Vísir - 22.12.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 22.12.1960, Blaðsíða 6
JL Vf SIR Fimmtudaginn 22. desembei 1965 nmmms. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐ> ÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Tiilr kemur út 300 daga Q a-'. vmst 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Eltstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræíi 3. Ritstjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. ÓfuHnægjandi svör. Þjóðviljinn hei'ur verið tregur tii að svara spurningum um erindi þcirra Kristins Andréssonar og Einars Olgeirs- sonar á þing konnnúnistaleiðloga í Moskvu fyrir skömmu. I«ó kom þar í gær, að blaðið sér sér eicki stætt á þögninni lengur. Ekki er þó mikið á svarinu að græða fram yfir það sem áður var vitað. Blaðið ininnir á að það standi í stefnu- skró Sósíalistaflokksins, að liann standi „utan allra póii • tískra alþjóðasamlaka,“ og þar með er fólki ætlað að trúa því, að flokkurinn sé saklaus al' öllum kommúnisma. Síðan kcmmúnistaflokkurinn á ísiandi tók sér gervinöfnin Sósíalistaflokkur og Alþýðubandalag hafa t forustumenn 'hans haldið því fram, að hann væri vinstri sinnaður verkalýðsflokkur, eða alþýðuflokkur, algerlega óháður aðalstöðvum kommúnismans í Moskvu og fengi engar fyriiskipanir baðan. En þrátt fyrir þessar fullyrðingar er aldrei haldið svo alþjóð- legt kommúnistaþing eða ráðstefna, að þessi islenzki og „óháðl sósíalistaí lokkur“ sendi ekki þangað full- trúa og hagi síefnu sinni og áróðri eftir þeim sam- þykktum og ályktunum, sem þar eru gerðar. Nálega allir sósíalistaflokkar í lýðfrjálsum löndum berjast gegn kommúnisma og fordæma þann vfirgang og ofbeldi, seni Rússar bafa beitt þjóðirnar fyrir austan járn- tjald síðati seinni heimsstýrjöldinni lauk. En engin ódæðis- verk, sem kommúiustar liáfa unnið á vamarlausum þjóð- um hafa verið svo ill í augum liinna íslenzku sósialista- foringja, að þeii' sæju ástæðu lil að láta skýra frá þeirn eða víta þau í ræðu eða riti. Þvert á móti hafa þeir látið ldöð sín verja framferði Bússíi í [icssum löndum. Það er segin saga, að þeg-ar íslénzkir „sósíalistar“, sem réttu nafni heita kommúnistar, eru komnir í vandræði með að verja dekur sitt og þjónustu við Rússa, ráðast beir með offorsi á forustumenn lýð- ræðisflokkanna og saka bá um undirlægjuhátt og þjónustu við erlent vald. Síðasta dæmið um þetta er forustugrein Þjóðviljans á þriðjudaginn var, sem bar heitið: Utanstefnur. Til þess að reyna að breiða yfir það, að Kristinn og Einar fóru ausíur til Mcskvu, til þess að sitja kommúnistaráðstefnu og sæltja þangað línuna, er nú reynt að gera utanfarir íslenzkra íáð- herra tortryggilegar og stjórnarvöld landsins borin þeim sökum, að þau geti ekki tekið afstöðu til nokk- unii meiriháttar vandamála, nema ræða fyrst við forustumenn erlendra ríkja. Þessi áróðursaðferð er ekki fremur en annað fundin upp af íslenzkum kommúnistum. Hún er notuð af sálu- félögum jæirni um allan heim og þykir mjög hentug. Ög menn mega ævinlega ganga að j>ví vísu, að þegar kommún- istar hrópa liæsl um að aðrir flokkar séu að svíkja Iand sitt, eru þeir sjálfir að brugga því launráð. Álíl afviniinlbílstjjóra: Ríkið stulllar aS leynivmsöíu — skspar glæpamenn. tKvlzia váð iíl íír/ióííi er nd svlgu áSvtnfgi tií nsiðnfvitis eðu tonfjw- Bifreiðastjórafélagið Frami í í Reykjavík hefir nýlega farið fram á j>að við Dómsmálaráðu- neytið, að útsölur Áfengisverzl- unar ríkisins verði opnar fram til kl. 23.30 öll kvöld vikuinnar nema föstudaga og laugardaga, þá verði þær opnar til kl. 1 eftir miðnætti. Félagið færir þau