Vísir - 01.07.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 01.07.1960, Blaðsíða 10
II V f S I B Föstudaginn 1. júlí 1960 /*■ SUZAN MARSH: FJÁRHALDSMADURINN STRANGI 31 ' — Ég vildi bíða þangað til Símon væri farinn, sagði hún. Lola hrökk við eins og hún hefði verið staðin að ódæði. Lola beið í mikilli eftirvæntingu eftir því hvernig Judy brygð- dst við. Hún hafði viljandi rangfært staðreyndir og blöskraði nú hve fífldjörf hún hefði verið .... Hún athugaði svipinn á Judy, en þegar ekkert svar kom, studdi hún hendinni á hand- legginn á henni. — Góða mín, þú mátt ekki taka þér þetta nærri. Mér þykir leitt að ég skyldi segja þér það. Judy hrissti ekki höndina af sér, en svaraði: — Það er ekki ég, Lola. Nú kom hörkuneisti í augun á henni. — Hvað sem öðru liður hefur þá ekki sagt annað en sannleik- ann. Ég skil þetta allt og vorkenni ykkur báðum. Það er alveg rétt, sem Símon segir, að mig langi undir öllum kringumstæðum til að eignast heimili sjálf þegar ég verð fullveðja. Hann hefur borið ábyrgð á mér í mörg ár, og veitir líklega ekki af að losna við mig! En ég er hrædd um að hann leyfi mér ekki að fara frá Cragmere fyrr en eftir tvö ár. Lola varp öndinni. — Nei, vitanlega ekki. Væri ég í hans sporum, mundi ég finna til ábyrgðarinnar, sem á honum hvílir. — Ég vona að þið verðið gæfusöm saman, hélt Judy áfram. — Við Símon lítum mjög ólíkt á ýmsa hluti, ef til vill af því að ég þekki hann kannske ekki, þegar öllu er á botnin hvolft. Svo bætti hún við með ákfeð: — Það hefur svo margt gerst á Cragmere að það hefur verið erfitt að fá næði til að kynnast. En þú þarft engu að kvíða, Lola, bætti hún við með tvíræðu brosi, -A þú skalt ekki þurfa að bíða tvö ár eftir giftingunni. Ég lofa þér því. Lola tók öndina á lofti: — En.... Judy hló. — Og þú þarft ekki að óttast að ég fari að gana í hjónaband til þess eins að létta fjárhagsábyrgðinni af Símoni, sagði hún með ofurlítilli kaldhæðni. Lola reyndi að gera sér grein fyrir hvað Judy liefði í huga, en tókst það ekki. Og nú kom óttinn og blandaðist bjartsýninni. Ef Símon kæmist nokkurntíma að þvi, sem hún hafði verið að gera núna, mundi hann aldrei fyrirgefa henni, og það gat hún ekki láð honum. Það var kvöl að hugsa til þess að hún hafði notað sér agnarögn af sannleika til þess að vefa stóran lygavef. Nú sagði hún biðjandi: — Gerðu það fyrir mig að minnast ekki á þetta við nokkurn mann.... viltu lofa mér þvi? Ég hefði aldrei átt að segja þér þetta. Judy brosti vingjarnlega. — Ég lofa því, Lola. Ég skal ekki segja nokkurri lifandi sál að við höfum talað saman. En fyrir mitt leyti þykir mér vænt um að þú skulir hafa sagt mér sann- leikann. Nú get ég að minnsta kosti gert áætlanir. — Hvað áttu við? spurði Lola skelkuð. — Ég á við að ég get gert áætlanir án þess að taka tillit til annara en sjálfrar mín, sagði Judy, án þess að minnast á hvers- konar áætlanir þetta væri. Lola varð rólegri. Úr því að Judy hafði lofað henni þessu mundi hún vafalaust halda það. Hún sagði óhugsað: — Ó, Judy, þegar við Símon erum gift — og þú hefur komið þér einhversstaðar fyrir — skulum við eiga skemmtilegar stundir saman. Mig langar svo til að eiga þig fyrir vinkonu, og vona að þú komir til mín ef þú þarft á hjálp að halda eða ef eitthvað amar að. Ég er eldri og hef meiri reynslu en þú, og það er oft hægara að tala við konu en karlmann um ýmsmál. Og með állri virðingu fyrir Simoni