Vísir - 25.01.1961, Blaðsíða 4
4
VISI h
. ðvikudaginn 25. janúar 1ÍH31
Það er í raun og veru til
minnkunar að setjast niður og
skrifa aðeins stutta viðtalsgrein
um hann Jóhannes Erlendsson,
símstöðvarstjóra á Torfastöð-
um í Biskupstungum, minna en
tuttugu arka ævisaga ætti þar
ekki að koma til greina, því
víst er um það, hann man
tímanna tvenna:
Meðreiðarsveinn Jóns Ás-
geirssonar á Þingeyrum, leik-
félagi Ólafs Bjömssonar í ísa-
fold og Georgs Ólafssonar
bankastjóra og heimagangur á
æskuheimilum þeirra, verzlun-
arþjónn í Fjalakettinum hjá
Breiðfjörð gamla, verzlunar-
maður, bókhaldari og ferða-
skrifstofustjóri í Thomsens
Magasini, kennari og sýslu-
skrifari, kaupmaður, en síðast
én ekki sízt heimilismaður og
heimagangur hjá frændfólki
sínu í Unuhúsi um Iangt árabil,
þar sem hann hitti ýmsa af and-
ans mönnum þjóðarinnar á
gelgjuskeiði, orkti sjálfur Ijóð,
og hefur líldega myndað undir-
stöðu atómkveðskapar Islend-
inga, ásamt öðrum góðum
mönnum.
Á undanförnum 15 árum
hefir Jóhannes sagt mér ýmis-
legt fróðlegt, skemmtilegt og
• ævintýralegt frá viðburðaríkri
ævi, á milli þess, sem við höf-
um hnakkrifist í símanum, eins
og vera ber um góðkunningja,
ekki sízt þegar annar er sím-
stöðvarstjórinn en hinn öðrum
þræði fréttaritarinn, sem þarf
tafarlaust að ná sambandi við
blaðið.
Þessi hlédrægi heiðursmaður
er nú á 77. aldursári. Það þýð-
ir víst lítið að biðja hann um
blaðaviðtal, en hérna um dag-
inn, þegar hann sat í stofu
minni og sagði mér ýmislegt
frá gömlum.og góðum dögum,
tók eg blýantinn og byrjaði að
krota niður ýmislegt af því,
sem hann sagði mér, og eg hélt
áfram að skrifa, eftir að hann
va'r farinn, samkvæmt minni
og ef til vill hef eg tekið eitt-
hvað með af þvi, sem hann
hefir sagt mér áður, en sann-
leikurinn er sá, að það er mik-
ill vandi að velja og hafna, er
rita skal stutt blaðaviðtal við
Jóhannes Erlendsson.
Með hund og hest
til hvorrar handar.
— Hvað segir þú mér frá
Þingeýrum, æskuheimili þínu
þar og hestamanninum, dýra-
lækninum og vínmanninum
góða Jóni Ásgeirssyni?
— Ja, eg er nú fæddur á
Brekku í Þingi og foreldrar
mínir bjuggu stutt á Þingeyr-
um í æsku minni. Þar voru þá
4 ábúendur: Jón Ásgeirsson,
Hallgrímur Hallgrímsson, sem
siðar varð stórbóndi að Hvammi
í Vatnsdal, Eyþór Benediktsson,
sem síðar bjó á Hamri á Ásum,
tengdafaðir Þórðar Kristleifs-
sonar og svo bjó faðir minn
*■ þar. Eg hafði nú ekki mikið af
Jóni að segja, hann var oft að
heiman. Stundum lét hann
okkur strákanS þó ríða með sér
um nágrennið, í Þingeyrarsel
eða vestur að Bjargós. Það, var
gaman að slíkum túrum, Jón
var afskaplega mikill og góður
hestamaður og dýravinur mik-
ill. Stóri hundurinn hans, hann
Cesar, var ákaflega hændur að
Jionum og það voru hestar hans
líka. Það var ekkert óalgeng
sjón á þeim á um í Húnaþingi,
að ferðamenn sæju Jón á Þing-
eyru: þar sem hann hefði
fleygt sér niður og sofnað, og
fast upþ að honum kúrðu Ces-
ar annars vegar og reiðhestur-
inn hins vegar og veittu hon-
um skjól og yl. Þetta lýsir
nokkuð hvern mann Jón hafði
að geyma.
Leikbræður
við Austurstræti.
— Hvenær fluttir þú svo til
höfuðstaðarins?
— Þegar eg var 12 ára gam-
all. Þá bauð Una Gísladóttir,
föðursystir mín, föður mínum,
að eg mætti koma suður og
dvelja hjá þeim hjónum. Maður
smáhækkaði Eg byrjaði að
vinna þar í vinkjallaranum,
við afhendingu á vínföngum og
í gosdrykkjagerð.
