Vísir - 25.11.1960, Side 3

Vísir - 25.11.1960, Side 3
Föstudaginn 25. nóvember 1960 VÍSIB 3 LETTM ETI Það er ennþá sól og sumar sums staðar á Ítalíu, eins og þessi mynd. gefur til kynna. Þetta er Pier Angeli ítalska leiklcon- an, sem getið hefur sér livað mesta frægð vest- an hafs, og sonur hennar. Hún er gift söngvaranum Vic Damone, en hjónaband þeirra hefur verið held- ur óhamingju- samt að undan- förnu. Hún flýði með drenginn til heima- landsins, og um hríð gerðist ekkert. En svo barst það til eyrna Damone, að hún væri far- inn að sjást einum of oft í fylgd með ítalska leikaranum Maurizio Arcna. Damone beið ekki boðanna og hraðaði sér til Ítalíu, þar sem hann hyggst taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Og hver getur reyndar láð honum þótt hann sé afbrýðissamur? James Mason leikur „vin“ 12 ára stúlku í „Lolitr. Urri þessar mundir er verið að vinna að undirbúningi myndar- innar Lolitu, sem er gerð eftir samnefndri bók eftir Nabokov. Bókin fjallar um und- arlegt efni. 12 ára gamla stúlku og full- orðinn mann, og sam- bandið milli þeirra. Það var leitað til margra leikara til þess að fara með hlutverk hins fullorðna manns, sem er mörgum sinnum eldri en stúlkan, þeirra á meðal Sir Laurence Olivier og David Niv- en, auk margra ann- arra. En það gekk ekki sem bezt að fá hinn rétta mann í hlutverk- ið, þótt nú hafi það tekizt. Það er James Mason, hinn góðkunni, brezki leikari sem mun hafa orðið fyrir valinu. Hann hefur, sem kunn- ugt er leikið í mörgum góðum myndum, sér- staklega á meðan hann starfaði enn í Englandi. Þá lék hann í myndum eins og „Odd Man Out“, sem af mörgum er talin ein bezta mynd hans. En undanfarin ár hefur hann leikið í Hollywood, enda er það almennt talið betra fyr- ir pyngjuna, bæði með tilliti til kaups og skatta, að starfa þar. Með hlutverk hinnar 12 ára gömlu stúlku fer 14 ára gömul sjón- varpsstjarna, Sue Lyon, frá Los Angeles. Vafalaust verður þetta mjög athyglisverð mynd, eins og bókin, þótt sumum kunni að finnast, að þér sé gengið einum of langt. ☆ Miðaldra er maður- inn, þegar hárvöxtur- inn minnkar og maður- inn tekur í þess stað að vaxa um miðbikið. ,J>að er ódýrara en að láta stoppa þá upp“. Svört eða hvít? Bandaríska söngkon- an Eartha Kitt hefur dvalið í London und- anfarnar vúkur, þar sem hún hefur m. a. komið fram í nætur- klúbbnum „The Talk of the Tovvn“. Hún er þar með eiginmanni sínum, Bill MacDonald, sem er fasteignasali. Eins og við var að búast ,hefur hin þeldökka söngkona vakið mikla athygli fyrir söng sinn. Hún hefur verið spurð að því hvort það muni ekki valda erfiðleikum fyrir börn hennar í framtíðinni, að hún er dökk og hann hvítur. „Ef börnin eru rétt upp alin, þá læra þau að lifa með öðru fólki, alveg eins og hver önnur börn.“ En það sem vakti meiri athygli var sú yfirlýsing söngkonunnar, að hún von- aðist til þess að eiga von á erfingja áður en hún færi frá London, — fyrir jólin. Myndin hér að ofan er af liinum nýgiftu hjónum. Maður nokkur í Chicago, John Hagerthy að nafni, fékk dóm fyrir að hafa í öl- vímu, kvatt slökkvi- liðið á vettvang, til þess að lækna í sér magabrunann sem staf- aði af drykkjunni. ☆ Það logaði 80 min. t pípunni. . .Nýlega var haldin hin árlega keppni pípu- reykingamanna í Pen- sylvaniu í Bandaríkj- unum. Sá hét Richard Austin sem vann keppn ina að þessu sinni, en samt tókst honum ekki að slá heimsmetið. Til- skilið er í þessai’i keppni, að ekki sé not- uð nema ein eldspýta. Austin tókst að halda logandi í pípu sinni 1 klst. 20 mín. og 10 sek. Heimsmetið er hins vegar 2 stundir 5 mín. og 7 sek. Alls tóku 22 þáttakendúr