Vísir - 12.06.1961, Blaðsíða 15
Mánudagur 12. júni 1961
VÍSIR
skapar við hann þennan".
Hann vildi fá að vita um hvað
þeir hefðu verið að tala. En
Ma xleit bara framundan sér
og tautaði, eins og fullir
menn einir geta gert. „Hvað
í ósköpunum eigið þér við
með því?“ og flýtti sér í
burtu og út.
Hann hafði sérstaklega
mikið að gera laugardags-
morguninn, þegar hann átti
að byrja leyfið. Hann skildi
íbúðina eftir í þannig ástandi,
að þar benti allt til þess, að
hann hefði yfirgefið hana í
skyndi. 1 einni skrifborðs-
skúffmmi skildi hann eftir
uppkast að bréfi, sem mátti
skilja á þann veg, að hann
hefði þurft að flýja land í ör-
væntingu.
Síðan seldi hann bílinn sinn
fyrir brot af sannvirði hans
og brá sér síðan í flotamála-
ráðuneytið, en koma hans
þangað vakti mikla athygli.
„Ég hélt, að þér væruð far-
inn 1 sumarleyfi“, sagði elzta
vélritunarstúlkan, sem hét
frökemPrice. „Það eru hérna
nokkrir hlutir, sem ég þarf
að taka með mér“. „Það er
þó laugardagur í dag“, sagði
fröken Price, Yfirmennirnir
komu ekki til vinnu á laugar-
dögum.
Max svaraði henni ekki.
Það eina, sem hann hirti um
var það, að nú var séð fyrir
því, að hún myndi eftir því,
að hann hefði komið á ó-
venjulegum tíma á skrifstof-
una til þess að sækja „eitt-
hvað“. Hann náði í leyndar-
skjölin, sem hann ætlaði að
fela, stakk möppunni undir
handlegginn og gekk fram í
fremri skrifstofuna. „Hefur
enginn séð leynilögreglusögu,
sem var á skrifborðinu
mínu?“ spurði hann. „Ég
ætlaði að lesa hana á leið-
inni“.
Fröken Price reis upp og
var heldur fýld og fór inn á
skrifstofu hans til að leita að
bókinni. Max lét eins og hann
væri að leita að henni uppi
á störum skjalaskáp í skrif-
stofunni. Hann litaðist snöggt
um til þess að vera viss uni,
að( enginn sæi til sín og lét
síðan möppuna með leyndar-
skjölunum detta bak við
skápinn. Þau myndu ekki
finnast þar í bili. „Funduð
þér bókina, fröken Price?“
kallaði hann. „Hún er ekki á
skrifborðinu”, sagði fröken
Price.
„Kannski hefur mig mis-
minnt“, sagði Max og yppti
öxlum, hann tók miða upp úr
vasa sínum og rétti fröken
Price. „Hérna hafið þér heim-
ilisfangið mitt, ef þér skyld-
uð þurfa að ná í mig. É^ bý
hjá vini mínum Balfour skip-
herra í Skotlandi." Hann
kvaddi skrifstofustúlkumar
og fröken Price, sem kvaddi
hann vinsamlega. Þegar
hann litlu seinna gekk út úr
flotamálaráðuneytinu andaði
hann djúpt. Nú hafði hann
brennt allar brýr að baki sér,
nú var að duga eða drepast.
Honum lei ðlíkt og í stríðinu,
þegar hann gaf skipanir til
skipshafnar sinnar um að
ráðast á hættulegan óvin.
Hann vissi, að margar hætt-
ur voru framundan og naut
umhugsunarinnar um þær.
Max Easton hafði skipu-
lagt „strandið" á litla kletta-
rifinu í öllum smáatriðum.
Hann hafði útbúið litlu
snekkjuna sína með rikuleg-
um vistum og öðrum nauð-
synjum fyrir ferðina með-
fram Skotlandsströndum.
Þegar hann var búinn að
selja bílinn sinn og hafði far-
ið í heimsókn þá í flotamála-
ráðuneytið, sem fyrr greinir,
fór hann síðdegis með lest til
fiskibæjarins, þar sem
snekkjan lá. Hann hagaði
því þannig, að hann kom ekki
til fiskibæjarins fyrr en
myrkrið var skollið á. Hann
gat sofið um borð og lagt af
stað morguninn eftir áður
en birti.
Hann hafði ætlað sér ríf-
legan tíma til ferðarinnar til
Skotlands. Á nætumar leitaði
hann vars í litlum höfnum
og árósum. Hann kom við í
Liverpool með eitt ákveðið
markmið í huga. Hann vissi,
að stórt rússneskt flutninga-
skip var í föstum áætlunar-
ferðum milli enskra og írskra
hafna og Eystrasaltshafna.
Hann vissi, að „Karl Marx“,
en svo hét skipið, myndi vera
í Liverpool á þeim tíma, sem
hann kæmi til borgarinnar.
