Vísir - 06.05.1960, Blaðsíða 10
10
V f S I R
Föstudaginn 6. maí 196&
.»&, &*Ut,
I
MILLI
TVEGGJA
★ ÁsfARSAGA
ELDA
42.
vegar virtist hann svo niðursokkinn í það sem hann var að gera,
að það var illa gert að trufla hann.
Hann sneri blaðinu við og virtist láta sem hann vissi ekki
betur en að hún væri farin út.
Hún missti móðinn og sneri út að dyrum. En tilhugsunin
nm hina óþægilegu fregn lagðist þungt á hana og hún reyndi að
manna sig, sneri við og ræskti sig.
— Dr. Lanyon, stundi hún upp.
— M-mm? Hann leit ekki upp.
— Ég fékk bréf frá Enid — stjúpu minni — í gær. Um Clarissu.
Nú leit hann upp. — Einmitt það? sagði hann kuldalega, eins
og honum finndist óviðeigandi að nefna þetta nafn þegar hann
var að vinna.
— Þú verður að afsaka, en ég hef lítinn áhuga fyrir því.
— En ég held . . . að þér standi ekki á sama um það. Hún
ætlar að koma hingað í heimsókn. Það er ekki mér að kenna, —
flýtti hún sér að bæta við, er hún sá hvernig svipurinn á honum
harðnaði. — Ég hef engin afskipti haft af þessu. En vitanlega
hlakka ég til að sjá þær. En — kannske Clarissa geti. . . . Röddin
hljóðnaði. Svo sagði hún angurvær: — Mér fannst betra aö
segja þér þetta, svo að það kæmi ekki flatt upp á þig.
Nú varð stutt þögn. Svo sagði hann erfiðlega: — Þökk fyrir.
Nú sneri hún aftur frá honum og ætlaði út, en nam staðar
þegar hann sagði:
— Bíddu svolítið. Þú sagðir að stjúpa þín og Clarissa ætluðu
að koma. Áttu við — þær tvær einar?
— Já.
— Ekki maður Clarissu?
— Nei.
— Hvers vegna ekki? '
Madeline hugleiddi það sem hún vissi. Ekki bar henni að fara
. með slúður um það, sem Clarissu kom við. En hinsvegar vissi
hún að Clarissa mundi ekki fara dult með þetta þegar hún kæmi,
því að hún var þannig gerð.
— Ég veit eiginlega ekki mikið um þetta, sagði hún. — En
Enid skrifaði mér að sambúðin þeirra væri orðin erfið.
— Áttu við að hún sé farin frá honum?
— Nei — ekki fyrir fullt og allt, held ég sagði Madeline, og
vildi sem minnst gera úr því, sem kannske gæti lagast aftur. {
— Er hægt að hlaupa frá manninum sínum um stundarsakir?
. spurði dr. Lanyon storkandi og gerði sér auðsjáanlega ekki
grein fyrir að Madeline var að reyna að vera nærgætin.
— Já, því ekki það? svaraði hún. — Það eru mörg hverflynd
hjón, sem skilja um tíma og taka svo saman aftur og allt fer vel.
— Atlantshafið er nokkuð breiður skurður að hoppa yfir,*
svaraði hann þurrlega. — Jæja — hann horfði á skjölin, sem lágu
kyrfilega röðuð á borðinu. — Þakka þér fyrir þetta þarna.
Þetta var greinileg kveðja, og Madeline fór. Hún var ekki
sérlega ánægð með hvernig hann hafði tekið í málið, en gat
hinsvegar ekki sagt, hvernig hann heíði átt að gera það öðru-
vísi.
Nú var það eiginlega ekki margt, sem hún gæti gert áöur en
þær kæmu, nema kannske það, að segja Morton fréttina og biðja
hann um að hjálpa sér.
En Morton virtist hvorki velviljaður né hjálpfús. Ilann rak
upp tröllahlátur og sagði, að nú mundi „Clarissa ætla að velgja
. dr. Lanyon aftur“, og taldi erfiðleika á öllu.
— Láttu ekki eins og bjáni, sagði Madeline gröm. — Þetta er
ekkert fyndið. Þú talar eins og Clarissa væri frjáls og óbundin.
En hún er gift Gerald ennþá, eins og þú veist, og þó einhver
snurða hafi hlaupið á, ætti að vera hægt að laga það.
