Vísir


Vísir - 25.11.1960, Qupperneq 10

Vísir - 25.11.1960, Qupperneq 10
11 VISIB Föstudaginn 25. nóvember 1960 (/" Lozania Prole: n [| l?em í Luöíd u 21 AUtaf var hann að hvetja hana til að koma til sín. Hún yröi að taka þátt í baráttunni með honum. Hún yrði að vera hjá honum. „Framtíðin blasir við þér, Jósefína," sagði l’Ange, „þú hefur sannarlega heppnina með þér. Framtíðin er fögur —“ „Framundan er ekkert, ef ég fer til hans.“ Hún var stjarna Parísar, hún blikaði, ljómaði — og meðan eiginmaður hennar barðist í þúsund kílómetra fjarlægð, var allt sem rósum stráð og hún gat verið hamingjusöm. Hann sendi eftir henni — og sendimaðurinn kom, þegar hún sat upp við dogg i rúminu og drakk heitt súkkulaði — eftir að hafa hvílt við barm Barrasar um nóttina. Þegar hún heyrði hvers Napoleon krafðist varð hún óttaslegin. Hvað gat hún gert, — hvaða ráða gat hún gripið til — til þess að afstýra þessu? Það var Louise, sem var vinkona í rauninni frekara en þerna, sem sagði henni hvað hún ætti til bragðs að taka. Hún hvíslaði því að henni — og það var ekki fagurt tillit í augum hennar, er hún gerði það. , Jósefina andvarpaði af ánægju. Hún Ijómaði, — henni hafði létt svo við að heyra ráð Louise. „Að mér skyldi ekki geta dottið þetta í hug fyrr,“ sagði hún dró ekki stundinni lengur að skrifa eiginmanni sínum: Þú œtlast vœntanlega ekki til þess að ég leggi mig í þessa hœttu, er þú hugsar til sonar okkar, en ég er með barni, en þetta yrði erfitt ferðalag, eins og þú veizt manna bezt. Henni létti enn meira, er hún hafði sent eiginmanni sínum þessa orðsendingu. Og þegar Napoleon fékk hana ætlaði hann að sleppa sér af kæti, því að ekkert þráði hann meira en að eignast son, og var hann líkur samlöndum sínum, Korsíkumönn- um í því, að vilja barnafjölskyldur. Ættrækui er þeim í blóð borin og alla tíð hafði hann látið sér ann£ um velferð bræðra sinna og systra. Hann skrifaði nú Jósefinu um hæl, og bað hana fyrirgefningar á gnauði sínu til þess að fá hana til þess að koma til sín, einmitt þegar það var svo mikilvægt, að hún færi varlega. — Og hún hélt kyrru fyrir og var hin ánægðasta, því að —hafði hún ekki allt sem hugur hennar girnist? i Húsvörðurinn var enn orðinn enn giídvaxnari, enda féllu i hans hlut margskonar kræsingar. Louise var allt af elskuleg. <Og það var enn fegurra í París þetta vor en vanalega, veðrið ávallc yndislegt, og skógurinn aldrei fegurri, og ef Jósefína yrði síðar, að segja, að hún hefði orðið fyrir óþægilegu hnjaski einhvern- fíma vegna áreksturs, er hún var að aka í kerru sinni, og henni leyst höfn — þá mundi hann skilja það og sætta sig við þaö, því ekki var nein hætta á, að hún gæti ekki eignasct barn síðar, þau voru bæði ung enn, og nú hugsaði hún sem svo, að hún væri þó ekki nema rúmlega þrítug. Napoleon sótti hart fram á ítalíu og herir hans rændu og rupluöu. Hann var alveg samúðar- og miskunnax-laus, harðs'tjóri, (sem aldrei sýndi neina miskunn. Hann óð með heri sína inn í stórar borgir — tók þær með áhlaupi, og ávallt tók hann stærstu og glæsilegustu húsin til íbúðar fyrir sig og foringja sína, hina helztu. En hann dvaldist aldrei lengi i sama stað. Hann var eirð- arlaus, vildi komast áfram, og hann var ekki fyrr búinn að taka sér höfuðstöð, en hann settist niður til þess að leggja niöur fyr- ír sér herferð til þess að sigra þá næstu. Borgarstjórar og borgarráösmenn