Vísir - 31.05.1960, Síða 3
3
í»riðjuclaginn 31. maí 1960
V í S I B
j> ■ I.
Með gerðardómssamningi,
dags. 19. febrúar 1960, undir-
rituðum af Ólafi Þorgrímssyni
hæstaréttarlögmanni f.h. Kaup-
félagsins Þórs á Hellu í Rang-
árvallahreppi og Sigtryggi
Klemenzsyni ráðuneytisstjóra
og Sigurði Jóhannssyni vega-
málastjóra f.h. ríkissjóðs, var
ákveðið, að gerðardómur, skip-
aður þremur af dómurum
Hæstaréttar, skyldi úrskurða,
„hvort ríkissjóður íslands
kunni að bera bótaskyldu gagn-
vart Kaupfélaginu „Þór“ á
Hellu í Rangárvallasýslu vegna
fyrirhugaðra breytinga á brú-
arstæðinu yfir Ytri-Rangá og
þá um leið þjóðveginum á þeim
slóðum.“ — Gerðardómurinn
skyldi bæði dæma um bóta-
skylduna og upphæð bóta, ef
til kæmi, og niðurstaða gerðar-
dómsihs verða fullnaðarúrlausn. |
Aðiljar nefndu síðan í gerðar- !
dóminn hæstaréttardómarana j
Þórð Eyjólfsson, Gizur Berg-
steinsson og Jónatan Hallvarðs
son.
Fyrir gerðardóminum hafa
flutt málið þeir Ólafur Þor- j
grímsson hæstaréttarlögmaður j
.f.h. sóknaraðilja, Kaupfélagsins
Þórs, og Einar Ásmundsson1
hæstaréttarlögmaður f.h. varn-.
araðilja, fjármálaráðherra f.h.
ríkisstjóðs.
Fyrirsvarsmenn aðilja hafa
safnað gögnum og lagt fram
greinargerðir um málið. Þá
hafa gerðardómendur og fyrir-
svarsmenn aðilja farið austur
að Hellu og kynnt sér stað-
hætti og húsakost Kaupfélags-
ins Þórs. Samkvæmt heimild íl
gerðardómssamningnum hafa
gerðardómendur kvatt Björn
Rögnvaldsson byggingameist-
ara sér til aðstoðar og leiðbein-
ingar um tæknileg atriði. Að
lokinni gagnasöfnun fór fram
munnlegur málflutningur fyrir
gerðardóminum. (Allar letur-
breytingar eru blaðsins.)
[ II.
Kaupfélagið Þór var stofnað
árið 1939. Valdi það sér stað
að Hellu í Rangárvallahreppi
og reisti þar verzlunarhús við
þjóðveginn skammt frá aust-
urenda brúarinnar á Ytri-
Rangá. Eftir að kaupfélagið hóf
starfsemi sína, myndaðist
smán: saman kauptún á Hellu,
og hefur íbúum farið þar fjölg-
andi. Auk venjulegrar verzlun-
ar, þar á meðal sölu á olíu og
benzíni, rekur kaupfélagið
brauðgerðarhús, frystihús, bif-'
reiðaviðgereðir, járnsmiðju,
trésmiðju og kvikmyndahús.
Árið 1947 fór Kaupfélagið
. Þór þess á leit við Skipulags-
nefnd ríkisins, að hún hlutaðist
til um, að kauptúnið að Hellu
yrði fljótlega skipulagt með til-
liti til áframhaldandi bygginga.
í Skipulagsnefnd ríkisins eiga
sæti vegamálastjóri, vitamála-
stjóri og húsameistari ríkisins.
Fer hún með stjórn skipulags-
mála undir yfirstjórn stjórnar-
ráðsins samkvæmt 14. gr. laga
um skipulag kauptúna og sjáv~
arþorpa nr. 55/1921, sbr. 4. gr.
laga nr. 64/1938. Skipulags-
stjóri ríkisins, sem skipaður er
af ríkisstjórninni, annast
framkvæmd skipulagsmála.
