Vísir - 17.05.1961, Page 7

Vísir - 17.05.1961, Page 7
Miðvikudaginn 17. maí 1961 7 VlSIR Halda verkr samvizku heimsins vakandi. Af þefrri ástæðu segja vitni frá hryðju- verkum nazista á Gyðingum. Það er talið, að a. m. k. 400.000 Gyðingar hafi verið drepnir af nazistum fyrstu 4 mánuði innrásar þeirra í Sovétríkin. Haldið var áfram brjálæðislegri útrýmingu þeirra og það eru engar ýkj- ur, að milljónum Gyðinga hafi verið útrýmt. Þetta hef- ur verið rannsakað eftir því sem föng voru á og margt, sem komið hefur í ljós við þær rannsóknir og vitna- leiðslur í réttarhöldunum yfir Eichmann, varpar nýju og skærara Ijósi á þessa hryllilegu glæpi, svo að eftir þessi réttarliöld munu fáir eða engir efast xun hve ógurlegur harmleikur átti sér stað á þessum tíma. Þess verður vart víða um lönd og einnig hér, að mönn- um finnst mælirinn löngu fullur með frásögnum af hinum hroðalegustu atburð- um, en þeim sem hafa lifað þá af og afkomendur þeirra geta með miklum rétti sagt, að þeir einir skilji þetta til hlítar, sem þetta hafi bitnað á, og þetta verði þeir, sem nú eru uppi að skilja og að það verði að halda samvizku heimsins vakandi, annars geti aðrir eins atburðir og þessir gerst aftur. Myndin, sem fylgir þessari grein, er af austurríksri konu af Gyðingaættum, Eleonore Neumann. Hún svifti frá golftreyjunni sinni í réttarsalnum, til þess að dómarar, önnur vitni og áheyrendur gætu séð farið eftir byssukúlu nazista. Hún sagði frá ofsóknum nazista og hryllilegri meðferð þeirra á föngum í fangabúðum. Hún fékk ærin kynni af þessu því að hún var flutt úr einum fangabúðunum í aðr- ar. — Lokst tókst frú Neumann að flýja af skipi, sem hún og aðrir flóttamenn voru á, en flóttinn tókst, vegna þess að kviknað hafði í skipinu — en vafalaust hefði hún og aðrir fangar, sem sluppu, náðst aftur, hefðu brezkir hermenn ekki bjarg- að þeim, er þeir sóttu fram til Kiel. Sárið hlaut hún á flóttanum. Önnur kona sagði sögu sína í réttarsalnum nýlega, frú Tivka Yoseelevski, og fylltir hryllingi og grátandi hlýddu menn á frásögn henn- ar af blóðbaðir.uílitlu pólsku þorpi nálægt Pinsk, en það átti sér stað laugardag nokk- urn 1942. Frásögnin hafði ef til vill meiri áhrif en nokk- urs annars vitnis áður fyrir réttinum, og var þó mikið komið af átakanlegum lýs- ingum. Allir virtust djúpt snortnir, nema maðurinn í glerbúrinu, Adolf Eichmann. Hann hallaði höfði og hlust- aði án þess nokkurrar svip- breytingar yrði vart á and- liti hans. Þjóðverjar ruddust inn í áðurnefnt þorp 1951 og tóku kirkju Gyðinga til afnota fyrir hesthús. Ofsóknir gegn mannsmynd, það er það, sem þeir voru.“ Ennfremur sagði frú Yose elevski frá því, að fólkið hefði verið dregið að malar- gryfjunni: „Faðir minn neitaði að af- klæðast nærfötunum. Hann var laminn og svo skotinn til bana. Svo skutu þeir móð ur mína og ömmu, en hún var orðin áttræð Föðursyst- ir mín var einnig skotin — með tvö börn á handleggn- um. Við hlið mér stóð yngri systir mín og vinkona henn- ar. Hún grátbað nazistana um líf — bað um, að þær fengju að laumast burt. Þær stóðu þama naktar og hjúfr uðu sig hvor upp að annarri og báðu um náð. Hún var ekki veitt. Þjóðverji horfði beint í augu systur minnar. Svo skaut hann þær báðar. Eitt vitnanna sýnir ör eftir misþyrmingu nazista. var röðin komin Gyðingum hófust þegar. Um 150 voru leiddir að