Vísir - 06.05.1960, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar háifu.
Sími 1-1G-60.
Munið, að beir sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá hlaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Listmunabúð neðan sjáv-
armáls.
Vithjálmur frá SkáStoSíi selur þar
málverk, fugla, kvæði og bðóm.
Sumir segja að skáldin séu
öll uppi í skýjunum og eigi því
ftæplega samleið með venjulegu
fólki. Þó kemur það fyrir, að
skáld fáist við veraldlega hluti
bvo sem höndlun, og nú hefir
eitt skáldið sett á fót verzlun,
en auðvitað öðruvísi en aðrir
menn. Það er Vilhjálmur frá
Skáholti, sem opnað hefir list-
munabúð í kjallara, sem er fyr-
ir neðan sjávarmál.
í kjallara bakhússins í Aðal-
Istræti 9 hefir Vilhjálmur á boð-
stólum málverk eftir ýmsa af
kunnustu málurum, ústoppaða
tfugla og krókódíla og fleiri
kykvendi, blóm svo mörg, að
yér kunnum ekki að nefna, svo
og kvæðabækur eftir sjálfan
sig og fleiri skáld. Kaupmaður-
ínn þarna í iðrum jarðar er hinn
hressilegasti og kumpánlegasti
heim að sækja, og því hlýtur
að vera girnilegt til fróðleiks
að líta inn í kjallarann til hans.
Vilhjálmur frá Skáholti —
skáld ofanjarðar — kaupmaður
neðan sjávarmáls.
Hóf í Lídó ætiað nýút-
skrifuðum nemum.
Frá aðalfundi Memendasambands Kvennaskðlans.
Nemendasamband Kvenna-
skólans í Reykjavík ákvað á að-
ialfundi, sem haldinn var ný-
tega, að efna til hófs fyrir nem-
endur skólans, sem útskrifuð-
ust hverju sinni, og verður
íyrsta hófið haldið í veitinga-
húsinu Lídó miðvikudaginn 25.
maí n. k.
Gefst þá hinum ýmsu árgöng-
um Kvennaskólanema ákjósan-
legt tækifæri til að hittast, rifja
upp gamlar endurminningar og
minnast skólans síns.
Aðalfundur nemendasam-
Krían
komin.
Etdur í útgerðar-
vcrum.
Frá fréttaritara Vísis.
Akranesi í morgun.
Enn eru 10 bátar með net en
aðeins einn landaði hér í gær
fiiitim tonnum af tveggpa nátta
fiski. Það er orðið trekt um
fisk og búast má við að þeir
hætti flestir næstu daga.
M,b. Ásbjörn hefur verið á
reknetum siðustu daga. Hann
hefur ekkert fengið, -landaði
hér fimm tunnum af lélegri
síld. Mest er af síld við Jökul,
en þar er ekki hægt að láta
reka vegna þorskanetatrossa.
Talsvert lóðaði á síld alveg upp
við land undir Krísuvíkúr-
bjargi. Komst báturinn ekki
svo grunt með netán. Nokkuð
fannst af síld á öðrum slóðum
en þar stóð hún svo djúpt að
ekki var hægt að ná til hennar.
Trillurnar hafa aflað lítið
undanfarið. Ein og ein hefur
sett í fisk en þegar á heildina
er litið er lítill afli og fiskurinn
smár.
★ ísrael hélt upp á 1. maí s.l.
til að minnast 12 ára sjálf-
stæðis.
bandsins var haldinn í Tjarnar-
café 28. marz, og var fundar-
sókn mjög góð. Venjuleg aðal-
fundarstörf fóru fram auk
þess, sem óður getur, og voru
kosnar í stjórn frú Ásta Björns-
dóttir formaður, frú Regína
Birkis varaformaður, frk. Guð-
rún Þorvaldsdóttir gjaldkeri,
frú Margrét Sveinsdóttir ritari,
og frk. Sigríður Rögnvaldsdótt-
ir meðstjórnandi. Formaður
skemtminefndar til undirbún-
ings hófinu í Lídó var kosin frú
Sigrún Sigurðardóttir.
í kvöld.
r
i
i
i
J
i
i
i
I
í
I morgun kl. 6, þegar
brunaverðir komu á vakt á
slökkvistöðinni, sáu þeir
fimm kríur gargandi ytfir
tjörninni.
Þetta eru fyrstu kríurnar,
sem fregnir hafa borizt af að
hafi komið hingað í ár, en
það megum við borgarbúar
ævinlega teija öruggt vor-
merki, þegar hún fer að
garga í kring um hóimann.
Venjulega kemur hún hing-
að í kring um 14. maí, og
leggur þá undir sig hólm-
ann og tjörnina, en nokkrum
dögum áður koma hingað
fyrstu forverðir kríuskarans,
eins og til að athuga hvort
allt sé í lagi með gamla stað-
inn. Síð’an hverfa þessar fáu
njósnarkríur oftast * nokkra
daga, fara líklega á móts við
hópinn og tilkynna að allt sé
í lagi.
Vonandi gerir rannsókn-
arleiðangurinn sig ánægðan
með skilyrðin í ár eins og
endranær, og megum við þá
húast við að vakna einhvem
morguninn á næstunni við
mýtt hljóð í miðbænuin.
