að láni er-
lendis. Þau voru nefnilega
ekki framkölluðmeðeðlilegri
normal framleiðslu, heldur
var þeim haldið uppi með
stríðsgróða, gjafafé og er-
lendum lánum, sem námu
hvorki meira né minna en
5000 millj. kr. frá ófriðar-
árum og fram til síðustu
áramóta.
Einar tvísaga.
Ég vík þá að annarri stað-
hæfingu hv. 3. þm. Reykv. um
það, að prívatkapitalisminn sé
dauður hér á landi. Ég skal játa
það, að einkarekstur og einka
fjármagn hefur verið hart leik-
ið í þessu landi á undanförn-
um árum, engu síður er prívat-
kapitalisminn ekki dauður úr
öllum æðum hér á landi, enda
finnst mér, að hv. 3. þm. Reykv.
ekki alltaf vera mjög staðfast-
ur í þeirri trú.
Það er nú ekki nema ár lið-
ið síðan, að hv. þm. fuUyrti
svo orðrétt sé haft eftir Þjóð-
viljanum með leyfi hæstv. for-
Framh. á 2. síðu.
Endurbótaáætlun íögð
fram í S.-Kóreu.
Stúdentar vilja hraða umbótum.
Stúdentar ■' Suður-Kóreu
halda áfram mótmælagöngum
— til þess að fá skrið á endur-
bætur og hclzt fá þingmenn til
að leggja niður umboð sín.
Mótmælagöngur þeirra hafa
átt sér stað í Seou, Pusan og
fleiri bæjum og hafa farið frið-
samlega fram. Á einum stað
var þó beitt táragasi. Stjórnin
(bráðabirgðastjórnin) hefur
lagt fram endurbótaáætlun i
fimm liðum, og er tilgangurinn
með henni, að koma lýðræði í
landinu á traustari grundvöll.
Stjórnin telur Bandaríkja-
stjórn hafa komið skynsamlega
fram, er byltingin var á dög-
unum og ráðið heilt. Þá hefur
stjórnin heitið íbúum landsins
því, að við úthlutun fjár á
grundvelli efnahagsaðstoðar
Bandaríkjanna, skuli þess
vandlega gætt, að einstakling-
ar geti ekki matað krókinn, en
í þessum efnum þróaðist mikil
spilling undir handar jaðri
Syngmans Rhees.