Vísir - 06.05.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 06.05.1960, Blaðsíða 9
Föstudaginn 6. maí 1960 VÍSIE 9 Susie Holloway frá Milawaukee í Wisconsin er aðeins 24 kíló að þyngd og aðeins fimm ára gömul, en samt sem áður kemst hún upp í 174 í „bowIing“, eða keiluspili, og notar venju- lega kúlu, 12 pund að þyngd. Faðir og móðir Susie þykjast góð. ef þau komast upp í 100 í keiluspili. Susie hefur leikið keilu í eitt ár, og einu vandræðin hennar eru þau, að ef hún tapar, á hún erfitt með að verjast gráti. Susie sendir kúluna frá sér á undarlegan máta. Hún heldur henni með báðum höndum og Ieggst venjulega flöt á brautina þegar hún ýtir henni af stað. Susie kunni á tvíhjóli, þegar hún var tveggja ára, dýfir sér ofan af háa brettinu, leikur „billard“ (kúluspil) og golf. 19. einvígisskákin. Það má nú teljast næsta ör- uggt að Mikail Tal verði næsti heimsmeistari í skák. Hann náði yfirhöndinni í 19. skák- inni, sem tefld var á þriðjudag. Skákin fór í bið, og átti fram- haldið að teflast í dag, en al- \ mennt var búizt við, að Tal1 mundi vinna biðskákina, eða, Botvinnik jafnvel gefast upp ( án framhalds. Fari svo, hefur \ Tal tryggt sér 11% vinning gegn 7% vinning Botvinniks og þarf því aðeins einn vinning úr fimm skákum til þess að verða ( heimsmeistari í skák. ! Heimsmeistarinn, sem hafði svart í 19. skákinni, valdi hol- lenzka vörn og brá snemma út af venjulegum leiðum. Síðan reyndi hann að ná frumkvæð- inu, en með tímabundinni peðs- fórn tókst áskorandanum að snúa atburðu msér í hag og var sjálfur kominn með peð yfir og góða stöðu eftir 30 léiki. Þegar skákin fór í bið 11 leikjum síð- ar, hafði Botvinnik ekkert mót- vægi fyrir hið glataða peð, og þar sem þungu mennirnir voru , þá enn á borði, en kóngsstaða | Botvinniks ótraust, var þess ekki að vænta, að hann gæti haldið skákinni til lengdar. Hér kemur skákin: Hvítt: Tal. Svart: Botvinnik. 1. c4 f5 2. Rf3 Rf6 3. g3 g6 (Þetta afbrigði af hollenzkri; yörn hefur verið kennt við Leningrad og er það vinsælt í Rússlandi.) 4. Bg2 Bg7 5, d4 d6 6. Rc3 e6 (Óvenjulegur leikur. Skákfræðin mælir með 6. — 0-0 og síðan Rc6 eðá c6 7. 010 0-0 8. Dc2 (Hvítur undirbýr e4 til þess að geta náð þrýstingi á! e-línunni) Rc6 .9. Hdl Í>e7 10. Hbl a5 (Svartur vill ekki leyfa/ hvítum að leika b4) 11. a3 Rd8 12. e£ fxe4 13. Rxe4 Rxe4 14. | Dxe4 Rf7. (Svartur hótar nú leik. 15. —e5 og 16. —Bf5, en hvítur kemur í veg fyrir slíkt). 15. Bh3 Df6. 16. Bd2 d5. (Bot- vinnik getur ekki beðið aðgerð- arlaus á meðan Tal bætir stöðu sína með Bc3 og beinir síðan skeytum sínum að veiku e-peði svarts). 17. De2 dxe4. (Botvinn ik getur ekki haldið peðinu til lengdar, betra var því 17. — Rd6. 18. Rg5 Rxc4 o. s. frv.). 18. Bf4! Rd6. 19 Rg5 He8. 20. Bg2. (Nú hefir hvitur flest að skotspæni, og peðið vinnst aft- ur með góðri. stöðu) Ha6. 21. Rc4 Rxe4. 22. Bxe4 b5. 23. b3 cxb3. 24. Dxb5 Hf8. 25. Dxb3 Hb6. 26. De3 Hxbl. 27. Bxbl Bb7. 28. Ba2 Bd5. (Botvinnik tapar nú peði, en vonlaust var að verja alla veikleika til lengd- ar, hann kýs því heldur þann kostinn, að halda mönnunum í hreyfanlegum stöðum). 