Vísir


Vísir - 04.05.1960, Qupperneq 10

Vísir - 04.05.1960, Qupperneq 10
10 V I S I R Miðvikudaginn 4. maí 1960 fflanjtéurcUl: MSLLI ★ ÁSTARSAGA 40. Þess vegna sagði dr. Lanyon, rétt fyrir klukkan eitt: — Það er líklega best að eg fylgi þér á systraheimilið núna. Þú jnunt eiga að fara að vinna klukkan sjö? — Já, eg verð sjálfsagt að gera það. — Og eg á að skera klukkan tíu, svo að þetta verður líklega siðasti valsinn okkar. Madeline var honum sammála um það, og undir eins og dans- laginu lauk bauð hún nokkrum vinstúlkum sínum góða nótt og fór með dr. Lanyon um garðinn, í tunglsljósinu. — Mikið er fallegt hérna, sagði hún mjúkt, en hugsaði hátt. í dag finnst mér einhvernveginn að eg eigi heima hérna. Hann leit einkennilega til hennar. — Er það vegna dansleiksins? spurði hann brosandi. — Æ-nei. Og þó á hann kannske einhvern þátt í því. Þegar ttiaður kemur á nýjan stað finnst manni maður vera framandi um sinn, — eins og í heimsókn — og svo, alveg óvænt, finnst manni allt í einu maður vera lieima hjá sér. í kvöld finn eg aö eg á heima hérna á Dominion, en áður var eg aðeins hérna. Hann hló og studdi hendinni á öxlina á henni sem snöggvast. Öxlina sem var fjær honum, og henni fannst að nær hjúkrunar- konu gæti frægur skurðlæknir ekki komist. — Eg veit hvað þú átt við, og mér þykir vænt um að þér finnst þetta. Eg vona að þetta, sem þú talaðir um í kvöld, að vera vinir, eigi einhvern þátt í þessu. — Auðvitað er það svo, sagði Madeline. Svo bauð hún honum góða nótt við dyrnar og dansleiknum var lokið, hvað hana snerti. En umræðunum um hann var ekki lokið. Marga næstu daga var ekki talað um annað en dansleikinn, þar sem tvær eða þrjár hjúkrunarkonur hittust, um eitthvað sem hafði komið fyrir þær sjálfar, eða sameiginlega kunningja eða einhvern, sem allir höfðu veitt athygli. Madeline fann að henni hafði verið skipað í þennan síðasttalda flokk, og ýmsir sem varla könnuðust við hana, töluðu um „stúlkuna sem var meö jdr. Lanyon á dansleiknum“. Þetta var einskonar frægð sem alls ekki var þungbær. En þetta hafði engin álirif á samvinnu hennar og dr. Lanyon, Og Madeline var ekki svo skyni skroppin að hún byggist við öðru. í skurðstofunni var hún ekki annað en venjuleg' hjúkrunarkona, og henni nægði sú ánægja að geta staðið vel í stöðu sinni. Morton símaði ekki fyrr en þrem dögum eftir dansleikinn, og þá var það til að spyrja hvort hún vildi koma út með honum um kvöldið og dansa. — Ef þér er sama vildi eg heldur koma og borða með þér, sagði hún. — Við höfum átt annríkt og mig langar meira til að hvíla mig en dansa. — Sjálfsagt, ef þú vilt það heldur. En mér datt bara í hug — mér þótti svo leitt að eg bakaði þér vonbrigði í sambandi við dansleikinn, og datt í hug að þú vildir dansa við mig annað kvöld í staðinn. — Það var fallega hugsað. En eg fór nú á dansleikinn samt. — Gerðirðu það? Það var ágætt, fórstu með stúdentum og hjúkrunarkonum? — Nei. Eg fór með dr. Lanyon, sagði Madeline. — Hvert í heit.... Moi'ton virtist bæði glaður og gramur. Hvernig stóð á því? — Hann bauð mér og eg þáði það, sagði Madeline rólega. — Eg giskaði á það, svaraði Morton, með sömu ergilsiskátínu í röddinni. — En eg hélt líka að þið töluðust ekki við. Að ykkur hefði sinnast.