Vísir - 19.06.1961, Blaðsíða 6
V I S I R
Mánudagur 19. júní 1931
Æxel ÆMe&w°éss€Þn9
sendikennari Í.S.I.
tii annarra ianda
„Heiminum má líkja við stóra bók. Þeir, sem aldrei
ferðast að heiman, lesa aðeins eina síðuna".
Ágústus keisari.
Þessar ferðir eru skipulagðar sumarið 1961:
EDINBORG—LONDON: 25. júní—6. júlí — ró-
leg ódýr ferð með m.s. Gullfossi — gott tækifæri
að kynnast heimsborginni.
KHÖFN — HAMBORG — RlNARLÖND —
SVISS—PARlS: 5.-29. ágúst — ódýr en
skemmtileg ferð til margra fegurstu og eftir-
sóttustu staða álfunnar.
ITALÍA og SUÐUR-FRAKKLAND: 8.-29.
sept., glæsileg ferð um fögur sólarlönd á bezta
árstíma.
Athugið, að margir taka þátt í ferðum Útsýnar
ár eftir ár vegna þess, að þeir þekkja af eigin
raun, að með því móti verður ferð þeirra ódýr-
ari, þægilegri Ög skemmtilegri. — Allar nánari
upplýsingar veitir skrifstofa félagsins kl. 5—7
síðdegis á virkum dögum.
Nú er aðeins örfáum sœtum óráðstafað í þessum ferðum.
Ferðafélagið ÚTS YN
Nýja Bíói, Lækjargötu 2.
IJrvals hangikjöt,
nýkomið úv reyk.
KJðTBÚÐ S.S.
Álfheimum 2. Sími 34020.
Fæddur 22. nóv. 1895
Þótt vér vitum að eitt sinn
skal hver deyja, kemur dauð-
inn oss oftast á óvart; svo var
um Axel Andrésson, sem lézt
hér í Reykjavík aðfaranótt þess
13. júní sl. Hann varð bráð-
kvaddur nær 66 ára að aldri.
Axel var nýkominn aftur til
borgarinnar frá Húsavík, eftir
að hafa haldið þar fjölsótt nám-
skeið í handknattleik og knatt-
spyrnu. — Þetta varð því síð-
asta námskeið hans á vegum
ÍSÍ, en þau skiptu hundruðum,
því í þjónustu ÍSÍ, sem sendi-
kennari, hafði hann verið s.l.
tuttugu ár.
Axel er fæddur í Reykjavík
22. nóv. 1895 og uppalinn hér;
hann var sonur Andrésar And-
réssonar, verzlunarmanns við
Brydesverzlun og koriu hans
Kristínar Pálsdóttur.
Axel byrjaði að gegna verzí-
unarstörfum 13 ára gamall, og
mun því hafa verið rúmlega
tólf ára, er hann stofnaði Knatt-
spyrnufélagið Víking. (Sjá 50
ára afmælisrit Víkings). Axel
þótti lipur og röskur verzlunar-
maður; hann var lengst í þjón-
ustu Jóns Hjartarsonar kaup-
manns, sem hafði matvöruverzl-
un í Hafnarstræti.
Axel lagði snemma stund á
íþróttir, einkum var honum
knattspyrnan kær. Kynnti
hann sér rækilega lög og leik-
reglur — og var einn af þeim
fyrstu, sem tókuu dómarapróf í
knattspyrnu hjá ÍSÍ. Hann var
hér knattspyrnudómari í tæp 15
ár (frá 1919 til 1933) og þótti
röggsamur og réttvís í þessu
vandasama og vanþakkláta
starfi.
Axel var frumstofnandi Vík-
ings, þann 21. apríl 1908, eins
og áður er sagt og var fyrsti
formaður félagsins og þjálfari
í samfleytt 16 ár, — og alltaf
hinn ötulasti í starfi., Eg hafði
þá ánægju að aðstoða hann á
uppvaxtarárum Víkings, — og
kynntist honum þá vel. Sam-
herja sína studdi hann vel og
drengilega. Hann var mikill
vinur vina sinna. Axel var að-
alhvatamaður að stofnun dóm-
arafélags hér í knattspyrnu og
fulltrúi Víkings var hann í
fyrstu stjórn Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur; þar var hann
varaformaður í fimm ár.
Axel vann öll þessi áhuga-
störf af ást og áhuga; spurði
aldrei um launin; hann lét sér
nægja hinn góða ápangur, sem
náðist í þessu fórnfúsa starfi.
