Vísir - 25.11.1960, Page 11
I
Föstudaginn 25. nóvember 1960
11 ~ .. ...,..
VlSIR
u
KA víttur í M.B.F.
Sunnlenzk samvinna‘%
sæl eru þín börn.
Frá fréttaritara Vísis.
í Árnessýslu.
„Undur og stórmerki", sögðu
menn, er það spurðist, að
stjómarfundur hefði verið
haldihn í Mjólkurbúi Flóa-
manna nú í haust. Fáherður
viðburður, þótt í hlut eigi eitt
f jölmennasta samvinnufyrir-
tækí ísl. bænda, og þótt stjórn-
arforustan þar hafi á undan-
förnum árum notað milljóna-
tugi af fé bænda til stórfram-
kvæmda, framkvæmda, sem í
dag eru mjög umdeildar, og
má þá í fyrsta lagi nefna bygg-
ingu hins nýja mjólkurbús á
Selfossi og jöfnun gamla Flóa-
búsins við jörðu, sem hvort
tveggja er gert án samþykkis
bændanna sjálfra.
Ákvörðun um þennan fund
var tekin eftir að stjói'narfor-
maðurinn, Egill Thorarensen,
hafði setið ráðstefnu með æðsta
presti sínum og bi'jóstvörn í
mjólkurmálum, síra Sveinbirni
Högnasyni á Breiðabólstað.
Þetta var að sjálfsögðu lokaður
og leynilegur fundur, og ekki
var hann haldinn í hinum stór-
viðuðu húsakynnum MBF., en
í skrifstofu kaupfélagsstjórans
á Selfossi, Egils Thorarensen.
Telst til tíðinda, að nýráðinn
fi'ainsóknaragent K. Á., Óskar
Jónsson frá Vík, sat fund
þenna, auk stjórnarínnar. Er
hann einskonar skopstæling af
framsóknarþingmanni, á enda
nokkurra vikna þingsetu að
bakL
Menn settu stjórnarsam-
kundu þessa fljótlega í sam-
band við fréttagrein, sem birt-
ist hér í blaðinu 30. sept. sl„
þar sem nokkuð segir frá orð-
rómi, sem að undanförnu hefir
gengið á Suðui'landsundirlend-
inu um mistök og annað veri'a
í rekstri Flóabúsins.
Á stjórnarfundinum, sem
stóð fram á nótt og var varla
lokið fyir en daginn eftir, mun
hafa verið farið fljótt yfir sögu
í sambandi við orðróminn og
hin ýmsu „ádeiluatriði“ nefndi'-
ar fréttagreinar og tilefni henn-
ar. Hitt var efst á baugi, hvern-
ig snúast ætti gegn „þeim öfi-
um, sem hér ættu hlut að máli“.
Niðux'staðan varð sú, að sam-
þykkt var að stofna til kynn-
ingai'funda i mjólkurbúinu
sjálfu. Skyldi hinum 1200 með-
limum M. B. F. boðið að skoða
búið og njóta veitinga og
mergjuð áróðurshvatning við-
höfð í því sambandi.
Hófust svo þessar vakninga-
samkomur skömmu síðar í
Mjólkurbúi Flóamanna. Tveim
til þrem hreppum var boðið að
koma á hverja samkomu og
byrjað var á V.-Skaftfelling-'
um. Stjórnarforustan, Egill
kaupfélagsstjóri og fi-amsókn-
aragentinn hans tóku á móti
gestum og leiddu þá um hið há-
reista og glæsilega bú hröð-
um ski'efum. mjólkurbússtjói'-
inn var látinn benda á að þarna
væi'i strokkur og þarna væri
ker, síðan var sezt að kaffi-
veitingum í matstofu starfs-
fólks. Sungnir voru ættjarðar-
söngvar, er framsóknaragent-
inn Óskar Jónsson stjórnaði:
„Hvað er svo glatt sem góðra
vina fundur“ og „Ó fögur er
vor fósturjörð“, og vakti at-
hygli hve mikla tilfinningu foi'-
söngvari lagði í „og hoppa álf-
ar hjarni á, svo heyrist duna
í fellum“.
