Vísir - 03.06.1960, Qupperneq 6
V í S I R
WXSIR
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði.
Kr. 3,00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Handa lamaða piltinum í Hafnar-
firði söfnuiust 65 |tús. krónur.
Viðar Gusðnason farinn vestui* íil
lækninsjar.
Ræða Krúsévs.
Á laugardag flutti Nikita Krú-
sév, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, ræðu í Moskvu,
fyrstu meiri háttar ræðuna í
Rússlandi, síðan hann kom
heim eftir afrek sitt í París,
er hann brá fæti fyrir það,
að leiðtogar stórveldanna
gætu ræðzt við um vanda-
mál heimsins. Sem vonlegt
var, hefir sú ræða vakið
mikla athygil, ekki aðeins í
heimalandi einvaldsherrans,
heldur og um allan heim.
Það er vissulega ekki ómerk-
ur atburður, þegar einvalds-
herra eins voldugasta ríkis
heims, flytur ræðu um heims-
málin, maður, sem hefir í
hendi sér ekki aðeins örlög
200 milljóna Rússa, heldur
og allra íbúa kommúnista-
ríkjanna, og heimsins að svo
miklu leyti, sem það er á
1 hans valdi að steypa honum
út í tortímingarstyrjöld.
Menn skyldu því ætla, að ræða
slíks manns myndi hafa mót-
ast af alvöru og festu, jafnvel
beiskju yfir órétti, sem hann
teldi land sitt hafa verið
beitt. En því fór svo fjarri.
Það má vera, að það séu úr-
eltar dyggðir stjórnmála-
manna hinna gömlu lýðræð-
isríkja, að gæta tungu sinn-
ar og haga orðum sínum af
kurteisi en þó fullri einurð
við slík tækifæri, en flestum
á Vesturlöndum mun þó hafa
blöskrað tónninn í ræðu hins
rússneska einvaldsherra. Á
hinn bóginn hefir hann sjálf-
sagt fundið mikinn hljóm-
grunn og talizt afrek í ræðu-
list meðal Kremlmanna um
allan heim, líka hér á ís-
landi.
Að vísu sagði Krúsév, að Sov-
étríkin myndu halda áfram
að vinna að því að draga úr
spennu í heimsmálunum, þó
að slík yfirlýsing orki nú
orðið á fólk eins og smekk-
leg öfugmæli. Ennfremur
sagði Krúsév, að „ríki yrðu
að virða fullveldi hvers ann-'
ars“, að öðrum kosti gæti
slíkt leitt til styrjaldar.
Það eru ekki ýkja mörg ár,
síðan Krúsév lét heri sína
virða fullveldi Ungverja-
lands svo rækilega, að þar
var uppreist þjóðarinnar
gegn böðlum sínurn kæfð í
blóði. Það er sem sé ekki
sama, hvers fullveldi á að
virða. 1
Það kann að virðast gömul og
margendurtekin saga, með
hverjum hætti Rússar hafa
virt fullveldi Póllands og
Eystrasaltsríkjanna. En j
kommúnistar um allan heim
klappa og hrópa húrra, þeg'
ar þeirra helzti leiðtogi,
sjálfur einvaldsherra Rússa
lætur slíkt og þvílíkt út úr
sér.
Eins og blaðalesendum mun
reka minni til, létum við und-
irritaðir frá okkur fara fyrir
tveimur mánuðum nokkur á-
skorunarorð fyrir hönd bekkja-
systkina Viðars Guðnasonar,
Háukinn 8, Hafnarfirði, hjálpar
og sjúkradvalar vestanhafs, en
að dómi sérfræðinga var honum
nauðsynlegt að fá slíka hjálp.
Söfnunin hefur nú staðið yfir
í þessa tvo mánuði og undir-
tektir verið einstaklega góðar,
og því viljum við og bekkjar-
systkini Viðars þakka þeim fjöl-
mörgu, sem lát.ið hafa fé af
mörkum um okkar hendur til
styrktar. Nemur sú upphæð
samanlagt um 65 þús. krónum.
Jafnframt er okkur kunnugt
um, að margar og stórar upp-
hæðir hafa safnazt eftir öðr-
um leiðum og verið afhentar
foreldrum piltsins beint.
Við viljum gleðja alla hina
mörgu góðu gefendur með
þeirri frétt, að Viðar er fyrir
nokkru farinn vestur og dvelur
nú á Mayo Clinic í Rochester
í Minnesota í Bandarikjunum
og hafa borizt af honum mjög
uppörvandi fréttir.
Við undirritaðir og bekkja-
systkini Viðars, gagnfræðingar
úr Flensborgarskóla vorið 1959,
viljum hér með láta í ljós inni-
legar þakkir þeirra til allra,
sem styrkt hafa okkur við
þessa söfnun og látið fé af
hendi rakna.
Hafnarfirði, 29. maí 1960.
Garðar Þorsteinsson
Stefán Júlíusson.
Samkomulag um verð á
humar og flatfiski.
lliftinarinit verði £lokkaður.
