Vísir - 29.05.1961, Blaðsíða 4
4
VÍSIR
Mánudaginn 29. maí,1961
í GÆR voni nákvæmlega
^Jiðin 51 ár frá því að Robert
Koch andaðist, því að hann dó
28. maí 1910. Hann var hinn
frábærasti af þýzkum vísinda-
mönnum og opnaði nýjar leið-
ir á sviði læknisfræðinnar.
Frægð hins kunna „gerla-
veiðimanns“ nær nú um allan
heiminn, en það var um hann
eins og marga aðra frábæra
menn, að á mótunarárum sín-
um virtist svo, sem hann væri
ekki mjög eftirtektarverður.
Gerlafræðingurinn tilvon-
andi var fæddur að Clausthal
í Harzfjöllum 11. desember
1843. Hann nam læknisfræði í
háskólanum í Göttingén. Þar
hafa samnámsmenn hans vafa
laust vistað hann í hópi „lestr-
arhestanna“. Það virtist svo,
sem það tæki hann dálítinn
tíma að ná til skapandi þroska
og vitundar um sína eigin
getu.
Langaði á sjóinn.
En í millitíðinni komst hinn
ungi maður undir áhrif hins
fræga sjúkdómafræðings Jacob
Henle. Sjúkdómafræðin var þá
aðeins að hefjast til vegs og
virðingar, sem vísindagrein.
Og kynningin við Henle olli
því, að námsmaðurinn varð
haldinn af þeirri ástríðu að
helga sig brautryðjendastarfi í
rannsóknum.
Námsárum hans við háskól-
ann lauk árið 1866. Og fram að
þeim tíma sýndi maður sá, er
síðar vann Nobelsverðlaunin í
læknisfræði, engan áhuga eða
sérstaka hæfileika til að vinna
verðlaun þau eða viðurkenn-
ingar þær, sem samstarfsmenn
hans leituðu svo mjög eftir.
Það, sem Koch vildi var ekki
verðlaun, heldur ævintýri. Sér
í lagi vildi hann verða skips-
læknir.
Sveitalæknir.
Eftir að hann var búinn að
taka próf og var búinn að
þjóna tíma sinn, sem húslækn-
ir í sjúkrahúsi, hefði hann get-
að látið þennan hófsama draum
sinn rætast — en kona kom í
veg fyrir það, Hún var unn-
usta hans og hún sannfærði
hann um það, að heimilislíf,
heimili og fjölskylda væri
miklu betur viðeigandi tak-
mark fyrir ungan lækni, en
að vera að þveitast milli
eyja í suðurhöfum og hoppa
þar á land til skiptis.
Koch hafði því taumhald á
ferðalöngun sinni og tók að
stunda lækningar. Maðurinn,
sem hafði hraðað sér gegnum
Göttingen-háskóla og verið að-
stoðarskurðlæknir í aðalsjúkra
húsinu í Hamborg meðan hann
var milli tvítugs og þrítugs,
sneri sér nú að lífi í smábæ:
Hann stundaði, með góðum ár-
angri, lækningar í Langenhag-
en, Rakwitz og Wollstein.
Héraðslæknir á ferð.
í Wollstein, sem fyrrum var
í héraðinu Posen en er nú lang
ar leiðir bak við járntjaldið,
var Koch skipaður í „hina keis
aralegu heilsufarsnefnd“. Þó
Itobert Koch.
mnnn sn ntj
^ sigraöi sýhlan
Kobert Koch dó iVrir
liálfri öld
að þetta sé nokkuð hástemt
nafn þýddi það í rauninni að
hann var þarna héraðslæknir.
Hann sinnti því þeim störfum,
sem koma í hlut hvers héraðs-
læknis. Hann hafði eftirlit með
skólum, farsóttum og barðist
fyrir að frárennsli húsa væri í
lagi.