langri, mjórri gröf, sem grafin hafði verið utan þorpsins, skotnir til bana og líkunum varpað í fjöldagröfina og mokað yfir. Svo varð hlé á, en 1942 var öllum Gyðingum skipað að mæta á þorpstorginu. Þeim var troðið milli grinda á pöllum vöruflutningabíla og ekið út í skóg að mikilli malargryfju. Þeir, sem ekki komust á bílana voru neydd- ir til að hlaupa með. „Eg varð að hlaupa með dóttur mína á handleggnum," sagði frú Yoseelevski, nokkrar mæður reyndu að bera 2—3 börn, og ef það tókst ekki voru þær skotnar. Þegar við vorum komin út að malargryfjunni var öll- um skipað að klæðast úr hverri spjör og skipa sér í raðir. Svo var okkur skipað að fara upp á litla hæð við gryfjuna. Og svo voru Gyð- ingar skotnir hver á fætur öðrum. Morðingjarnir voru fjórir svartklæddih storm- sveitarmenn — djöflar í Og svo að mér. Eg sneri mér að gryfjunni með barnið á handleggnum. „Á ég að skjóta barnið fyrst,“ spurði þýzkur her- maður. Eg svaraði engu. Hann þreif í hár mitt. Skot reið af, en ég stóð kyrr. Hermaður- inn skipaði mér að horfa á sig. Enn reið af skot og ég hneig niður í gryfjuna milli líkamanna. „Kannske er ég ekki lifandi lengur,“ hugs- aði ég. „Kannske er það svona að vera dauð?“ En í þessu blóðbaði kom- ust nokkrir lífs af — hafði tekizt að skríða nær dauða en lífi úr hrúgu þessara nöktu líka í gryfjvmni. Þá voru nazistarnir farnir og kringum hina dauðu og deyj andi nakin lítil börn, sem hrópuðu í dauðaangist sinni ú pabba sinn og mömmu.“ Ákærandi spurði nú, hvort Þjóðverjarnir hefðu enn ver ið þarna. „Nei,“ svaraði frú Yose- elevski, „þeir voru farnir. Eg var nakin og blóðug á höfði.“ Er ákærandi spurði hana- nánara um hvar hún hefði særzt strauk hún hárið frá vinstra gagnauga og benti á ör á því. Hún hélt áfram frásögn- inni: „Einhvern veginn tókst Framh. á 9. síðu. IVIeð IMorðmönnum í Osló 17. mal. Eins og kunnugt er lialda Norðmenn sína þjóðhátíð 17. maí eða réttum mánuði á und- an okkur. Árið 1959 var ég staddur í Osló, ásamt konu minni, á þjóðhátíðardegi Norð manna. Við vorum áveðin í að fylgjast með hátíðahöldunum iens og frekast væri unnt til að bera þau saman við þjóðhátíð- ardag okkar fslendinga, eins og við þekkjum hann í Reykja- vík. Við höfðum aldrei áður kom ið til Noregs og þekktum því litið til norskra siða. Nokkru áður en ég fór utan, hitti ég vin minn, Skúla Skúlason rit- stjóra, en hann er búsettur í Noregi. Skúli kvað allt miðast við j óðhátíðina þennan dag og þar sem Hvítasunnudagur væri líka 17. maí þá væri e.t.v. lítið spennandi fyrir útlendinga að vera í Osló á slíkum degi. — En hvað um það, lagt var af stað frá Reykjavík að morgni 16. maí með Hrímfaxa, sem skilaði okkur til Fornebu-flug- vallar á 4 tímum og 5 mínút- um. Veðrið var mjög gott í Osló, logn og sól, 17 stiga hiti og dagblöðin lofuðu góðu veðri næsta dag. En það loforð gátu þau ekki staðið við. Hitinn fór niður í frostmark um nóttina og var mjög kalt og allmikil gola á þjóðhátíðardaginn. Blöð- in urðu því að biðjast afsök- unar næst er þau komu út. Oslóbúar taka daginn snemma og byrjaði dagskrá þjóðhátíðarinnar kl. 7 að morgni með „Koralmusik“ í 15 kirkjum. Þá taka við ýmsir kórar og syngja víðsvegar um bæinn og lúðrasveitir spila á ýmsum stöðum. Kransar eru lagðir á leiði merkra manna, eins og Björnstjerne Björnson, Henrik Wergeland o.fl. Torden skjold fær krans