Vísir - 16.01.1961, Síða 10

Vísir - 16.01.1961, Síða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 16. janúar 1961 i/“ t J fM < Lozania Prole 91 A [|j ízem C Luöícl U J 7 lætt barnið og móðurina og þreif brennarann og fór út með hann og rakst úti á göngunum a skjaldsvein, sem þegar gerði sei Ijóst, að allt var afstaðið: Drengurinn sagöi með spurnarbreim í röddinni: „Drengur? Konungur Rómar?“ „Konungur Rómar!“ Og fréttin barst um alla höllina, alla borgina. Orðið prins og konungur voru á allra vörum. Og brátt heyrðist skothríð i fjarska, Það var skotið úr fallbyssunum á Les Invalides, til þess að kynna öllum borgarbúum, að drengur væri fæddur. Brátt barst klukkna- hljómur að eyrum, því að hringt var öllum kirkjuklukkum borg- arinnar. Og mikill fögnuður greip borgarbúa. Götusalar hentu Irá sér vörum sínum og hentu sér út í dansinn, því að nú var dansað á öllum götum, og öllum stóð á sama hver dansfélaginn j vár. Fánar voru dregnir á stöng og alls konar skreytingar, sem menn höfðu falið í ýmsum geymslustöðum, voru settar upp. Það var sem Parísarbúar hefðu gengið af vitinu á einu andartaki. ; Napoleon stóð á hallargólfinu með drenginn í fanginu og kyssti hann varlega og sagði: ' „Eg held, að þetta sé mesta augnabiik ævi minnar. Dansað var á götunum sem fyrr var sagt. Ungar stúlkur urðu djarflegar og voru ósparar á ástúðleg tillit og ásthneigðir ungir menn notuðu tækifærin sem buðust þessa nótt. Þá nótt var dansað' og sungið og elskast um alla Parísarborg. i Malmaison sat Jósefína og heyrði sem þrumugný í fjarska og skildist brátt hvað það var, sem verið var að kynna borgar- fcúum Parísar, öllum landslýðnum, umheiminum. Hún stóð graf- kyrr og henni fannst hjartaö hafa stöðvast í brjesti sínu. Og svo fór hún að telja. Það var, þegar hún var búin að telja upp að fimmtíu, að við lá að liði yfir hana. Fimmtíu fallbyssuskot, væri það prinsessa, 100 væri það prins! Hún kreppti hnefana svo að neglurnar skárust inn í hörundið — en skothríðinni linnti ekki —- og nú yissi hún, að fórnin hafði ekki verið til einsks. Napoleon hafði fengið sína hjartans ósk uppfyllta. Hann hafði eignast son. Hinn litli konungur Rómar var kominn til sögunnar. Hún lagði leið sína til Notre Dame kirkjunnar til þess aö bera fram þakkir í bæn. Áður hafði hún sent skjaldsvein á fund kon- ungs með orðsendingu: Lofaði mér að vera fyrstri allra tll þess að óska þér til ' hamingju. Eg mun biðja þess í bœnum mínum, að guð blessi þennan dreng, og að keisarafruin fái skjótan og góðan bata — og að þér verðið að öllum þinum hjartans óskum. ' En þegar hún hafði lokið bænargjörð sinni í dómkirkjunni líreifst hún með, er hún *sá fögnuð fólksins og ákvað að aka tií h'allarinnar og færa keisaranum heillaóskir sínar persónulega. Vagnstjórinn varð að aka nægan með hana, þvi að þröngin var svo mikill, en engan grunaði hver þarna var á férð. Menn gleymdu sér í fögnuði sínum. En loks komst hún til hallarinnar og var þegar leidd á fund keisarans, þar sem hann sat og beið. Hún sá irve dasaður og Jjreyttur hann var, eítir það, sem hann hafði orðið að þola, er hann beið komu litla sonarins. Þreyttur var hann. en honum var það gleðiefni. að hún kom. Hann rétti fram hönd sína, sem hún kyssti. „Þetta er hamingjuríkasti dagurinn, sem franska þjóðin hefu'." lifað,“ sagði hún. „Eg geri mér það ljóst,“ sagði hann. „það er alveg furðulegt. Og nú held ég, að allt muni brosa viö okkur. Hamingja og vel- megun er framundan, og ég þakka þér, Jósefína, að hafa hjálpaö mér yfir örðuga hjalla til að ná þessu marki — og sjá þessa stund upp renna.“ Hún minntist þess, er hún drakk úr ílöskunni — hefði hún ekki gert það, myndi hún hafa alið manni sínum son. Þetta hefði getað verið hennar barn, hennar sonur — hún hefði veitt honum mestu hamingju lifs hans. „Frakkland getur verið þér þakklátt, Jósefína,“ sagði hann, lyfti höndum hennar að vörum sínum og kyssti þær aft'ur og aftur. Og svo fór hann að tala við hana i léttari tón, eins og gamlan ástvin og félaga: „Eg hefði gjarnan vilja fara með þér o^; lofa þér að sjá litla nýja, konunginn, en ljósmæðurnar ráða nú og þær segja, að hann verði að hafa algera ró. Það var eins og hann ætlaði ekki að geta andað, en konurnar kunna mörg ráð við kornbörn, það sá ég i kvöld, og læknirinn hefur fullvissað mig um, að allt sé í lagi. Drengurinn er stór og líkur móður smni, er mér sagt.“ „Þú getur sannarlega hrósað happi.“ „Já, ég er glaður yfir að hafa lifað þessa stund. Nú finnst mér næstum að allt sé gleymt, sem ég hefi orðið illt að þola.