í fyrradag náðist sanikomulag
milli Landssambands ísl. útvegs
manna annars veyar og Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsana
og fiskvinnslustöðva é. vegum
S. I. S. hins vegar um verð á
humar og flatfiski til áramóta.
Verðið á humar £ 1. flokki er
kr. 7.25 kg. og í II. flokki kr.
3.75. Humar hefur ekki áður
verið flokkaður, en £ 1. flokki
er nú ferskur og heill humar,
sem gefur 30 gr. liala og þar
yfir, en 2. flokkur er smærri
humar eða brotinn. Ef lialinn
er 7 cm langur eða minni, er
ekkcrt verð ákveðið.
Samkomul. varð um eftirfar-
andi verð á flatfiski, sem getur
þó breytst, ef dragnótaveiðar
verða leýfðar:
A-flokkur: Rauðspetta %
Ibs. og þar yfir, 4.30 kr. á kg.
Rauðspetta 250 gr. — % Ibs.
kr. 1.05 á lcg. Sólkoli %. lbs'. og
þar yfir kr. 3.25 á kg. Sólkoli
250 gr. — % lbs. kr. 1.05. Lang
lúra og stórkjafta 300 gr. og þar
yfir kr. 2.30 á kg. Lúða 1 til 1V2
kg. kr. 4.75 á kg. Lúða 1% kg.
og þar yfir kr. 5.65 á kg.
í B-flokki er verð á öllum
tegundum flatfisks % hlutar af
verði A-flokks.
Leitað að Kínverjum
í Kanada.
Kanadíska lögreglan hefur
framkvæmt víðtæka leit í Kín-
verjahverfum fimm helztu
borga Kanada.
Leikur grunur á, að starf-
andi sé félag, sem smyglar Kín-
verjum t,il landsins fyrir æri£
gjald á manna, svo a£
10—15,000 Kínverjum hafi
komizt til landsins með þessum
hætti á síðu'stú tíu árum.
Furiislag
Rétttrúuðum kommúnistum
finnst líka, að Krúsév sé
bráðfyndinn, og líklega hafa
þeir hlegið dátt, er hann
sagði í stórpólitískri ræðu
sinni, að „vegurinn til hel-
vítis væri lagður góðum á-
formum, og þar myndi Eis-
enhower forseti lenda“. Það
þarf sérstaka tegund kímni-
gáfu til þess að iáta slíkt út
úr sér, og virðist Krúsév sá
eini af leiðtogum stórveld-
anna, sem hana hefir, og yf-
irleitt viðhefur hann munn-
söfnuð, sem nú er orðinn al-
kunnur af ræðum hans. Hitt
er svo smávægilegra, og ætti
engum að koma á óvart, er
Krúsév sagði, að störf Eisen-
howers forseta væri tvenns-
konar, annars vegar goif-
leikur, hins vegar embættis-
feksturinn, og væri hinn
síðarnefndi aukaatriði.
Klunnaleg tilraun til fyndni
og ruddaskapar einkenndu
þessa ræðu hins rússneska
einvaldsherra.
Það er á fárra færi að vita,
kímni.
hver sé hinn raunverulegi
tilgangur Krúsévs með slíkri
ræðu. Sumir telja, og er sú
tilgáta næsta sennileg, að
með þessu hyggist Krúsév
gera núverandi Bandaríkja-
forseta hlægilegan, og þar
með floklc hans, í því skyni
að hafa einhver áhrif á for-
setakosningarnar, sem fram
eiga að fara seint á þessu
ári. Hér skal ekki reynt að
spá neinu um úrslit forseta-
kosninganna í Bandaríkjun-
um. Það innanlandsmál út-
kljá Bandaríkjamenn sjálfir
í kjörklefanum, fyrirbæri,
sem er óþekkt í Sovétríkjun-
um. En þó er sennilega ó-
hætt að spá því, að ræða Krú-
sévs og klunnaleg fyndni
hans muni engu þar um
þoka.
En það er óhugnanlegt að velta
því fyrir sér, að Krúsév og
menn með samskonar hug-
arfari skuli hafa það í hendi
sér, hvort mannkyninu verði
tortímt eða ekki. Og það er
rétt, sem sagt er, að ofbeld-
Ohio-háskóli sendir Há-
skóla íslands bókargiöf.
Þetta eru dómasöfn
Háskólabókasafni barst ný-
Iega mikil og verðmæt bóka-
gjöf bandarískra dómasafna og
annarra lögfræðirita.
Eru bækur þessar gefnar af
Ohio Northern University fyrir
atbeina prófessors Eugene N.
Hanson, deildarforseta við laga-
deild þess háskóla. Auk þess
hefir háskólabókasafni nýlega
borizt góð gjöf lögfræðirita frá
bókasafni Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna hér á landi. Er
isaðgerðir stórvelda og á-
byrgðarlaust tal liðsodda
þeirra eru leikur að eldi. En
það eru fyrst og fremst
stjórnarherrarnir í Kreml,
sem þann leik stunda. Meðan
vesturveldin og aðrar frjáls-
ar þjóðir standa saman, er
þó vonandi, að sá leikur
breytist ekki í alvöru.
og öainur lögfræðirit.
háskólabókasafni og lagadeild
’ háskólanns mikill fengur að
þessum ágæti bókagjöfum.