Sýnd var kvikmynd, er sýndi
fyrii'myndar mjólkurbú í Dan-
mörku, og hvernig fyrirmynd-
Stjörnubíó sýnir usn þessar mundir eftirtektarverða norska
mynd, „ViS deyjxun einir,“ en hún er gerð efíir sögu Davids (
Howarth um örlög norska föðurland'svina í síríðinu sem koma
á laun frá Shetlandseyjum. í>eir eru sviknir í hendur Þjóð- j
verjum, óg aðeins einn þeirra, Jan Baalsrud komst undan. — -
Myndin fjallar um flótta hans og þær hörmengar sem hann
ratar í, og sýnir þá aðstoð sem vinir og ýahdaíausir veittu hon-!
um, oft með því að hætta sínu eigin Iífi í baráttu við óvini og
óveður. Myndin hefur lxlotið mjög góðar viðtökur í Noregi, ogj
hcfur þar verið talin ein athyglisverðasta mynd sem gerð liefur.
verið lengi. Myndin verðúr enn sýnd í nokkra daga.
ar framleiðsla mjólkurbúa ætti
að lita út. ' ; . ; • j
Aðaláherzla var lögð á áróð-
urserindi, einkum fi'amsókn-1
i
aragentsms, en hann er mál-
glaður með eindæmum. Einn-
ig talaði stjómarfoi’ustan, Eg- ,
ill kaupfélagsstjói'i. Jafn ein-
hliða málflutningur mun vart
hafa heyrzt á íslandi, en á-1
herzla var lögð á að dásama
aðgerðir og hið margumtalaða,
ofurmannlega brjóstvit stjórn-
arforustunnar á undanförnum
árum. Ekki var farið út í þá
sálma, að verja ýmsar vafasam-
ar aðgei'ðir og framkvæmdir
— forðast að minnast á slíkt
sem heitan eldinn.
Það mun ekki hafa verið ætl-
ast til þess, að bændur tækju
þarna til máls. Þó stóðu nokkr
ir þeirra upp og mæltu nokkur
orð. Meðal annai's kom þarna
fram enn greinliegar en áður, j
að bændum þótti búið dýi't, það
hefði verið talað um 16 mill-
jónir, nú væri kostnaðurinn
talinn 69 milljónir eða meira.
Egill Thorarensen, sem er
á margan hátt heillandi maður
og mikill persónuleiki, svaraði
þessu á mjög einfaldan hátt,
eða oi'ðrétt: „Eg vissi alltaf, að
búið mundi kosta 70—80 mill-
jónir, en mér datt ekki í hug
að nefna hærri upphæð en 20
milljónir, vissi, að þið munduð
aldrei samþykkja það. Svo var
það líka fjái'hag’sráð, það varð
að fara í ki’ingum þá karla,
þeir hefðu aldrei samþykkt, að
„Sókn á sæ
og storð“.
„Sókn á sæ og storð“ heita
endurminningar Þórarins Ol-
geirssonar, ræðismanns og út-
gerðarmanns, sem út eru
komnar fyrir nokkru.
Þórai'inn Olgeirsson var einn
þeirra sægarpa sem þótti of
þröngt um sig hér heima og
réðst til stai'fa með Bretum.
Hefir hann dvalizt þar áratug-
um saman og getið sér hið
bezta oi'ð, bæði meðal þeirra
og íslendinga, sem hafa átt
eitthvað saman við hann að
sælda. En hann tvímælalaust sá
íslenzkur sjómaður meðal
Bi'eta, sem þekktastur hefir
e''ðið og mestrar vii'ðingar not-
ið heima og erlendis, enda ver-
ið fpjiu ti'únaðarstörf í stríði
og friði.
Það er Sveir.n Sigurðsson,
fyrrum íýtstjóri og útgefandi
Eimreiðarinnar, sem fært hefir
endurminiiingarnar í letur, og'
er nafn hans að sjálfsögðu
ti'ygging, fyrir samvizkusam-
lega unnu verki.
Vöruskipti -
Framh. af 1. síðu.
en 2490,4 millj. króna fyrir allt
tíu mánaða tímabiiið. Samsvar-;
andi tölur á síðasta ári voru'
278.5 millj. kr. og 2530,8 millj.
króna.
Um etta leyt i í fyrra var I
vöruskiptajöfnuðurinn óhag-
stæður um 520,5 millj. króna, en
á þessu ái'i er aðstaðan heldur I
betri eða 462,6 millj. króna. Þá
er þess að geta, að á þessu ári
höfðu verið flutt inn skip fyrir
nær 277 millj. króna, en á sama
tíma í fyx'ra voru keypt skip
fýrir 55 millj. kr.
við byggðum svona dýrt bú.“
Fá orð en ótvíræð og sögð af
mikilli hreinskilni. Það skal
fram tekið í þessu sambandi, að
mjög vafasamt er talið, að
nokkur samþykkt sunnlenzkra
bænda liggi fyrir um að byggja
hið nýja Flóabú, svo ekki sé
meira sagt.
Það má til tíðinda telja, að
á fundum þessum stóðu ýmsir
málsmetandi bændur á Suður-
landsundirlendinu upp og
deildu harðlega á stjórnai'for-
ustuna og einræði innan M. B.
