Vísir - 30.05.1961, Page 7

Vísir - 30.05.1961, Page 7
Þriðjudaginn 30. maí 1961 VISIR 7 OLAFIIR NOREGSKONUNGIIR ÞAÐ var að vetrarlagi 1905, í skammdegi Noregs, sem Carl Danaprins, var valinn til þess að vera konungur Noregs, með almennri þjóð- aratkvæðagreiðslu og það var undir dökkum himni, sem prinsinn, er þá nefndist Hákon 7. steig á land í Nor- egi með ungan son í fangi. Nú er þetta barn orðið konungur Noregs, og það er honum, sem við fögnum, þegar hann kemur hingað til lands á morgun. Ólafur Noregskonungur var ekki borinn til konung- dóms. Faðir hans var einn af sonum Kristjáns 9. Dana konungs, en sá ættleggur skaut víða rótum, svo sem kunnugt er. Kristján 9. var stundum kallaður „afi Evrópu“, vegna þess hve börn hans tvístruðust mjög, og urðu konungar og drottn ingar í mörgum Evrópulönd um. Ólafur konungur fæddist þann 2. júlí 1903 í Eng- landi. Móðir hans var af enskum ættum. Hann hlaut í skírninni nafnið Alexander Edward Cris- tian Frederik og var að jafnaði kallaður Alexand- er. Foreldrar hans voru bæði hæglát og höfðu ekki mikið um sig og það hefur ef til vill verið prúðmennska þessa danska konungssonar, sem ekki hvað síst varð þess valdandi að Norðmenn kusu sér hann fyrir konung. í fyrstu æsku sinni var Ól- afur alinn upp á einfaldan og tiltölulega fábrotinn hátt eftir því, sem gerðist meðai konungafólks, og raunar hélzt svo áfram eftir að hann varð krónprins Norð- manna tveimur árum eftir að hann fæddist að gætt var alls hófs í uppeldi hans. Eftir að Carl Danaprins var kjörinn konungurNoregs var Alexander syni hans val ið nafnið Ólafur enda á það nafn sér merkilega sögu, meðal konunga Noregs. — Hann var líka sá 5., sem ber það nafn. Ólafur krónprins kynntist að sjálfsögðu ýmsum þjóð- höfðingjum sem heimsóttu Noreg meðan hann var í æsku. Og það er í sögum haft að Vilhjálmur 2. Þýzka landskeisari, sem heimsótti Noreg, hafi leikið sér við drenginn og haft á honum hið mesta dálæti. Að öðru leyti tóku foreldrar hans fyllsta tillit til þess að þau voru að ala upp krónprins Norðmanna og sagt er að Ólafur vhafi aðeins verið 3ja ára gamail er hann eignað- ist fyrstu skíðin sín og renndi sér á þeim í brekkum nokkrum í hallargarðinum. Og það var í janúar 1911 sem með nokkru móti má segja að orðið hafi þátta- skipti í lífi Ólafs. Þá var honum fengin kennslukona og nú var tím.i til að leika sér svo miklu minna en áð- ur. Tveimur árum síðar sett ist hann á skólabekk og tók próf eftir þeim reglum. sem Ein síðasta myndin, sem tekin var fyrir andlát krón- prinsessu Margrétar, árið 1953 í London, skömmu fyrir fimmtugsafmæli Ólafs. giltu um aðra nemendur skólans, enda var að öllu leyti með hann farið sem væri hann hver annar nem- andi. Þegar hann tók loka- próf hlaut hann einkunina „mjög gott“. Sama árið og hann útskrifaðist gekk hann í herskóla Norðmanna. Norðmenn fóru að taka eftir þessum unga manni. þeir fundu að það var engu líkara en hann hefði verið fæddur til að vera konung- ur þeirra og þrátt fyrir danskt faðerni og enskt móð erni samdi hann sig full- komlega að háttum og sið- um Norðmanna og til þess er tekið hve fagra norsku hann tali. Alþýðuhylli konungsefnisins óx eftir því sem fram liðu stund- ir, og var hann mjög ástsæll af öllum, sem kynnt ust honum sinni, þegar hann var smá- drengur var hann á afmæl- isdaginn sinn í Englandi. Játvarður konungur og Al- exandra drottning hans, föð ursystir Ólafs, færðu hon- um gjöf, sem drengnum lík ir og hann hefur þreytt skíðakeppni