Prófessor Eugene N. Hanson
hefir dvalizt hér á landi ásamt
(fjölskyldu sinni síðan í febrú-
. ar fyrir miliigöngu Fulbright-
’ stofnunarinnar. Hefir prófess-
orinn haldið hér námskeið í
bandarískum skaðabótarétti
fyrir laganema og lögfræðinga.
Hefir hann kennt með svipuðu
sniði og tíðkast við bandaríska
lagaskóla, og mun þetta vera
ein fyrsta tilraunin, sem gerð er
á Norðurlöndum með slíka
kennsluaðferð. Hefir tilraun
þessi heppnazt mjög vel og
skapað fjölbreytni í lagakennsl-
unni. Auk þess hefir prófessor.
Hanson haldið almenna fyrir-
lestra vikulega um efni, sem
varða bandaríska stjórnskipun
og félagsmál.
(Frétt frá Háskóla íslands).
Föstu.daginn 3. júní 19.60
Vettvangur
konunnar.
„Borgari" skrifar Bergmáli:
„Eg hlustaði á þáttinn „Spurt
og spjallað" í útvarpssal á dög-
unum, þegar rætt var fram og
aftur um störf kvenna á heimil-
um og utan heimila. Ekki veit ég
hversu gagnlegt svona rabb er,
en óneitanlega kemur þar þó
sumt fram, sem virðist vel hugs-
að og þaulhugsað, en ýmislegt
líka vanhugsað og lítið er á því
að græða, er bornar eru fram
staðhæfingar sem virðast eiga að
vera til rökstuðnings, en þyrftu
þó að ræðast frekara, en það þó
ekki gert. Þannig var á það bent
af annarri konunni, sem tók þátt
í þessu spjalli, oð konur hefðu
eitt sinn sýnt hvað þær gátu ver-
ið samhuga og duglegar, en það
var þegar þær fengu fjórar kon-
ur kjörnar í bæjarstjórn Rvíkur,
og það állsnemma á þessari öld.
Mikið rétt. Þetta voru ágætar og
vel metnar konur, en þessi sigur
hefur bara aldrei endurtekið sig.
Þessar ágætar konur hafa vafa-
laust reynzt jafnvel — hvorki
betur eða verr — en bæjarstjórn-
arfulltrúar af hinu kyninu, en
sigurinn leiddi ekki til að konur
fengju áfram sæti í bæjarstjórn
í neinu hlutfalli við kjósenda-
fjölda kvenna. Aðeins stöku kon-
ur hafa haldið uppi merki
kvenna hér í bæjarstjórn og á
Alþingi og að visu gert það með
sæmd, — en sannar það, hve fá-
mennar konur eru í bæjarstjórn
og á Alþingi ekki einmitt það, að
þær telja sinn vettvang heimil-
in?
Vettvangm’, sein
gleymdist.
En í þessu skrafi í útvarpssal
gleymdist að minnast á annan
vettvang, utan heimilanna, þar
sem konur hafa fundið ærið
starfssvið fyrir þá umframorku,
sem þær hafa yfir að ráða eftir
unnin heimilisstörf, og það, hve
þær hafa staðið sig þar, já, unnið
stórvirki, sannar að einmitt þar
er starfsvettvangur, sem konum
er að skapi, þeim, sem vilja gott
gera. Hér er átt við hið mikla
starf konunnar i þágu slysa-
varna, bindindisfélög og kirkju-
leg félög og fleiri mætti sannar-
lega líka nefna. Ekkert var á
þetta minnzt. En réttilega, að
konur hafa jafnan rétt til að koni
ast í bæjarstjórn og á þing,
standi hugur þeirra til þess. —
Borgari.“
Melpláss í
Skaftafellssýslu.
Eftirfarandi fcréf hefur blað-
inu borizt frá Þórði Þorsteins-
syni á Grettisgötu 35 hér í bæ:
„Mig langar til að biðja yður
að rugla ekki saman i blaði yðar
örnefnunum „Skjaldbreiður" og
„Skjaldbreið". Þau eru fjarskyld.
Skjaldbreiður er fjail í Árnes-
sýslu, en Skjaldbreið er (eða
var) melpláss austur í Skafta-
fellssýslu (þar stendur í gömlum
kirkjumáladaga XII hestar mels
í Skjaldbreið).
Græða þessi mun hafa eyðzt
í jökulhlaupi, en ekki veit ég
hvort hún hefur gróið upp eftui'.
Mér þykir alltaf leiðinlegt, þeg-
ar gömlum og góðum örnefnum
er brjálað, en mér liggur í léttu
rúmi, þó þið Guðjón Teitsson
deilið um skipsheitið.-*
„Hesturinn okkar.“
Vegna umkvörtunar eins les-
anda Bergmáls, sem gekk erfis-
lega að ná í eintak af nýja tíma-
ritinu „Hesturinn okkar“, hefur