Vísir - 29.05.1961, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Mánudaginn 29. maí 1961
★ J. HARNALL:
28
SLÚDIN
ISTANBUL=
Loksins náði ég í þig, Peter. Eins og þú heyrir þá er þetta
Emily frænka þín. Við erum hérna í Istanbul, og mig langar til
að hitta þig eins fljótt og hægt er. Já, ég sagði „við“. Eg er með
indæla stúlku með mér — heldurðu að ég þöri að fara svona
langt ein? Getum við komið til þín í skrifstofuna núna strax,
segirðu? Jæja, þá höfum við það svo.
Sömmu síðar stigu þær út úr leigubíl og var vísað inn í skrif-
stofu Blounts. Hann heilsaði þeim báðum hjartanlega og sagði
við frænku sína: — Þú ert sannarlega aðdáunarverð, Emily
frænka. Eg skil ekki að þú skulir endast til að flakka svona um
veröldina ár eftir ár!
Frú Pringle leit kringum sig og sagði varlega: Getum við
treyst því að enginn heyri til okkar? spurði hún.
— Já, þér er óhætt að treysta því, sagði hann. Er það eitthvað
spennandi leyndarnrál, sem þú ætlar að trúa mér fyrir?
Frú Pringle kinkaði kolli og sagði í hálfum hljóðum: — Eg
veit ekki hvað ég að að segja um það, en við hittum af tilviljun
unga stúlku í Ankara, sem var skelfing aumingjaleg. Við fórum
að tala við hana, og þegar hún varð þess vísari að við ætluðum
til Istanbul, bað hún okkur fyrir þetta bréf. Eg átti að afhenda
þér það persónulega, svo að engir sæju — og hérna er það. Þessi
unga stúlka sagði að hún þekkti þig vel.
Peter Blount varð hissa og tók við bréfinu. Það var nokkuð
þykkt. Hann settist við skrifborðið itl þess að athuga hvað í því
væri. Hann varð mjög hissa er hann sá að í bréfinu var annað
innsiglað umslag með nafni Erics Aston á.
— Bíddu augnablik. Eg ætla að afhenda rettum viðtakanda
þetta.
Frú Pringle hristi höfuðið og leit á Jill. — Alltaf batnar það,
sagði hún. — Ef þetta væri ekki innan sama lands mundi ég
hafa giskað á, að hér væri um gjaldeyrissmygl að ræða.
Jill svaraði ekki. Hún starði á mynd úti í ganginum. Hún sá
hana ekki greinilega gegnum glerhurðina — en henni fannst hún
kannast við hana. Hún reyndi að muna hvar hún hefði séð þetta
andlit fyrr, en gat ekki komiö því fyrir sig.
Enda var það ekkert undarlegt. Myndin var af stofnanda firm-
ans og margra ára gömul, og þegar hún var máluð hafði hann
verið mörgum árum yngri en þegar hann heimsótti Jill forðum
á Sólheimum og tókst að telja hana á að slíta öllu sambandi
við Eric son hans.
Hún sat enn og horfði á myndina þegar dyrnar opnuðust —
og á þröskuldinum stóð Eric!
Hann hafði komið til að fá nánari skýringu á þessari undar-
legu sendingu og itarlegri fregnir af ^amfundunum við Ezru.
Bréfið frá henni.hafði verið mjög stutt. En á sama augnabliki
sem hann sá Jill, gleymdi hann öllu öðru. Hann starði á hana
eins og hann hefði séð afturgöngu.
— Jill! hrópaði hann. Hann skálmaði til hennar, tók um báðar
hendur hennar og dró hana upp af stólnum. — Ertu það þú, Jill —
er það sem mér sýnist? Og hvernig i ósköpunum komstu hingað?
Allt hring snerist fyrir augum hennar og sem snöggvast fannst
henni að líða mundi yfir sig. Hún gat ekki komið upp nokkru orði
— svo forviða var hún.