— Voru nokkrar hömlur á
vínsölunni?
— Einu hömlurnar þar í
kjallaranum voru þser, að
menn gátu ekki fengið keyptar
minna en 4 flöskur af Carlsberg
í einu.
Þetta svarar til þess, að mað-
ur fær ekki keypt minna en
heilflösku af brennivíni á
áfengisútsölum ríkisins nú til
dags.
Mikið um breytingar
hjá Thomsen.
Nú voru foreldrar mínir
fluttir suður, og eg bjó nú hjá
og h úmsótti þá kunmhgjana.
Stundum bjó eg . hjá Unu en
stundum hjá Andrési Björns-
syni. Andrés átti á þessum ár-
um heima við Laugaveginn,
fyrst í húsi Jónatans Þorsteins-
sonar, þessu sem brann 1918,
og síðar átti hann heima neðar
við Laugaveginn. Stundum
skruppum við niður á litla
veitingastofu við Hverfisgötu,
rétt fyrir innan Klapparstíg,,
að mig minnir. Það var Norð-
maður, sem var veitingarmaður-
inn, og þar voru tíðir gestir
Árni Pálsson, Indriði miðill og
fleiri góðborgarar. Nú en stund-
um vorum við í bindindi.
Jóhannes Erlendsson var
sjúklingur á árunum 1912—
1915 og hefir hann sagt mér
Um
ATOM
^œtt vú
Jóhannes Erlentísson
í UNUHÚSI
á JJorfaitö&Mn, iem man tvenna tímana
eira
hennar var Guðmundur Jóns-
son, lyfjafræðingur, og sonur
þeirra Erlendur í Unuhúsi. Þau
hjónin áttu þá heima í Austur-
stræti 5, hjá Ólafi Sveinssyni,
gullsmið, og kom það af sjálfu
sér að við Georg, sonur Ólafs,
síðar bankastjóri, lékum okkur
saman, enda vorum við bekkj-
arbræður í barnaskólanUm.
j •
Annar félagi minn var Ólafur
Björnsson í ísafold, síð-
ar ritstjóri. Hann átti heima
beint á móti, en þar á heimili
: Björns ritstjóra var eg heima-
{ gangur þessi árin. Það ríkti á-
, vallt hinn bezti kunningsskapur
■ á milli mín og þessara góðu
æskufélaga minna, meðan þeir
lifðu. — Eg byrjaði strax að
læra að spila á orgel, þegar eg
kom suður, Una og Guðmundur
keyptu sænskt orgel sem hét
Arnesen eða eitthvað svoleiðis
verksmiðjunafn var á því.
Fyrst lærði eg hjá Jónasi Páls-
syni, Borgfirðingi sem fór til
Ameríku. Síðan hjá Brynjólfi
Þorlákssyni, þangað til hann
sagðist ekki geta kennt mér
meira. Hann fór líka til Ame-
ríku, og þar lentu þessir orgel-
kennarar mínir víst í svæsinni
blaðadeilu — ekki út af mér
samt.
í Fjalakettinum og
hjá Thomsen.
— Segðu mér eitthvað frá
verzlunarstörf unum ?
— Séra Jóhann fermdi mig
14 ára, og þá fór eg strax að
vinna við verzlun Valgarðs
Breiðfjörð, í Fjalakettinum sem
nú er Aðalstræti 8. Þetta var
víst árið 1897. Vinnutíminn var
frá 7 á morgnana til 10 á
kvöldin og skroppið heim til að
háma í sig mat og drykk, Kaup-
ið hækkaði uþþ í 25 krónur,
þennan tíma sem eg var hjá
Breiðfjörð. En um aldamótin
fór eg að vinna í Thomsens
Magasíni en þar var vinnutím-
inn „áðeins“-10 tímar og byrj-
unarkaupið 40 krónur, sem
Jóhannes Erlendsson.
þeim, fyrst í Unuhúsi sem var
byggt árið eftir að eg kom til
hennar, en síðan bjuggu þau
annarsstaðai'. Svo var eg fluttur
upp á kontórinn. Síðasta sum-
arið sem eg vann hjá Thomsen
gerði hann mig að einskonar
forstjóra fyrir ferðaskrifstofu
sinni, sem hann kallaði „Turist-
afdeling“. Við leigðum út hesta
og léttivagna og þar var allt á
ferð og flugi, einkum þó um
helgar. — Thomsen var geð-
þekkur maður en sumir sögðu
að honum væri ýmislegt betur
gefið en kaupmennska. Hann
var með sífelldar breytingar,
sem ekki stóðu ávallt til bóta.
— Hve lengi varstu hjá
Thomsen?