verð ég þó að segja, að hann veit eiginlega ákaflega lítið um kvenfólk og hugsanir þess. — Nei, sagði Judy dræmt, — það er satt.... Og auðvitað eigum við að verða vinir. Hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að verða það? Ég get ekki sagt að það sé neinn glæpur að vera trúlofuð fjárhaldsmanni mínum! Lola fór frá henni, og Judy settist á bekkinn og starði inn í dimmuna milli trjánna. Henni fannst hún vera á sveimi ein- hversstaðar hátt yfir jörðinni, einhversstaðar fyrir ofan allan veruleika. Lola og Símon. Undarlegt.... Þó hún hefði haft grun um það, töluðu staðreyndirnar öðru máli.... Nú vissi hún hvað hann hafði átt við þegar hún hafði spurt hvort hann vissi mikið um ást og hann hafði svarað: „Nægilega mikið.“ Hún hrökk við er hún heyrði létta hreyfingu milli trjánna og heyrði varlegt fótatak. í fjarska heyrði hún óminn af dillandi tíanslagi. Hjarta hennar herti á sér, og þegar Tom kom til hennar lá við að hún fleygði sér i faðm hans, og varir þeirrar mættust í ástríðufullum kossi. Hún hélt dauðahaldi í hann og það lá við að augu hennar væri biðjandi er hún hvíslaði: — Ó, Tom!.... — Þú vilt gfitast mér! sagði hann sigrihrósandi. — Þessi bið hefur verið hreinast kvöl. Þessi fjarlægð milli okkar.... Þetta hundleiðinlega kvöld.... þangað til núna, að þú ert í örmum mínum. — Haltu fast um mig, sagði hún biðjandi. — Slepptu mér aldrei. Viltu lofa mér því- — Ég lofa því! sagði hann, dálítið forviða yfir ákefðinni i henni. — Elskar þú mig? spurði hann lágt. — Ég mundi aldrei hafa játað að ég vildi giftast þér ef ég elskaði þig ekki. Þau settust saman á bekkinn. Hún hallaði höfðinu að öxl hans og fann gömlu hamingjukenndina fara um sig aftur. —. Það er líklega hræðileg ókurteisi af sjálfu afmælisbarninu að haga sér svona við gestina, svo að ég má ekki verða hérna lengi.... Ég var að enda við að tala við Lolu, Tom. Tom horfði á hana og augnaráðið var einkennilegt. — Og hvað hafði hún að segja þér i fréttum? Judy rétti úr sér og horfði á hann alvarlegum augum — Hvers vegna hefur þú ekki sagt mér, að hún og Símon eru leynilega trúlofuð? spurði hún. Af því að Tom' var mannsefnið hennar datt henni ekki í hug að loforðið um að segja ekki nein- um það sem Lola hafði sagt henni, gilti hann. — Sagði hún að þau væru trúlofuð? — Já. Ég lofaöí henni upp á æru og samvizku að segja það ekki neinum. En þú og ég — erum eitt. Tom brosti. Það flökraði ekki að honum að trúa þessu. Símon var ástfanginn af Judy, en hafði aldrei verið ástfanginn af Lolu. Og mundi aldrei verða það. Þegar hann hafði gefið eitthvað í þá átt í skyn við Judy, var það aðeins í eigin hagsmunaskyni. — Minntist hún nokkuð á hvers vegna þetta yrði að vera svona skelfing leynilegt? spurði hann. Judy endursagði samtalið við Lolu og spurði loks: — Vissir þú þetta ekki, Tom? Aö Símon leit á mig sem ábagga? — Ég sagði þér skoðun mína á honum og Lolu — en meira gat ég ekki sagt, því þá hefðir þú borið mér á brýn að ég væri sögu- smetta. En i rauninni hef ég alltaf haldið að eðallyndi hans i framkomu við þig' væri ekki ekta. Og ég hef grun um að hann hafi tekið sér riflega borgun fyrir fjárhald sitt.... Nú datt hon- um annað í hug og hann bætti við: — Manstu kvöldið í garð- inum forðum, þegar ég kyssti þig? Og manstu gauraganginn sem varð á eftir? — Jú, ætli ég muni það ekki, sagði hún beisk. — Þá fór ég að verða hræddur um að hann ætlaði að giftast þér, vegna peninganna þinna. Það kann að þykja staðlaus til- gáta, því að Símon hefði tök á að ná í peningana án þess að fórna sér. Judy varð hissa á síðustu orðunum, og Tom flýtti sér að halda áfram: — Þú verður að fyrirgefa mér, elskan mín, en það er Símon * R. Burroughs - TAKZAIM - 3.