Hinn 19. janúar 1951 var
uppdráttur að skipulagi kaup-
túnsins að Hellu, dags. 8. s.m.,
lagður fyrir Skipulagsnefnd,
ríkisins. Voru þá á fundi vega-
málastjóri og vitanmálastjóri,
en húsaméistari ríkisins fjar-
verandi. Á fundi þessum var
rætt um brúarstæði á Ytri-
Rangá og legu þjóðvegarins
gegnum kauptúnið. Var það
álit nefndarinnar, að brúin yrði
breikkuð og höfð á sama stað
og hún er nú, en þjóðbrautin í
beinu framhaldi af brúnni upp
í gegnum kauptúnið, í stað þess
að beygja til hægri niður með
ánni, eins og vegurinn hefur
legið.
Hinn 30. janúar 1951 sendi
Skipulagsnefnd ríkisins odd-
sitt leyti, eins og hann lá fyrir.
Félagsmálaráðuneytið staðfesti
síðan skipulagsuppdráttinn
hinn 2. apríl 1954 samkvæmt
15. gr. laga nr. 55/1921.
Þegar eftir að skipulagsupp-
drátturinn hafði verið staðfest-
ur, ákvað Kaupfélagið Þór að
hefja byggingu verzlunarhúss-
ins. I aprílmánuði 1954 fór þá-
verandi skipulagsstjóri ríkisins
austur að Héllu ásamt arkitekt
kaupfélagsins til þess að velja
húsinu stað. Á hinum staðfesta
skipulagsuppdrætti var gert ráð
fyrir einu verzlunarhúsi mið-
svæðis í kauptúninu, en í sam-
'mæld tvö brúarstæði, annað
(brúarstæði I) um 60 metra
fyrir ofan gömlu brúna, en hitt
(brúarstæði II) um 500 metra
fyrir neðan hana. Hafi brúar-
stæðið II verið augljóslega
heppilegast af tæknilegum á-
stæðum fyrir Suðurlandsveg.
Varnarlið Bandaríkjanna og að-
ili á þess vegum hafi hins veg-
ar talið brúarstæði I hentara
fyrir hinn fyrirhugaða flugvöll,
með því að væntanlegan veg
að honum átti að leggja upp
með austurbakka Ytri-Rangár.
Af þessum ástæðum muni brúar
stæðið á Ytri-Rangá hafa verið
Gerðardó
í múlinu
| Kaupfélagið Þór á Hellu |
| ge&n |
| fjármálaráðherra f.h. ríkis- |
| sjóðs. |
...
vita Rangárvallahrepps skipu-
lagsuppdráttinn. Oddvitinn
hlutaðist til um, að uppdrátt-
urinn væri almenningi til sýn-
is tilskilinn tíma samkvæmt 12.
gr. laga nr. 55/1921. Komu þá
fram nokkrar athugasemdir
við . uppdráttinn, sem skipu-
lagsnefndin virðist ekki hafa
viljað taka til greina. Lá málið
svo niðri um hríð.
Árið 1953 brunnu verzluar-
hús Kaupfélagsins Þórs á
Hellu. Vegna væntanlegrar
endurbyggingar verzlunarhúss
varð nú aðkallandi að fá skipu-
lagsuppdráttinn staðfestan, svo
að unnt yrði að reisa húsið í
samræmi við skipulagið.
Vegamálastjórnin hafði sam-
ið frumvarp til laga um brúar-
gerðir, sem lagt var fyrir Al-
þingi 1953. Var þá á Alþingi
tekið upp í frumvarpið ákvæði
um endurbyggingu brúar yfir
Ytri-Rangá á Suðurlandsvegi,;
og varð það að lögum, sbr. lög
nr. 37 8. apríl 1954, 2,d,5. Á|
þessum tíma var fyrirhugað af
vegamálastjórninni, eins og nán
ar verður getið síðar, að nýja
brúin yrði sett um 60 metra
fyrir o.fan (norðan) gömlu
brúna. Hafði þegar í júní 1953
verið teiknuð brú með þessa
staðsetningu fyrir augum.