29. Bxd5 exd5. 30. Bxc7 a4. 31. Hds Df5. 32. Be5 Bh6. 33. De2 Hc’, 34. Hf3 Dh3. 35. Bc7 Bf8. (Vitaskuld ekki). 35. — Hxc7 sökum . 36. De8+ Kg7. 37. Df8-{- mát.). 36. Db5 De6. (F.f 36. —Hxc7, þá 37. Dxd5-f Kg7. 38. De5+ og síðan 39. Dxc7). 37. Be5 Dc6. 38 Da5 Ha8. (Hvítur hótaði 39. Mc3!). 39. Dd2 Hc8. 40. Kg2 Dd7. 41. h4. Þessari stöðu hugsaði Bot- vinnik sig um í nær 35 mínút- ur áður.en hann innsiglaði bið- leikinn. Erfiðleikar hans eru svo miklir, að óvíst er að hann halði haráttunni áfram, en eins og áður'ségiT, átti biðskákin að teflast í dag. Biðstaðan (í 19. einvígisskák- inni): ;Hvítt. Tal: Kg2, Hf3, Be5, a3 d4, g3 M. Svart. Botvinnik: Kg8 Hc8, Bf8, a4 d5, g6 h7. í stmtÍMM msmsíL Afríka hefur á síðustu 12 mánuðum fengið samtals níu lán hjá Alþjóðabankanum og nema þau alls rúmum 260 millj. dollara. Iðnaðarframleiðsla Sovétríkj anna árið 1959 hefur hlutfalls- töluna 111, ef miðað er við töl- una 100 árið 1958. Sé miðað við sömu tölu árið 1953, verður framleiðslan fyrir 1959: 189. Þessar tölur eru teknar úr marz hefti hagtíðinda Sameinuðu þj. Grikkland hefur staðfest sátt málann um stöðu flótíamanna sem gerður var að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna árið 1951. Áður höfðu 23 ríki staðfest hann, þeirra á rneðal Danrnörk, ísland, Noregur og Svíþjóð. Mestu betlarar sögunnar. — í svari sem Dag Hammarskjöld framkvæmdastjóri S. þ. gaf við , spurningu blaðamanns varð- 1 andi skortinn á alþjóðlegum á- huga á baráttu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) gegn mýrarköldu, sagði hann m. a.á ,,Eg er dálítið vonsvikinn yfir árangrinum af fjársöfnun WHO og ýmsum öðrum herferðum sem nú standa yfir. Sé litið á Samein- uðu þjóðirnar sem fjölskyldu verður það að segjast að þær eru mestu betlarar veraldar- innar — og veraldarsögunnar — og þetta skýrir hvers vegna ég er ekki sleginn furðu. Hins vegar snúum við okkur til heimsins í vitund þess að mál- efni vcrt er gott — og það skýr- ir hvers vegna ég er dálítið von svikinn.“ Ghana í 1AFA. Stjórn Al- þjóðakjarnorkustofnunarinnar | (IAEA) samþykkti á fundi sín- aiffiiD&EÞATTUIl VSSES «1 Firmakeppni Bridgesambands íslands lauk sl. þriðjudag og sigraði Flugfélag íslands h.f. með 321 stigi, en fyrir það spil- aði Ingólfur Isebarn. Röð og stig fjögurra næstu var eftirfarandi: 2. Ölgerð Egils Skallagríms- sonar h.f. 319. (Jóhann Jónss.). 3. Vátryggingarfélagið h.f 319. (Lárus Hermannss.). 4. Ópal h.f. 318. (Kristján Kristjánsson). 5. Hornsteinn h.f. 312. (Árni Guðmundsson). I fyrra vann Mjólkursamsal- an keppnina og spilaði Jóhann Jónsson þá fyrir hana. Bi-idgesamband íslands gengst fyrir tvímenningskeppni, sem hefst nk. mánudag 9. maí. Spil- aðar verða þrjár umferðir, hin- ar tvær föstudaginn 13 maí og þriðjudaginn 17. maí. Þar eð þetta verður síðasta keppni ^vetrarins eru menn hvattir til að fjölmenna. Þátttöku skal til* kynna til Sigurbjargar á Ála- fossi, sími 13543, Jóns Magnús- Áonar, sími 11618 og Sveins Helgasonar, sími 11174 og : 16957. | Frammistaða