Vísir - 16.01.1961, Síða 6

Vísir - 16.01.1961, Síða 6
VlSIR Mánudaginn 16. janúar 1961 VI8IR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐA ÚTGÁFAN VlSIR H.F. Vidr kemur út 300 daga a ari, vnnist 8 eða 12 blaCsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritatjómarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar yskrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritatjómarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30.00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Flaug Byrd aldrei yfir Norðurpólinn? Prófessor Líljequist í Uppsölutn telur sig hafa sannanir fyrir því, að svo sé. Hörmungarnar í Kongó. Segja niá, að síðan Konf»ó fékk sjálfstæði úr höndum lielga á niiðju síðasta ári hafi fregnir þaðan verið aðeins á. einn veg. Landsmenn því að þarna eru svo óskyldir ætthálkar og litt tengdir innbyrðis, að varla er um þjóð að tala i þeirri nierkingu, sem það orð hefir fengið - hafa verið sjálfum sér sundurþykkir í einu og öllu, barizt hefir verið um völdin án afláts og síðan hefir hungui'sneyð fylgt í kjölfar ringlurciðarinnar, enda vart við öðru að búast.j Fyrir bragðið er nú svo komið, að hungurdauðinn einn virðist bíða tuga þúsunda og ef til vill enn fleiri. Frelsið hefir löngum verið taLið hið eftirsóttasta hnoss. en þá því aðeins að þeir kunni með að fara, sent það vilja öðlast. I Kongó hefir hinsvegar farið svo, að tandsmenn hafa ekki verið við frelsinu búnir og- hefir Belgum verið legið á hálsi fyrir að hafa haldið landsmönnum svo niðri, að þeir sé eins og óvitar, þeg- ar hin mikla stund kemur. I’ettít má til sannsvegar færa, en hitt cr ekki síður rétt, að það hefir ekki síður orðið Kongómönnum hættulegt, liversu rnargir þeir fyrirmenn eru, sem telja sig eina færa um að tak;i völdin og segja öðrum fyrir verkum. Þessir menn eru sannfærðir, að þeir sé að minnsta kosti nægilega jtroskaðir, menntaðir og þjálfaðir til að vera forsjá þeirra, sem í landinu húa. Leikur ekki á tveim tungum, að ástandið í lnndinu væri j)ó enn verra, ef Sameinuðu jjjóðirnar hefðn ekki skorizt í leikinn. Þá mætti til dæmis gera fastlega ráð fyrir, að flugumenn kommúnista hefði. náð svo góðri fól- festu að landið væri nú orðið rauð eyja í hinni svörtu álfu. RKÍ. ætiar að hjálpa. Alþjóða Rauði krossinn hefir látið boð ganga um heim allan, þar sem hcnum er heimilt að starfa, og heitið á alla góða menn að veita nú aðstoð þeim, sem illa eru á vegi staddir í Kongó, því að þar sé mikil þörf allskonar matvæla. Rauði Kross Islands hefir tilkynnt, að hann muni senda nokkuð af skreið jiarna suður, enda er lutn hin heppileg- asta niathjörg handa þeim, sem þjást af næringarskorti. En félagið á ekki eins miklar hirgðir af skreið og það liefir hug á að senda, svo að j>að hefir snúið sér til almennings í landinu. Það heitir á menn að reynast nú vel eins og oft áður — til dæmis fyrir tæpu ári, jtegar það bað menn um aðstoð vegna hönnunganna í Agadír, en um daginn var sagt frá árangrimtm, sem er fólginn i því, að á hverjum degi fær fjöldi hariia tiæringu vegna gjafa Islendinga. Við íslendingar höfum löngum bótt hóngóðir menn og örlátir, þegar á hefir bjátað hjá náunganum. Nú reynir enn á samúð okkar með þeim, sem grátt eru leiknir af örlögunum. Gerum Rauða krossinum kleift að sýna enn einu sinni, að örlæti íslendinga er í öfugu hlutfalli við mannfjöldann sem byggir Frón. Féiag sem þarí að efia. Rauði Kross Islands vinnur mikið starf og golt, bæði fvrir Islendinga og aðrar jijóðir, sem verða fyrir einliverjum Iiörmungum. Til allrar