Vísir - 19.06.1961, Page 2

Vísir - 19.06.1961, Page 2
2 VÍSIR Mánudagur 19. júní 1961 t ////m//////m^////L & 'Vm v///////mz//////^ ^mk £ Styrkleiki Hoilend- inganna dþekktur. íslenzka landsliðið áefði sig á Valsvellinum í gærdag og þar náðist þessi ágæta mynd. Talið frá vinstri: Ellert, Garðar, Helgi, Þórólfur, Heimir, Gunnar, Rúnar, Steingrímur, Árni, Yngvar. (Ljósm.: E. M.) IjUridsleih urinn: í kvöld leikur ísland sinn 30. landsleik í knattspyrnu. And- stæðingamir í þetta sinn eru Hollendingar. Sama og ekkert er vitað um getu hollenzka liðsins, og varla hefur íslenzka landsliðið fyrr leikið á móti liði, sem jafnlítið er vitað um. Menn eru því á báðum átt- um um úrslit leiksins, þólt flestir hallist að þeirri skoðun, að íslenzka liðið ætti að hafa Leikbreyting. Sú breyting hefur orðið á leikjum Hollendinga hér, að á miðvikud. leika þeir við Bikarmeistara KR, en ekki við Akranes, eins og til- kynnt hefur verið. í stað þess leikur Akranes vi ðþá á föstu daginn. Þess skal getið að þetta lið, sem hér leikur, tapaði ný- lega fyrir V.-Þjóðverjum 5— 3, eftir að hafa haft yfir 2—1 í hálfleik. Það verður að teljast sómasamleg útkoma. Sú breyting hefur orðið á varamannaliði landsliðsins, að Jón Stefánsson frá Akur- eyri og Þórður Jónsson frá Akranesi, hafa hellzt úr lest inni og í þeirra stað koma þeir Hörður Felixsson KR, og Guðjón Jónsson, Fram. sigurmögulcika. Er þá aðal- lega tekið tillit til þess, að hér er um áhugamenn eða hálfat- vinnumenn (semipro) að ræða, í hollenzka liðinu. Um hollenzka knattspyrnu er lítið vitað, en þess má geta að þar eru um 3—4000 félög með um 300.000 starfandi með- limi. Knattspyrnusamband þeirra er eitt það elzta í Evr- ópu. Fyrir um það bil tíu ár- um síðan, kom hingað upp hol- lenzkt lið í heimsókn, Ajax, og eru það einu samskipti okkar við þá hingað til. Það lið var mjög gott þá, og er í dag eitt þeirra þektasta og bézta félag. í kvöld verður lið Hollend- inganna þannig skipað: Jochem Van Zanten, marlc- vörður, 25 ára gamall og leikur sinn fyrsta landsleik hér. Tal- inn traustur markvörður. Willem Quaedackers, hægri bakvörður, sem leikið hefur tvo landsleiki áður. 24. ára að aldri og hefur mikla ánægju af knatt- spyrnu. Erfitt að leika á hann. Adrian Hersce, vinstri bak- vörður, 23ja ára gamall. Tveir landsleikir. Var áður atvin.iu- maður, en félag hans, Heeren- veen, gerðist að nýju áhuga- mannalið. Hefur góðar spyrnur og er sterkur í návígi. Matthijs Librechts, hægri framvörður, tvítugur að aldri. Yngsti leikmaðurinn en hefir þó leikið flesta landsleiki leik- mannanna, sjö. Leikur nú sem áhugamaður í atvinnumanna- liði. Hefur leikið þrisvar í hol- lenzka unglingalandsliðinu. Cornelis Molenar miðfram- vörður, elzti maður liðsins, verður 32ja ára á morgun. Hef- ur leikið einn leik í landsliðinu áður, sterkur varnarleikmaður, og leikur sem áhugamaður með atvinnumannaliði. Hans Zinnemers, vinstri framvörður, þrítugur að aldri og leikur nú sinn fyrsta lands- leik. Var áður atvinnumaður. Marinus Brand, hægri út- herji, 22ja ára. Hefur leikið einn landsleik. Fljótur, tekn- j iskur leikmaður. Bartele Hainje, hægri inn- herji, 22ja ára, fimm landsleik- ir. Stundar háskólanám og leikur með atvinnuliði. Hættu- legur gegnumbrotsmaður. Fritz Kerens, miðherji, 26 ára, gamall, leikur sinn fyrsta landsleik. Er í sterkasta áhuga- mannaliði Hollands, Emma. Jan Rosesoom, vinstri