. Skipulagsnefndin tók nú
skipulagsmál Hellukauptúns
fyrir að nýju. Var skipulags-
uppdi’ættinum frá 8. janúar
1951 breytt til samræmis við
hina nýju fyrirætlun vega-
málastjórnarinnar um brúar-
stæðið. Eftir að hinn breytti
uppdráttur hafði legið frammi
í Rangárvallahreppi lögmæltan
tíma og engar athugasemdir
borizt, samþykkti hreppsnefnd
Rangárvallahrepps hann fyrir
ráði við skipulagsstjóra ríkis-
ins og hreppsnefnd var nú á-r
kveðið að staðsetja hið fyrir-
hugaða verzlunarhús um 170
metrum norðar, á þeim stað,
sem verzlunarhús kaupfélags-
ins hafði áður staðið. Hefur þá-
verandi skipulagsstjóri vottað,
að eðlilegast hafi þótt að velja
húsinu þennan stað, miðað við
brúarstæðið og þjóðbrautina.
Kaupfélagið hóf byggingar-
Þar sem Hellumálið
svonefnda hefur mjög
verið rætt i blöðum und-
anfarið, telur Vísir rétt
að birta hér í heild gerð-
ardóm hæstaréttardóm-
aranna í málinu, svo að
almenningi gefist kostur
á að kynnast öllum gangi
málsins.
framkvæmdir í maímánuði 1954
en smíði hússins var lokið fyrra
hluta árs 1955. Húsið er byggt
úr steinsteypu, tvær hæðir og
kjallari undir því hálfu. Grunn- j
flötur þess er 318,15 fermetrar,
en rúmmál 2463,92 rúmmetrar. I
Kveður kaupfélagið byggingar-
kostnað hafa numið kr 2 millj.
og 600 þúsund.
í greinargerðum núverandi
vegamálastjóra, sem lagðar hafa
verið fyrir gerðardóminn, er
frá því skýrt, að á árunum 1952
og 1953 hafi verið uppi ráða-
gerðir um flugvallargerð á
Rangársöndum á vegum varnar
liðs Bandaríkjanna og vega-
lagningu í því sambandi. Af
því tilefni hafi verið gerðar at-
huganir um endurbyggingu brú
arinnar á Ytri-Rangá. Voru þá|
markað inn á hinn staðfesta
skipulagsuppdrátt, svo sem þar
var gert. Hvað sem líði ráða-
gerðum Skipulagsnefndar rík-
isins á árunum 1950—1951 um
endurbyggingu og breikkun brú
arinnar, þá hafi engar mælingar
né áætlanir vei'ið gerðar um
brúargerðina fyrr en haustið
1952. Árið 1953 hafi verið unn-
ið fyrir aðilja á vegum varnar-
liðsins að teikningum og botn-
rannsóknum að brú á Ytri-
Rangá 60 metrum fyrir ofan
gömlu brúna (brúarstæði I),
en engar áætlanir eða rann-
sóknir gerðar á neðra brúar-
stæðinu (brúarstæði II). !
Þá kveður vegamálastjóri, að
á næstu árum eftir 1953 hafi
ekki verið unnið frekar að á-
ætlunum um nýja brú á Ytri-
Rangá, þar sem fyrirætlanir
varnarliðsins um flugvallar-
gerð á Rangársöndum hafi ver-
ið lagðar á hilluna, en ekkert
fé verið fyrir hendi í brúar-
sjóði til brúargerðarinnar. Leið
svo og beið til ársins 1958, en
þá ákvað samgöngumálaráðu-
neytið eftir tillögu vegamála-
stjóra í bréfi, dags. 1. júlí 1958,
að á árunum 1959—1961 skyldi
fé brúarsjóðs meðal annars var-
ið til að byggja nýja brú á Ytri-
Rangá. Var þá síðari hluta sum
ars 1958 og veturinn 1959 unn-
ið að viðbótarmælingum við
Ytri-Rangá til þess að fá úr
því skorið, hvaða lausn á brúar
málinu væri hagkvæmust bæði
fjárhagslega og tæknilega. Um
þessi atriði segir svo í greinar-
gerð vegamálastjóra, dags. 11.
marz 1960:
„Við val á veglínum og brú-
arstæðum er miðað við reglur
frá 1958, en þar eru allir vegir
flokkaðir í fjóra flokka. Vega-
reglur þessar eru að mestu
leyti sniðnar eftir vegareglum
norsku vegamálastjórnarinnar
og samkvæmt þeim er gert ráð
fyrir, að Suðurlandsvegur aust-
an Selfoss verði í öðrum flokki..