gengu fyrir hann með bukti og beygingum og báðu um náð og miskunn, að hús væru ekki x rústir lögð, að lífi íbúanna væri þyrrnt. En hann fann ekki til samúðar, umbui’ðarlyndis. Hann iðraðist aldrei neins. Hann barðist fyrir Frakkland. Hann vann sigra fyrir Frakkland. í einni stórborginni settist hann að í Simónrellihöll og tók þegar til við að semja áætlun um töku Mantua, sem var sú borg, er hann ætlaði að hertaka næst. Hermennirnir voru undir á- hrifum sigurvímu. Margir komu í kjölfar hersins, til þess að njóta einhvers góðs af, er herinn ósigrandi sótti fram. Það voru tækifærissinnar þessarra tíma, sem voru ávallt komnir á vett- vang að unnum sigri, til þess að drekka og svalla með hermönn- unum, er þeir fengu hvíld, en Napoleon hugsaði um það eitt, að sækja fram. Hann var ávallt á undan með áætlanir sínar. Hann bað ekki um vín fyrr en að unnum sigri eða óskaði eftir návist kvenna, og jafnvel ekki þá. Jósefina sendi honum smámynd af sér, gérða af listamanni í París, í gullumgerð. Á mynd þessari hafði hún silkiband um hárið. „Hún mun færa þér heppni,“ skrifaði hún honum, „geymdu hana nálægt hjarta þínu. Gættu þess að týna henni aldrei, og gættu hennar vel, því að brotni glerið er það merki um, að, að eg, Jósefína, hafi verið þér ótrú.“ Og hann geymdi myndina sér við hjarta. Hún var honum meira vii’ði en allar aðrar eigur hans. Gæfan, hugsaði hann, gæfan hefur ávallt verið mín fylgikona. Það var kvöld í maí, þegar Júdasar-runnarnir voru búnir að glata skarti sínu, og hann sat í vopnabúri hallarinnar, sem hann hafði gert að skrifstofu sinni. Þennan dag höfðu tuttugu borg- arar verið teknir af lífi — skotnir. Menn höfðu horft á hann þungbúnir, ógnandi, en hann skeytti því engu. í styrjöld verða menn að gjalda með lífi sínu, eins og konur stundum, er þær ala barn í heiminn. í þessum heimi er bæði um sigra og hrakfarir að ræða. Boi-garbúar voru í æstu skapi — í hefndarhug, og þeir höfðu gert sína áætlun. Og þetta kvöld kom Ginni til hallarinnar, — fallegasta gleði- og dansmærin í Stranda Forni gleðihöllinni. Hún hafði vafið um sig skikkju — en undir skikkjunni var hún allsnakin — ekkert var á hinum vel skapta líkama hennar nerna ein, dökk- rauð rós. Verðinum hafði verið mútað til þess að hleypa henni inn, svo að hún gæti komist alla leið inn til hins mikla og grimma hershöfðingja, en kvöidið áður hafði hún legið með varðmannin- um til þess að tryggja sér aðgöngu til salarkynna Napoleons. Það var sagt, að enginn karlmaður gæti staðist töfra og vélar Ginni, — og slík stúlka kynni að blíðka skapsmuni harðstjórans. Menn vissu, að hann átti konu í París, konu sem menn ölluðu „lafði sigranna“, og það var nú sem einn sigurinn hafði bæst við, því að borg þeirra hafði verið hertekin, borg þeirra, þar sem 20 borgarar höfðu verið skotnir um morguninn, og hent í eina gröf. Napoleon var að skrifa konu sinni. Hermaðurinn, hafði sagt kvöldið áður í gleðihúsinu, að hann skrifaði ávallt konu sinni á kvöldin, og hann hafði bent til himins, eins og til marks um, að hann liti hina fögru konu Napoleons sem blikandi stjörnu á háum himni. Því að hin fagra kona Napoleóns var ekki ein- ungis „lafði sigranna“ — hún var líka lafði fegurðarinnar og ástarinnar. Mærin smeygði sér inn i vopnabúrið, þar sem Napoleon sat við skriftir. Stjörnubjart var og tunglskin og Iagði fola nætur- birtuna inn um