hamingju hefir Jietta félag ekki jiurft að hjálpa vegna náttúruhamfara hér á landi, en verkefni |)ess hafa verið ærin samt. Það á til dæmis j)ær sjúkrabifreiðar, sem starfræktar eru, og jxer flytja þúsundir manna á ári hverju fyrir lítið gjald. Og ekki má heldur gleyma því starfi, sem unnið er fyrir æskuna, j>ví að murgir unglingar fá ttðeins tækifæri til að dvélja í sveit, af |)vi að Rauði Krossinn liefir starfrækty sumarhúðir árum suman. Hér á landi eru mörg félög starfandi fyrir ýmis velferðaimál. Rauði krossinn er eitt heirra, og al- menning-ur ætti að reyna að efla hann eftir mætti, svo að hann sé alltaf reíðubúinn, þegar þörf er hjálpar. í Svíþjóð hafa að undan- förnu heyrzt raddir meðal fræði manna, þess efnis, að Byrd að- míráll hafi aldrei komizt til Norðurpólsins í flugvél sinni, 9. maí 1926. Einn af þeini sem hefur látið hafa þetta eftir sér, er prófessor Gösta H. Liljequist við háskólann í Uppsölmn. Liljequist hefm- stmigið upp á því; að sett verði á laggirnar sérstök nefnd sem fjalli um þetta mál, og rannsaki þau gögn sem fyrir hendi eru um þetta flug. Að minnsta kosti tveir aðrir, sænskir fræðimenn hafa látið í ljós svipaðar skoð- anir. Byrd var á undan Norðmann inum Roald Amundsen, í kapp- hlaupi því sem þeir háðu á sín- um tíma til Norðurpólsins. — Tvisvar sinnum mistókst Amundsen, 1923 og 1925, en 1926 hafði hann í hyggju að fljúga til pólsins í loftskipi. Daginn áður en Amundsen ætlaði að leggja upp. fór Byrd aðmíráll ásamt Flóyd Bennett í þriggja hreyfla flugvél af Fokker gerð, sem bar nafnið Josephine Ford. Þeir lögðu upp frá sama flugvelli og Amund- sen ætlaði að fara frá daginn eftir. Flugferðin tók fimmtán og hálfa klukkustund, en að þvi loknu varð Amundsen manna fyrstur til þess að óska Byrd til hamingju. Prófessor Liljequist heldur því fram, að við þau veðurskil- yrði sem ríktu flugdaginn, sé það mjög vafasamt að hann hafi flogið frá Spitzbergen, til pólsins og til baka, á svo stutt- um tíma. Einkum segist hann vera vantrúaður á þær upp- lýsingar sem Byrd gaf um þann tíma.er tekið hefði að fljúga frá pólnum og til baka. Ef skýrslur þær, sem lagðar voru fram um flugferðina eru réttar, þá myndi Byrd hafa haft meðvind sem nálgaðist rok, en slíkt væri mjög ósennilegt með tilliti til þess, að flugleiðin lá um há- þrýst.isvæði. Annar sérfræðingur um pólferðir, og fyrrverandi pólfari sjálfur, dr. Walter Schytt í Stokkhólmi hefur stutt kenningar próf. Liljequist um þessi efni, og jafnframt heldur hann því fram, að Peary aðmír- áll hafi ekki orðið fyrstur manna til þess að komast til Norðurpólsins Hinn bandaríski landkönnuð- ur var álitinn hafa náð til Norð urpólsins í sjöttu tilraun sinni, 6. apríl 1909, i fylgd Matthew Henson og nokkurra Eskimóa. Peary heldur því fram, að hann hafi farið 246 kílómetra á fjórum dögum, eða sem nemur 60 km á dag að meðaltali. Um þetta hefur dr. Schytt sagt, að það sé mjög ólíklegt, en öllu trúlegri sé þó sú fullyrðing Peary að hann hafi aðeins þurft 56 klukkutíma til þess að halda til baka frá pólnum, eins og hann segir sjálfur. „Það er ein- faldlega ekki hægt að trúa því, að svo gamall maður, sem kunni ekki að ganga á skíðum, og varð því að ferðast fótgang- andi, hafi getað lagt að baki sér um 100—120 km á dag, á óslétt- um heimskautaís,“ segir dr. Schytt ennfremur. Próf. Liljequist, sem nú er 46 ára gamall, mun innan skamms gefa út niðurstöður rannsókna sinna um þessi efni. Sögniti uni dauða snjómannanna. Hún kom fram í dagsljósið, ásamt því sem talið var vera höfuðleður snjómannsins, í