Vísir - 28.11.1960, Side 3
Mánudaginn 28. nóvember 1960
TfSIB
Nýjar
Loga
bækur
Benni í Indó-Kína
er bráðsnjöll bók um flugævintýri
Benna og félaga. — Benni er nafn,
sem allir íslenzkir drengir þekkja.
Benni í Indó-Kína er óskabók allra
drengja.
Shtrley verður ftugfreyja
Konungar geimsins
segir frá hinu ævintýraríka starfi, sem
flestar stúlkur þrá. Shirley verður flug-
freyja er vafalaust bókin , sem allar stúlk-
nr aska ser.
er önnur bóldn í bókaflokknum um
geimferðaævintýri Rex Clintons. — Til-
valin gjöf fyrir unglinga sem unna nýj-
um og spennandi ævintýrum.
Eg hefi valið að ræða við
ykkur um geðvernd barna. Það
mál hefir ekki verið ýkja mikið
kynnt hérlendis og geri eg mér
því vonir um, að ekki sé borið
á bakkafullan lækinn, þó að
lítið eitt sé frá því sagt.
Geðvernd er einn þáttur al-
mennrar heilsugæzlu eða heil-
brigðisvama. Segja má að heil-
brigðisvarnirnar séu tvenns
Jconar: andleg heilsuvernd, —
«ða geðvernd —, og líkamleg
heilsuvernd. Langt er orðið síð-
an við íslendingar tókum að
sinna líkamlegri heilsuvernd og
skipuleggja þau mál. Margir
snætir menn hafa þar lagt hönd
á píóginn, miklu fé hefir verið
varið, enda getum við stært
okkur af góðum árangri. Þorri
manna er orðinn býsna vel að
sér um líkamlega sjúkdóma,
veit hvernig á að verjast þeim
og hvað ber að gera, ef sjúk-
dóms verður vart. Baráttan
gegn líkamlegum sjúkdómum
hefir á seinni árum snúizt meira
og meira í þá átt að koma í veg
fyrir að sjúkdómar yrðu til.
Mæður fá fræðslu um meðferð
ungbama. Árlega flykkjast þús-
undir ungra íslendinga til bólu-
setninga og almennrar heil-
brigðísskoðunar. Gleðilegt er til
þess að vita að við höfum rétt
svo úr kútnum í þessum efnum,
að við megum þar teljast meðal
fremstu menningarþjóða. Allt
værí þetta gott og blessað og
nægilegt ef maðurinn væri ein-
ungis líkami, eða ef afleiðing
líkamsheilsu væri ætíð andleg
heilsa. Þessu er þó ekki alltaf
þann veg farið. Hægt er að vera
líkamlega hraustur og eiga þó
við andlega vanheilsu að stríða.
Geðræn vandamál geta engu að
síður náð að þróast, þó að lík-
áminn sé hraustur og vel nærð-
ur.
Nauðsyn andlegrar
heilsuverndar.
Það er eiginlega fyrst nú, að
mönnum er farið að verða ljóst,
að nauðsynlegt er að skipu-
leggja andlega heilsuvernd eins
vandlega og rækilega og þá lík-
amlegu eigi heilbrigði þjóðar-
innar og velferð að verða velj
borgið. Þar eigum við mikið
verk fyrir höndum og dýrt, þó
að dýrara verði til lengdar að
vanrækja það. Almenningur
þarfnast fræðslu. Fræðslu um
andlega sjúkdóma og hug-
vandamál. Fólk þarf að vita
hvenær ástæða er til að það
leiti sér lækninga. Því þarf að
verða ljóst að heimskulegt og
hættulegt er að fara í felur með
jafnrétti á við þá líkamlegu.
Ennþá hljóma orðin „Kleppur“
og „klepptækur“ nokkuð sér-
staklega í eyrum flestra íslend-
fésta á sig sjúkdómsheitið
Vísir varft þess var, þegar
Sigurjón Björnssan hafði
flutt í útvarpið — þ. 21. okt.
sl. —- erindi það, sem hér fer
á eftir, að margir töldu það
svo merkilegt, að rétt væri
að það birtist á prenti. Hefir
blaðið því fengið leyfi til
birtingarinnar. — Millifyrir-
sagnir eru blaðsins.
sniðið eftir getu þeirra. Við
horfum á hegðunarvandkvæðin
vaxa ár frá ári, það eru oft við-
brögð lítilmagnans, sem situr
skuggamegin í tilverunni. Og
jvið höfumst ekki að. Jafnvel
foreldramir sjálfir rísa ekki til
andmæla, því að. þá getur það
orðið lýðum ljóst að þau eiga
aumingja, sem; getur ekki lært.
Við gleymum því tíðast að bak
'við sýndarhjúp sljóleikans,
námsleiðans, uppreistarinnar
eða hvað við viljum kalla það, j
búa iðulega grimm örlög, sem
bitnuðu á saklausum.