En þó að svona venjulegur
lífsferill hafi ef til vill verið
þreytandi fyrir mann, sem
hafði löngun til að vera í för-
um, hefir hann vel getað orðið
orsök í velgengni hans síðar
meir. Því, að þó að Koch hafi
lagt hömlur á löngun sína til
að vera í förum á sjó kom hún
nú í Ijós sem forvitni um
kringumstæður þær, sem við
komu hans daglegu skyldu-
störfum. Á ferðum sínum um
héraðið varð hann oft var við
miltisbruna. Hann furðaði sig
á því hver væri orsök hans, og
hann var ákveðinn í því að
komast að því.
hans heldur ekki hrifin af
þessu. Hún óskaði að læknir-
inn, eiginmaður sinn, vildi
heldur snúa sér að því að auka
læknastörf sín og koma ein-
hverri reglu á líf sitt bæði að
degi og nóttu.
En þegar nú smábæjalækn-
irinn hafði loks greint hvað
ætti að verða hið sanna ævin-
týri lífs hans — rannsóknir
hans með smásjánni — gat ekk
ert stöðvað hann. Og æsku-
Alþjóðlegur maður.
Jafnframt þessu var ráða
leitað hjá honum af framandi
stjórnum og ferðalög hans
héldu áfram. Hann fór til Suð
ur-Afríku til að rannsaka sauð
fjársjúkdóma; til Indlands til
þess að hafa upp á ferli svarta-
dauða og til margra annarra
staða til þess að leita uppi upp-
sprettu og meðferð malariu.
í gerlaveiðunum eins og
mörgum öðrum störfum sem
menn taka sér fyrir hendur
leiðir velgengni í starfi til
næsta verks. Til dæmis fór
Koch til Austur-Afríku árið
1903 til þess að kynna sér blóð
sýkingu. Hann komst að þvi að
vissar lýs bera og flytja með
sér hitasótt', sem kom aftur og
aftur í Afríku. Árið 1906 sendi
þýzka stjórnin hann til Vest-
ur Áfríku 'og í þetta sinn var
það til að rannsaka svefnsýki.
Á þeim sviðum, sem Koch
brást var þó brautryðjenda-
Rannsóknir.
Þó að kona hans mótmælti
því — hún gat að vísu heft
hann frá því að fara á sjó —
gat hún ekki bægt honum
frá vísindunum, og hann bjó sér
út rannsóknastofu þó að hún
væri frumstæð. Og þangað
hvarf hann á hverju kvöldi eft
ir að síðasti sjúkliiigur var far-
inn og læknastofan lokuð og
hann hafði lokið skriftum sín-
um.
Þar sem hann var héraðs-
læknir var hann oftlega trufl-
aður. En hvenær sem hann gat
hvarf hann aftur til rannsókna
stofu sinnar og vann þar síðla
á kveldi við lampaljós. Rann-
sóknir hans snerust aðallega
um miltisbruna. Eftir að hafa
gert tilraunir árum saman og
gægzt gegnum frumstæða smá-
sjá sína náði Koch loks því
sem hann var að leita að:
Hann gat hreinræktað hinn
banvæna miltisbrunasýkil.
Þó að þetta væri fyrsti ávöxt
ur af gerlaleit hans, sem átti
eftir að gera hann heimsfræg-
an, var honum enginn sómi
sýndur af samfélagi hans í
Wollstein. Nágrannarnir gerðu
gys að honum í fyrstu, þegar
þeir tóku eftir því, að í stað
þess að sitja vinsamlega yfir
bjórglasi í þorpsknæpunni á
kvöldin, sat hann heima „og
góndi þar á sneiðar af þefillum
hræjum“.
Hann fór víða.
Ef satt skal segja var konan
draumur hans um ferðalög
rættist einnig að lokum. Á
meðan hann var að sjúkdóma-
leit sinni sigldi hann til fram-
andi landa. ók margar mílur
um grasivaxnar sléttur, ferð-
aðist um frjósama frumskóga
og gisti í fjarlægum lesta-
mannagististöðum.
Fann berklasýkilinn 1882
En um það leyti hafði nýtt
borið við á starfsferli Kochs.
Árið 1876 hafði hann 'tilkynnt
aðferð sína um bólusetningu
við miltisbruna. Og árið 1882
tókst honum að einangra
berklasýkilinn.