— Ekki ef Clarissa hefur sannfærst um að dr. Lanyon sé
eftirsóknarverðari. Og það gerir hún auðvitað um leið og hún
sér hann í sínu rétta umhverfi, með allar hvítklæddu hjúkrunar-
konurnar brennandi reykelsi á altari hans.
— Við brennum ekki reykelsi, sagði Madeline reið, — 'ekki
á neins altari. Og þó við gerðum það fengi Clarissa aldrei
tækifæri til að sjá það. Henni verður ekki hleypt inn í spítal-
a.nn.
— Jæja, ekki það? Morton hallaði sér aftur, hressilegur og
ánægður, og brosti til hennar. — Það þarf meira en spítala-
reglur til að loka Clarissu úti. Hún getur skotið upp kollinum
eins og filmdís, á hvaða dramatíska augnablikinu sem vera
skal — í stað hjúkrunarkonunnar í skuröstofunni, og rétt fræga
lækninum hnífinn eða hvað það nú er, sem þeir láta rétta sér,
og pírt á hann yfir grímuna um leið.
Madeline hló uppgerðarhlátur. — Það verður ekki við þig átt,
Morton. Ég hélt að þú mundir hjálpa mér, en í staðinn hendir
þú gaman að þessu.
— Góða mín, hvernig ætti ég að hjálpa þér? sagði Morton.
— Þó að þú teljir nauðsynlegt að hafa gát á Lanyon, þá er ég
á annari skoðun um það. Eg mundi halda því fram að hann sé
einfær um að gæta sín.
— Ekki gat hann það seinast, sagði Madeline og andvarpaði.
— Jæja, hann hefur kannske lært af reynslunni, svaraði Mort-
on kærulaus. — Hafi hann ekki vit á að forðast klærnar á Clar-
issu núna á hann ekki betra skilið.
— En þú hefur ekki hugsað þér að stappa í hana stálinu?
sagði Madeline biðjandi. Hún var hrædd við gáskann í Morton.
— Hver veit, svaraði hann og brosti.
— Þetta máttu ekki, Morton. Þú ert fahtur, sagði Madeline
reið.
— Harður eins og steinn, sagði hann í sama tón. — Og hef
gaman af óförum annara. Hefurðu ekki séð það fyrr en nú, elsk-
an mín?
Hún varð hljóð og fannst kuldanístingur leika um hjartað
í sér. Vitanlega var þetta sagt í gamni. Hann hafði ætlast til
að hún færi að hlægja að því. En Madeline var í vafa um hvort
hægt væri að segja hættulegan sannleika í spaugi.
Nú hallaði Morton sér fram í stólnum og tók um hendina á
henni. — Heyrðu, elskan mín, ef þú vilt hrekja á burt þennan
áhyggjusvip, skal ég gera allt sem þú villt, sagði hann blíður.
— Ég skal fara með Clarissu um alla heima og geima; þó ég
þori ekki að ábyrgjast að hún lendi ekki í ævintýrum, skal ég
reyna að láta hana hafa hugann við annað. Var það ekki það,
sem þú vildir að ég gerði?
Madeline kinkaði kolli og horfði í augun á honum.
— Og hvað ætlar þú að gera fyrir mig í staðinn? sagði hann
svo.
Hún svaraði ekki með orðum, heldur hallaði sér fram og nú
mættust varir þeirra í einum af þessum löngu, heitu kossum,
sem jafnan komu Madeline til að hugleiða hversvegna hún væri
að skipta sér af ástarlífi annara, þegar hún átti meira en nóg
með að hugsa um sitt eigið.
Næstu vikurnar tvær liðu fljótt og nú fór tilhlökkunin að
vinna bug á kvíðanum út af Clarissu. Tilhugsunin um að hafa
fjölskyldu sína nærri sér varð aðalatriðið, og henni gat ekki
annað en að áhyggjur hennar út af dr. Lanyon hefðu verið
öfgafullar. Þetta varð henni enn ljósara er hún sá hann dag
eftir dag í skurðstofunni, og að þeir erfiðleikar virtust ekki
vera til, sem hann gat ekkí ráðið fram úr.