okkar manna á I Olympíumótinu var allsæmileg jog sigur þeirra yfir Bandaríkjá- mönnum var óvænt gleði. Virð* jist mér þetta vera spor í rétta ; átt til að rétta hlut íslands út á við, en hann hefir óneitanlega verið heldur bágborinn undan- farin ár. Hér er eitt spil, sem er mér minnisstætt frá Evrópumótinií í Osló. Kom það fyrir í leik ís- lendinga við Frakka. Staðan var n-s á hættu og austur gaL Stefán Ghesteem A K-8-6 V Á-D-9-6 ♦ K-D-G * 10-8-5 G-10-7-2 10-8-4 A-D-G-4-2 Lárus A-D-4 K-7-4-3-2 A-7-6-5 Bacherich A 9-5-3 V G-10-5 ♦ 9-3-2 * K-9-7-6 urn í Vínarborg nýlega með samhljóða atkvæðum að mæla með upptöku Ghana í stofnun- ina. Málið verður tekið fyrir á ársþingi hennar sem hefst 20. sept., og verði upptakan samþ. er Ghana 71. aðildarriki IAEA. ★ Um mánaðamót s.I. komu þrjú hafskip frá Bandaríkj- unum til Evrópuhafna með 4000 skcmmtiferðamenn. Austur sagði pass, suður 1 hjarta, vetsur 1 grand og norð- u rtók sér umhugsunarfrest. Eftir að hafa fengið þær upp- lýsingar frá vestri að þetta væri sterkt grand á kvað hann að segja pass. Sögnin gekk til suð- urs, sem var í baráttuhug (eða skyldi hann hafa verið að segja á umhugsun norðurs) og sagði tvo tígla. Var það loka- sögnin og vestur spilaði út tíg- ulkóngi. Er spil norðurs kom upp, fóru krapmadrættir um andlit vesturs og hann afmynd- aðis taf bræði. Átökum þessum fylgdi mikill orðaflaumur og ’gátu málfróðir menn getið séæ til, að þessi fyrverandi heims- meistari ætti eitthvað vantalað við keppnisstjórann. Meðara beðið var eftir honum hélí spilið áfram og lauk því svo„ að suður varð þrjá niðnr. Hafði vestur þá róast það mikið, að han dró kæru sína til baka. f lokaða salnum voru einnig spilaðir tveir tíglar, en þeir urðu aðeins einn niður, svo Frakkar græddu 3 stig á spil- inu. Þar sátu n-s, Pariente og Svarc, en a-v, Stefán og Eggert, Hún var tekin einn úrkomudaginn í fyrra mánuði myndin þessi á mótum Laugavegs og Kauðarárstígs. Snáðinn á mynd- inni bíður með spenningi eftir að sjá begar,fer að fossa niður um niðurfallið, sem stíflast hefur. Úrkoman varð mest hér í apríl, 9,6 mk. á einni klst, cins og getið var í fregn í gær — og er þ»ð í námunda við það, sem mest verður hér. Danskur haffræð- ingur heiðraður. Danskur haffræðingur, dr. Anton Frederick Bruun vlð Hafnarháskóla, hefir verið lieiðraður í Bandaríkjunum fyrir haffræðirannsóknir sínar, Dr. Bruun er af mörgum álit- inn manna lærðastur um sjáv- arlífið í djúpi úthafanna, era hann hefir einnig getið sér orð sem forstöðumaður haffræði- leiðang^a, svo sem leiðangurs* ins til hafanna út af Vestur- Afríku 1945—1946. Hann var 1 og forstöðumaður Galathea- leiðangursins, sem farinn var , til hafdýpisrannsókna kringurra jörðina 1950—1952. Það er bandaríska vísinda stofnunin ,,The National Aca- demy of Sciences“, sem heiðraði dr. Bruun með því að sæma hann heiðurspeningi sínum, Agassiz-medalíunni. ★ Á Ítalíu á að birta skýrslíl með nöfnum allra þeirra, sem hafa árstekjur, cr neiua 5 millj. líra eða þar yfir, ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.