Vísir


Vísir - 17.05.1961, Qupperneq 3

Vísir - 17.05.1961, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 17. maí 1951 VSljSíIfB MitoSvar verzlana og þjónustu — jia& er framti&in — en kostar miki&. TVEIR Reykvíkingar sóttu í byrjun mánaðarins ráð- stefnu þá í Osló, sem haldin var í fyrsta sinn og nefnist „Skandinavisk butikksenter konferanse" og fjallaði um nýtízku Verzlanahverfi eða miðstöðvar í borgum á Norð urlöndum. Það voru þeir Sigurður Magnússon fram- kvæmdastj. Austurvers og Jósep Reynis arkitekt, Vísir hitti Sigurð að máli í gær og bað hann segja frá því helzta, sem gerðist. — Við íslendingamir sótt- um ráðstefnu þessa með fyr irgreiðslu Iðnaðarmálastofn unar íslands, en þó ekki á hennar vegum, heldur ferð- uðumst við á eigin eyk, þar eð við höfum báðir persónu- legan áhuga á að kynnast þessum nýju hverfum á ná- grannalöndunum í þeirri von, að slíkar verzlanamið- stöðvar verði einnig að veru leika hérlendis. Þetta var fyrsta ráðstefna af slíku tagi, sótt af 70—80 fulltrú- um frá öllum Norðurlöndun um, stóð yfir dagana 2.—4. maí, en í framhaldi af henni voru ferðir farnar til höfuð- borga Danmerkur og Sví- þjóðar og skoðuð hin nýju hverfi þar. Ég hafði aðeins tíma til að fara ferðina til Stokkhólms. — Hver er annars aðdrag andinn að þessari ráð- stefnu? — Upptök þessara verzl- anamiðstöðva voru í Banda ríkjunum og kallast þau þar „shopping center“. En á ár- unum eftir heimsstyrjöldina varð mikil útþenzla í stærri borgum á Norðurlöndum, og farið var að skipuleggja stór íbúðahverfi, útborgir, með sem mestu nútímasniði og þægindum, og í höfuðborg- um Norðurlanda og öðrum stærri borgum fóru að rísa slíkar miðstöðvar, verzlanir af öllu tagi og hverskonar þjónusta samankomið á til- teknu svæði í hjarta hinnar nýju íbúðahverfa. Svíar hafa skarað fram úr á þessu sviði, og einkum í Stokk- hólmi gefur að líta hin full- komnustu slík hverfi á Norð urlöndum. Það er feikilega kostnaðarsamt að byggja upp þessar verzlanamið- stöðvar og í rauninni ekki mögulegt nema með tilstuðl an opinberra aðila og pen- ingastofnana, enda hafa komið úr þeirri átt lán, sem nema 60—70% kostnaðarins í hinum löndunum. Lang- stærsta og fullkomnasta verzlanamiðstöðin er í borg arhverfinu Farsta í Stokk- hólmi, og hefir hún kostað ekki minna en 40 millj. kr. (um 300 millj. kr. ísl.). Þarna eru allar hugsanlegar verzlanir á einum stað, einn ig hverskonar þjónusta, svo að hverfisbúar þurfi ekki neitt að sækja út fyrir sitt hverfi. Það er því í mörg horn að líta, við slíka upp- byggingu og þarf stórt svæði til og ekki sízt að sjá fyrir nægilegum bílastæð- um. Mótbára gegn slíkum miðstöðvum hefir m.a. ver- ið sú, að þarna hljóti að gæta nokkurrar einokunar í stofnun verzlana, og því hef ir í hinum stærri slíkum miðstöðvum verið gefið tals vert frelsi og olnbogarúm, svo að fleiri en ein verzlun með samskonar vöru fái þar athafnasvæði. Uppbygging miðstöðvarinnar er venju- lega á einni hendi eða fél- ags, svo gætt verði samræm- is í skipulagi, og útliti, en síðan selt eða leigt einstak- lingum til reksturs. Þessi fyrsta ráðstefna var haldin til að skiptast á upplýsing- um og sjónarmiðum um hvernig bezt megi takast að byggja upp verzlanamið- stöðvar smáar sem stórar. Mikið herlið er á ferli í Rift- dalnum í Kenya, þar sem hvít kona var myrt fyrir viku. Um- ferðabann er í gildi meðan dimmt er. Nú hafa borist frétti um, að önnur kona til hafi verið myrt, einnig hvít, en líkur benda ekki til, að Mau-Mau hafi myrt hana. Komin er til London nefnd viðial da^§in$ Sérfræðingar fluttu erindi um skipulag og tæknileg at- riði, kostnað og hvað eina, sem að þessu lýtur. Sam- ræðufundir voru haldnir, spumingar og svör, og tóku þátt í þeim sérfræðingar, verzlunarráðunautar, og full trúar frá húsmæðrum og neytendasamtökum. Áform- að er að slíkar ráðstefnur verði haldnar annað veifið framvegis. — Eru líkindi til, að slík- ar miðstöðvar rísi hér í Reykjavík? — Ég efast ekki um, að þetta eigi að koma í framtíð inni, einnig hér, en að sjálf- sögðu í smærri mynd en tíð kast erlendis, þar eð hver verður að sníða stakk eftir vexti. Að sjálfsögðu er einn- ig um að ræða minni verzl- unarmiðstöðvar meira í lík- ingu við það sem okkur mundi henta, og yrði bygg- ingarkostnaður þeirra í kringum 20 millj. ísl. króna. manna úr hvítu Hálöndunum í Kenya, þar sem flestir hvítir menn búa, og vill hafa tal af forsætisráðherranum og tjá honum, að Mau-Mau hermdar- verkaalda sé í uppsiglingu í norður-héruðunum og muni fara yfir landið sem logi yfir akur, verði ekki gripið til róttækra ráðstafana í tæka tíð. Tvær hvítar konur hafa verið myrtar í Kenya. Útgöngubann í Riftdalnum. „Frjáts mennmg" hefvr látið mörg mál til sín taka. Formadui* er mi dr. Jólianues Nordal bankastjóri. Aðalfundur félagsins Frjáls menning var haldinn í VR.