í Holmenkollen eins og hver annar óbreytt- ur maður og hefur tekið þátt í fjölmörgum veðsigl- ingum. Hann er blátt áfram og látlaus í framkomu sinni, Þess má geta að um það bil, sem Ólafur konungsefni varð 18 ára var haldin dálít- il veisla í konungsgarði. Hákon konungur faðir hans hélt af þessu tilefni ræðu og komst þá svo m. a. að orði: „Ég vil nota þetta tæki færi til þess að gefa þér ráð, sem mætti koma þér að haldi í framtíðinni. Það er að þú takir aldrei ákvarðan ir í stjórnmálalegum efnum án þess að hafa heyrt hvað ráðgjafar þínir leggja til málanna og að þú talir ekki við félaga þína eða aðra á þann hátt, sem gæti bundið hendur þínar þegar tiltekið málefni verður tekið til með ferðar í ríkisráðinu. Með til- styrk blaðanna og á annan hátt getur þú kynnst málun- um. En gleymdu því aldrei að það eru ráðgjafar þíndr í opinberum málum, sem bera ábyrgðina gagnvart þjóðinni“. Þetta sama sumar hlaut Ólafur rétt til að sitja fund ríkisráðsins undir forsæti konunga. Hann vann eið að stjórnarskránni nokkru síð- ar og viðhafði þá þessi orð: „Ég legg við drengskap minn að gegna skyldum mínum í samræmi við stjórnarskrána og lögin. Svo hjálpi mér guð, hinn almáttugi og alvitri". Árið 1924 útskrifaðist Ól- afur krónprins frá herskól- anum, en fór þá til hins víð- fræga háskóla í Oxford, þar sem hann lagði stund á lög og hagfræði. Þegar hann var í Oxford var hann sig- urvegari í kappsiglingu þeirri, sem kennd er við Cowes og hét bátur hans „Oslo“. f þessu sambandi má minnast þess að einu Ólafur konungur. aði mjög vel. Hann var utan við sig af hrifningu og sagði við ömmu sína: Hvað held- ur þú að afi vildi hélst að ég gerði? Svarið var: „Vinnir sigur í Cowes-veð siglingunni11. Eitt af því fyrsta, sem Ól- afur konungsefni gerði í krafti stöðu sinnar var að leggja hornstein að nýrri norskri kirkju í London. Seint á sama ári eða 1927 ferðaðist faðir hans til Kaup mannahafnar og var krón- prinsinn nú í fyrsta sinni staðgengill hans. Hann kom nú oftar fram fyrir hönd röður síns og almenningi lík aði mjög vel framkoma hins unga konungsefnis, sem var alþýðlegur en konunglegur um leið. Framkoma Ólafs var látlaus og hann var glað lyndur og glaðværð hans hafði örvandi áhrif á þá, sem komust í kynni við hann 01] stóryrði og stór- mennska var honum fjarri. Þess má geta að þegar Ólaf- ur varð 25 ára var skrifað um hann á þann hátt í rót- tæku blaði í Noregi að hann væri „ímynd þess bezta, sem norsk æska ætti til. Er gefinn fyrir allskonar íþrótt- en heldur þó sinni konung- legu virðingu. Þetta er krón prins, sem Norðmönnum sæmir“. Það var orð að sönnu, að Ólafur var hinn mesti íþróttamaður og eftir að hann hafði unnið marga sigra í kappsiglingum heima og erlendis var hann árið 1928 valinn til að stýra kapp siglingaskútu Norðmanna á Olympíuleikunum í Amster- dam. Hann vann þar gull- verðlaun. f næsta skipti sem hann og forsætisráðherrann hittust óskaði ráðherrann honum opinberlega til ham- ingju. Þar kom að Ólafur krón- prins festi ráð sitt. Þann 14. janúar 1929 var opinberlega tilkynnt að hann væri trú- lofaður Mörtu prinsessu af Svíþjóð. Þann 21. marz gekk hann í hjónaband og sá dagur varð með nokkru móti eins konar þjóðhátíðar dagur Noi’ðmanna. Hundruð þúsunda manna söfnuð- ust saman á götunum og fögnuðu ungu hjónunum þegar þau óku um aðalgöt- ur Osloborgar. Eitt af blöð- unum skrifaði: „í dag leiðir Ólafur konungsefni sænska Frh. á 9. s.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.