Vísir - 04.05.1960, Síða 12
Miðvikudaginn 4. maí 1960
SAMVEIDIS
STEFNAN
Rœtt ver&ur étfomiJega um kynþátiasiefnu
Suður.-Mríku.
Það varð ofan á í gær á
fyrsta degi Samveldisráðstefn-
unnar brezku, að taka ekki á
dagskrá kynþáttastefnu ríkis-
jstjórnar Suður-Afríku, en
Louw utanríkisráðherra SA.
Iýsti yfir því, að ekkert væri
til fyrirstöðu að ræða málið
óformlega, og væri hafinn und-
Irbúningur að slíkum viðræð-
um.
. Ekki var fyllilega ljóst í
morgun hvort v.iðræðurnar
yrðu milli einstakra ráðherra
eða hvort þeir ræddust við all-
ir saman, en augljóst er að
þessar viðræður fara ekki fram
fyrir opnum tjöldum.
Þessu er ekki vel tekið í
blöðum. Þar kemur m. a. fram,
að forsætisráðherrarnir geri
sér tæplega ljóst hve þungi al-
menningsálitsins í himinum sé
mikill í þessu máli og það geti
Ölvun i
Eyjum.
haft alvarlegar afleiðingar, að
ræða málið ekki einarðlega og
fyrir opnum tjöldum, og eitt
blaðið segir, að MacMillan
virðist hafa tekist að bæg/ja frá
þeirri hættu — í bili — að
samvedið tvístraðist, en áður
hefur komið fram, að menn
óttuðust að S.-Afrika myndi
segja sig úr samveldinu, ef
málið yrði tekið á dagskrá —
og sögðu þá stöku blöð, að það
yrði þá svo að vera.
Macmillan gerði grein fyrir
b^orfum á alþjóðavettvangi í
gær og ií dag mun Lloyd segja
frá Norður-Atlantshafsbanda-
lagsfundinum í Miklagarði, en
honum er lokið, og lokatilkynn
ing um hann birt í dag.
Gaulle
kominn heim.
De Gaulle kom heim í morg-
un að aflokinni 17 da^a ferð
til Bandaríkjanna, Kanada,
Frönsku Guyana og eyjanna
Martinique og Guadaloupe.
Honum var fádæma vel tekið
hvarvetna og ræða blöð hvar-
vetna mikið um ferð hans. ■—-
Kemur þar fram, að hrifni
manna á De Gaulle virðist
meiri en í Frakklandi. Þar við-
urkenna að vísu allir, að hann
sé mikill maður og mikill leið-
togi, en einhver tregða í seinni
tíð hjá mörgum, að láta hrifn-
ina í ljós, enda bitna ýmsar
ráðstafanir hins opinbera þungt
á mörgum og þær allmjög gagn-
rýndar. Undir niðri viðurkenna
allir, að hann hafi bjargað frá
framhaldsöngþveiti og ef tii
vill hruni.
Fleiri erl. ferðamenn vænt-
anlegir en áður.
faistfing að Mývaíni pönluð víðv
vegar lir heiminuin.
Verja á 8.3 millj. dollara
í ár til Barnahjálpar Sþ.
Stærstu f járveitingar til
útrýanitngar mýraköldu.
Framkvæmdastjórn Barna-
ijálparsjóðs Sameinuðu þjóð-
inna, en hana skipa fulltrúar 30
sjóða, ákvað nú í vikunni að
/erja nærri 8.3 milljónum doll-
»ra til framkvæmda á um 80
imbótaáætlunum í þágu bama
fjórum heimsálfum,
Meira en helmingur fjárins
Aðeins 3 frostnætur
í aprílmánuði.
Aprílmánuður var hlýr og
fremur rakur. Samkvæmt
upplýsingum frá Veðurstof-
unni var meðalhitinn 4.6 st.
(vanal. 2.3 st.). Úrkoman
varð 7.6 um og er það %
meira en í meðallagi.
28. apríl gerði mikla skúr,
eina þá mestu, sem hér hef-
ur komið. Þá varð úrkoman
9.4 mm á einni klst., en mest
hefur hún orðið hér 10 mm.
Frost var aðfaranótt 30.
apríl, en annars hafði ekki
komið frost eftir miðjan
mánuð og frostnætur voru
aðeins 3 í mánuðinum. Mest
varð frostið 1.8 stig.
Fremur lítið var um sól-
skin, samtals 122 klst. (135
vanal.) og því aðeins undir
meðallagi.
verður notaðuur til þess að
hefta útbreiðslu og uppræta
mýraköldu (malariu). 24%
fjárins verður notað til þess að
koma í veg fyrir næringarskort
og um 20% til heilsubóta al-
mennt. Stærsta fjárveitingin,
985 þúsund dollarar, fer til upp
rætingar mýraköldu í Tyrk-
landi.
Leikhúsin.
Þjóðleikhúsið sýnir „f Skál-
hoIti“ eftir Guðmund Kaniban.
í kvöld, á föstudagskvöld verð-
ur frumsýning á gamanleikn-
um „Astir og stjórnmál“ eftir
Terenle Rattigan, „Hjónaspil“
á laugardag og „Kardimommu-
bæinn á sunnudag.