Hann lagði bátnum hjá
benzíngeymi, þar sem smá-
bátamir tóku benzín. Hann
SKYTTURNAR ÞRJÁR
Ný hláturskviOa æsti d’Artagn-
an upp og hann hrópaði til þðirra,
sem inni voru: „Látið mig heyra,
af hverju þið hlæjið, svo við get-
um allir hlegið i einu". ,,Ég hiæ,
þegar ég hef löngun til“, svaraði
óþekkti maöurinr með ískaidri og
frekjulegri röddu. „r>ið hlæið að
hestinum, en þorið ekki að hlæja
að húsbónda hariM'. hrópaði ’d
Artagnan i>g- greip sverð sitt.
Af framtemu hins irnga manns
sá sá óþekkti, að hér var ekki
lengur um grín að ræða og greip
einnig til korða síns og tók sér
stöðu um leið og hann muldraði:
„Guö gæfi, að þetta væri fund-
ur við skyttuliöa hans hátignar".
Svo fékk hann nóg með a8 verja
sig fyrir fyrsta áhlaupinu. t>a8
hefði orðið lífshættulegt, ef harto
hefði ekki forðað «£r undar. ítan-
lega.
Bardaginn var bældur
bað geymisvörðinn um leyfi
til að tylla bátnum þarna í
stundarf jórðung. Síðan hvarf
hann undir þiljur og skipti
um föt. I staðinn fyrir ullar-
peysuna og vinnubuxumar
fór hann í sitt fínasta skrif-
stofustáss. Svört föt, hvíta
skyrtu með tilheyrandi háls-
hnýti og harðkúluhatt. Hann
hélt á skjalatösku frá flota-
málaráðuneytinu í hendinni.
Skjalataskan var merkt með
gylltum bókstöfum og skajld-
armerki flotans.
Um leið og hann sá, að
geymisvörðurinn var upptek-
inn annars staðar, laumaðist
hann fr áborði og fór í átt-
ina að rússneska skipinu. Við
efri endann á bryggjunni var
lögregluvörður. Max stanz-
aði þar og spurði lögreglu-
þjóninn, sem á verði var:
„Getið þér sagt mér, hvar
„Karl Marx“ liggur?“ „Það
er rétt þama yfirfrá", sagði
lögregluþjónninn og benti á
skipið. „En þér getið ekki
farið um borð án leyfis frá
hafnaryfirvöldunum".
Max leit ókurteislega á lög-
regluþjóninn. ,,Ég ætla mér
sko ekki að fara að þvælast
til hafnaryfirvaldanna". Það
var einn liðurinn í áætlun
hans að láta lögregluþjóninn
muna eftir heimsókn hans til
rússneska skipsins og þess
vegna gerði hann ailt sem ,
hann gat til að ergja hann.
„Ég spurði yður aðeins ein-
faldrar spurningar, og það
er nú allt, sem um er að
vera“.
„Má ég sjá vegabréf yð-
ar?“ sagði lögregluþjónninn,
eins og til þess að sýna vald
sitt.
Max vissi vel, að ekki var
hægt að fá aðgang að þess-
um hluta hafnarinnar án
vegabréfs. Ilann léit heldur
iHilega á lögregluþjóninn og
sagði: „Hef ég nokkuð sagt,
að ég ætlaði um borð í skip-
ið?“ Síðan snéri hann bak- 1
inu í lögregluþjóninn og gekk
rakleitt í áttina að rússneska
skipinu. Lögregluþjónninn
hikaði. Hann mátti ekki yfir-
gefa varðstöðuna, þess vegna
teygði hann sig eftir síman-
um.
Þegar Max var kominn
spölkorn í burtu skauzt hann
á rnilli jámbrautarvagna,
sem þama vora og læddist í
skjóli þeirra þangað, sem
snekkjan lá bundin. Þegar
hann fór framhjá varðskýl-
inu sá hann aðeins í lögreglu-
þjóninn, sem talaði ákafur í
símann.
Hann var ekki í vafa um,
að lögregluþjónninn væri að
spyrjast fyrir um „þennan
náunga með harðkúluhatt-
inn“ og Max gat nokkumveg-
inn hugsað sér hvað mundi
gerast, þegar vörðurinn við
hafnarhliðið uppgötvaði, að
enginn maður með harðkúlu-
hatt hefði farið í gegnum
hliðið.
Þegar Max lithi seinna var
kominn um borð í snekkjuna
og stóð í vinnufötunum á þil-
K V I S T
fylg-darsveinunum hláturmfMu, en
þeir ásamt gestg'jafanum steyptu
sér yfir d’Artagnau rneð stöfum i
og eldibröndum. Harm rt-y'ldijBÍ ti! >
an beygja aig. tö þems aP rerjaat
þesnari skyrKÍflefo íréx þé lét ;
gestgjaflnn. «em wrí aí- i
leifiingBj-, fjör» ftt MtarfBlUK rtrm
rt’Artngnaa mcO -rtW..
inn ? mtfhbrttl WtiCtt hwj
romvjieri’.
PuH getur verið að Morteii«e. vinr.i eitehTað iweáíía ett
Wr gerifi, en liami nýtur eklri góft>» a£ panPÓnufegTÍ
vináttn