Vísir - 19.06.1961, Síða 9

Vísir - 19.06.1961, Síða 9
Laugardagur 17. júní lí*61 VISIR 0 Forsetinn flytur ræðu sína á Rafnseyri 17. júní. Ræða forsetans að Rafnseyri: Afmælisdagur Jóns Sigurðssonai er dagur einingar og bróffernis. GóSir Vestfirðingar! Aðrir gestir! Hér á Rafnseyri við Arn- arfjörð er margs að minnast, og hefir þó einn atburður orðið hér mestur. Hér er fæddur fyrir réttum hundr- að og fimmtíu árum Jón Sigurðsson, forseti, sem hann var nefndur í lifanda lífi, hinn ævarandi forseti ís- lands, getum vér nú sagt. því minning hans lifir og dvínar ekki með árunum. — Hér bjuggu þeir faðir hans síra Sigurður og afi hans, ættað- ur úr Grímsnesinu. En móð- ir hans Þórdís og föður- amma, Ingibjörg, voru báð- ar vestfirzkar að kyni. Hinn 17. júní rifjum vér upp margt, sem flestir vita, bví hann er nokkurskonar jóla- dagur í íslenzku þjóðlifi, með hækkandi hamingjusól. Um það eru glöggar sagn- ir, að Jón hafði þegar í æsku, mikið dálæti foreldra sinna, og kynnti sig hvar- vetna vel. — Eitt sinn, er drengurinn var veikur, orti síra Sigurður þetta bæna-t vers: Guð hefir þig til gamans mér gefið, og það má segja. Hann, sem öllu lífið lér, láti þig ekki deyja. Á þeim dögum var mikill veiðiskapur í Arnarfirði, fiskur, selur og hvalur, og er það alkunn sögn að Jón vildi snemma enginn hálf- drættingur vera. Hann hafði framtak föður síns og augu móður sinnar, og það sýnir sig sjálft, að brattar hlíðar og kröpp bára hafa hér veitt lionum gott uppeldi. Hér á Eyri vildi Grelöð búa, land- námskonan, vegna þess hve vel ilmaði úr jörðu, en nú er ljúfastur og sterkastur ilmurinn, sem leggur af minningu Jóns Sigurðssonar. Ekki eru þó minjarnar mikl- ar, því vart stendur eftir frá þeim tímum annað en lágur baðstofuveggur, þar sem rúm prestshjónanna stóð undir, og Jón Sigurðsson sá fyrst dagsins Ijós. Hann átti ekki fyrir hönd- um að dvelja hér á ættar- 'slóðunum til langframa. — Tuttugu og tveggja ára gam. all er. hann kominn tiJ Kaupmannahafnar og stað- festist þar til æfiloka. En til æskustöðvanna leitaði hann til framboðs, er Alþingi var endurreist, og var þingmað- ur ísfirðinga samfellt í þrjátíu og sex ár. „Ef ísfirð- ingar kjósa mig,“ segir hann „þigg ég það. Mér fannst skylda mín, að bjóða mig fram, og kæri mig ekki. þó sumir kynni að nefna það dramb“. En sá grunur rætt- ist vissulega ekki, því fimm árum síðar er hann orðinn forseti Alþingis. Hitt leynir sér ekki, að Jón Sigurðsson var snemma djarfur, og iík- ast því, að bann hafi komið fullfleygur á þing, þrjátiu og þriggja ára gamall. Það mun fágætt, að maður taki á svo ungum aldri rétta stefnu og forustu, svo að vart þurfi um að breyta, þó stundum þurfi við að auka á langri æfi fram á grafar- bakka. Nokkurn arf, stað- góðan, hefir pilturinn haft með sér frá Rafnseyrarheim- ilinu og Vestfj., þó ekki væru það fjármunir. Slíkur árangur og afköst, sem urðu af hans æfistarfi í verzJun- a'fíffðlúrií11 ''fjármálum og stjörnskipúnarmálum þjóð- ar sinnar, sögu og stjórnvís- indum, eru með eindæmum. Vér þurfum að líta um öxl aftur til halJæra átjándu aldarinnar og niðurlægingar og þróttleysis þjóðarinnar fram yfir miðja nítjándu öld, tiJ þess að meta slík afrek að verðleikum. „Saga íslands er reyndar einföld," segir Jón Sigurðsson um það leyti, sem hann býður sig fyrst fram. Svo mun það hafa verið