í kvöld frumsýnir Þjóðleik-
húsið síðasta leikrits-verkefni
sitt á þessu leikári — „Ástir og
stjómmál“ eftir hið vinsæla
enska leikritaskáld Terence
Rattigan, sem orðinn er vel
I kumutr reykvtsum leikhúsgest-
um, leikrit hans hafa verið sýnd
hér í 3 leikhúsum. — Myndin
er af aðaiæfingu: Rúrik Har-
aldsson, Inga Þórðardóttir, Jó-
hann Pálsson. — Leikstjóri er
Benedikt Árnason.
Frá Alþingi:
Vinningar símahappdrættis undati-
þepir opinberum gjöidum.
Ríkisstjómin hefur með frum-
varpi lagt til að vinningar í
símahappdrœtti Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra verði und-
anþegnir öllum opinberum
gjöldxim, nema eignaskatti,
Fjármlaráðh. Gunnar Thor-
oddsen mælti fyrir frumvarpinu
við 1. umræðu þess í gær í Efri
deiid: Gerði hann grein fyrir
þörf þess að málið næði fram
að ganga, kvað lömunarveikina
einn válegasta sjúkdóm, sem
mannkynið er að berjast við.
Fá ráð væru til að lækna veik-
ina eða fyrirhyggja hana. Þó
væri komin til sögunnar bólu-
setning og ýmiss ráð til þjálf-
unar hinna lömuðu.
Styrktarfélag' lamaðra og fatl-
aðra hefur komið sér upp lækn-
ingastöð, með frábærum dugn-
aði, fórnfýsi og framtakssemi
félagsmanna. Rekstur hennar er
kostnaðarsamur, og hafa ýmsar
leiðir til fjáröflunar verið farn-
ar. Ein þeirra er sú, að koma
á símahappdrætti. Félagið ósk-
aði eftir því að vinningarnir
yrðu undanþegnir flestum opin-
berum gjöldum og' þykir rétt
að verða við þeirri ósk, þar eð
það kynni að styðja að árangri
af happdrættinu. Ég vil eindreg-
ið hvetja háttvirta þingmenn til
að leggja málinu lið, sagði ráð-
herrann að lokum.
Frumvarpið var samþykkt til
2. umræðu og nefndar með öll-
um greiddum atkvæðum.
Þingmenn Ne'ðri deildar
ræddu í gær frumv. um inn-
flutnings- og gjaldeyrismál.
Jóhann Hafstein rakti áfanga
í sögu haftanna. Hann sýndi
fram á hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur alla sína tíð
reynt að drgaa úr þeim eftir að
þau komu til sögunnar, en átt
erfitt uppdráttar í þessari við-
leitni vegna þess, að hann var
ætíð í samstjórnum með öðrum
flokkum, og var, þar til núver-
andi ríkisstjórn var mynduð,
eini flokkurinn sem vildi hafta-
stefnuna feiga og viðskiptahöft-
in lögð niður á íslandi.
Frumvarp um Verzl-
unarbanka isl. h. f.
Lagt fram á Alþingi í gær.
Samið að ósk Verzlunarsparisjóðsins.
í gœr var lagt fram á Alþingi
frumvarp að lögum um Verzl-
unarbanka íslands h.f.
í greinum þess segir meðal
annars:
1. gr. — Heimilt að er stofna
hlutafélag, sem heiti Verzlunar-
banki íslands h.f. Hlutverk fé-
lagsins skal vera að starfrækja
banka, er hafi það sérstaklega
að markmiði, að styðja verxlun
landsmanna.
Úr 2. grein: Hlutafé félagsins
skal nema eigi minna en 10
millj. kr. Verzlunarráð íslands
og Félag ísl. stórkaupmanna
skulu safna innan sinna vé-
banda og leggja fram sem hluta-
fé 5 millj. kr. og Kaupmanna-
samtök íslands skulu safna inn-
an sinna vébanda og leggja
fram með sama hætti 5 millj.
kr. sem hlutafé, en ábyrgðar-
menn Verzlunarsparisjóðsins
skulu hafa forgangsrétt til þess
að skrifa sig fyrir hlutum í fé-
lnginu að tiltölu við núverandi
hlut þeirra í heildarábyrgðarfé
Verzlunarsparisjóðsins.
4. gr. — Verzlunarbanki ís-
lands h.f. skal taka við öllum
eignum, skuldum og ábyrgðum
Verzlunarsparisjóðsins og starf-
SQmi hans og koma að öllu leyti
í hans stað, enda samþykki
meiri hluti ábyrgðarmanna
Verzlunarsparisjóðsins eignayf-
irfærsluna.
8. gr. — Arð af hlutafé má
því aðeins greiða, að innborgað
hlutafé, ásamt varasjóði, nemi
samtals 5% af samanlögðu inn-
lánsfé í bankanum, bæði í
hlaupareikningi og sparisjóði.
Þegar því marki er náð skal eigi
heimilt að greiða hærri arð en
sem nemur almennum innláns-
vöxtum af sparifé, unz innborg-
að hlutafé ásamt varasjóði nem-
ur 10% af innlánsfénu.
í öðrum greinum frumvarps-
ins segir m. a.: að heimili og'
varnarþing bankans skuli vera
í Reykjavík og honum heimilt
að hafa útibú. Stofnfundur skal
setja reglugerð um starfsemi
bankans, og skulu þær vera háð-
ar samþykki viðskiptamálaráð-
herra.
Níunda greinin fjallar um
Framh. á 2. síðu.
Lokunarlími
sölubúia.
Lokunartimi sölubúða breyt-
ist nú um helgina. Búðum verð-
ur lokað kl. 12 á hádegi á laug-
ardögum, en á föstudögum er
opið til klukkan 7 eftir hádegi.