rök fyrir þessari málaleitan sinni, að eft- irspurn sé svo mikil eftir á- fengi hjá leigubílstjórum eítir að útsölum Áfengisverzlunar- innar hefir verið lokað á kvöld- in, að þeir leiðist í freistni til að hjálpa viðskiptavinum sín- um um vín. Með því að hafa út- sölur Áfengisverzlunarinnar opnar fram undir og fram yfir miðnætti geti þeir sem langar í vín farið beint þangað og þurfí ekki að leita til bifreiða- stjóra eítir áfengi. Þá mótmælir félagið þeirri aðferð lögreglunnar að elta uppi bifreiðar sem eru í akstri og þessu efni framvegis. I bréfi bifreiðastjórafélags ins til dómsmálaráðuneytisins segir ennfremur: „Með óbrey ttu fyrirkomu- lagi í þessum málum verðui ekki anna'ð sagt, en að ríkis- valdið sé beinlínis að stuðla að leynivínsölu og gera menn að aíbrotamönnum, sem annars myndu aldrei láta sér í hug koma, að fremja slík lögbrot, hvorki gagnvart þessu eða öðru.“ Ný Ijóðabók. í dag kcmur á bókamarkað- inu Ijóðabók B. M. Brekkmann, Frækom. Formálsorð ritar scra Jón Guojónsson, prestur á Akra nesi Bókin var í sumar gefin út í 500 tölusettum eintökum, en krefja farþegana sagna um er- mjög mun nú gengið á upplag- indi þeirra í bifreiðarnar. Telur ið, svo að það sem nú kemur félagið, að með þessu sé „gengið fram af henni er takmarkað. á öryggi farþega leigubifreiða Bókin er allstór og fallega og vafasamt að sllkt fái staðizt“. bundin, en verði þó stillt í hóf. Gerir félagið kröfu til þess, að Hún verður til sölu í Bókaverzl önnur aðferð verði við höfð í un ísafoldar í Austurstræti. Aukin hryðJuveHt koffimúnista í Vietnain-lýiveklmu. í Bándaríkjafréttum er sagt frá aukiimi hryðjuverkastarf- semi kommúnista í Vietnam- lýðveldinu. Hafa þeir þar með höndum víðtæka starfsemi til að grafa undan rótum lýðveld- isins, fremja skemmdarverk og niorð. Lincoln White, blaðafulltrúi bandai'íska utanríkisráðuneytis- ins, sagði m. a. um þetta við fréttamenn: „Það er vitanlega erfitt, ef ekki ógerlegt, að samræma þetta atferli þeirri stefnu, sem kommúnistar þykjast fylgja um friðsamlega sambúð þjóða í niilli — og afskiptaleysi um innanríkismál annarra landa. Það fer ekki hjá því, að al- menningur út um heim veiti þvi athygli hver munur er hér á hátíðlegum yfirlýsingum og atferli". White sagði, að allt benti til,1 að kommúnistar hefðu haft sig meira í frammi en áður hvar- vetna í Viet Nam til slíkra verka, sem a'ð ofan er greint frá, einkanlega þó í þorpunum, þar sem mörg sprengjutilræði hafa átt sér stað, og þorpsleiðtogar, sem neituðu samstarfi við kommúnista, verið myrtir. Msrkileg bók. Ritsaln Irú Theodóru Thsroddsen. Þegar þulur frii Theodóru Thoroddsen komu fyrst út á prenti vöktu þær alþjóðarat- hygii. Þær bjuggu yfir því lífi og þeirri þjóðsagnakenndu dul- úð, sem hreif alla Ijóðaunnend- ur og líka þá sem heillast gátu af rómaníík liðinna tíma og þjóðleguin fræðum. Frá þeim tíma efaðist enginn hvorki um gáfur né skáldskap- aræð frú Theodóru, enda birt- ist úr því víðsvegar eftir hana ljóð og óbundið mál og þótti henni takast hvaðeina vel. í haust réðist Menningarsjóð- ur í að gefa út ritsafn frú Theo- dóru og hafði áður fengið próf. Sigurð Noi'dal til að annast út- gáfuna og skrifa um frú Theo- doru og ritstörf hennar. Þetta er löng ritgerð og merkileg, sennilega einhver lengsta rit- gerð próf. Sigui'ðar á íslenzku um nær tveggja áratuga skeið. í henni kemur það Ijóst fram að Sigurður er jafnsnjall höf- undur og áður og engin elli- mörk á stílsnilld hans að finna. I þessari ítarlegu ritgerð sinni rekur próf. Sigurður ævi frú Theodóru og kemst þá ekki heldur hjá því að rifja upp nokkra höfuðþættj úr