út af Clarissu. — Það er búið núna, sagði Madeline. •— Segirðu það satt? Það var ofurlítil kaldhæðni í röddinni. — Jæja, en hittu mig í kvöld, góða mín, og þá verðurðu að segja mér af dansleiknum — og friðarsamningunum. En þsgar hún hitti hann þetta kvóid og þau fóru í uppáhalds gildaskálann þeirra til að matast, var í rauninni lítið talað um dr. Lar.yon og dansleikinn. Þau höfðu um svo margt annað að tala, eins og vant var, og honum þótt auðsjáanlega vænt um að vera nærri og duflaði svo ísmeygilega við hana, að hún var spennt, áhyggjufull og hrifin í einu. — Ekki svo að skilja að eg sé blind á gallana á honum, hugsaði Madeline með sér. — En manni getur fallið vel við — eða elskaö — mann án þsss. Og hún horfði á Morton með letibrosið í aug- unum og fór aö velta fyrir sér hvort „falla við“ eða „elska“ væru réttu orðin. Á eftir óku þau upp með St. Lawrencefljóti, um fögru þorpin Repentigny og Lavaltrie. — Það liggur við að maður hafi heimþrá, sagði Morton. — Ekki fæ eg heimþrá af þessu, sagði hún. — Eg er farin að kunna við mig hérna. — En ekki svo vel að þú gætir hugsað þér að setjast hér að? — Eg veit ekki. Eg hugsa ekki svo langt íram í tímann, sagði hún. Hann hló að því og sagði: — Og eg mundi verða manna síðastur til að stinga upp á að nokkur gerði það. Lífspeki mín er: eitthvað nýtt með hverjum deginum. — Er það? Madeline virtist efins. — Eg vil ekki taka svo djúpt í árinni. Lífið yrði — tilgangslaust, með því móti. Hann brosti til hennar — töfrandi og glettnislega. — Og hjá þér, góða og forsjála Madeline, hefur lífið mjög ákveðinn tilgang, geri eg ráð fyrir? — Ekki jafn ákveðinn og þú virðist gefa í skyn, sagði hún. — En eg gæti ekki sætt mig við að lifa í iðjuleysi iengur en hæfi- legu sumarleyfi nemur. — Þú segir það. Eg vildi óska að eitthvaö af festunni og rónni þinni væri komið í mig, sagði Morton, alvarlegri en hans var vandi. — Það hlýtur að vera blessanlega róandi að lifa með þér. Hún svaraði því engu. En hún spennti greipar í keltunni og varð hugsað til þess hvort hún væri blessanlega róandi i sambýli. Hann sagði ekki meira um þetta, en þegár hann hafði fylgt henni heim kyssti hann hana aö skilnaði, eins og það væri sjálf- sagt. Og þetta var alls ekki neinn hversdagskoss heldur langur koss með vott af ástríðu, svo að Madeline fann til lians á leiðinni inn ganginn og í herbergið sitt. Hún hafði varla gert sér ljóst, að á leiðinni hafði hún fundið bréf til sín, með ensku frímerki. Hún settist á rúmstokkinn sinn og aldrei þessu vant virtist hún ekki lifna við er hún sá rithönd Enid utan á bréfinu. — Bréf að heiman? hugsaði hún viðutan. — Það var gaman. Og svo: — Hvemig hann kyssti mig! Getur nokkur maöur kysst svona án þess að meina eitthvað með því? Hún opnaði bréfið meðan hún var að hugsa um Morton og hvernig hann hafði hvatt. En nú rankaði hún við sér, því að bréfið var brotið þannig að hún rak strax augun í fyrstu orðin. — Kæra Madeline, (hafði Enid skrifað). — búðu þig undir að taka á móti fjölskyldunni. Við Clarissa verðum komnar til