Og jafnframt afrekum hans
óx viðurkenning hans. Árið
1883 var hann skipaður for-
maður nefndar, sem send var
til Indlands og Egyptalands og
átti að rannsaka kóleru. Einu
ári síðar hafði hann fúndið
kólerusýkilinn (cholera spirill-
um) og gaf skýrslu um það, að
návist hans væri blátt áfru.n
sönnun fyrir að um hina hættu-
legu Asíukóleru væri að ræða.
Nú var frægð læknisins í
sveitaþorpinu tryggð. Fyrir
baráttu hans gegn kóleru gaf
stjórnin honum 100 þús. mörk.
Háskólaviðurkenning kom
einnig. Árið 1885 var hann út-
nefndur prófessor við háskól-
ann i Berlínarborg. Sama ár
varð hann stjórnandi hinnar ný-
stofnuðu heilsuverandarstöðvar
í Berlínarborg og stjórnandi
prússnesku heilsunefndarinnar.
starf hans grundvöllur fyrir
framfarir hjá öðrum. T.d. var
það árið 1890 að einn af læris-
sveinum hans tilkynnti það
hvatvíslega að búið væri að
uppgötva túberkúlín, og sagt
væri að efnið hefti vöxt berkla
sýkilsins. Þetta urðu vonbrigði
samkvæmt eftirfylgjandi til-
raunum á sjúklingum með tær-
ingu. En rannsóknir Kochs
héldu áfram. Árið 1901 var
læknaþing um berkla í Lund-
únum og þar tilkynnti Koch að
það væri sannfæring sín að
berklar í mönnum og skepn-
um væri ekki sami sjúkdóm-
urinn. Þetta hafði þau áhrif að
nú var farið að ræða um það
hvernig fólk sýktist af berkl-
um, hvort menn •smituðu hver
aðra eða hvort sjúkdómurinn
bærist með sýktri mjólk eða
kjöti. Einn árangurinn af orð-
um Kochs var sá, að skipuð
var brezk konungleg nefnd til
að athuga málið betur.
Eftir því sem störfuih hans
miðaði áfram fékk hann fleiri
titla og margvíslegur sómi var
honum sýndur. En Robert
Koch var jafnan hæverskur.
Hann leyfði aldrei blaðamönn-
um viðtöl við sig, og þegar
hann talaði var það aðeins til
að láta í Ijós skoðanir sínar á
málum læknisfræðinnar. Þegar
visindaleg sannindi voru ann-
ars vegar varpaði hann af sér
hlédrægni sinni og varð mælsk
ur.
Helgaður vísindunum.
Koch var óttalaus í störfum
og hann gekk svo langt að
hann gerði tilraunir með sjálf-
an sig. Hann gerði margar bólu
setningar á sér í tilraunaskyni
og á langri ævi og varð það til
að spilla heilsu hans. Þegar
honum voru veitt Nobelsverð-
launin í læknavísindum 1905
var það með naumindum að
þessi heimsferðalangur gæti
tekist á hendur ferðina til
Stokkhólms. Miður sín af
hjartabilun dó hann 5 árum síð
ar í Baden Baden.
Hafa vísindamenn um allan
heim notað tækifærið til þess
að heiðra minningu hans.
Eitt af minnismerkjunum
um hann kemur undarlega fyr
ir sjónir og er einkennandi fyr
ir stjórnmálaviðhorfið í Evr-
ópu 1960:
Þorpið Wollstein, þar sem
Koch gerði fyrstu uppgötvanir
sníar ber nú pólskt nafn. Hús-
ið, þar sem hann stundaði rann
sóknir sínar, er til þar enn.
Minningartafla við inngöngu-
dyrnar segir frá því — á
pólsku — að þarna sé safn
Kochs Og þar er líka skýrt
frá því, að hér hafi hinn mikli
þýzki vísindamaður starfað á
árunum 1872 til 1880. Taflan
er pólsk.
Sparisjóðurinn „PUNDIÐ"
VIÐ KLAPPARSTÍG.
Avaxtar sparifé mcð hæsiu innlánsvöxtum.
Opið daglega frá kl. I(i,.'!0—12 og 5—6,30.
i