[ Vissulega et afstöðubreyting-
GEÐVERND
andleg mein sin og fyrirverða
sig fyrir þau. Og það þarf að
láta því nægilega aðstoð í té.
Það þarf að kenna fólki að
verjast þessum sjúkdómum og
fyrst og fremst þarf að koma í
veg fyrir að þeir verði til, þar
sem það stendur í mannlegu
valdi.
Firrur og hjátrú.
Þar er eg kominn að geðvernd
barna, því vitað er að flestar
geð- og hugveilur eiga sér upp-
tök í bernsku. Grundvöllurinn
undir öllum raunhæfum aðgerð-
um í geðverndarmálum er af-
staða þjóðarinnar til andlegra
meinsemda. Eins og að líkum
lætur eigum við þar við margs
konar hleypidómafirrur og hjá-
trú að stríða, sem nauðsynlegt
er að uppræta. Mjög skortir á
að við veitum geðrænni veiki
,,móðursýki“. Og hvað dettur
inga. Og fáir mundu vilja láta
mörgum i hug að það sé raun-
veruleg veiki, sem hægt sé að
lækna og sem þurfi að lækna?
Við erum sammála um að heila-
himnubólga sé hættulegur og
alvarlegur sjúkdómur og sízt
dettur okkur í hug að hafa hann
í flimtingum. En þegar sá sjúk-
dómur skilur eftir sig spor sín
sem greindarskortur, hættir
okkur við að kalla það heimsku.
I'
Menjar erfða
eða áfalla.
; Erfiðlega gengur að reisa
þeim sjúklingum hæli, nema þá
helzt ef þeir eru algjörlega ó-
sjálfbjarga. Við látum hin
treggreindu börn okkar, sem
'bera saklaus menjar erfða.eða
áfalla, flækjast í barnaskólun-
■ um okkar, þar sem ekkert er
ar þörf á öllum þeim sviðum,
sem að geðvernd lúta. Á það
verður vart lögð nægileg á-
herzla.
Örlítið skref
í áttina.
Með opnun geðverndardeild-
jar fyrir börn í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur hefir verið
stigið örlítið skref í áttina til
skipulagningar geðverndar-
mála. En það er aðeins fyrsta
sporið af mörgum sem taka
þarf. Er þar fyrst til að taka,
að deild þessi er ekki opin öðr-
um en Reykvíkingum. Næsta
stig þyrfti að vera að koma á
fót fullkominni rannsókna- og
lækningastöð fyrir allt landið.
Og það er heldur ekki nóg.
Lækninga- og rannsóknastöð
getur ekki hjálpað nema nokkr-
um hluta þeirra barna, sem ‘
þangað er leitað með. Hún getur
e. t. v. rannsakað þau öll, en
að því er lítið gagn, ef börnin
eru svo send heim að lokinni
rannsókn, og allt situr í sama
farinu eftir sem áður. Eg vil
útskýra mál mitt nokkru nán-
ar. Geðverndardeildin getur
aðeins hjálpað þeim börnum,
sem eiga heimili í Reykjavík og
geta komið þangað lækninga-
tíma einu sinni eða oftar í viku.
Þau börn, sem haft geta not af
þessari lækningu þurfa að hlýta
eftirtöldum skilyrðum:
1) Þau þurfa að geta búið
heima hjá sér,
2) þau þurfa að eiga foreldra
eða aðra vandamenn, sem
hægt er að eiga nána sam-
vinnu við,
3) þau mega ekki vera hald-
in öðrum sjúkdómum en
vægri taugveiklun af ein-
hverju tagi,
4) og þau þurfa að vera til-
tölulegá ung að aldri.
Mörg er ekki
hægt að aðstoða.
Þau börn, sem ekki er unnt
að aðstoða með þessu móti, eru
mörg. Kemur þar til greina
bæði sjúkdómur barnsins og
umhverfi. Rannsókna- og lækn-
ingastöð þarfnast því nokkurra
hjálparstofnana, eigi hún að
nýtast fyllilega. Það kann ef til
vill að virðast fánýtt að þvlja
hér upp óskalista, en hann ætti
þó að geta sýnt okkur betur en
annað, hversu skammt við erum
á veg komin í geðverndarmál-
unum. Sjúkdómi sumra barna
er þann veg háttað, að ekki er
unnt að rannsaka þau að fullu,
nema því aðeins að hægt sé að
fylgjast með öllu atferli þeirra
um nokkurt skeið. Fyrir þau
börn þyrfti að koma upp sjúkra-
deild í sambandi við rannsókna-
stöðina.
Öðrum börnum er unnt að
hjálpa ef þau eiga þess kost að
Framh. á 9. síðu.