Vísir - 19.06.1961, Page 13
L
Mánudagur 19. júm 1961
V I S I I?
13
Sannfærður —
Kramh. aí 2. siðu.
,,Líklega heíur enffinn okhar
tekið tillit til þess, en auðvtað
er það takmarkið hjá okkur að
leika saman — ; landsliðinu.
Það yrðí nú eitthvað fyrir
pabba!“
„Og að endingu, Gunnar.
hvernig leggst leikurinn við
Hollending^ i þig? Kom þér á
ovænt að vera valinn?“
„Ja, ég veit ekki. Ég var
auðvitað að vonast °ftir þessu.
En mér lízt prýðilega á liðið
og ég er sannfærður um, að við
sigrum.“
Við viljum að lokum óska
Gunnari til hamingju með
landsl.iðssætið og fylgjumst
spenntir með, hvort hann og
bræður hans fái uppfyllta stóru
óskina.
Daufleg hátíðahöld -
Framh. af 1. síðu.
in sig ekki vanta, þrátt fyrir
næðinginn að Arnarhóli er
barnaskemmtun fór þar fram.
Þegar líða tók á daginn fór
aftur að fækka fólki i miðbæn-
um og var þá ólíkt um að litast.
og á undanförnum árum, þeg-
ar mannþröng var um allan
miðbæinn strax og kvöldvak-
an á Arnarhóli hófst. Kvöldvak
an dró til sín fjölda áhorfenda
þrátt fyrir nepjuna og heldur
virtist lygna með kvöldinu.
Um það leyti sem dans á
götum hefði við eðlilegar að-
stæður átt að hefjast og fólkið
þyrpst að, hurfu menn nú sem
skjótast til síns heima eða í
samkomuhús bæjarins, sem að
þessu sinni voru troðfull á
þjóðhátíðardaginn. Mátti heyra
á tali vegfarenda að óyndislegt
væri að sjá götur Reykjavíkur
svo til mannlausar fyrir mið-
nætti 17. júní. Manna milli
voru verkfallsmenn átaldir fyr
ir að leyfa ekki að undirbún-
ingur fv’-ír hátíðina yrði fram-
kvæmdur eins og venja er t.il
og var það almennt álitið að af-
staða þeirra væri fremur
sprottin af woiribægni en öðru.
Gagarin —
Frh. af K. siftu
langtímum saman ófáan-
legur
Ofan á þetta bætist. að
mikið skortir a. að fram-
leiðslan á sviði landbúnaðar
sé sú, sem hú*. þyrfti að vera
og ætti að vera, og það hef-
ur Krúsév sjálfur skýrast
látið í ljós með hvassrj
gagnrýni sinni
Eftir 44 ára kommúnist-
íska stjórn verður almenn-
ingur að búa við það ástand,
sem Pravda lýsir sem að of-
an greinir. Vart ætt) að
þurfa að taka fram, að
ýmsir útvaldir þurfa ekki
við þetta að búa, — hér er
rætt um það, sem almenn-
ingur verður að sætta sig
við — 200 milljónir manna,
sem gætu fengið kjör sín
bætt, ef ekki þætti eftir-
sóknarverðara að sigra geim-
inn.
SíSdveiði
Framh. aí 16. síðu.
Dalvíkur. Hr'seyjar og Húsa-
víkur. Gott veður var komið
fyrir öllu Norðurlandi og töldu
skipstjórar að útlit væri gott
fyrir síldveiði í kvöld. Allmikil
síld virðist vera á þessu svæði,
en hún stendur noltkuð djúpt.
Alls munu vera um 60 bátar,
sem byrjaðir eru á síld. Aðeins
einn bátur fékk síld við Kol-
beinsey. Það var Helgi Flóv-
entsson sem fékk þar 200 tunn-
ur.
Eftirtalin skip voru væntan-
leg með síld að landi í dag:
Guðbjörg IS 200 tunnur,
Talknfirðingur 200, Hringur
200, Heiðrún 300, Guðmundur
Þórðarson 400, Hrafn Svein-
bjarnarson 400, Ágúst Guð-
mundsson 300, Eldey 600, Jón
Finnsson 450, Stapafell 450,
Gjafar 800, Guðmundur á
Sveinseyri 150, Áskell Þor-
kelsson 250, Helgi Flóventsson
200, Guðrún Þorkelsdóttir 250,
Sigurður Siglufirði, 300, Stuðla
berg 500, Sæfell 800, Sæfari
500, Baldvin Þorvaldsson 450.
Hugrún 200, Helga RE 600, Pét-
ur Jónsson 200.
17. júnímótið —
Framh. af 5 síðu.
m. 3. Þórður B. Sigurðsson, KR,
45.06 m.
3000 m hlaup: 1. Kristleifur
Guðbjörnsson, íCR, 8.48.9 mín.
2. Agnar Leví, KR, 9.16.7 mín.i
3. Hafsteinn Sveinsson, HSK,1
9.45.6 mín.
Hástökk: 1. Jón Þ. Ólafsson,
ÍR, 1.85 m. 2. Sigurður Lárus-
son, Á, 1.70 m. 3. Halldór Jón-
asson, ÍR, 1.60 m.
Stangarstökk: 1. Valbjörn
Þorláksson, ÍR, 4.00 m. 2. Val-
garður Sigurðsson, ÍR, 3.60 m.
3. Páll Eiríksson, FH, 3,40 m.
4X100 m boðhlaup: 1. sveit
Ármanns 45.1 sek. í henni voru:
Hjörleifur Bergsteinsson, Hörð-
ur Haraldsson, Þórir Þorsteins-
son, Grétar Þorsteinsson. — 2.
varð sveit ÍR á 45.6 sek. og
þriðja sveit KR á 45.7 sek.
FYRSTA FLOKKS JAPÖNSK VEIÐARFÆRI
Á STÓIUÆKKUÐU VERÐI
„AMILAN“ (DuPont) Nylon framleitt af Toyo Rayon Co. Ltd.
Nyon taumar 25% verSlækkun
Pylon taumar 25% verðlækkun
Nylon ábót 18% verðlækkun
Pylon ábót 18% verðlækkun
Nylon þorskanetjaslöngur 10% verðlækkun *
Nylon ábót 18% verðlækkun
Nauðsynlegt er að senda pantanir sem'fyrst, svo varan geti komið til
landsins í tæka tíð fyrir næstu vetrarvertíð.
Óll okkar nel bera
þetta vörumerki —
Það tryggir gæðin.
STEINAVÖR H.F.
100^ NYL0N
FISHING NET
Norðurstíg 7.
Reykjavík.
Sími 24120.
í.s.l.
í kvöld kl. 8,30 verður landsleikurinn
K.S.Í.
ISLAND
HOLLAND
á Iþróttaleikvangmum í Laugardal.
Domari: W. A. O’N EI LL
frá írlandi.
Sala aðgöngumiða í aðgöngumiðasölu við
Útvegsbankann.
Kaupið miða tímanlega
Móttökunefndin