Vísir - 29.05.1961, Blaðsíða 12

Vísir - 29.05.1961, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir. Látið hann færa yður fréttir og annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. — Sími 1-16-60. írlsiR Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Mánudaginn 29. maí 1961 IVIargfjild benzínsala Eins og Vísir sagði frá í vikunni sem leið, voru nokk- ur brögð að því, að menn reyndu að safna birgðum af benzíni. Komu margir með tunnur, sem þeir létu fylla, og væntanlega hafa menn síðan flutt tunnurnar upp um fjöll og firnindi, því að ekki er heimilt að geyma slíkar birgðir nærri manna- bústöðum. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vísir fékk hjá h.f. Skeljungi í morgun, var sala á benzíni í s.I. viku svo miklu meiri en vcnjulega, að vikuskammt- ur var seldur á degi hverj- um. Má ætla, að önnur félög hafi sömu sögu að segja, og fram til lokunartíma í gær var látlaus straumur bif- reiða á benzínsölustöðvarn- ar. 7000 menn í verkfalli Verkfall það, sem Dags- brún og fleiri félög höfðu boðað frá síðastliðnu mið- nætti, kom til framkvæmda á fyrirfram ákveðnum tíma, þar sem sættir liöfðu ekki tekizt í deilunni. Svo sem segir í öðrum fréttum hér í blaðinu ídag,bitnar verkfall ið þegar áýmsum aðilum, en mun bitna áfleiri, er fram líða stundir. Um 7000 manns munu nú vera í verkfalli hér, í Uafnarfirði, á Akur- eyri og Ilúsavík. I»að er mikið um að vera á ýmsum stöðum í bænum vegna komu Ólafs Noregskonungs. Hér sjást menn í óða önn að mála Tjarnargötu 11, svo að húsið líti nógu vel út, þegar konungur fylgdarlið hans eiga þar leið lijá. Innanlandsflug stöM Undanþága fyrir millilandaflugi til n. k. föstudags Óvenju mikið annríki var í innanlandsflugi Flugfélags fs- lands í gær og dagana næstu áður, en í dag mun allt innan- landsflug stöðvast vegna verk- fallsins, en hinsvegar hefur Flugfélögum verið leyft að Fyrsta fjórðung árs flugu 28,8% fleiri menn yfir At- lantshaf en á sama tíma í fyrra, segir alþjóðasamband flugfélaga (IATA). Fjórir rússneskir hershöfð- ingjar fórust nýverið í flug- slysi, én ekki er sagt, hvar slysið varð. Tveir fossar stöövast Þrjú skip Skipaútgerðarinnar fá undanþágur Tvö af skipum Eimskipafé- lags fslands, TröIIafoss og Fjallfoss, hafa þegar stöðvast vcgna verkfallsins. Önnur skip félagsins eru annaðhvort á leið milli landa eða í erlendum höfnum, og geta þau að sjálfsögðu haldið áfram unz þau koma í heimahöfn og þá munu þau stöðvast. Skip Skipaútgerðar ríkisins eru öll á ferð utan Reykjavík- ur, nema Þyrill, sem er í slipp. Veittar verða undanþágur svo að skipin geti h'aldið uppi ferð- um sem hér segir. Herjólfur fær að halda uppi ferðum tii Vestmannaeyja með mjólk og farþega, og Esja og Hekla fá einnig að flytja farþega, en vör- ur verða ekki fluttar með þeim skipum. Akraborg verður íferðum til Akraness og Borgarness eins og áður, en verður fyrst og fremst í ferðum með farþega. Varning fær skipið ekki að flytja, að undanskilinni mjólk, sem flutningar' verða ekki hindraðir á. Olía mun í geym- um skipsins til hálfs mánaðar siglingar. halda uppi millilandaflugi til n.k. föstudags. Síðustu dagana hafa vélar Flugfélagsins flutt mörg hundr- uð farþega daglega hér innan- lands. S.l. föstudag og laugar- dag var Gullfaxi tekinn í inn- landsflug og fór þá 6 ferðir til Egilsstaða og Akureyrar. í gær voru 5 ferðir farnar til ísafjarðar, sém mun vera fá- títi; ef ekki algert einsdæmi á einum degi. Þrjár ferðir voru flognar til Hornafjarðar, þrjár til Vestmannaeyja og tvær til Akureyrar. Lagt var afstað í þriðju ferðina til Akureyrar síðdegis í gær en flugvöllurinn þar lokaðist sökum dimmviðris svo að vélin varð að snúa aftur. Eins var ein Hornafjarðai’vélin