Og hefi eg fáa irienn vitað
fórnfúsari og áhugasamari en
hann.
Axel fluttist til Akraness
1933 og dvaldi þar til 1941, er
hann gerðist sendikennari ÍSÍ.
Má segja að Axel hafi rutt
Dáinn 13. júní 1960.
knattspyrnunni braut á Akra-
nesi og munu menn þar eiga
honum gengi sitt að þakka, því
lengi býr að fyrstu gerð.
Það var mikið lán fyrir
æskulýðsStarf ÍSÍ, þegar vér
fengum Axel sem sendikenn-
ara íþróttasambandsins sumar-
ið 1941. Um hann mátti með
sanni segja, að „hann var
brennandi í andanum" í þessu
æskulýðsstarfi, því hann vissi
hve mikla uppeldislega þýðingu
það hafði fyrir æskuna, fyrir
þessa íþróttaæsku, sem á að
erfa landið. Axel var réttur
maður á réttum stað.
Með Axel er fallinn í valinn
vinsæl] maður, sem æskan
fagnaði á vettvangi íþróttanna.
Og þótt enginn sé spámaður í
sínu föðurlandi, þá má segja
að Axel hafi verið spámaður á
þeim haslaða velli — leikvelli
— sem hann hafði kjörið sér.
Hann var hinn ljúfi og leikni
kennari, sem lærisveinarnir
vildu allt fyrir gera. Hann skóp
ágætt knattspyrnukerfi, sem
við hann er kennt og nefnt:
AXELSKERFIÐ. Þykir það
bera af öðrum knattspyrnukerf-
um fyrir unglinga.
Axel var söngelskur og mjög
kirkjurækinn, sem auk þess
hvatti ungmenni til kirkju-
sóknar og að vera hlýðin for-
eldrum sínum í hvívetna. Þótt-
ust þorpsbúar verða þess fljótt
varir, er Axel var kominn í
þorpið eða kauptúnið; börnin
og unglingarnir voru fljótari
til sendiferða fyrir foreldrann
en áður — og kirkjusóknin
varð betri. Mættum vér af þessu
læra að vera árvakrari um
kirkjusóknir, en nú erum vér
flest, Og þótt eitthvað megi að
kirkju íslands finna, þá hefir
hún þó um aldaraðir verið vort
leiðarljós í blíðu og stríðu; ver-
ið stoð vor og stytta. Og sem
betur fer eru hér margir vel
kristnir, eins og vera ber í
menningaþ j óðf élagi.
Vinir Axels og samherjar
munu lengi minnast hans, méð
þakklæti, í drengilegu og nyt-
sömu starfi fyrir æskuna. Lík-
lega hefir enginn einn maður
komið jafn mörgum unglingum
til jafnmikils þroska í íþróttum
sem Axel. Námskeið hans um
allt land, sem búsundir ungra
karla og kvenna sóttu, bera
þess Ijósast vitni. — Axel vav
kjörinn heiðursfélagi Knatt-
spyrnufélagsins Víkin"' fvrir
brautryðjandastarf sitt. Þá var
hann og sæmdur gullmerki ÍSÍ
er hann var sextugur, — fvrir
langa og góða kennslu og þión-
ustu í þáCTu íbrnttanna — —
Nú að leiðslriokum þökkum
vér samferðamonn Axel And-
réssyni fyrir góða og trygga
samfylgd og vináttu og ekki
sízt fyrir það, hve mörgum
hann kom til góðs íþrótta-
þroska. Hans glaða og hvella
rödd, er vakti svo marga til
drengskapar og dáða, er þögn-
uð, en minnin,g ham lif;r — og
mun lifa, — meðan íþróttir
eru iðkaðar hér á landi.
Systkinum hans og ættmönn-
um samhryggjumst vér um
leið og vér biðjum hinn hæsta,
að leiðbeina honum á þéim
leiðum, sem hann á enn ófarn-
ar. .
Axe] var jarðsunginn í
morgun kl. 10,30 fró Dómkirkj-
unni.
Ben. G. Waage.
Hringið 11660
til dagblaðsins
Vísis
lesið upp
auglýsinguna
og Vísir sér um
árangurinn,
því 100 þúsund augu
lesa auglýsinguna
samdægurs.
Sir;i 1 1 860 (5 línur)
i