Vísir


Vísir - 29.04.1961, Qupperneq 9

Vísir - 29.04.1961, Qupperneq 9
Laugardapi.29. aprí 1 1961 VÍSLE 9 Kína ver dýrmætum gjaldeyri til matvæla- kanpa. Samtímís gefín eða seld hrísgrjón úr landi af roataBÍar- og stjórnmálaástæðum. Vinur þeirra allra — Bandaiíski fréttaritarinn Dennis Bloodworth segir í fréttapistli til blaðs síns frá Singapore, að matvælaskortur- inn í Kína hafi knúið Peking- stjórnina til þess að grípa til þeirra erlendu gjaldeyrisbirgða, sem henni hafði tekizt að safna, til kaupa á korni frá Kanada og Ástralíu. Meginorsakir matvælaskorts ins' eru vafaláust þurrkar og flóð og aðrar náttúruhamfarir. Pekingsiiiórnin reynir nú á ýmsan hátt að ráða bót á vand- anum. í stáliðnaðinum er nú lögð megináherzla á, að fram- leiða landbúnaðarverkfæri. Sérfræðingar í landbúnaði éru sendir til allra héraða til þess að kynna sér ástand og skilyrði í hverju þeirra um sig og vera bændum ráðgef- andi. Til starfa í landbúnaði liafa verið kvaddir svo sem um hervæðingu væri að ræða 20 milljónir manna, þeirra meðal þúsundir smærri flokksforsprakka og embætt- ismanna, háskólanemar o. s. frv. Bjartsýni — út á vúð. Kínverskir höfuðleiðtogar eru jafnan bjartsýnir út á við. Þeir gæta þess, að viðurkenna aldr- ei að neinu nema náttúruöfl- uriúm sé um að ltenna hversu komið er. Öllum tilboðum um Mistök. Það er hægt að benda á margt til sönnunar því, að náttúru- öfiunum verður ekki um kennt hversu farið hefur — ekki þeirn einum. Mistök hafa verið gerð, allt og geyst farið í sókninni til eflingar landbúnaðinum. Það er ekki heldur von, ,að vel fari, þegar bændum var talin trú um að þeir gætu margfaldað upp- skeru sína bara með því að sá nógu þétt! Miðað við árangur á iitlum tilraunareitum — en það náðist bara hvergi nærri sama uppskerumagn á víðlendum ökr um, eins og ekki var heldur við gjafamatvæli er hafnað — slíkt sé aðeins boðið Vegna áróðurs- gildis í vestrænum löndum og út ura heim. — Af stjórnmála- legum ástæðum heldur Peking- stjórnin líka áfram að veita efnahagslega aðstoð ekki síður en stjórnmálalega, og lætur jafnvel í té matvæli, þrátt fyrir að þjóðin sé í hálfsvelti. Þanriig gaf Pekingstjórnin Guineu 10.000 lestir af hrísgrjónum í desember og seldi til Ceylon 25.000 lestir um fram það, sem Kína þurfti að láta Ceylon fá á grundvelli vöruskiptasamn- inga. Og Pekingstjórnin lætur hrísgrjón í skiptum fyri.r sykur írá Kúbu. að búast. Og svo mætti nefna „uppáhalds króana hans Maós“ — kommúnurnar, sem ekki má heyra nefnt, að við sé hróflað, en þær eru sums staðar að verða lítið nema beinagrind. Bendir það til þess, að valdhafarnir telji, að þjóðin muni ekki slig- ast undir erfiðleikunum, að þeir halda dauðahaldi í kommúnu- fyrirkomulagið, af metnaðar- og sÍ4;órnmálaástæðum. Erfitt að átta sig. Það er engin furða þótt erf- itt sé fyrir bændur og verka- menn að átta sig á hlutunum og vinna af áhuga að settu marki valdhafarina, eins og allt er í pottinn búið. Árið 1958 voru í- búar kommúnanná og allir landsmemi hvattir til mikils átaks til aukinnar stálfram- leiðslu — allt snerist um að „módernisera“ Kína fljótt, en vegna þess að vinnuaflinu var beint að þessu hlutverki van- ræktu menn akrana, landbún- aðinn, — og nú er mönnum skipað að snúa baki við verk- smiðjunum og erja jörðina. Það var ekki fyrr en á sumrinu 1959 sem Chou En-Iai forsætisráð- herra uppgötvaði að stefnan var skökk — landbúnaðinn mátti ekki vanrækja. Hann væri hornsteinn efnahagslífs- ins í Kína. í þúsundum kommúna hafa forystumenn verið sakaðir um tregðu og þráa og