Um vegi í þessum flokki eru
gerðar þær lágmarkskröfur, að
vegbreiddin sé 7 metrar,
minnsta sjónlengd milli farar-
tækja á veginum 150 metrar
og minnsti radíus í lóðréttum
fleti sé á hæð 1600 metrar .og
í lægð 1000 metrar. Minnsti
radíus í beygjum sé 300 metr-
ar og halli hvergi meiri en 7%,
eða 1:14. Á vegi, sem uppfyllir
þessar kröfur, er talið óhætt að
aka með fullu öi'yggi á 80 km
hraða, en verði að slaka á ein-
hverjum af þessum lágmarks-
kröfum, verður að minnka hrað
an sem því svarar. Við val á
veglínum í mishæðóttu landi
og fjalllendi veldur það einna
mestum erfiðleikum að upp-
fylla lágmarkskröfur um sjón-
lenga, þ. e. a. s. uppfylla lág-
markskröfurnar um radíus í
beygjum í láréttu og lóðréttu
plani, þar sem það er talið mjög
óráðlegt hér að skera vegi nið-
ur í hæðir vegna þess, að slíkir
staðir safna yfirleitt að sér
fönn að vetrarlagi.
Að brú á Ytri-Rangá voru
aðallega athugaðar tvær til-
lögur, ... I og II. Samkvæmt
tillögu I yrði hin nýja brú um
60 m ofan við gömlu brúna,
eða á svipuðum stað og sýnt
er á skipulagsuppdrætti frá 2.
apríl 1954. Þar sem vestur-
bakki árinnar er um 14 m.
hærri en vatnsborðið á brúar-
stæðinu, verður að mynda 130
m langa skeringu í bakkann.
til þess að koma vegi niður að
brúnni, og liggur þó veglínan
í lítilsháttar lægð í bakkanum.
Á 60 m kafla af þeim 130 m,
sem skera þarf veginn niður
á, er gröfturinn 4 m djúpur.
um vegmiðju, en 6—8 m til
hliðanna vegna þess, að bakk-
inn hækkar til beggja handa.
Þrátt fyrir þennan mikla niður-
skurð verður ekki hægt að fá
minni halla en 1:12 og radíus
í lóðréttu plani verður ekki
gerður stærri en 1250 metrar,
þó að 1600 metrar sé talið lág-
markið, og við það minnkar
sjónvíddin úr 150 m í um 100
m. Til þess að ná sambandi
við gamla veginn verður að
leggja bugðu með 215 radíus,
þó að lágmarkið sé talið 300 m.
Þegar austur fyrir brúna kem-
ur, verður vegurinn að liggja'
allnærri húsunum, sem þegar.
hafa verið byggð, og síðan verð
ur að sveigja veginn með 140
m radíus austan við þorpið, þar
sem ekki þótti tiltækilegt að.
leggja veginn austur í gegnum
hæðirnar austan við þorpið og'
þvert yfir flugvöllinn, sem ný-
lega hefur verið gerður austan
við Hellu. Verður veglínan því
að liggja austan við þorpið um
200 m austan við núverandi veg
og nær samsíða honum, og ligg-
ur vegurinn þá um mýrarslakka
sem í myndast ijörn að vetrar-
lagi, er getur orðið allt að 114;
m að dýpt. Til þess að tengja.
veginn við núverandi veg sunn-
an og austan þorpsins, yrði að
hafa bugðu með 160 m radíus..
Öll þessi veglína verður um
1500 m á lengd, og á henni eru-
3 láréttar bugður með mun.
Framh. á 4. síðu.