gluggana og milli súlnanna, ög angan blóma barst inn um opna gluggana úr garðinum, þar sem marmara- líkan af nöktum dreng hélt á skál, sem vatn bunaði upp úr. Stúlkan stóð grafkyrr, hugsi., Henni hafði verið sagt, að hugur þessa manns væiú fullur haturs, og kom það henni því óvænt, að henni geðjaðist að sumu leyti að útliti hans. Dökkt hár hans, leiftrandi dökku augu, há kinnbein. Nefið stórt, en munnsvipur- inn bar festu vitni. Hökulínumar fagrar. Svipinn einkenndi skap A KVÖLDVÖKUNNI ; ■... ^poiiö -yður Haup á ualUi uoaigra verslaii&í ||| UöftUÖÖL 4ÖítUM WM! -AjéfcurstXseci R. Burroughs — TARZAN — 470» 'WÉKE SEATEN'THE rvkSiPENTSAIP izesz:etfullv.*unless vve can set SAM WATEKS TO SELL__ HIS TKOPEKTy-- *OF COUK3E!' E\CLA:ME7 TOeSETT. YLL AurwoeizE a susstantal Foe VOU TO SAZSAINJ VVTh— V\AT=eS CAN'T KEFU3E V' . Við eru sigraðir, sagði j Dorsett, hryggur í bragði,! nema við getum fengið Sam j Water til að selja landið sitt, eða þá að gefa eftir námuréttindinð bætti Ryan við. Ágætt, sagði Dorsett, ég skal láta ykkur peninga til reiðu, svo þið getið sam- ið við Sam Waters. mun ekki neita. Hann Þegar hugsunarlausir menn, sem heimsækja dýragarðinn í Fíladelfíu fleygja pappírsboll- um og pappakössum í otratjörn- ina, safna dýrin saman ruslinu og leggja það í þokkalegan bing. ★ Sjösofendadagar. Hver af vikudögunum er álitinn vera hvíldardagur einhvei’rar þjóð- ar eða trúarbragða. Mánudagur er hvíldardagur Grikkja, þriðjudagur hvíldardagur Persa. Miðvikudagur er hvíld- ardagur Assyríumanna, fimmtu- dagur Egypta. Föstudagur er hvíldardagur Tyrkja, laugar- dagur Gyðinga og sunnudagur kristinna manna. ★ Maður var að dást að býli Ephs frænda síns. — Þetta er ljómandi fallegur staður, sem þér hafið héi', sagði hanxx. — Já, sagði frændi, — það er fjarska óhentugt að það er svona langt frá borginni. Þarná verður maður að labba þrjár mílur til þess aðfá sér glas af viskyi. — Hvers. vegna fáið þér yður ekki flösku af viskýi og hafið hana i húsinu, spurði hinn ó- kunni maður. — Nei, sagði frændi sorgbit- inn. — Það get eg sagt yður, að visky geymist ekki. ★ Kvikmyndin var hjartpæm saga um erfiðleika algengrar fjölskyldu á tímum bylting- arinnar frönsku. En þarna var kona, feit og ákveðin og hún lét þetta ekki hafa áhrif á sig. — Það er ekkert vit í þessu, sagði hún við vinkonu sína.— Ef þau voru svona fátæk, hvernig gátu þau þá haft efni á því að eiga öll þessi gömlu húsgögn? ★ Kona ein í Vancouver ving- aðist við ungan dreng í næstu íbúð og hann kom að finna hana á hverjum morgni kl. 10. Einn dag ákvað hún að leika á hann og þegar dyi'abjallan hringdi lagðist hún á knén við dyniar, hún fór á fjóra fæt- ur. Þegar hún opnaði dyrnar gæðist hún gegnum dyragætt- ina, urraði og sagði voff — voff — og hún sá þá sér til skelfing- ar að sölumaður, sem hún hafði aldrei fyrr séð, flýtti sér á burt ofan dyraganginn. ★ Þegar hjón, sem voru kvik- myndarleikarar, slitu samvistir skelltu þau skuldinni á, að þau hefði svo mismunandi áhuga- mál. — Já, það er augljóst mál, sagði blaðamaðurinn. — Hún hefir áhuga á karlmönnum, en hann á konum. ★ Vísindamaðurinn stendur á öndinni þegar hann hittir geim- fara, sem er kominn aftur. — Er nokkurt líf á Mai'z? Geimfai'inn: — Já, það var dálítið líf þar á laugardags- kvöld, en það er afskaplega dauft þar alla vikuna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.