Vísir - 29.05.1961, Blaðsíða 7
Mánudaginn 29. maí 1961
7
VÍSIR
Til hvers er Vínarfundurinn ?
Fram til þessa hefur ætíð
mátt skilja á Kennedy
Bandaríkjaforseta og Dean
Rusk utanríkisráðherra hans,
að þeir væru andvígir fund-
um æðstu manna stórveld-
anna, nema áður hefði farið
fram mikill undirbúningur
Kennedy.
eftir diplomatiskum leiðum.
Jafnframt yrði að vera rík
von um nokkurt samkomu-
lag á slíkum fundi. Báðir
hafa sagt að Bandaríkjafor-
seti, hver sem hann væri,
gerði lítið úr sjálfum sér,
með því að sækja slíka þrætu
fundi, nema von væri um
meiriháttar samkomulag.
Kennedy virðist nú hafa
snúið við blaðinu. Hann
kveðst munu fara til fundar
við Krúsév upp úr næstu
mánaðamótum. Þeir muni
ræða óformlega um helztu
vandamálin í alþjóðapólitík,
í því skyni að kynnast betur
persónulega og skýra sjónar-
mið sín. Engin dagskrá hefur
verið samin fyrir fundinn.
Kennedy og fulltrúar hans
biðja menn að búast ekki við
miklu, þessi fundur sé ekki
ætlaður til að komast að sam
komulagi við Rússa. Með
öðrum orðum: Kennedy hef-
ur í hyggju að mæta á þrætu-
fundi með Krúsév, án þess
að hafa nokkra von um sam-
komulag. Eða hvað?
Ýmsir stjórnmálafréttarit-
arar fullyrða, að margt geti
gerzt óvænt. Ríkisstjórnir
Bandar. og Sovtríkjanna
hafa síðan Kennedy tók við
völdum skiptast á mikilsverð
um orðsendingum um c.1-
þjóðamál. Að vísu er lítið vit-
að um efni þeirra, en þeir
sem bezt ættu um að vita
í hópi fréttaritara, telja að
efni þeirra sé langt frá því
að vera það ómerkilegasta,
sem farið hefur á milli þess-
arra tveggja ríkisstjórna.
Kannske sést ávöxturinn af
þessum orðsendingum um
það er Vínar-fundinum lýk-
ur Það er auðvitað öllum
ljóst að viðfangsefnin eru
mörg, deiluefnin virðast ó-
þrjótandi: Laos, Berlín,
Kúba, Kórea, Kína, — For-
mósa, þættir afvopnunar,
bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn og ótal
margt fleira. Eitt eða fleiri
af þessum málum, eða ein-
hvern mikilsverðan þátt
þeirra, hljóta Krúsév og
Kennedy að taka föstum
tökum. Einhvern veginn sýn-
ist það svo fráleitt, nánast
hlægilegt, að hugsa sér að
þessir tveir voldugu leiðtog-
ar komi saman eingöngu til
að kynnast og spjalla saman.
Sambúð Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna er ekki svo
góð.
Frægasti Vínarfundurinn
fjallaði um ríkjaskipun
Evrópu eftir Napoleonsstyrj-
aldirnar. Ýmsum þykir kom-
inn tími til að Rússar og
Bandaríkjamenn komi sér
saman um áhrifasvæði. Þanri
ig samkomulag gæti orðið til
að draga úr þunga kalda
stríðsins.
Baráttan hefur smám sam-
an harðnað í S.-Ameríku,
sem til skamms tíma var ein-
göngu áhrifasvæði Banda-
ríkjanna. Báðir aðilar eiga
fullt í fangi eins og komið
er, þótt S.-Ameríka verði
ekki að bitbeini þeirra, á lík-
an hátt og Asía. Það virðist
því báðum aðilum í hag að
koma sér saman um S.-
Ameríku áður en vinstri sinn
um og létta þungum búsifj-
um af stórveldunum.
Ýmsir velta því fyrir sér
hvort þessi fundur sé upp-
hafið að því að Kennedy
mæti einn fyrir hönd Vestur-
veldanna á fundum með for-
sætisráðherra Sovétríkjanna.
Fréttaritarar sögðu á sínum
tíma, að Kennedy hefði sagt
Krúsév.
aðar hreyfingar verða óvið-
ráðanlega uppivöðslusamar
og hleypi öllu í bál og brand.
Allsherjarskifting heims-
álfanna í áhrifasvæði stór-
veldanna er óframkvæman-
leg, vegna þess að báðir aðil-
ar eiga mikil ítök í sumum
löndum og hvorugur mundi
vilja gefa eftir í þeim. En
hversu langt sem slík skift-
ing næði, gæti hún orðið til
þess að efla friðinn í heimin-
við Macmillan og Adenauer,
er hann ræddi við þá í
Washington, að Bandaríkja-
forseti ætti einn að koma
fram fyrir hönd Vesturveld-
anna. Ekki er vitað hvernig
forsætisráðherrarnir tóku í
þetta, en Kennedy mun hafa
lagt mikið upp úr þessu.
Hvað svo úr þessum fundi
verður, þá má fullyrða að
hann mun bæta ástandið að
því leyti að hann dregur úr
spennunni í alþjóðamálum.
Rreyndar hlýtur báðum leið-
togunum að vera þetta kapps
mál. Og önnur útkoma yrði
áfall fyrir báða. — Á. E.
Gróðursetning hafin
í Heiðmörk
Skorað á félög að mæta tíl starfs hið fyrsta
gróðursetningu í Heiðmörk,
skal bent á að tilkynna komu
sína þangað í ísíma 13013 og
þar verða þeim veittar allar
nánari upplýsingar.
