Vísir - 12.06.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 12.06.1961, Blaðsíða 4
4 V i S 1 K é Mánudagur 12. júní 1961 Malanám er aðal- áhugamálið „Ertu ekki ánægð með úrslitin?“ „Eg trúi þessu varla enn- þá, en auðvitað er ég ánægð. Fólkið var í einu orði sagt dásamlegt og yfirleitt allir. sem að þessu stóðu. Svo var líka mjög góður andi meðai okkar stúlknanna, allar eins og beztu vinkonur og ekki til minnsti rígur.“ „Hvað fannst þér um keppnina?" „Tilhögunin var mjög heppileg, ég hefði ekki vilj- að koma fram í Tilvólí. Eg var eðlilega mjög spennt fyrir keppnina, sérstaklega fyrir að koma fram fyrra kvöldið, það var miklu betra það seinna, annars var ég merkilega róleg, áður en þetta hófst — ég varð eigin- lega ekkert kvíðin fyrr en ég var komin inn á sviðið fram fyrir dómnefndina og áhorfendur, en þá fór ég að skjálfa dálítið. Ekki var ég, þó beinlínis hrædd við fólk- ið, en það var svona eitt- hvað, sem ég var skelkuð við.“ „Hvenær kom það fyrst til, að þú færir í keppnina?“ „Það hefur líklega verið í lok febrúar, því að það var eftir afmælið mitt, en ég varð 19 ára þann 12. febrú- ar.“ „Þú hefur verið- úti í Þýzkalandi, ekki rétt?“ „Jú, ég var þar í fyrra í Heidelberg, frá því í apríl og þangað til' seinast í júlí og svo aftur frá miðjum september og þangað til 19. desember. Það var dásam- legt að vera þarna, borgin er mjög skemmtileg og mik- }ð af gömlum siðvenjum í sambandi við háskólann.“ „Hafðir þú farið eitthvað út áður?“ „Já, ég var í Englandi í eitt ár, svo hef ég líka ferð- azt um Norðurlöndin og Holland og Frakkand, en ég Orstutt viðtal við Maríu Guðmundsdóttir, „llngfrú ísland 1961.“ kemur hingað þýzk vinkona mín og þá ætla ég að taka mér frí. Annars langar mig til að fara til Parísar og komast að við tízkusýn- ingar og einnig að læra frönsku og, ef tími og ástæð- ur leyfa, fleiri mál.“ Við kvöddum nú þessa fegurðardrottningu, sem hefur málanám að einu sínu „Eg vinn núna hjá Húsa- aðaláhugamáli og óskuð- meistara ríkisins og verð um henni enn einu sinní til þar fram í miðjan júlí, en þá hamingju með sigurinn. Fegurðardrottning íslands, María Guðmundsdóttir. Útgerðarmenn! tryggið yður góða vél í bátinn yðar. Farið að dæmi hinna aflasælu og kaupið - DIESEL- vélar í fiskibát yðar. Þær eru byggðar sérstaklega fyrir fiskibáta og smærri flutningaskip. Þær eru: Gangvissar Sparneytnar Auðveldar í meðförum Lögð er sérstök áherzla á einfalda og trausta byggingu véla. — Eru byggðar með eða án vökvaskiptingar. Afgreiðslutími mjög stuttur. Allar nánari upplýsingar bjá umboðsmönnum Alpha Diesel A.s. Fredrikshavn. H. Benediktsson h.f. Sími 38300 — Tryggvagötu 8. Blaðamaður Vísis náði tali af hinni nýkjörnu fcgurðar- drottningu, Maríu Guð- mundsdóttur í gærkvöldi rétt eftir að henni höfðu verið tilkynnt úrslitin í keppninni um heiðurstitil- inn „Fegurðardrottning ís- lands 1961“. tek nú samt Heidelberg íram yfir París.“ „Hver eru svo framtíðar- áformin?“ i I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.