í þessari keppni nú, þar af voru þrjár konur. Asnmn og aurarntr. Mjög óvenjulegur atburður kom fyrir á ítaliu fyrir ekki löngu síðan. Maður nokkur gekk inn í hesthúsið sitt — að vísu til að huga að asnanum sín- um. Maðurinn tók af sér jakkann og hengdi hann á nagla. Eftir nokkra stund varð hon- um litið upp. Asninn hafði þá rifið jakkann, náð úr honmn veski mannsins, úr veskinu hafði hann náð pen- mgaseðlum — í allt 500.000 lírum. En mað- urinn kom fjármunum sínum of seint til bjarg Tvíkvænismaðurinn sagði við dómarann: „Þér verðið þó að við- urkenna, herra dómari, að eg er einn af þeim fáu mönnum sem á tvo betri helminga.“ ar, því að asninn hafði þegar gætt sér á 450.000 þeirra. Hver segir, að asninn hafi ekki haft fjármálavit. Maður nokkur kom akandi á nýjustu gerð af amerískum bíl inn á benzínstöð og sagði við afgreiðslumanninn: „Fylltu fyrir mig tankinn“. Eftir stundarkorn sneri afgreiðslumaður- inn sér að bíleigand- anum og sagði: „Held- urðu að þú drepir ekki á honum. Annars get eg aldrei fyllt tankinn.” Árangur er bezti mælikvarði á þá sem væru ekkert án árang- urs. Ems dauöi, annars brauÖ. Þegar gleðikvenna- húsunum á Ítalíu var lokað, urðu margar ungar stúlkur at- vinnulausar, og nýlega var gerð um þetta mynd á Ítalíu. Með að- alhlutverkin fara Simone Signoret og Emanuelle Riva, en hlutverk karlmann- anna eru í höndum Marcello Mastroianni (sem mörgum er kunnur hér). Auk þess kemur maðurinn sem samdi „Volare" Dom- enico Modugno, fram sem söngvari í mynd- inni. Ættarhöfðinginn frá Nýju Gíneu kom um borð í millilandaflug- vélina. Flugþernan rétti honum matseðil- inn. Hann horfði lengi á hann og sagði svo: Gæti ég ekki fengið farþegalistann?“ Draumurinn rættist. William Tyler heitir hann, og hefur alla ævi verið burðarkarl á járnbrautarstöð. Það var alltaf draurnur hans að verða svo rík- ur að hann gæti tekið á leigu einkajárnbraut- arvagn og ferðast í honum þvert yfir Bandaríkin. En árin liðu, og Tyler bjó alltaf við fátækt. Er hann var orðinn of gamall til að bera töskur, hætti hann að vinna og lifði á eftirlaunum sínum, sem vissulega leyfðu ekki slíkan munað. En svo vann Tyler gamli 150.000 dali í happdrætti, og er síðast fréttist hafði hann tekið á leigu skrautbúinn járnbraut- ‘arvagn fyrir 15.000 dali og var á leið þvert yfir Bandaríkin með konu sinni og sex vin- um sínum. ★ Skrítin bréfa- skipti. Maður nokkur var lengi búinn að senda viðskiptavini sínum reikning, án árangurs. Loks greip hann til síð asta ráðs. Hann sendi rukkunarbréf, og með bréfinu sendi hann mynd af lítilli dóttur sinni. Undir myndinni stóð: „Ástæðan fyrir því að ég get ekki borgað.“ Skömmu seinna barst honum svarbréf, og ' umslaginu var mynd af ungri, fallegri stúlku ; bikinibaðföt- um. Undir myndinni stóð: „Ástæðan fyrir því að.ég get ekki beð- ið.“ Annouchka heitir hún þessi fallega i stúlka, sem að undan- | förnu hefur verið mik- ið í fréttunum. Hún ! er nefnilega af mörg- jum talin líklegust til *þess að verða eigin- j kona Karim Aga Khan, " sem er sennilega einn ríkasti maður í heiminum, þótt liann sé rétt nýslopinn úr skóla. Þau hittust fyrst á bað- strönd við Miðjarðarhafið, og er hann sagði henni hver hann var, hélt hún að hann væri að gerá grín að sér. En það kom von bráðar í Ijós, að svo var ekki, og síðan hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau hafa farið saman á skíði í Sviss, vatnaskíði á Miðjarðarhafinii, og komið saman í ótal boð og veizlur. Ann- ouchka er í menntaskóla, og nú mun hún dvelja við nám í húsi Karims „Chateau de l‘Horizon“.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.