þín innan þriggja vikna frá því að þú færð þetta bréf. Undrun, gleði og ótti — allar þessar tilfinningar gripu Made- line í senn. Ja, þetta voru nú tíðindi. Og gleðitíðindi, að því er heim- * fi KVðLDVðKUNNI Flestir ameríkanar búa í borgum og % af þeim býr í 199 borgum, sem hafa fleiri en 50 þúsund íbúa. Kona okrarans talaði mikið um ágæti hinnar nýu landeign- ar sinnar. „Og vitanlega,“ fullyrti hún, „höfum við allar venulegar skepnur — hesta, kýr, kindur, svín, hænsn o. s. frv. „Ó, hænsn!“ sagði hlustand- inn yfir sig hrifinn, „þá hafið þið ný egg.“ „Ja — eg veit það nú ekki al- mennilega. Hæurnar geta unn- ið ef þeim býður svo við að horfa — en auðvitað er það al- veg ónauðsynlegt í okkar stöðu — það er kannske ekki viðeig- andi, sjáið þér til.“ Sandy hafði farið á járnbraut- arstöðina til að kveðja frænku sína. „Mac,“ sagði hann, „þú gætir nú gefið mér svo sem einn eða tvo shillinga til þess að drekka þér til og óska þér góðrar ferð- ar.“ „Maður, það get eg ekki,“ var svarið. „Eg gaf henni mömmu minni gömlu alla þá peninga, sem eg átti eftir.“ „Það er einkennilegt! Hún mamma þín sagði, að þú gæfir henni aldrei neitt.“ „Jæja, ef eg gef henni mömmu minni aldrei neitt, hvaða tækifæri heldurðu þá að þú hafir til að fá eitthvað?“ i Fullorðin engispretta etur þunga sinn á hér um bil 16 klukkustundum. En naut eða kýr á góðu engi etur þunga sinn af grasi á 7 eða 8 dögum. I * R. Burroughs i ......—ff— "LISTEKl TO TMOSE PKUfAS.* SA.IP’ PíEKKE SUPÞEKJLV. "TME NATiVES MAVE P1SCCVEEEI7 THAT NGOTO !S PEAPt'* TAKZAW 3243? ! Hlustaðu á trumbuslátt- , inn- Hinir innfæddu eru ; búnir að komast að því að 1 Ngoto er dauður. Tarzan ------- THE APE-/AAN GEI/VACER'VES- í WANT TO QUESTION VOU BUT WE FIPST HAP BETTEK' SEEK SAFETY.'' svaraði: Eg þarf að vísu að spyrja þig nokkurra spurn- inga, en það er víst betra að TMUS TAK7AN CAEEIEP PIEKK.E TMROUSM TME TKQES TOVVAPP' TME COLONV OF BATISTE— STILL nty/' . . UNAWAKE THAT HE \MAS HAKBOR.ING \"l/\apangerous AiAA/MC! t.7-$\24 koma sér á óhultan stað. Tarzan tók Pierre á bakið og fór með hann til Batiste nýlendunnar. Hann vissi ekki að hann var með brjál- aðan mann á bakinu. Lögfræðingurinn: — Þegar eg var drengur var það æðsta ósk mín að verða ræningi. Viðskiptamaðurinn: — Þér eruð heppinn.Það eru ekki allir, sem sjá æskudrauma sína ræt- ast. Slæm nótt. Drengurinn hafði „komist vel áfram“ í bænum og bað aldraða móður sína að koma til Lundúna. Hann lét gömlu konuna hafa bezta her- bergið á gistihúsinu — og . fylgdi með einkabaðherbregi, sem var áfast við herbergi hennar. Næsta morgun spurði drengurinn mömmu sína: — Hvíldist þú ekki vel í nótt, mamma? — Jæja, nei, eg gerði það ekki, svaraði hún. — Herbergið var gott og rúmið fallegt. En eg gat ekki sofið mikið, því að eg var svo hrædd um að einhvern myndi langa til að fá sér ker- laug og eina leiðin til þess lá í gegnum herbergið mitt. ★ Faðirinn strangur: — Hvar varstu í gærkvöldi? Sonurinn: — O, eg bara hringsólaði dálítið með strák- um. Faðirinn: — Jæja þá, segðu þeim að skilja ekki eftir hár- nálarnar sínar í bílnum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.