-hús inu laugardaginn 13. maí sl. Formaður félagsins, Tómas Guðmundsson skáld, setti fund inn og skipaði Eyjólf K. Jóns- son fundarsjóra og Eirík Hrein Finnbogason, fundarritara. Þá flutti formaður, Tómas Guð- mundsson skýrslu stjórnarinn- ar, en að ræðu hans lokinni flutti gjaldkeri félagsins, Lúð- vík Gizurarson, skýrslu um reikninga félagsins. Nokkrar umræður urðu um skýrslu for manns og gjaldkera, en að þeim loknum var gengið til stjómarkjörs, en stjórn félags- ins skipa sextán menn auk heiðursforseta, sem er Gunnar Gunnarsson skáld. Þessir voru kjörnir í stjórn: Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, Tómas Guðmundsson, skáld, Eyjólfur K. Jónsson, ritstjóri, Ármann Snævarr, rektor, Einar Magnús son, menntaskólakennari, Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Bene dikt Gröndal, ritstjóri,' Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag., Einar Pálsson, leikari, Svanhildur Þorsteinsdóttir, frú, Þorsteinn Hannesson, ó- perusöngvari, Páll Kolka, lækn ir, Guðmundur G. Hagalín, rit höfundur, Baldvin Tryggvason, framkvæmdarstjóri. Lárus Guðmundsson, stud. theol. og Ævar Kvaran, leikari. Endur- skoðendur voru kjörnir ■ þeir Guðni Þórðarson, framkv.stj. og Þór Vilhjálmsson, lögfræð- ingur. í fundarlok kaus hin nýja stjórn sér formann, Dr. Jóhannes Nordal, bankastjóra. í skýrslu sinni rakti Tómas Guðmundsson, skáld, helztu verkefni félagsins frá stofnun þess 23. marz 1957. Opinber fundarhöld hafa verið veiga- mikill þáttur í starfsemi fé- lagsins, en á fundum þess hafa oft talað erlendir gestir þess auk innlendra ræðumanna. Af erlendum gestum Frjálsrar menningar má nefna ung- verska rithöfundinn George Dr. Jóhannes Nordal. Faludi, sem kom hingað upp á árs afmæli ungversku bylting- arinnar, danska stjómmála- manninn, Frode Jacobsen, ung verska Stalínverðlaunahafann og flóttamanninn, Tamas Acz- el, indónesíska prófessorinn Takdir Alisjahbana svo og Þjóðverjann Dr. Köhler. Eftir morðin á Imre Nagy og fleiri Ungverjum beitti Frjáls menning sér fyrir úti- fundi á Lækjartorgi til að mót mæla hryðjuverkunum og var sá fundur afar fjölmennur. Eins og fram hefur komið í starfsemi Frjálsrar menningar frá stofnun hennar er félagið umfram allt stofnað til vernd- ar og eflingar frjálsri hugsun og frjálsri menningarstarfsemi. Félagið er óháð öllum stjórn- málaflokkum, en skuldbindur meðlimi sína til jákvæðrar bar áttu gegn hvers konar einræð- ishyggju, ríkisofbeldi og skoð- anakúgun. Skv. lögum sínum á félagið hliðstöðu með þeim menningar samtökum er á frönsku nefn- ast Congrés pour la Liberté de la Culture, en þau starfa víðs- vegar í lýðræðisríkjum. Félag- ið er þó óbundið alþjóðasam- tökunum að öðru en sameigin- legri hollustu við frjálsa hugs- un og frjálsa menningu. TWA kaupir eða leigir 30 Boeingfarþegaþotur. Sumar fara á 1030 km. meðalhraða. Flugfélagið Trans World Air- lines — TWA — hefir samið um kaup eða leigu á 30 stórum þot- um frá Boeing-verksmiðjunum og mun verða stærsta flugfélag heims, er þær verða teknar allar í notkun. Félagið hefir nú 47 þotur af stærstu gerð í notkun, svo að þotufloti þess verður með 77 þotum seint á næsta ári. Mun TWA kaupa 26 af þotum þess- um, en hinar fjórar verða tekn- ar á leigu. Fyrsta þotan verður afhent í september á þessu ári, en hin síðasta mun verða tekin í notkun í október árið 1962. Verða allar þessar þotur með hreyfla af nýrri gerð, sem gera þær hraðfleygari og langfleyg- ari en aðrar fluvélar af þessu tagi. Fara hinar haðfleygu með 1030 km. hraða á kiukkustund, en engin hægar en með 1000 km meðalhraða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.