F. i málefnum bænda. Mál-
flutning framsóknaragentsins
töldu þeir vægast sagt óvii'ð-
ingu við „sunnlenzka sam-
vinnu“ og var hann af ýmsurn
harðlega víttur á fundum þess-
um. Þá var vitnað í Vísisgrein-
ina frá 30. sept. og tilefni henn-
ar og beinlínis spurt, hvers
vegna greininni væri ekki svar-
að, og hvers vegna engin til-
raun væri gerð til að hrekja
það, sem þar er sagt. Beinar
fyrirspurnir komu þarna fram
til stjói'nai'foi'mannssins í ,sam-
Hermann Prey
komiitn hingað.
Syngur á máitudag.
Þýzki ópcrusöngvarinn Iler-
mann Prey til landsins í gær-
kvöldi og ætlar að syngja fyrir
styrktarfélaga Tónlistarfélags-
ins n.k. mánudags- og þriðju-
dagskvöld.
Hei-mann Prey er tónlistar-
unnendum hér að góðu kunnur,
þar eð hann hefir áður komið
hingað í söngheimsókn. Hann
er með eftirsóttustu söngvurum
við ópei’uhús víðsvegar um
Þýzkaland og víðar, en auk þess (
ágætur ljóðasöngvai'i. Á tón-
leikunum eftir helgina, syngur ^
hann lög eftir Schubert og Beet-
hoven, m. a. lagaflokkinn „An
die feme Geliebte“. !
bandi við mistök, sem áft hafa
sér .stað í búinu og drepið er á
í gi'eininni. En svör fengusÞ
engin, aðeins handasveiflur og
höfuðhristingiu', og sungið var
„Blessuð sértu sveitin mín“,
mönnum síðan ekið heim í
sveitina sína, til bús og barna.
Það er mikið talað um lýð-
ræði og samvinnuhugsjónir —-
og stefnur á Suðurlandsundir-
lendinu þessa dagana, að af-
loknúm þessum vakningasam-
kundum í Mjóíkurbúi Flóa-
manna.
Tekið skal fram, að nokkrir
af mætustu bændum austan
fjalls neituðu að sitja þessar
áróðui'sveizlur og fóru hvergi.
St. Þ.
Helgu hvolfir —
Framh. af 1. síðu.
slóðum. Enginn varð var við
blys þeii-ra og voru þeir að
hrekjast þarna á fjölfarinni.
siglingaleið í tvær klukkustund
ir án þess áð eftir þeim væri tek
ið. Loks kom þar þýzki togarinn
Weser frá Bremex’haven, og tók
mennina um borð. Var þeim
veitt hin bezta aðhlynning og
föt þeirra þurrkuð meðan tog-
ai’inn sigldi ítil Reykjaúikur.
Weser átti eftir einn dág á mið-
unúm, og var að færa síg, er
hann rakst á skipverja af Helgu.
Eftir að hafa sltilað mönnúnumi
í land lét togarinn úr höfh.
Ái'mann Friði'iksson, sem vai’
eigandi Helgu.er einn bezti fiski
skipstjóri landsins, hefur hann.
nú misst gott og happasælt skip.
Hann var nýbúinn að útbúa skip
sitt með kraftblökk og nýjustu ,
gerð a,f asdic. Helga var Sviþjóð- ,
ai'bátur, 110 rúmlestir, og skip-
aði undir stjórn Ármanns önd-
vegissess meðal íslenzkra íiski-
skipa.
Ekki er ráð nema í
tíma sé tekið.
Sjáið orsakir tannskemmda 09 vamir
gegn þeim.
Tannlæknal'élag íslands vill
gera alt, sem í þess valdi stend-
ur til þess að unnt sé að draga
seni mest úr sjúkdómunx í tönn-
uni og umhverfi þeirra.
í þeim tilgangi var svo opn-
uð gluggasýning á vegum fé-
lagsins í glugga Moi’gunblaðs-
ins í Aðalstræti, þar sem leit-
ast er við að skýi’a á einfaldan
hátt helztu orsakir tann-
skemmda og varnir gegn þeim.
Ennfremur eru þar sýnishorn
ýmissa fæðutegunda, hollra og
miður hollra. Og sýnd er rétt
aðferð tannburstunar.
j Það er von Tannlæknafélags-
ins, að sem flestir leggi á sig'
það ómak að líta í Morgun-
jblaðsgluggann þessa daga og
verji nokkrum mínútum til þess
að glöggva sig á orsökum og'
gangi þessa útbreiddasta sjúk-
dóms mannkynsins og hvernig’
helzt megi verjast honum. —
Uppsetningu gluggasýningai'-
innar annaðist frú Kristín Þor-
kelsdóttir.
Framiuktir i „Skoda"
Kveikjulásar, hita- og benzínmælar, Ijósaskiptar, hraða-
mælisbarkar, inni og útispeglar, inniljós, flautur, rafgeymai’,
perur, allar gerðir.
SIUYRKLL
Húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.