veðurteppt þar í gærkveldi en er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Alls mun talsvert á 5. hundrað manns hafa flogið milli staða innanlands í gær. NEITAÐ BEIÐNI SÁTTASEMJARA •fc Á föstudagskvöld höfnuðu fulltrúar Dagsbrúnar og Hlífar þeim tilmælum sáttasemjara að verkfallinu, yrði frestað til 3. júní, svo hann i fengi tækifæri til þess að kynna sér málin og vinna að samningu sáttatillögu, en eins og kunnuglr'er fékk hann ekki málið í sínar hendur fyrr en fyrir örfáum dögum. Þessi afstaða fulltrúa verka- manna ber vott um furðulegan skort á samningslipurð og bendir til þess að þeim sé meira í mun að steypa þjóðinni út í verkfall sem á miðnætti hófst, en ná samningum um raunhæfar kjarabætur. •Jr Þjóðviljinn liefir hrópað hástöfum undanfarna daga að vinnuveitendur hafi ekkcrt boðið í vinnudeilunni. Sann- leikur málsins er sá, að þótt ekki hafi komið fram form- leg tlboð af hálfu atvinnurekenda fyrr en í gærkvöldi, þá var fulltrúum verkalýðsfélaganna skýrt frá því óformlega á fyrsta stigi samninganna að vinnuveitendur væru fúsir til þess að semja upp á þessi kjör. •fc Sú óbilgirni, sem fram kemur í skrifum Þjóðviljans um verkfallsmálin og þeirri afstöðu forráðamanna Dags- brúnar að neita beiðni sáttasemjara, sýnir að í gjörðum ræður ekki það sjónarmið að leysa þessa vinnudeilu sem fyrst og án þess að til vandræða komi, heldur eru hinir flokkspólitísku hagsmunir settir á oddinn. Vinnustöðvun hófst í morgun í S.-Afríku >» I stóru borgunum var verkfalls- þátttaka all-almenn í morgun hófst þriggja daga vinnustöðvun í Suður-Afríku, sem boðuð hefur verið, en aðal- hvatamaður hennar er Nelson Mandela, sem mikill fjöldi blökkumanna þar lítur nú á sem höfuðleiðtoga sinn. Vinnu- stöðvunin er ákveðin með til- liti til lýðveldisstofnunarinnar, en lýðveldisdagurinn er mið- vikudag næstkomandi. Að undanförnu hefur átt sér stað mikill viðbúnaður hers og lögreglu vegna vinnustöðvunar- innar og mikið verið um hand- tökur og húsrannsóknir, og er mjög haft í hótunum við þá, sem ekki mæta til vinnu, og jafnvel hótað atvinnumissi. Þrjár maparastöðvar í springa í loft upp I ðroi’izntti’livt'H lat nmiiisÉ USA i svtp Þrjár millistöðvar (relay Cable stations) í símakerfi Bandaríkjanna sprungu í loft upp í nótt, allir í Utah-dalnum. í bili stöðvaðist aðvörunar- kerfi landsvarnanna. Milli stöðvanna er ekki lengra en það, að hugsanlegt er — með tilliti til þess hvenær sprengj- urnar sprungu — að sami mað- ur-hafi ekið bifreið milli stöðv- anna. Málið er í rannsókn og strangur vörður settur við all- ar millistöðvar. — Aðvörunar- kerfið komst mjög fljótt í lag aftur. Mandela fyrrverandi hnefa- leikskappi og nú lögfræðingur, skrifaði fyrir nokkru til Dags Hammraskjölds, framkvæmda- stjóra S.Þ. og bað hann að beita áhrifum sínum til þess, að Suð- ur-Afríkustjórn beitti ekki hörku gagnvart verkfallsmönn- um, og var bréfið einnig undir- ritað af forseta hins bannaða þjóernisfélagsskapar (í S.-A.), African National Congress, — en annars hefur Mandela hvatl til friðsamlegrar vinnustöðvun- ar og beðið menn að halda kyrru fyrir á heimilum sinum. Hann hefur skorað á þær þjóðir í samtökum I S.Þ., sem hafa stjórnmálasamband við Austur- Afríku, að láta fram fara at- hugun á hvað stjórnin lætur aðhafast vegna verkfallsins dagana 29., 30. og 31. maí. Allt frá því er verkfallið var boðað hefur stjómin lát- ið leita Mandela um land allt en sú leit hefur engan árang- ur borið, og veikir Það að- stöðu hennar. Fréttir snemma í morgun herma, að í stóru borgunum, Höfðaborg og Jóhannesar- borg, hafi blökkumenn al- mennt hlýtt fyrirskipunum um að fara ekki til vinnú. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.