Vísir


Vísir - 11.05.1960, Qupperneq 3

Vísir - 11.05.1960, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 11. maí 1960 V í S I R HÁKON BJARNASON, skógræktarstjóri: og framtíöarnytjar lands. Grein sú, sem fer hér á eftir, er tekin úr árs- riti Skógræktarfélags ís- lands árið 1959 og er hún birt hér með heim- ild höfundar, Hákonar Bjarnasonar, skógrækt- arstióra. Hér fara á eftir nokkrar hug- leiðingar um framtíðarnytjar1 landsins. íslendingum f jölgar j nú svo ört, að það væri ekki j að ófyrdrsynju að athugað væri, hvernig vaxandi fólksfjöldi geti lifað heilbi'igðu lífi í landinu á næstu áratugum. Þess er eng- inn kostur, að gera slíku máli skil í stuttri grein, og hér mun ekki rakinn nema einn þáttur þessa máls. Hann er sá hverndg unnt sé að nýta sjálft landið, jarðveg þess og gróður á skyn- saman og heilbrigðan hátt. Þegar íslendingar fá stjórnar- arskrá fyrir 85 árum er tala landsmanna um 70.000. Er þeir verða fullvalda ríki árið 1918, eru þeir ekki orðnir nema um 93.000. Fjölgunin aðeins 23.000 manns á 44 árum. Árið 1944, þegar lýðveldi er stofnað er íbúatala landsins um 126.000. Fjölgunin nemur því 33.000 á 26 árum. . Á fyrrd hluta næsta árs mun tala íslendinga fara yfir 175.000 og þá hefur mannfjölg- unin orðið tæp 50.000 á þeim 16 árum, sem liðin verða frá stofnun lýðveldisins. Ef slíkri fjölgun heldur á- fram um nokkur ár, eins og verið hefur undanfarið, mun tala landsmanna verða um 210.000 árið 1970 og um 255.000 árið 1980. Um næstu aldamót geta íslendingar ver- ið orðndr 375.000. Slík fólksfjölgun er því að- eins möguleg, að landið og sjór- inn geti alið önn fyrir þeim, sem búa í landinu, svo að við- hlítandi sé. Að öðrum kosti munu sumir ibúanna flvtia úr landi. alveg eins varð á árun- um 1870—1890 og jafnvel leng- ur. Milli 1880 og 1890 er útflutn- Sngur svo mikill, að bjóðinni fækkar um 1.500 manns. En 1870—1890 fara alls um 9.600 manns úr landi. Atvinnuvegir íslendinga eru fábreyttir og á margan hátt frumstæðir enn sem komið er. Á ýmsum sviðum hafa orðið miklar framfarir, einkum hin síðari ár, og á næstu árum munu framfarir á ýmsum svið- um verða enn hraðstígari en hingað til, ef íslendingar bera gæfu til að nýta hinar miklu tæknilegu framfarir, er nú koma sem óðast fram. En auk hinna gömlu atvinnuvega, þyrfti að taka upp nýja, svo að atvinnulíf þjóðarinnar yrði fjölþættara en. nú er. Fólksfjölgun og atvinna. Fólksfjölgun undanfarinna ára hefur aðallega fengið lífs- uppeldi af iðnaði þedm, sem risið hefur á legg, einkum eft- ir 1930. Þeim hefir fjölg- að nokkuð, er stunda þjónustu- störf og annast samgöngur. Fiskimönnum hefur fækkað lít- ið eitt, en engu að síður hefur aflamagn aukist, og fiskiðnað- ur veitdr nú fleirum atvinnu en nokkurn tíma fyrr. Framleiðsla á kjöti og mjólk hefur vaxið ört á undanförn- um árum, en búaliði hefur fækkað stórkostlega. Arnór Sigurjónsson hefur gert stutt yfirlit um þetta, en hann er allra manna fróðastur í hagfræði á sviði íslenzkra búnaðarmála. Hér fer á eftir innhald bréfs hans til mín um þessi mál. B. í. fyrir Skipulagsnefnd at- vinnumála 1934, en tölur um mjólkurframleiðsluna lækkaðar af undirdtuðum eftir athugun á meðalnyt kúa frá því nautgripa félögin hófu starf sitt.