— Hvað á þetta eiginlega að þýða? spurði frú Pringle.
Jill svaraði engu en hristi bara höfuðið. Hún fann að hún mundi
fara að hágráta ef hún reyndi að segja eitthvað. Og allt í einu
rann upp Ijós fyrir frú Pringle.
Leyfist mér að spyrja hvort þetta er ungi maðurinn, sem þú
varst áð tala um einu sinni? sagði hún. — Þessi sem var að dingla
við þig þó hann væri trúlofaður annari?
— Eg hef aldrei verið trúlofaður neinni annari, sagði Eric.
— Svo það getur ekki hafa verið ég. sem hún var að tala um þá.
Jill leit aftur gegnum glerhurðina út á ganginn. Nú vissi hún
hvar hún hafði séð þennan mann áður.
— Hann faðir þinn.... stamaði hún. — Hann kom til mín og
sagði að það væri bezt fyrir þig að við sæumst aldrei framar. Og
liann sagði mér að þú værir trúloíaður stúlku — sem yrði þér
samboðnari kona en ég....
— Dirfðist hann að gera það? sagði Eric. — Það hefur líklega
verið gert af góðum hug.jen....
Hann þagnaði því nú mundi hann það sem Rudy hafði gefið
i skyn, að Jill hefði verið með í ráðum um fjárþvingunartilraunina
sem mistókst. En þegar hann sá hamingjuna sem skein úr augum
hennar, hvarf honum allur efi. Þetta hafði eflaust verið fúl-
mennskubragð hjá Rudy og ekkert annað.
— Leyfist mér að benda á að ég er ekki vön því að vera hundsuð,
þar sem ég er gestkomandi, sagði frú Pringle. En þó röddin væri
hvöss, brosti hún samt um leið.
— Afsakið þér, sagði Eric, — en þetta kom mér svo óvart. Eg
hélt að ég mundi aldrei verða hamingjusamur aftur....
í sama bili var eins og hvíslað væri að honum: Nancy! Og þá
íann hann að hann átti ekki hamingjuna eintóma i vændum.
Hvað mundi Nancy gera nú? Hvað mundu foreldrar hennar
segja? Og faðir hans? Og hvað mundi Jill halda þegar hún frétti
að Nancy væri í Istanbul?
— Eg hef ekki svo mikiö sem kynnt mig, sagði hann við frú
Pringle. — Eg heiti Eric Aston. Og ég þakka yður fyrir að þér
komuð með Jill hingað. Það....
— Það er eingögnu Peter að þakka eða kenna að við komum
hingað, sagði frú Pringle þyrkingslega.
Hann skal fá kauphækkun undir eins í dag, sagði Eric glað-
lega. — Nú hefur hann sýnt til hvers má treysta honum!
Petur brosti út undir eyru.
— Og nú kemur hann með okkur út til að fagna samfund-
unum, yfir bezta matnum sem þeir geta brasað í Park Hotel,
sagði Eric.
— Ef þér amist ekki við því þá hafði ég hugsað mér að taka
hann frænda minn að láni upp á eigin spýtur. Við höfum svo
margt að tala saman um, skiljið þér — og við gætum borðað
saman síðar í dag.
Hún sá svo greinilega að Eric létti við þessa uppástungu, að
hún vissi að hún hafði getið sér rétt til: að ungu hjúin vildu
helzt vera ein saman.
Þegar Eric og Jill sátu saman á svölunum við Park Hotel
skömmu síðar, gleymdu þau alveg útsýninu, sem hafði gert þetta
gistihús víðfrægt. Þau horfðu aðeins hvort á annað, og það var
svo margt sem þau þurftu aö tala um, og margvíslegur misskiln-
ingur sem þurfti að leiðrétta.