á sína styttu og eru það norski og danski sjóherinn, sem sjá um það. — Líka er lagður krans á styttu til minningar um fallna flug- menn úr síðustu heimsstyrjöld og þannig mætti halda áfram, því margra er að minnast í Osló. Norðmenn hafa átt marga merka menn og þeim er ekki gleymt á þessum degi. Klukkan er nú orðin 10 og aðalhátíðahöldin eru að byrja, en það er skrúðganga mikil, er kemur frá Ankertorginu, gegn um Stórgötu til Stórtorgsins og heldur áfram upp Karl Johans götu, fer framhjá Konungs- höllinni, niður Holbergsgötu og að Wergelandsvegi, en þar er gangan leyst upp. Þeir, sem aldrei hafa séð skrúðgöngur erlendis, vita varla hvað skrúðganga er. Þær skrúðgöngur, er við sjáum hér eins og t.d. Keflavíkurgangan, líkjast meira jarðarfarargöng- um. Það vantar alla reisn yfir þátttakendur, nema þá helzt í skrúðgöngum skáta og skrúð- göngu barna á sumardaginn fyrsta. En það sem einkenndi mjög skrúðgönguna í Osló var líf og fjör og gleði skein frá hverju andliti, og voru þó þátttakend ur mörg þúsund. Þarna voru skólastjórar og kennarar með alla nemendur sína, sem gengu undir fána skólans, og voru í einkennis- klæðum skólans og voru marg- ir skólar með eigin lúðrasveit- ir, sem í voru stúlkur og dreng ir í sérstökum einkennisbún- ingum, mjög fögrum. Mikið var um norsk flögg og margir héldu á smá spriki með slaufu. Mikið var hrópað og voru fagn aðarlæti mikil. Smá sprenging ar heyrðust af og til. — Ýmsir af stærri þáttakendum héldust í hendur og tóku dansspor. Nokkrir voru með grímu, pappanef, eða pappahúfu, eins og við notum á gamlárskvöld. Ég stóð á Karl Johan, sem má segja að hafi verið eitt fána haf, og fylgdist með þaðan, en vegna fjöldans á öllum gang- stéttum var stundum erfitt að sjá hvað fram fór, sérstaklega fyrir mann, sem ekki er hærri í loftinu en ég. — Allsstaðar var fólk frá því snemma morg uns, þrátt fyrir mikinn kulda, og voru margir illa búnir, sér- staklega kvenþjóðin Gerðu ráð fyrir að veðrið yrði gott, eins og blöðin höfðu lofað, en það brást, allan daginn. Kl. 12,30 var hátíðarguðs- þjónusta í Dómkirkjunni. En kl. 13 hófust mikil hátíðahöld hjá stúdentum. Þar sem m.a. var kórsöngur, og annaðist hann: Det norske Studenter- samfund Stúdentar höfðu líka sína skrúðgöngu, eða öllu heldur akstur. Það var engu líkara en að þeir hefðu komizt yfir „fornt bílasafn“. Eldgamlir bílar, hver öðrum eldri og allir í öku færu standi, komu þarna í löng um röðum og voru sögulegar eða táknrænar sýningar á sum um þeirra. Ég vorkenndi bless- uðum stúdínunum, er tóku þátt í sýningunum, en sumar hverj- ar voru aðeins í þunnri lérefts- flík, er náði ekki nema um lítinn hluta líkamans. Það má mikið vera ef þær hafa ekki fengið lungnabólgu í þessari norðannepju. En það var eins og Norðmenn létu kuldann ekk ert á sig fá, allir voru þátttak- endur og áhorfendur hinir kát- ustu. Kl. 17 var útiguðsþjónusta á St. Hanshaugen. Um kvöldið átti að vera „Folkefest“ á Ráð húsplássinu. Þar var mætt hljómsveit og var smávegis dansað. Þar skákum við Osló- búum, því lítið var fjör og þátt taka í þessu og ekkert, ef borið er saman við Reykjavík. En aftur á móti var mikið um ,,kín verja“ sprengingar og meidd- ust margir, að ekki sé minnst á nælonsokkana hjá dömunum. Þannig kom 17. maí þjóðhá- f Frh. á 9. síðu.y

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.