í vor á að setja niður nokkr-
arar tugþúsundir trjáplantna í
Heiðmörk, en gróðursctning
hefur tafizt þar síðustu dagana
vegna kuldakastsins.
Nú hefur hlýnað í veðri að
nýju og aðstaða til gróðursetn-
ingar orðin hin ákjósanlegasta
á alla lund. Hér með er þvi
skorað á öll þau félög sem hafa
fengið land í Heiðmörk til
gróðursetningar að herða sókn-
ina þegar í stað og koma fylktu
liði þangað til gróðursetningar.
Það er mikið verk fyrir hönd-
um og því fyrr sem það hefst
þeim mun betra.
Að gróðursetningu í Heið-
mörk starfa nú rúmlega 50 fé-
lög i Reykjavík og hafa gróður-
sett þar meir en hálfa aðra
miiljón trjáplantna Þau hafa
flest sýnt mikla árvekni og
dugnað við starf sitt og þess
er vænst að þau geri það enn
í vor. Gróðursetning hófst fyr-
ir hálfum mánuði í Heiðmörk,
en það vantar mikið á að full-
ur gangur sé kominn á gróð-
ursetninguna og á kulda.k.astið
nú í vikunni þar nokkra sök
á. En nú virðist það vera um
garð gengið og því ekki ástæða
að draga framkvæmdir lengur.
Félögum, sem hefja vilja
Manndráp en
ekki morð
Patrice Michelin, afkomandi
hjólbarðakóngsins fræga, hefir
verið dæmdur fyrir manndráp.
Michelin varð konu sinni að
bana á sl. ári, skaut hana í
hnakkann, er þau voru á dúfna-
veiðum skammt frá búgarði
hans. Lögreglan hélt því fram,
að hann hefði myrt konu sína,
en hann bar það fyrir sig, að
skot hefði hlupið úr byssunni
er hann hnaut um trjárót. Mála-
lok urðu þau, að morðákæran
var látin niður falla, og Michel-
in dæmdur í sekt sem svarar
15,000 krónum fyrir manndráp
af misgáningi.
'fc Robert Thorogood í London
var dæmdur skilnaður um
daginn, er hann leyfði dóm-
aranum að heyra nagg konu
sinnar, sem hann hafði tekið
á segulband.
Kennedy flytur þjóðþinginu nýjan
boðskap persónulega:
Þjóðiit taki á sig mjög auknar byrðar
til eflingar landvörnum, efnahags-
aðstoð og geimrannséknum
John F. Kennedy ávarpaði
sl. miðv.dag sameinað þing þjóð
þings Bandaríkjanna og fór
fram á miklar aukafjárveiting-
ar til landvarna, aðstoðar við
önnur lönd og til geimrann-
sókna, til þess að hraða undir-
búningi að því, að Bandaríkja-
menn geti sent mannað geim-
far til tunglsins og til baka til
jarðar, á þeim áratug, sem nú
er að líða eða fyrir 1970. Á-
formað er að kjamorkuknúin
eldflaug beri geimfarið til
tunglsins.
í fréttaauka í London um
boðskap forsetans var minnst
á það, að það er í rauninni ekki
nema í ársbyrjun, þegar for-
setinn flytur ársboðskapinn
um þjóðarhag og horfur, og á
miklum hættu- og styrjaldar-
tímum, sem forsetinn flytur
þinginu boðskap persónulega.
Og það er heldur ekki farið
dult með það, að það hafi verið
vegna óvenjulegra tíma og
vegna þess að viðsjár eru með
-þióðum. að forsetin brá fyrri
venjum. Sjálfur sagði hann í
upphafi ræðu sinnar, að nú
væru vissulega óvanalegir tím-
ar.
Kennedy ræddi hlutverk
Bandaríkjamanna sem forustu-
þjóðir og eggjaði þjóðina lög-
eggjan til þess að taka á sig
nauðsynlegar, auknar skuld-
bindingar til þess að hún geti
gegnt þessu mikla hlutverki.
Enginn mætti liggja á liði sínu.
Það vekur sérstaka athygli,
að forsetinn fer fram á mjög
aukna aðstoð við Suðaustur-
Asíulönd og Suður-Ameríku.
Venjulegt frétta- og fræðslu-
útvarp „Voice of America“ til
þessara landa vill forsetinn og
aukna notkun sjónvarps til
Suður-Ameríku. Forsetinn vill
auka framlög til vanþróaðra
landa um 250 millj. dollara
upp í 2 650 millj., til öryggis,
ef aukins fjár skyldi verða
þörf, og hann vill veita auka-
lega 300 millj. dollara til hern-
aðaraðstoðar og þannig alls
alls 1885 millj. dollara. Til
geimrannsókna áætlar hann 7
—9 milljarða dollara á næstu
5 árum og þar af þegar 1500
millj. dollara.
Kennedy kvað nú og framveg
is sem hingað til frið og öryggi
mark Bandaríkjanna og hann
kvaðst virða frið og samræmi í
sambúð Bandaríkjanna og Sov
étríkjanna.
Hann ræddi um enn víðtæk-
ari áform áform síðar, geim-
rannsóknir allt til marka sól-
kerfisins.
Ræðunni er vel tekið yfir-
leitt, en á Bretlandi gætir
þeirrar skoðunar, að óhyggi-
legt sé að verja til keppni um
hverjir verði fyrstir til tungls-
ins, Rússar eða Bandaríkja-
menn — og benda á, að jörð
vor sé enn víða lítt könnuð —■
og margt ógert, en eitt Lund-
únablaðanna, Daily Express,
fagnar geimferðaáformum rík-
anna, og segir keppni um
„hverjir verði fyrstir" hafa
fært mannkyni blessun.