fyrir að láta reka á reiðanum. Þessir menn hafa verið reknir frá störfum og sérþjálfaðir ungir menn ver- ið látnir taka við forustunni, — og þeir eru úr bændastétt. — Reynslan hefur sýnt, að innan hennar beri að leita forustu- mannanna á sviði landbúnaðar. Það er of snemmt að sjá hvað að lokum verður ofan á í Kína. Eitt er víst, að enn er við stór- kostlega erfiðleika að stríða og kann að verða um næstu ár að minnsta kosti. Stúdentar ræða kirkjumál. Stúdentafélag Hóskólans efn- ir til umræðufundar um kirkju | skipunina, þ. e. æðstu stjórn og í samband ríkis og kirkju. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. þ. m. kl. 8,30 í 1. kennslustofu Háskólans. Tveir laganemar og tveir guð- iræðinemar hafa framsögu þeir Ingólfúr Guðmundsson stud. theol.,- Björn Björnsson stud. jur. og Logi Guðbrandsson stud. jur. Þetta verður annar umræðu- fundur í félaginu á þessu ári. Hinn fyrri var um ölfrumvarp- | ið og þótti takast með ágætum. Framh. af 7. síðu. laugarnar. Þar kunni ég vel við mig. Ég labbaði þar um eins og spekingur með myndavélina framan á maganum — auðvitað í öllum fötum — en lögreglu- þjónarnir lágu og flatmöguðu í heita baðinu í sundskýlum ein- um fata. Nú höfðu þeir enga gj'llta hnappa á maganum né skúfa á öxlunum. Þeir voru skyndilega orðnir alveg eins og annað fólk, nema kannske dá- lítið í stærra og þreknara lagi, því þeir voru „klæddir“ eins og aðrir menn. Erlingur Pálsson og Sigurð- ur Þorsteinsson voru samt und- antekning, enda voru þeir stjórn endur og prófdómarar, — þvi nú átti að fara fram próf í sundi og björgun. Það var eng- in keppni um það hver kæmi fyrstur að marki, enda er það ekki aðalatriðið, heldur að þeir komist að marki. Þeir voru drifnir upp úr heita baðinu hver á fætur öðrum og skipað í vatn- ið. Allir flutu þeir og létu ekki á sér sjá, þótt þeir sypu hveljur annað slagið. Annars voru þarna gamlir sundgarpar eins og t. d. Eyjólfur Jónsson Erm- arsundskappi, og víst leit það töluvert spánskt út, þegar ann- ár nýliði var látinn „bjarga“ honum úti í miði'i laug og draga hann hjálparvana að landi á björgunarsundi. En þeir hljóta að vera klárir, hugsaði ég með mér, ef þeir geta jafnvél bjarg- að Eyjólfi frá drukknun. Þarna voru komnir menn ut- an af landi eins og t. d. Hólmar Finnbogason, sem nú er að fara til Ólafsfjarðar til að taka við embætti þar. Hólmar er ættað- ur frá Siglufirði, en hefur búið í Reykjavík undanfarið. Hann hefur samt alltaf langað norð- ur aftur. Á Ólafsvík á hann að vera bæði tollvörður og lög- regluþjónn í senn. „Það getur enginn verið lög- regluþjónn að neinu gagni, fyrr en hann er búinn að vera á svona námskeiði,“ sagði Hólm- ar, „því að það er svo margt, sem slíkir menn verða að vita og kunna.“ — Hvernig legst þetta svo í þig að gerast lögregluþjónn úti á landi? „Alveg prýðilega. Ég er eig- inlega mest hissa á því hvað fólk er mikið fyrir að vilja vera í margmenninu. Það er alltaf eitthvað að gerast úti á landi, nóg að gera og mikið heilsusamlegra að öllu leyti.“ Tryggvi Kristinsson er í rík- islögreglunni á Keflavikurflug- velli. — Hvernig kantu við þig, Tryggvi? „Eg hefi nú minnzt verið þar, í rauninni, heldur staðsettur á Hornafirði. Við radarstöðina á Stokkseyri.