sögu og starfi bónda hennar, Skúia rit- stjóra og alþingismanns. Þá lýs- ir Sigurður og ritstörfum og skáldhneigð frú Theodóru, hæfi leikum hennar og mannkostum. í þetta ritsafn eru. bækur frú Theodóru ritgerðir frásagnir, þulur, ljóð og stökur. sem áður hefur komi'ð út á prenti, en mörg viðbótin er tekin upp ú. handritum, sem almenningu'. hefur ekki haft aðgang að til þessa. Hér er því miklu meira lestrarefni saman komið, en flesta hafði grunað að eftir frú Theodóru lægi. R.itsafninu er skipt í eftirfar- andi þætti: Þulur, kvæði og stökur, Vísnaþætti, Eins og. gengur, Minningar, Af ýmsu. tagi, íslandsk, Folketru og þýddar sögur Bókin er hátt á 4. hundrað þéttprentaðar síður og prýddar myndum. Sömu vlnnubrögð. BGRGNAL A sama tíma, sem íslenzkir kommúnistar eru að senda menn á ráðstefnur sálufélaga sinna, l>æði austur í Moskvu og víðar, þar sem m.a. er ráðgast uni hvaða aðfcrðir muni iljótvirkastar til þess að svipta íslenzku þjóðina sjálfstæði sínu og andlegu lrclsi, látast þeir vera eldheitir ætljarðar- vinir. Sama leik léku skoðanabræður þeirra einnig í lönd- unum fyrir austan járntjaldið, meðan þeir voru að svíkja þjóðir sínar undir rússnesk yfirráð. íslenzkir kommúnistar hafa gert sér það ljóst fyrir löngu, að yfiignæfandi meiri hluti þjóðarinnar er andvígur stefnu þeirra. Þetta er ekkert séreinkenni á Islendingum, því kommúnistísku þjóðskipulagi hef-! ur til þessa hvergi í heiminum verið komið á nema me‘ð ofbeldi. Hins vegar hefur valdatakan oftast verið undirbúin með því, að svikararnir og ofbeldisseggirnir hafa þótzt vera einlægir ættjarðarvinir og málsvarar aiþýðunnar. Þeir sem cigíi erfitl með að trúa því, að íslenzkir kommúnistar vilji svíkja þjóð sina, ættu að kynna sér hvemig kommúnistar í öðrum löndum starfa, og mun þá koma í Ijós, að viiumbrögðin eni nákvæmlega hin sömu. Gleðjið þá, sem bágt eiga. Hjálpsemi Reykvíkinga hef- ur lengi verið viðbrugðið, þegar þurft hefur að gera stórt átak til hjálpar, þegar mikil slys hafa borið að höndum, og marg dr eiga um sárt að binda. Segja má, að þá leggist jafnan allir á sömu sveif, og leggi fram sim> skerf, lítinn eða sniáan, af sama góða hugarfarinu. En það er ekki eingöngu við slíkt tæki- færi, sem þessi hjálpfýsi kemur í ljós, — hún kemur fram viðj nýmörg önnur tækifæri, og i meðal annars fyrir jólin ár j hvert. Þá minnast menn þess j mitt í jólaönnunum, að til eru! stofnanir sem taka að sér það, hlutverk, að hjálpa einstæðum' mæðrum, ekkjum og öðrum, sem myndu eiga dapurleg jól, ef einhverjar stofnanir eða ein- staklingar yrðu ekki til þess að hjálpa. En hjálp stofnana eins og' Vetrarhjálpar, Mæðrastyrks- nefndar og fleiri, byggist að sjálfsögðu á framlagi einstakl- inga og' ýmissa fyrirtækja og stofnana. — Þessai' línur eru ritaðar til þess að minna á þær — að enn er hægt að koma til þeirra gjöfum. peningum eða fatnaði, öll hjálp er með þökk- um þegin, og því almennari | sem framlög manna verða því, meiri mun jólagleðin hjá þeim,' sem nú haía lítið eða ekkert til þess að gerá sér dagamun um j jólin. Starfsemi Lions- kiúbbs. Hér í bæ er starfandi fámenn ur kiúbbur, Lionsklúbburinn Baldur, sem hefur tekið sér þarft og gott verkefni, eins og fram kemur í eftirfarandi þakk arbréfi, sem óskað hefur verdð eftir, að birt væri í þessum dálki: Lionsklúbburinn Baldur þakkar yður fyrir að hafa að- stoðað okkur við það verkefni, sem við höfum unnið að að und anförnu, sem sé sölu á ljósaper um til ágóða fyrir Styrktarfé- lag vangefinna. Satt að segja, þá tókst þetta svo vel, að jafnvel þedr bjart-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.