“ Af töflu Arnórs er ljóst, að tala bænda hefur staðið í ,stað um langt skeið. Hins vegar hef- ur öðrum, sem lifa af búskap, fækkað um rúman þriðjung síð- an 1920. Fækkunin er þó lang- mest eftir 1940, en á sama tíma eykst framleiðslan meir en nokkru sinni áður. Á þessu tímabili fækkar búa- liði um 30%. Jafnframt vex mjólkurmagn um 42%, kjöt- magn um 33% og uppskera garðávaxta um 25%. Þetta staf-| ar fyrst og fremst af mikilli fjárfestingu í sambandi við ræktun landsins, sem leiðir af sér aukna vélanotkun, meiri notkun áburðar og fleira. Af þessum tölum má draga ýmsan lærdóm. Meðal annars, að tiltölulega fámennt búalið getur séð þjóð sinni fyrir nægrd mjólk og nógu kjötd. Og með aukinni ræktun, betri hagnýt- ingu á vélakosti og meiri þekk- ingu ætti enn að vera unnt að auka framleiðsluna án þess að auka vinnuaflið í sama hlut- falli við tölu landsmanna, ýmis- legt bendir meira að segja til að þetta hlutfall fari minnk- andi frá því sem nú er. Ef haldið er áfram að fjölga býlum á landinu með nýbýla-; stofnun og skiptingu jarða, eins og gert hefur verið um skeið, verið trú ýmsra, að unnt væri að selja íslenzkar landbúnaðar- afúrðir á erlendum markaði. Slíkt hefúr borið fremur lítinn árangur hingað til. Ástæðan er ofur einföld. Þar er unnt að afla mjólkur og kjöts á ódýrari hátt en hér. Engum mun nú lengur koma til hugar að flytja út mjólkurafurðir frá íslandi, en ýmsir halda þvi enn fram, að Islenzkt dilkakjöt geti orðið út- flutningsvara. Ekki virðast samt miklar lík- til að slíkur útflutningur geti átt ,sér stað, þegar litið er á þetta mál frá náttúrufræðilegu sjónarmiði. Gróður sá, sem vex á islenzk- um beitilöndum, vex seint og hægt í samanburði við fóður- jurtir, er vaxa í suðlægari lönd- um. Hér vaxa mikið færri fóð- ureiningar á hverjum hektara lands en sunnar á hnettinum, bæði sakir skorts á sumarhita og einnig af því, hve íslenzkur gróður er norrænn og fátækur að tegundum. Hér við bætist svo, að íslenzk ir afréttir og beitdlönd eru tak- markaðri en menn hafa yfir-1 leit haldið, og þau eru afar mis-; jöfn að gæðum. Sauðkindin get-! ur t.d. ekki nýtt grastegundir' eins vel og nautpeningur, og þvi eru stórir flákar mýrlendis og graslendis oft lítið snertdr með- an blómgresisbrekkur eru rót- nagaðar. Beitarþol íslenzkra jurta er oft mjög lítið, og sauð- fé gengur miklu nær öllum gróðri, sem það á annað borð ^ étur, en annar beitarpeningur! að geitum undanskildum. ! Beitartími er styttri á íslandi, en sunnar á hnettinum, og því þarf að ætla hverri skepnu, töluvert vetrarfóður, ef lág á að vera á fjáfræktinnd. Gróðurlendd landsdns, sem notað er til beitar, nýtist ekki vel með einhæfri beit, og ef ein- hver vildi hafa fyrir því að reikna út, hve mikið kjötmagn og mjólkurmagn kæmi af ó- ræktuðu landi, ef búsmala lands ins væri skipt jafnt niður á þá 15—16 