fyrir hans fránu s.ión- um. Hann flutti söguieg rök fyrir stefnu sinni, seni ís- lendingar teyguðu eins og svaladrykk. Hann sannaöi að réttur íslendinga væri lögum samkvæmur. Þjóðin var fá- tæk og fámenn. Hann sýndi fram á, að hún gæti vel bjargast, ef hún fengi að ráða sér sjálf og njóta arðs af sínu eigin erfiði. „Farsæld þjóðanna er ekki komin undir því, að þær séu mjög fjölmennar,“ segir Jón Sig- urðsson, „sérhverri þjóð vegnar vel, sem hefir lag á að sjá kosti lands síns og nota þá.“ Hann varar lands- menn sína eindregið við tím- ans rás: „Eftir því, sem Dan- ir vakna, eftir því fer okkar hagur versnandi, ef við vöknum ekki líka.“ Jón Sig- urðsson er ekki vanur að vitna til afreka sinna, né ætlast hann til launa. Þó segir hann í sjálfsvörn þrjá- tíu árum síðar: „Ef mín pólitík hefði ekki verið, þá veiztu það sjálfur bezt, að ísland hefði verið innlimað 1851, eins og Færeyjar 1849.“ Dómurinn verður á einn veg, hvort sem Jón Sigurðs- son er dæmdur eftir orðnm sínum eða gjörðum. Gáfur og skapgerð skara jafnt fram úr, sem dugnaður og þol- gæði. Bardagaaðferð hans er drengileg. „Meiningar- munur er óhjákvæmilegur," segir hann, „en það ber að leitast við, að láta málin sjálf missa einskis." „Eg óska ekki að krita, og allra sízt við landa mína, við erum ekki svo margir, að við þurf- um að leita hver upp á ann- an.“ Og ég held áfram til- vitnunum: „Það er þar að auki skylda þín og hvers, sem þingmaður verður, að styrkja til þess, að gera köll- unina til þings sem tignar- legasta, til að sýna mönnum, að fyrir þjóðargagni verður allt annað gagn að víkja.“ „Hver maður með opin augu hlýtur að sjá, að Alþingi er okkar einasta forsvar," Og sama hátt hefir Jón Sigurðs- son á í rökræðum við er- lenda andstæðinga. — Þai brestur ekki einurð, þó talað sé af kurteisi, og það kem- ur ekki á óvart, þegar hann skýtur þessum orðum inn í eitt bréfið: „Það er mann- raun, bróðir, að tala svo milt, þegar sýður niðri í manni.“ — Jón Sigurðsson sækir sjálfstæðis- og menn- ingar- og atvinnumál þjóðar sinnar fastar og lengur en nokkur annar íslendingur, en varar þó við þeirri stað- reynd, „að hverjum kosti fylgi nokkur tilhneiging til einhvers ókostar.“ Frelsinu fylgir ábyrgð og skyldur, en ekki sjálfræði, og að því leyti eru vor sjálfstæðis- og menningarmál aldrei að fullu leyst, hvorki fyrir líð- andi stund né komandi kyn- slóðir. „Ef við eigum að fá frelsið11 segir Jón Siguiðs- son, „þá þarf hendur og vit eins og karlinn sagði að þyrfti til að taka á móti steinbítnum,“ — og bregður þar skýrt fyrir Vestfirðingn- um. Ég hefi við þetta tækifæri látið Jón Sigurðsson sjálfan tala til vor að miklu leyti. Hann gengur ekki úr gildi Það er vel farið, að nú í sam- bandi við 150 ára afmælið verður gefið út stórt ritsafn hans. Þegar vér hlustum á hann, en orð hans og verk eiga ætíð samleið, þá er það lýðum ljóst, hvers vegna af- mæli hans er orðið þjóðleg stórhátíð. Ef vér varðveitum ekki sögu og minningu vorra beztu manna þá er þjóðrétt- indum og þjóðerni búin glöt. un. Á aldarafmæli Jón Sig- urðssonar var Háskóli ís- lands stofnaður. Á afmælis- degi Jóns Sigurðssonar var lýðveldi endurreist á fs- landi. Nú undir lokin vil ég aft- ur víkja máli mínu hingað Framli. á 5- síðu. Frá hátíðinni á Hrafns- eyri 17. júní.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.