KVÖLDVÖKUNNI
HiliiUfiíHiMliíHMiUMilíilHl
w
R. Burroughs
WSICU,* PIÉKKE
PLEAP’E 7, X IÍNOW WE SMOULV
KEPOKT TOTME AUTMOKITIES,
BUT TWE MOSPITAL ISSOCLOSE
TAKZAN -
3250
íí Herra minn sagði Pierre,
J ég veit að við ættum fyrst
ö að fara til yfirvaldanna en
1 sjúkrahúsið er svo nálægt og
’I WISM.TO TELL NUESE /WAKIE, MY ■
PIAKICEE^TWAT I AIASAFELV AKPIVEK4’.
TAKZAN NOPPEPt WILL WAIT.//
mig langar svo mikið að láta
unnustu mína, Marie vita að
ég er kominn heilu og
höldnu. Tarzan kinkaði kolli
Lítill, grannvaxinn maður
með úfið yfirskegg kom inn í
krá, sem var þéttskipuð mönn-
um. Hann gekk að afgreiðslu-
borðinu og mælti hárri röddu:
„Þegar Frederik drekkur,
drekka allir.“
Á augabragði þyrptust menn
umhverfis litlá manninn og
klöppuðu á axlir hans og hældu
honum.
Kráareigandinn var önnum
kafinn við að fylla glösin hjá
öllum, bæði körlum og konum
sem þarna voru. Þegar Frede-
rik hafði tæmt glasið, brá hann
hendinni niður í vasann með
yfirlætislegum svip, tók upp
fimm krónur og sagði:
„Þegar Frederik borgar,
boi-ga allir.“ Að svo mæltu
gekk hann út úr kránni.
•¥•
Eg ætlaði að hringja til móð-
ur minnar á mæðradaginn, en
fékk vitlaust númer. Það var
j ung dama, sem svaraði í símann
— Þér verðið að fyrirgefa, sagði
jeg. — En mér leyfist ef til vill
að bjóða yður gleðilegan mæðra
dag.
J — Almáttugur, sagði stúlkan
og saup hveljur. — Það er ein-
j mitt það, sem ég óttast. Svo
sleit hún sambandinu.
f ★
Þegar hundurinn okkar fékk
hálsbólgu skrifaði dýralæknir-
inn lyfseðil upp á einhverjar
pillur, sem gefa átti hundinum.
En hvernig var hægt að koma
pillum ofan í stóran og sterkan
hund? í bókinni „Um meðferð
hunda“ er því lýst á þessa leið:
Opna skal munn hundsins, láta
pillurnar aftast á tunguna, loka
munni hans og halda fast um
trýnið á meðan hann er að renna
þeim niður. En þessa bók hafði
Fox okkar ekki lesið. Hann var
J rólegur á meðan ég opnaði
munninn á honum og lagði töfl-
urnar á tunguna. Þá greip eg
fast um trýnið á honum og beið
þess að hann renndi þeim niður.
Hann kingdi, og eg sleppti tak-
inu á trýninu. Fox horfði vin-
gjarnlega á mig, og spýtti töfl-
junum á gólfið. Þetta endurtók
sig fjórum sinnum.
j Að lokum var eg orðinn svo
reiður, að eg grýtti pillunum
út í horn á stofunni. Fox stökk
léttilega þangað er þær lágu,
tíndi þær upp og át þær allar
með beztu lyst.
1 *
Finski hljómsveitarstjórinn
Boris Sirpo kom fyrir skömmu
til Bandaríkjanna, ásamt komu
sinni. Nótt eina urðu þau að
gista í húsi nokkru sem sagt
var að reirnt væri í. Um miðja
nótt vöknuðu hjónin við óynd-
isleg hljóð. Frú Serpo bað
mann sinn að fara á fætur og
rannsaka málið.
— Nef, vina mín, sagði hann.
— Það er réttara að þú farir.
Þú talar ensku betur en eg.
Dltr. by^ Unlted Fcature Syndleatc, Ine.
og sagði, Ég ætla að bíða.
Þegar Pierre var horfinn, lit-
aðist apamaðurinn um allí
taugaspenntur því hann fann
það á sér að honum voru
gefnar gætur af einhverjum
sem hann gat ekki komið
auga á í svipinn.
Búsnæði óskast
Ung barnlaus hjón óska
eftir tveggja til þriggja
herbergja íbúð. Upplýsing-
ar í síma 35234 eftir kl. 7
og næstu kvöld.