Vísir - 15.06.1961, Side 16

Vísir - 15.06.1961, Side 16
Verður enginn dans á göt- unum 17. júní? Htndra verkfallsmenn veiga- mikinn þátt hátíðahaldanna ? Fimmtudagur 15. júní-1961 y RAUDKA SEMUR. Frá fréttaritara Vísis. — Siglufirði í gær. Samningar náðust í dag milli stjórnar Síldarverksmiðjunnar Rauðku og verkmannafélagsins Þróttar á Siglufirði. Þar með er vinnustöðvun af- létt hjá verksmiðjunni og getur síldarmóttaka hafizt þar strax. Til grundvallar samkomulaginu í meginatriðum eru væntanleg- ir samningar við síldarverk- smiðjur ríkisins. — Þrj. Svo getur vel farið, að hátíðahöldin 17. júní verði að þessu sinni ekki nema svipur hjá sjón, því að allur dans kann að falla niður — vegna verkfallsins. Ekki svo að skilja, að hljóm- listarmenn geri verkfall og hindri dansinn þannig, eða al- menningur geri dansverkfall — heldur að verkfallsmenn veiti ekki undanþágu frá verk- fallinu, svo að ekki verði unnt að koma upp hljómsveitar- pöllum. Vísir átti' í morgun stutt símtal við Eirík Ásgeirsson, for stjóra Strætisvagna Reykjavík- ur, sem er formaður þjóðhátíð- arnefndar. Hann kvað nefndina vera búna að bíða eftir svari verkfallsmanna varðandi und- anþáguna í tvo daga, og það væri ókomið. f fyrradag var því heitið, að svarið skyldi koma í gær, og í gær var lofað, að það skyldi koma fyrir klukkan tíu í morgun. Vísir talaði við Eirík fáeinar mínút- ur yfir tíu, og þá var svarið ókomið. Vissi Eiríkur ekki, hvort það var á leiðinni eða dagurinn mundi líða með sama hætti og hinir fyrri — án nokk- án nokkurs svars. En jafnvel þótt svar hafi komið rétt eftir að Vísir for- vitnaðist um þetta, verður ekki tími til að útbúa pallinn á Hreyfilslóðinni fyrir neðan Arnarhól, þar sem bama- skemmtunin hefir jafnan verið haldin. Verður því reynt að hafa skemmtiatriðin fyrir börnin uppi við styttu Ingölfs. En berist ekki svar fyrir kvöldið, er hæpið, að unnt verði að koma upp hljómsveitarpöH- um á þeim stutta tíma , sem er til stefnu, og fellur þá allur dans niður að þessu sinni. Verkfallsmenn ættu að vita, að þessi meinbægni þeirra hefir engin áhrif á úrslit verkfallsins, en hún rýrir áreiðanlega samúð- ina með þeim til mikilla muna. Danskt skip nauð- statt á Húnaflóa. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Danskt skip, „Stclla Danicl- sen“ sendi frá sér neyðarskcyti í nótt, þar sem það kvaðst vera hjálparvana á reki skammt undan Selskeri á Húnaflóa. Stella Danielsen er 900 lesta flutningaskip, sem hafði kom- ið með timburflutning til fs- lands og hefir verið að losa undanfarna daga á Norður- landshöfnum. Þann 10. þ. m. hafði skipið farið frá Akureyri og var þá á vesturleið. Hafði það komið við á einhverjum höfnum á leiðinni, en var statt í námunda við Selsker þegar það sendi út skeyti í nótt og bað um hjálp, þar sem það ræki stjórnlaust undan veðri og sjó. Togarinn Harðbakur frá Ak- ureyri var að veiðum í Reykja- fjarðarál þegar hjálparbeiðnin barst. Fór hann strax áleiðis á staðinn og var kominn þangað klukkan þrú í nótt. Tók hann danska skipið strax í tog og var ákveðið að hann færi með það til Reykjavíkur. Er búizt við að skipin verði um sólar- hring á leiðinni. Ekki var fyllilega Ijóst hvað fýrir skipið hafði komið, en á- gizkun var um að skrúfa þess hafi brotnað, eða á annan hátt orðið óvirk. Home-skipafélagið banda- ríska er að láta smíða 1500 farþcgaskip á Ítalíu, og hef- ur það siglingar um At- lantshaf eftir 2 ár. ÁLIT VÍSINDAMANNA. Þegar tíðindin bárust um afgreiðslu handritamáls- ins í Kaupmannahöfn, er frá segir á öðrum stað hér í blaðinu, leitaði Vísir álits þeirra prófessoranna dr. Sigurður Nordals, dr. Guðna Jónssonar, dr. Steingríms J. Þorsteinssonar og dr. Björn