leiðangri Hillarys. Sir Edmund Hillary efndi til blaðamannafundar fyrir nokk- uru, er hann var staddur í Katmandu. Þar var hann m. a. spurður að því, hvort hann hefði í hyggju að gerast stjórn- málamaður í heimalandi sínu í náinni framtíð. Sir Edmund svaraði því til, að „sem stæði hefði hann meiri áluiga á leið- angri sínum“, þ. e. a. s. þeim, sem komst á snoðir um tilveru höfuðleðursins af snjómannin- um svonefnda. Hann sagðist vera mjög á- nægður með árangurinn af þessari ferð, sem hann sagði að hefði farið fram úr öllum áætl- unum. Er spurningar voru lagðar fyrir hann, um það hvort hér ! væri á ferðinni ósvikið höfuð- leður af snjómanni, sagði Sir Edmund, að það væri ekki nauðsvnlegt til þess að hægt væri að segja, að leiðangurinn hefði verið árangursríkur, að lifandi snjómaður fyndist. Nóg væri, að svar fengist. I Það höfuðleður, sem hér er á ferðinni, er talið um 240 ára j gamalt, og hefir lengi talizt til | helgra muna í fjaliaþorpinu Khumjung í Nepal. Þar þurfti j samhljóða atkvæði allra þorps- I búa til þess, að fara mætti með' það úr þorpinu. Þar segja menn sögu um til- veru snjómanna: Eitt sinn var allur sá hluti Himalayafjalla, sem liggur í Nepal, þéttsetinn snjómönnum. íbúar héraðsins lifðu þar í góðu sambýli við þá, en þar kom. að snjómenn- irnir gerðust manætur. Þá þurftu menn að grípa til ein- hverra ráðstafana, tií þess að vernda sig fyrir hættunni. Sá, sem réð mestu um hag hinna innfæddu var prestur, sem hafði svarið þess dýran eið, að drepa aldrei. Því neit- aði hann því, að gengið væri til orustu við snjómennina, heldur skyldu þeir sjá fyrir sinni eigin útrýmingu. Því gerðu hinir innfæddu sér sverð af tré og þóttust síðan drekka frá sér vitið. Létu þeir þá upp- hefjast einn mikinn „bardaga" og í honum „féliu“ allir, sem þátt tóku. Þeir rissu sem svo, að snjómennirnir myndi, vegna hins mikla eftirhermuhæfileika síns, leika sama leikinn eftir þeim. Því læddust hinir „föllnu“ á braut er dimma tók, en skildu hinsvegar eftir stál- Framh. á 7. síðu. BERGMAL Tamningastöðvar. Tamningastöðvum fer nú mjög fjölgandi út um land og er það eitt af mörgu, sem sýnir stöðugt vaxandi áhuga fyrir hestunum okkar og hesta- mennsku, Hér í Reykjavík er nú búsettur einn kunnasti | 1 hestamaður landsins, Höskuld- , ur á Hofsstöðum, en undir þvi | nafni er hann þjóðkunnur, og : starfar að tamningum fyrir Hestamannafélagið Fák, og er það vel, að hestamannafélögin í bænum tryggi sér aðstoð hinna beztu hestamanna, til að þjálfa gæð.inga og gæðingsefni félagsmanna. Það hefur mjög skort á það, að tamningamálin væru í góðu lagi hér á landi, og vissulega er það gott, að margt bendir nú til mikilla umbóta i þeim efnum. Það er kunnara en frá þurfi að segja hver áhrif það hefur haft, að kennsla í tamningum var tek.in upp við bændaskólann á Hvanneyri, og mun eiga simi þátt í hve góð aðsókn helzt að þeim skóla. Góð rneðferð. Það er mjög mikilvægt, að piltar i bændaskólunum fái til- sögn og æfingu í tamningu hesta og allri mcðferð þeirra, en henni er allvíða mjög ábóta- vant, en það stafar af gömlum venjum og þekkingarskorti. Hér geta allar þessar stofnanir, skólarnir, hestamannafélögin og tamningastöðvarnar unnið mesta gagn. Hesturinn okkar, tímarit Landssambands Hesta- mannafélaga, er líklegt til að koma að miklu gagni, vekja á- huga manna fyrir hestum og' hestamennsku. Fyrsta árgangi þessa rits lauk með útgáfu íjöl- breytts og skemmtilegs jóla- heftis, svo sem fyrr hefur verið getið hér í blaðinu.— 1.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.