Leikfélag Reykjavíkur sýn-
ir í kvöld „Deleríum búbónis",
og fara sýningar á því að nálg-
ast hundraðið.
í Kópavogsbíói sýnir Leikfé-
lag Kópavogs í kvöld „Alvöru-
krónuna 1960“ eftir Túkall.
Annað kvöld verður svo sýn-
ing i Sjálfstæðishúsinu á reví-
unni „Eitt lauf“.
IBbiei verður að
iara varlcga.
Nú er vertíð að Ijúka í Vest-
tnannaeyjum, og flestallt land-
£ólk farið þaðan, sem þar á ekki
heima.
Bátar liggja allir í höfn og
yá og þys atvinnulífsins að
fajra út. Ölvun er töluverð hjá
sjómönnum og öðrum þessa
dagana, og virðast þeir vera að
drekka úr sér hrollinnj eftir
vosbúðina og vökuna undan-
farið. Um 250 manns bafa ver-
ið sektaðir fyrir ölvun siðan
um áramót, og er það óvenju-
mikið, en mest hafa 20 manns
verið færðir í húsakynni lög-
reglunnar á einum degi til gist-
ingar. Húsaskjól er að vísu ekki
“nægjanlegt fyrir þennan fjölda,
en Vestmannaeyingar eru sátt-
fúsir og tillitssamir við náung-
ann, og því er það að þeir skipta
niður nóttinni í fangahúsinu og
rýma eldri gestir þar jafnótt
og nýir koma, sem gistingar
þurfa.
Óku út af og
meiddust.
Akureyri í morgun.
Tveir bændur úr Svarfaðar-
dal voru á leið heim til sín frá
Akureyri laust fyrir hádegi í
gær. Svo illa tókst til að jepp-
inn, sem þeir voru í lenti í lausa
möl og fór á mikilli ferð út í
skurð móts við Dvergastein í
<ilæsibæjarhreppi.
Mennirnir tveir slösuðust all-
mikið. Hlaut annar áverka á
köfði og skarst mikið af rúðu-l
brotum. Hinn meiddist á hendi. |
Voru þeir fluttir í sjúkrahúsið
á Akureyri. Sá er meiddist á!
diÖfði varð eftir á sjúkrahúsinu t
«fi hinn fékk að fara heim. I
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í fyrradag.
Búizt er við meiri ferða-
mannastraumi að Mývatni í sum
ar en nokkru sinni áður, og
er ekki að efa, að á gistihúsun-
um tveim verður þröngt setinn
bekkurinn sumarlangt.
Lítil veiði hefir verið í Mý-
vatni að undanförnu, þótt reynt
Þingið í Kuala Lumpur kaus
nýjan þjóðhöfðingja í sl. viku,
þar sem hinn fyrri, Tenku Ad-
bul Rahman, andaðist 1. apríl.
Fyrir valinu vrað Sir. Hisa-
muddin Alam Sham Alhaj, 62ja
ára gamall. Hann hafði verið
varamaður þjóðhöfðingjans frá
því að Malakkaskagi fékk sjálf-
stæði 31. ágúst 1957.
hafi verið. Vatnið er enn á ísi
og fært á jeppum yfir það. Sól-
skin og stillur hafa verið dag
hvern, en frost á hverri nóttu,
upp í 7 stig. Bílfært um Mý-
jvatnsheiði og um Reykjadal, en
þungt færi austur um Hóls-
jfjöll, nema á nóttunni,
þegar frost er. Mjólk er flutt
tvisvar í viku til Húsavíkur, en
jferðir verða 3. Ekki hefir mikið
orðið vart við mink í sveitinni
í vetur, en um daginn gerði
snjóföl, og þá sáust mörg för
eftir hann, enda þótt enginn
næðist.
Um síðustu helgi lék Leikfé-
lag Húsavíkur „Deliríum bú-
bonis“ í Skjólbrekku fyrir fullu
húsi, og þar verður um helgina
haldið hið árlega hjónaball.
Flugvöllurinn á Kópaskeri
hefir verið ófær að undanförnu
sökum aurbleytu, en lítill
sjúkraflugvöllur er sunnan við
kauptúnið, og hefir verið not-
azt við hann. Björn Pálsson kom
þangað síðast í fyrradag að
sækja sjúkling.
Byrjuð er vegagerð norðan-
lands, en á vegum í Skagafjarð*-
arl, Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
sýslum er nú leyfður hámarks-
þungi bíla 5 tonna öxulþungi,
en allt að 714 tonn af flutningi.
Farah drottning á að halda
sig heima.
Farah, sem gengur með barni,
á að dvelja heima, samkvæmt
fyrirmælum hirðlæknisins,
meðan keisarinn fer í opinbera
heimsókn til Svíþjóðar, Belgíu
og Austurríkis í maí n. k.
Myndin var tekin um helgina er þcssi Grindvíkingur var að
koma úr róðri á trillunni sinni. Aflinn er kannske ekki mikill
að vöxtum, miðað við 'það sem veiðist í net, en kostnaðurinn er
heldur ekki sambærilegur.
Munið, ið þeir sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.