Í93 M stímá 'WATBK 15 OPTEN SCAECE," EXPLAINEP’ THE APE-MAM. ‘KUT y0U CAN ALWAYS FIN(P SOME IKl TME 9MOOTS OF BAMBOO—* J „Vatn er oft af skornum I skammti,“ upplýsti apamað- | urinn. „En alltaf er þó hægt t,S *you CAN BE LUCtcy, MOWEVER, AMP’ PISCOVEK ASTKEAM. LIKE THIS— ANP TMEN YOU HAVE „ ANOTWEK ARVANTA&E1. að finna það í bambusleggj- unum.“------„Þó getur ver- ið að þú hafir heppnina með HE IMMEPIATELY CUTSOME THIN TWISS ANCP BEGAN WEAVING: ‘WMAT AKE YOU >»f/ foing?" sossy h J ASK.ER TAKZAN SMILER. "ATKAP— WE'KE GOINS ■ JP CATCM SOM.E þér og finnir á eins og þessa.“------Hann skar sér þegar í stað nokkrar tágar » -yíZ/J*CeiabvO og fór að vefa. „Hvað ertu að gera?“ spurði Bobby. — Tarzan brosti: „Háf, við skulum nú veiða okkur fisk.“ KVÖLDVÖKDNN^ Það var yndislegur dagur og sjúklingum var leyft að vera úti. Húslæknir var á ferli og 'sá þá að einn þeirra stóð með fiskistöng og var að dorga í einu blómabeðinu. Hann nálg- 'aðist manninn og spurði: „Hvernig bíta þeir á í dag?“ „Ágætlega — þú ert sá sjö- undi“ ★ Það var einu sinni eineygur Skoti, sem heimtaði að fá að komast á kvikmyndasýningu fyrir hálft verð. ★ Maður nokkur skrúfaði stundum sundur gaspípuna, sem lá að gasmælinum, lét píp- una á munn sér og blés í hana eftir getu, og það var undir því komið hversu fast hann blés hvað hann þurfti að borga. Þegar maðurinn kom, sem átti að lesa á gasmælinn, leit hann á mælinn og sagði: „Maður minn, þér skuldið að- eins 3 sh. og 6 pence.“ Húseigandinn gladdist af þessu, en hugsaði sér að blása betur næsta sinni. Þegar von var á heimsókn gasmælismanns ins blés hann því og blés af öllum kröftum. Þegár sá sem átti að lesa gasmælinn kom aft- ur, leit hann á gasmælinn, leit á hann aftur og aftur og sagði furðu sleginn: „Hamingjan góða, gasfélagið skuldar yður 3 sh. og 6 pence.“ Prestur einn gekk eftir vegi og kom þá að manni úr söfnuði sínum, sem erfiðaði við að grafa skurð með uppbrettar ermar og húfulaus. „Donald,“ sagði hann og heilsaði honum. „Eruð þér ekki i hræddur við að vinna í svona I miklu sólskini húfulaus. Það i gæti verið slæmt fyrir heilann í yður.“ Æ, prestur minn,“ sagði Don- ald. „Haldið þér að eg myndi vinna svona vinnu ef eg hefði einhvern heila?“ ★ Lögulegur kvenmaður og karlmaður líka komu til pað- reimstjórans eftir auglýsingu frá honum. Hann vildi fá ljóna- temjara. Stúlkunni var sagt að reyna fyrst og hún fór inn í ljónabúrið, kastaði af sér slopp sínum og kom þá í ljós að hún var aðeins í ,,bikini“ baðfötum. Ljónið gekk til hennar, sleikti hönd hennar og lagðist niður við fætur hennar. Eigandi ljónsins ávarpaði manninn og spurði: „Getið þér gert þetta betur?“ „Vissulega,“ sagði maður- inn, „en þér verðið þá að koma ljóninu í burtu.“ ■k í Argentínu hætti Aero- transportes de Litoral Argen- tino öllum flugferðum til San- tiago del Estero. Bændurnir þar höfðu verið margsinnis krafðir um að beita ekki kúm sínum á flugvöllinn. Tvisvar sinnum höfðu nærri orðið þarna slys, en það dugði ekki. Var þá gripið til þess ráðs að hætta að fljúga i þangað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.