inn- herji, 26 ára. Fljótasti leikmað- ur liðsins, og ræður yfir ágætri tækni. Hans þriðji lansleikur. Gerda Weber, vinstri útherji, 20 ára, leikur með atvinnuliði. Mjög fljótur og hættulegur leikmaður. ÉG ER SANNFÆRÐUR m SIGUR Jegir (jumar 'JelixAAcw, eini Hij- Iíííhh í taHctAÍiiiHu. „Styrkasti maðurinn í KR- liðinu, einkum í fyrri hálfleik, var Gunnar Felixson, ungur framvörður, sem án efa á mik- ið eftir að koma við sögu knatt spyrnunnar liér. Slíkur er all- ur leikur hans og uppbygging, að vart mun þeim skjátlast, er spá honum mikilli framtíð. Hann var bezti maðurinn á vellinum í þessum úrslitaleik“. Þessa klausu gat að líta í Mbl. (A. St.) 27. sept. í fyrra. Á mánudaginn kemur leikur þessi sami Gunnar Felixson sinn fyrsta landsleik í íslenzka landsliðinu — sem hægri inn- herji. Val hans kemur víst fæstum á óvart, sem á annað borð hafa fylgzt með knatt- spyrnunni í vor. Gunnari hef- ur skotið upp á stjörnuhimin- inn, eins og gorkúlu á .... í öðrum leik KR í vor (gegn Þrótti) skoraði hann hvorki meira né minna en 5 mörk, og á móti Fram í næsta leik „var hann langbezti maður vallar- ins og sjálfsagðasti landsliðs- maðurinn okkar.“ (A.St. Mbl.). Gunnar áttá síðan hvern leik- inn.öðrum betri og á móti St. Mirren skoraði hann 3 mörk fyrir úrvalið og lék afbragðs- vel. Samtals hefur hann skorað 12 mörk 1 þeim 7 leikjum, sem hann hefur leikið í í vor! í tilefni að því, að Gunnar er eini nýliðinn í íslenzka lands liðinu í þetta sinn, ræddi frétta maður blaðsins lítillega við hann í gærdag. Gunnar er sonur hjónanna Ágústu Bjarnadóttur og Felix Péturssonar, fæddur 14. marz 1940. Hann er því tuttugu og eins árs að aldri. Gunnar stund aði nám við Verzlunarskólann og lauk þaðan $túdentsprófi í fyrravor. Hann er skráður i viðskiptadeild Háskóla íslands, en hefur þó aðallega unnið hjá Tryggingamiðstöðinni h.f. í vetur. Svíar sigruðu. f gær léku Danir og Svíar landsleik í knattspyrnu. — Leikurinn fór fram á Idræts- parken í Kaupmannahöfn að viðstöddum 50.000 áhorfend- um. Svíar sigruðu leikinn 2—1, eftir að hafa liaft yfir 1—0 í hálfleik. Gunnar Felixsson. Faðir Gunnars, Felix, er einn fyrsti frjálsíþróttamaður KR, og bræður hans báðir eru þekktir leikmenn í meistara- flokki KR. Gunnar hló því við, þegar hann var spurður að því, hvers vegna hann væri 1 KR. „Fyrir utan það, að mér hefur alltaf fundizt KR bezta félagið, þ& hefur blóðið líklega runnið mér til skyldunnar. Ég er fædd ur og uppalinn í Vesturbænum — meira að segja í miðjum klakstöðvum félagsins. Annað kom aldrei til greina.“ Gunnar hefur leikið með öll- um flokkum félagsins og farið tvisvar utan, til Danmerkur og Þýzkalands. „Ég fékk ekki leik með meistaraflokki fyrr en í fyrra sumar og það er mitt lán. Þá er ég orðinn 20 ára, og fullþroskaður, en það er einmitt gallinn hér, hve strák- ar byrja snemma að leika með meistaraflokki. Þar til í vor hef ég alltaf leikið framvörð, en það er ekki hlaupið að þeirri stöðu í KR- liðinu meðan þeir Garðar og Helgi eru báðir með. í fyrsia leiknum í sumar var ég því reyndur á vinstri kanti og núna er ég búinn að leika all- ar stöður framlínunnar, nema miðherja. Ég kann vel við mig þarna frammi, sérstaklega þó sem innherja.“ „Hvernig fannst þér að leika á móti bræðrum þínum í pressu leiknum? Minnkaði ekki eitt- hvað bróðurhugurinn?“ Framh. á bls. 13.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.