— Vorið 1906 giftist Sigur-
laug systir mín séra Eiríki
Stefánssyni, frá Auðkúlu, sem
þá fékk veitingu fyrir Torfa-
ýmislegt frá þeim árum, sem
eg hirði ekki um að rekja hér,
þótt ýmislegt sé sögulegt við
þá lífsreynslu hans.
Hjá ýmsum
húsbændum.
— Hvenær gerðist þú svo
sýsluskrifari hjá Björgvin Vig-
fússyni?
— Skömmu áður en eg veikt-
ist, hafði eg dvalið á Efra-
Hvoli um tíma og kennt sonum
sýslumannsins Einari og Páli að
leika á orgel. Mér féll vel við
heimilisfólkið þar, og' nokkru
fyrir 1920 gerðist eg svo sýslu-
skrifari hjá Björgvin og einnig
annaðist eg símstöðina þar.
Þar dvaldist eg svo, þó ekki al-
veg. óslitið, þar til Björgvin lét
af störfum og raunar lengur
við símagæzluna. Þá vann eg
við kaupfélagið á Hvolsvelli
og dálítinn tíma hjá Birni sýslu-
manni, eftir að hann kom til
sögunnar. Árið 1945 kom eg
svo að Torfastöðum og tók við
símanum og þann starfa hef eg
enn með höndum og fellur vel,
eftir atvikum.
Eg spurði nú Jóhannes: —
Heyrðu Jóhannes Erlendsson,
eg veit að Björgvin sýslumaður
var góður embættismaður,
ræðakarl og mildur í dómum.
Nú. langar mig til að spyrja
þig, sþrn' fyrrverandi skrifara
hn , eftirfarandi saga sé
sönn: Það er sagt að nokkru
áð’i en Þverárbrúin var vígð
hér á ávunum, hafi sýslumað-
urmn hr: gt suður í Stjórnar-
vrð :ð fram á það að veita
mætM ’anda“ átölulaust
ví<Ts1udaginn, þar sem vitað
væn ?ð bruggað væri á öðrum
hve’-ium bæ í héraðinu. Kann-
ast þú P-T-ryerandi sýsluskrif-
ari í Rangárvallasýslu, nokkuð
við þetta?
„Hafið þið pláss? .... “
— Nei eg kannast hreint
ekkert við þetta og skil ekki í
því, að þetta eigi við rök að
styðjast. ’ _______
— Var ekki bruggað?
— Jú. Biörn Blöndal kom og
tók bruggara.
— Vo-u þeir dæmdir.
— Eg man nú ekki beinlínis
ef-tir því, geri samt ráð fyrir
því.
Sagan segir ennfremur, að
Stjórnarráðið hafi rumskað ó-
þyrmilega við og hringt í allar
áttir og lagt að sýslumönnum
að taka bruggarana. Þá á t. d.
sýslumaðurinn í Húnavatns-
sýslu að hafa sagt: „Hafið þið
pláss fyrir hálfa Húnavatns-
sýslu, þarna fyrir sunnan?“
Jóhannes segist ekkert vita
um þetta og þar með er það
mál af dagskrá, enda langar
mig til þess að spyrja hann dá-
lítið um skáldin í Unuhúsi og
Jóliannes heldur áfram:
— Ja, það var nú lítið um
skáld þar framan af. Una varð
ekkja um aldamótin, eða upp
úr þeim. Erlendur var þá ung-
ur. Hann varð svo bréfberi
en vann síðan lenei á lögreglu-
skrifstofunni og síðast toilskrif-
stofunni. Þau feðginin voru ó-
sköp fátæk, og Una fór að hafa
smá greiðasölu. En hún gat eng-
um úthýst, eða neitað um mat
og var þá ekki verið að spyrja.
að því hver svangur væri. Jú,
eg man eftir einu skáldi, sem.
upp úr aldamótunum bjó lengi
hjá henni. Það var Einar Páll
Jónssonar, sem síðar varð rit-
stjóri í Winnipeg. Hann var
skemmtilegur maður. Hann
orti brúðkaupsljóð til sr. Eiríks
og Sigurlaugar systur minnar,
er þau giftust. Síðar var hann.
kaupamaður hjá þeim eitt sum-
ar. Það var ekki fyrr en löngu
seinna, að hin ungu skáld
urðu kunningjar Erlendar og
Frpmh. á 9. SÍðU.
stöðum og fluttu þau þangað á-
| samt foreldrum mínum. Um
j haustið bað sér Eiríkur mig að
taka að mér baýnakennslu í
Biskupstungúm og kenndi eg
þar um veturinn. Og næstu ár
sneri eg mér að því að kenna,
aðallega orgelleik á veturna og
vinna í kaupavinnu á sumrum.
Stundum voru beir
í bindimli
— Stundiurí fkrápp eg í bæinn
Unuhús við Garðastræti.
tAr
kAýV .- t.’Vj'