í gleði sinni hafði Eric ef til vill gert of lítið úr erfiðleikunum,
sem nú yrðu á vegi hans. Að minnsta kosti voru það fremur
kuldalegar móttökur sem Jill og frú Pringle fengu er þær komu
heim með Eric og Peter síðar um daginn. Því að nú var Fergu-
son-fjölskyldunni vandalaust að sjá að ferðin til Istanbul hafði
orðið fýluferð. Nancy mundi aldrei verða frú Aston
Fergusonhjónin tóku ósigrinum með sæmilegri stillingu, en ekki
varð það sagt um Nancy. Hún nísti tönnum af heift, og eftir
fyrsta lamandi taugalostið fár hún að hugsa ráð til þess að losna
við nýja keppinautinn. En þegar hún sá augnaráð Erics hvenær
sem hann leit til Jill, þóttist hún sjá fram á, að nú dyggðu ekki
annað en mergjaðar aðgerðir. Hér var um líf og dauða að tefla
— önnur hvor varð að víkja.
Frú Pringle, sem þóttist vera talsverður mannþekkjari, hafði
verið fjót að sjá hvernig í öllu lá. Hún skildi að þessi Nancy
var hættulegri en eiturnaðra og að henni var trúandi til alls.
Bremsuskálar
Chevrolet fójksbíll, árg. ‘40—‘50. Ford, árg. ‘55—‘56.
Plymouth ‘37—‘56. Willys-jeppi ‘42—‘49.
Póstsendum.
V
Laugavegi 168. Sími 10199.
Bílabúð
KVðLDVÖKUNNI
í augum flestra Ameríkubúa
er það gæfumerki, ekki aðeins
að fara í brúðkaupsferð til
Niagarafossanna, heldur og að
láta gefa sig saman í einhverri
af hinum mörgu kirkjum, í
bænum, sem ber sama nafn.
Confetti þykir eiga við þegar
ameríkanar gifta sig. Og prestur
í einum af þessum kirkjum
kirkjum hlýtur að hafa verið
orðinn ergilegur yfir því að
sjá alltaf grasflötina hjá kirkju
sinni alstráða confetti. Hann
setta því upp þessa auglýsingu:
— Ef þér þurfið 'að kasta ein-
hverju á grasflötina, látið það
þá vera grasfræ!
★
f bæ í Virginíu voru 5 ungir
menn teknir fastir af því að þeir
fóru í þýzka einkennisbúninga,
hengdu hnífa við belti sér og
gengu gegnum bæinn með út-
breidda handleggi og kölluðu
„Heil Hitler.“
— Eruð þið nazistar piltar,
spurði dómarinn.
— Alls ekki, svöruðu þeir. —
En bærinn er svo dauðans leið-
inlegur, að okkur fannst eitt-
hvað þurfa að gerast.
Er þetta leyndarmálið um
það hvers vegna Hitler gekk
svona vel að safna um sig fólki
í Þýzkalandi?
★
Ungur framgjarn listamaður
oipnaði nýlega listaverkasýn-
ingu í París. Þar var listaverka-
sali og skoðaði lengi eina af
myndunum og spurði síðan
listamanninn hvað þetta ætti
að vera.
— Eg hefi kallað myndina
„Kýr á engi.
— Nú en það er ekkert gras
þar.
— Auðvitað ekki, kýrnar hafa
nagað það ofan í rót.
— En það eru heldur engar
kýr.
— Vissulega ekki. Hvað eiga
kýr að gera á engi, sem hefir
ekkert gras lengur?
w
HPINGUNUM.
fojnairtutíí 4
KONI HÖGGDEYFAR
Þessir viðurkenndu stillanlegu höggdeyfar fást venjulega
hjá okkur í margar gerðir bifreiða. Útvegum KONI HÖGG-
DEYFAR í allar gerðir bifreiða.
SMYRILL
húsi Sameinaða. — Sími 1-22-60.
Bezt að auglýsa í Vísi.
Vöruhappdrcetti g | g g
12000 vinningar d drí
30 KRÓNUR MIOINN