Sigfússonar háskóla- bókavarðar, og fara svör þeirra hér á eftir. Sigurður Nordal; . .Sigurður Nordal prófessor sagði: Ekki er nema eðlilegt, að frestun afhendingar íslenzku handritanna veki bæði von- brigði og gremju á íslandi. Hún mun varpa skugga á 17. júní og um sinn á vináttu ís- lendinga og Dana. En tvennu má samt um fram allt ekki gleyma. Afhendingin hefur verið samþykkt í þjóðþingi Dana með miklum meiri hluta, og hvorki sá þing- meirihluti, núverandi ríkis- stjórn Dana né sá fjöldi manna í Danmörku, sem BÆJARBRUNI. Karlsskáli við Reyðarfjörð brann í gær. Frá fréttaritara Vísis. Eskifirði í morgun. Síðdegis í gær kviknaði í íbúðarhúsinu á Karlsskála við Reyðarf jörð. Brann það að svo miklu leyti sem það gat brunnið og allt sem í því var nema fólk — tvær manneskjur — þær björg- uðust. íþúðarhúsið á Karlsskála er tvílyft og byggt úr steini en með timburlofti. Fyrir bragðið áti eldurinn greiðan aðgang að því öllu og því sem inni í því var. Bóndinn á Karlsskála, Stefán Guðnason, var staddur í Reykjavík ásamt veikri konu sinni, sem þar var til lækninga. Sonur hans, fullorðinn, hafði kvöldið áður farið á veiðar með síldveiðibát frá Eskifirði. Var ekki annað heimamanna statt á bænum þegar kviknaði í húsinu heldur en ung stúlka og sonur Stefáns bónda, 12 ára gamall. Var talið að kviknað hafi út frá rafmagni á efri hæð hússins, en ekki var fullkunnugt um það í morgun. Og eldurinn mun hafa breiðzt svo ört út að ekki náðist til að síma í hjálp. Hins vegar barst hjálparbeiðni frá bænum Kolmúla, sem er hinum megin fjarðarins, og þaðan sást reykinn leggja upp frá Karlsskálabænum. Fór slökkviliðið á Eskifirði strax út eftir, en þá var allt brunnið Framh. á 11. síðu. stutt hefur þetta mál, mega gjalda þeirra, sem verr hafa viljað. Og í öðru lagi hlýtur málið að ná framgangi, þótt síðar verði. Hér hefur þegar með samþykkt frumvarpsins í þinginu verið stigið spor, sem verður ekki aftur tekið nema Dönum til vansæmdar. Það er haft eftir 1 einum þeirra þingmanna, sem mæltu gegn afhendingu nú, að þeim andmælum sé ekki stefnt gegn íslendingum eða málinu sjálfu, heldur máls- meðferð stjórnarinnar. Er þá vel fyrir íslendinga, ef svo er, og skylt að trúa þessu i lengstu lög. Vitað er, að stjórnarandstaðan er hörð i Danmörku. En heldur hefur mér komið það á óvart, að svo reyndir stjórnmálamenn sem sumir þeir, er skrifuðu undir þessi andmæli, skyldu velja til þess utanríkismál að reyna að gera ríkisstjórnina og þingmeirihlutann ómerk gerða sinna. Vonandi nota andstæðing- ar afhendingar í Danmörku frestinn til þess að afla sér betri þekkingar á málinu, því að sumar þær röksemdir, sem bornar hafa verið fram í þingræðum þeirra, hafa ekki mátt lélegri vera. Og ís- lendingar geta notað frest- inn til þess að vera enn bet- ur við því búnir en þeir eru nú til að taka við handritun- um, þegar þau koma, bæði að því er snertir geymslu og vinnu. Því að eitt er víst: Handritin koma, fyrr eða síð- ar. Og það er aðalatriðið. Ekkert átak í þessu máli hef- ur verið unnið fyrir gýg. Björn Sigfússon. Björn Sigfússon háskóla- bókavörður sagði: „Þótt dálítil vonbrigði hafi gerzt, ber okkur íslend- ingum að láta sem ekkert slæmt hafi gerzt. f öðru lagi vildi ég segja, að Árnastofnun á fslandi og Árnastofnun við Eyrarsund verða samkvæmt því, sem yfirgnæfandi vilja danska þingsins hefir leitt í Ijós, staðreynd, sem. ekki verður af máð, og okkur ber að keppa að því að efla þessar stofnanir báðar sem jafn- styrka krafta, er vinna að sama vísindamarkmiði. Mér væri það djúp gleði, ef dönsk þjóðarsál gæti iljAlil Veðurhorfur: SA-gola, skúrir, en bjart á miHl.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.