þúsund ferkílómetra lands, sæist bezt, hve beitiland- gefur lítið af sér í bednum arði á hvern hektara lands. Fram- leiðsla á landbúnaðarafurðum með þvi að stunda beit á órækt- uðum löndum er hvergi mögu- leg að nokkru ráði nema í víð- áttumiklum og lítt numdum löndum. Af þeim ástæðum, sem hér hafa verið taldar, ,svo og nokkrum öðrum, sem 'of langt væri upp að telja, eru litlar sem engar líkur til þess, að Is- lendingar geti haft atvinnu af sauðfjárrækt, er miðist við að selja afurðir úr landi, og af þessu leiðir svo, að þess er ekki að vænta, að fjárræktin geti veitt vaxandi þjóðfélagi at- vinnu í þessu skyni. Vaxandi þjóðfélag þarf auð- vitað æ meiri og meiri mat, en að öllum líkindum mundi okkur henta betur að auka rækt un holdnauta til þess að sjá fyrir kjötþörf þjóðarinnar en að auka við fjárstofninn. Naut- gripir nýta graslendi vel og fara ekkd illa með lönd, og þar sem-ræktun graslendis er orðin ódýr í samanburði við það, sem áður var, virðist sjálfsagt að flytja inn holdnaut á ný og rækta þau hér. Fjölþættari jarðrækt. Af því, hve framleiðsluaukn- ing landbúnaðins hefur verið mikil samfara því að búaliði fækkar, getur aðeins tdltölulega lítill hluti af fólksfjölguninni haft lífsuppeldi af landbúnaði. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki væri unnt að aðrar greinir jarðræktar gætu búið fólki lífsskylyrði í sveitum landsins. Hér kemur þrennt tdl greina, aukin garðrækt, kornrækt og skógrækt. Ef garðyrkja væri rekin af dugnaði og þekkingu mundi án efa vera unnt fyrir fleiri en nú Framh. á 9. síðu. 1920 1930 1940 1950 1958 Alls lifa á landbúnaði 40.060 39.003 37.123 28.692 26.200 Bændur 6.364 6.438 6.738 5.997 6.249 Mjólkurframleiðsla millj. kg. .. 33,8 43,4 . 57,2 73,4 98,5 Kjötframleiðsla allt þús. tonn . . 7,0 8,6 10,2 9,1 15,2 Kartöflur og rófur þús. tonn . . Aðrar garðjurtir og gróðurhúsa- 4,4 4,9 7,5 9,4 10,0 afurðir millj. kr 0,0 0,2 1,3 6,9 12,5 Ekki er unnt að ábyrgjast full komlega, að tölur þessar séu í samræmi hver við aðra. Þann- ig. að gert er ráð fyrir, að tala þeirra er Jifa á landbúnaði hafi lækkað síðan 1950 nokkurnve^- in jafnmikið og tala þeirra er búa í sveitum. Tala bænda 1920 1930, 1940 og 1950 er eftir manntölum þau ár, en 1958 (1957) eftir búnaðarskýrslum. Tölur um mjólkur- og kjötfram- leiðslu 1920 og 1930 geta ekki verið nákvæmar, áætlaðar af leiðir slíkt aðeins til þess, að skipta þarf heildartekjum land- búnaðarins milli fleiri manna, og því hljóta að vera einhver takmörk sett, hve langt megi ganga í þá átt. Hér ætti því að koma til álita. hvort ekki væri hentara að stækka gcð og göm- ul býli, í stað þess að parta þau d sundur, edns og víða hefur átt sér stað. Trú en ekki raun. Um nokkurt skeið hefur það Á myndinni sjást hæstu tré á íslandi, en þau eru austur á Hallormsstað og eru 11—12 metra há. Þau voru upphaflega gróðursett til að mynda skjólbelti, og sýna okkur ljóslega að nytjaskógur dafnar með ágætum hjá okkur ef rétt er að farið.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.