“ Hann fylgdi henni sjálfur að vagndyrunum, og hún hugsaði sem svo: Þetta er minn gamli Napoleon, — sá Napoleon. sem ég elskaði — og gat verið kátur og viðkvæmur. Hún gekk um götur þar sem múgur manns dansaði á gang- stéttum og jafnvel á akbrautum. Það var sem nú væri mesta hátíð aldarinnar — menn voru orðnir vanir sigrum. Napoleon sigraði alltaf, og nú voru menn svo glaðir, að ætla mátti, að allir litu svo á, að hann hefði unnið sinn allra mesta sigur: Fæðing konungsins Rómar væri mikilvægari öllum sigrurn unnum á víg- völlurn. Þegar vagninn var kominn inn á landareign Malmaison fyrir- skipaði Jósefína, að numið skyldi staðar, því að hún kysi að ganga þann spöl sem eftir væri að húsinu. Nú fannst henni sem langt væri um liðið síðan er þau skildu hún og Napoleon. Og nú var framtið Napoleons og Marie-Louise tryggð. Og hún spurði sjálfa sig hvort hún liefði kannske nokkurn tíma óskað þess, að Napoleon kæmi aftur til hennar? Hal’i ég gert það, hugsaði hún nú, verð ég að gera mér grein fyrir, að það getur aldrei orðið. Og að hún mætti ekki sýta yfir hversu komið var. Hún gekk eftir flisalögðum gangstígnum í gaiðinum og sá nú, að við gosbrunninn beið hennar maður, og henni skildist, að hún hefði í rauninni liaft hugboð um það, er hún lét vagninn nema staðar, að hann biði hennar þarna, því að vel vissi hún hver þetta var. Vel vissi hún, að hann mundi koma. „Rödd hjarta mins sagði mér, að þú myndir koma, og ég er glöð,“ sagði hún við sjálfa sig, og svo kallaði hún: „Francois, Francois!" XK Francois sneri sér að henni og mæiti: „Þú hefur heyrt hin góðu tíðindi?“ „Eg fór í Notre Dame til þess að þakka guði fyrir prinsinn. Eg fór einnig til hallarinnar til þess þersónulega áð óska keisaran- um til hamingju. Hve sæll hann er — og hreykinn." „Eðlilega.“ Francois rétti fram hinar fögru hendur sínar, svo fagrar og ólíkar höndum einræðisherrans, hins skipandi þróttmikla vilja- sterka manns, en ekki eins aðlaðandi og Francois sem var hár, grannur, aðlaðandi. Nú skein sólin á hið dökka, gljáfagra hár fcians, og það var bros í tilliti hinna fögru augna hans. „Og er þessu þá loks lokið, Jósefína?“ „Sú er trú mín, að upp sé runniö hamingjutímabil fyrir keisar- ann,“ svaraði hún. „Eg gerði það, sem rétt var, og ég er hreykin af því, — mjög hreykin." „Og nú gætirðu kannske, með góðri samvizku, beint hugan- um þínum til annars manns?“ Hún horfði á hann og hallaði 'nöfði að barmi hans: „Hafi nokkur annar maður nokkurn tíma haft vald yfir hugs- unum mínum, þá ert það þú, Francois. Þú veizt það.“ A KVÖLDVÖKUNNI Presturinn (við sóknarmann sinn, sem hafði lent í ofviðri). — Eiríkur, Drottinn hlýtur að hafa verið með þér í storm- inum, fyrst þú komst úr hon- um ómeiddur. Eiríkur: — Hafi Drottinn verið með mér þá hefir sannar- lega gengið eitthvað á fyrir ■honum,. svei mér þá. ★ Áheyrandinn: — Hversu stór var steinninn, sem fanginn henti í gegn ym gluggan? Var hann eins s.tór eins og hnefi minn? Sænskt vitni: — Hann var miklu stærri. Ákærandinn: — Eins stór eins og báðir hnefarnir? Vitnið: — Stærri. Ákærandinn: — Eins stór eins og höfuðið á mér? ! Vitnið: — Hann hefir verið hér um bil eins langur, en ekki eins þykkur. ★ Presturinn: — Angus, hvers vegna komið þér ekki í kirkj- una mína? Angus: — Af þrem ástæðum prestur góður: í fyrsta lagi, mér geðjast ekki að guðfræði yðar. í öðru lagi, mér líkar ekki hvernig þér tónið og í þriðja lagi, þá var það í kirkjunni yð- ar að eg Hitti fyrst konuna mína. ★ — Hæ manni, týnduð þér veski?“ spurði piltur Skota. — Já, þegar þú minnist á það, þá gérði eg það víst, og hann tók áhyggjufullur að þreifa í vösum sínum. — Fannst þú veskið? — Nei,.sagði strákur, — mig langaði bara til að sjá hversu margir hefðu týnt veski. Þér eruð sá sextándi í dag. Haraldur: — Pétur, þú ættir að draga fyrir gluggatjöldin hjá þér. Eg sá þig greinilega og þú hafðir konuna þína á hnjám þér í gærkvöldi. Pétur: — Þú tapar Haraldur, Eg var ekki heima í gærkvöldi. ♦ Baconssinni: — Veiztu það, að þegar eg fer til himnaríkis ætla eg að segja Shakespeare að eg trúi því ekki að hann hafi skrifað leikritið. Stratfordbúi: -— En gerum nú ráð fyrir, að hann sé alls ekki í himnaríki? . Baconssinni: — Þá getur þú sagt honum það. R. Burroughs —TARZAN- 4744 * t f' Tarzan hrökk upp með andíælum við öskrið úti í Í myrkrinu. Hann áttaði si’g skjótt Og vissi þá að hljóðin komu innar. úr húsinu. Nú heyrði hann 'korr og urr og þungar stunur úr herfcærgi Sam Waters Hann henti sér með öiium sínum þunga dyrnar. Hann vann / * C'/L Ha/tfuMcetti HÁSKÓLANS

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.