“ Á sænsku sýningunni í Bogasalnum: Myndin „Ljósárasalurinn“ eftir Sven Erixson listmálara og prófessor. Frumdrög gerð fyrir óperuna Aniara, sem gcrist úti í himingeiminum og hlotið hefir heimsfrægð á skömmum tíma. Sænsk rcútímagraflist sýnd í Bogasalnum, í dag verður opnuð í bogasal | Þjóðminjasafnsins sýning á sænskri nútímagraflist, þar sem sýndar eru 68 myndir, bæði svarthvítar og litaðar, flestar eftir unga Ii: tamenn. Allflestir þeirra listamanna, sem eiga myndir á bessarri sýn ingu, eru innan»við fertugt, að- eins tveir íæddir jyrir aldamót, þau Karin Persson og Sven Er-! ixson prófessor, yngstur Igge - Karlsson, 29 ára. Sýningin er { allfjölbreytt og gefur sýnishorn af nokkrum liststefnum þessar- ar aldar og eru unnar með ýms- Um aðferðum: Tréristur, málm- ristur, lit-steinprentanir, dúk- ristur og þurrnál. Myndirnar eru til sölu og kosta flestar innan við 1000 kr., eða frá 450—2250 krónur. Verð ur sýningin opin gestum kl. 14 í dag og flytja við það tækifæri ávörp ambassador Svía á Is- landi, Euler-Gelpin, og Gyifi Þ. Gíslason menntamálaráðherra en almenningi verður sýningin opin kl. 13.30—22.00 næstu 7 eða 10 daga. Aðgangur er ó- keypis. Þorkell Grimsson forn- leifafræðirigur annaðist uppstill ingu sýningarinnar, en mynd- irnar voru valdar af Svenska institutet, en sú stofnun sér um kynningu í öðrum löndum á sænskri menningu og listum. — Nú, hvað í ósköpunum ertu aö gera þar? „Jú, þar eð liðssveit frá varn>- anioinu, og við erum þar tveir íslenzkir lögregluþjónar til að , gæta laga og réttai; fyrir hönd. íslenzkra stjórnarvalda.“ — Eru þar margir Banda- ríkjamenn, heldurðu? „Það er ekki svo gott að segja, en eitthvað eru þeir líklega yf* ir 100 stykki.“ — Hefurðu aðrar skyldur þarna austur frá? „Eins og ég sagði, erum við- tveir þarna fyrir austan, og gegnum o^um iögregluþjóna- störfum á Hornanrði, ásamt. tollgæzlu.-1 Erlingur Pálmason frá Akur- eyri var þarna einnig staddur. Hann hefur verið í lögregluliði Akureyrar í 13 ár. — Hve margir lögregluþjón- ar eru á Akureyri, Erlingur? „Við erum 11 fastir.“ — Og hafa allir komið hing- að til að taka þátt í þessum námskeiðum? „Ég er sá síðasti, sem er hér, og þá hafa 9 okkar tekið þátt í námskeiðinu.“ „Hvað með hina tvo, sem eft- ir eru? „Það eru þeir tveir, sem lengst hafa verið starfandi fyrir norð- *an, og ekki talin þörf á því að- þeir fari hingað til þess arna. Það eru lika rosknir menn, sem hafa sína eigin lífsreynslu að- baki.“ j —x— | Það var Varla nokkur friður að tala við mennina fyrir Er- lingi, sem gekk á mílli og skip- aði þeim oían í laugina sitt á hvað, enda var sýnilegt, að þeir vildu heldur tala við Erling en mig. Þess vegna hafði ég mig. á Srott við fyrsta tækifæri, þó- án þess að láta líta svo út, sem væri ég að flýja undan lögregl- unni. En daginn eftir náði ég mér niðri á þeim, því þá kom ég i örstutta heimsókn til þeirra, þar jem þeir voru í kennslustund hjá lögreglustjóra sjálfum í einni kennslustofu Iðnskólans. Þegar ég gekk inn í stofuna heilsuðu þeir mér allir sem einn með því að standa á fætur. Mér varð svo mikið um, að- ég gat eiginlega ekkert sagt, og. ekki batnaði þegar ég fór út aftur. Það var eins og forset- inn væri á ferð, þegar þeir risu úr sætum og lögreglustjóri kvaddi mig með handabandi. Ég er vinur þeirra allra. Og ef ég skyldi einhvern tíma álpast til að aka yfir gatnamót á rauðu ljósi, þá bið ég ykkur að minnast þess. G. K. , Evrópskur skýiakljúfur r I Svissneskt bygg'.ngafyrirtæki er að undirbúa smíði liæstu byggingar í Suður-Ameríku. Verður þetta skrifstofu- og íbúðarbyggjng í Buenos Aires, og á hún að verða 60 hæðir. Kosnaðurinn verður um 750 millj. króna, og munu evrópsk- ir aðilar leggja fram megnið> af fénu. Þess má geta, að í New York eru sárafáar byggingar liærri en 60 hæðir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.