Vísir - 19.06.1961, Side 15

Vísir - 19.06.1961, Side 15
Mánudagur 19. júuí 1961 V I S I R 13 ið ataður auri, meðan ég var í burtu. Og það tekst aldrei að þvo af sér öll merki þess“. „Þér hafið hreinsað yður fullkomlega, Easton. Blöðin neyðast til að éta hvert orð ofan í sig aftur. Þau hafa alls ekki haft neina ástæðu til þess að sverta fullkomlega saklausan foringja á þennan hátt. Þér hafið verið rægður á hinn svívirðilegasta hátt. Þér ættuð að fara í mál við blöðin. Já, þegar ég hugsa nánar út í þetta, þá sé ég, að þetta er það eina rétta. Blöð- in verða að fá að læra á þessu, láttu þeim blæða og það ríku- lega“. Það hlakkaði í Max, þegar hann heyrði aðmírálinn segja þetta. „Meinið þér þetta í raun og veru? muldraði hann. „Einmitt", staðhæfði Gra- ham. „Það er kominn tími til, að blöðin geri sér grein fyrir því, að þau geta ekki komið svona fram gegn foringja í flotanum". Rétt i .þessu var barið að dyrum og lögregluþjónn stakk inn höfðinu. „Það er beðið eftir ykkur, það er allt tilbúið,“ sagði hann. „Það er rétt, þakka yður fyrir“. Graham snéri sér aft- ur að Max. „Haldið þér ekki að þér hafið náð yður það mikið nú, að þér getið rætt við blaðamenn? Það er allt fullt af þeim niðri og þeir bíða eftir að fá að tala við yður“. „Þarf ég þess endilega?" „Það er áreiðanlega það bezta, þér þurfið ekki að segja mikið“, sagði aðmíráll- inn. „Mig langar litið til að tala við þá sömu menn og svívirtu mig sem ákafast fvrir stuttu síðan“. „Auðvitað skil ég tilfinn- ingar yðar, en þér verðið að muna það, að það eru ekki sömu mennimir, sem skrif- uðu illa um yður og sitja þarna niðri“. Max kinkaði kolli. „Ef yð- ur finnst, að ég eigi að tala við þá, þá geri ég það auð- vitað“. Hann leit óöruggur á Graham. „Hvað í ósköpun- um á ég að segja þeim?“ Aðmírállinn klappaði vin- gjamlega á öxl hans. „Sann- leikann, ekkert nema sann- leikann, kæri Easton". Hafi hvarf Max Eastons verið matur fyrir blöðin, þá var afturhvarf hans með eðli- lega skýringu á hvarfi sínu, ekki minna æsiefni. Öll blöð- in, sem höfðu keppzt við að finna skýringar á hinu dul- arfulla hvarfi hans, kepptuzt nú við að hrósa honum. Það hafði eðlilega sínar afleiðing- ar, að flöskupóstur skyldi verða til að bjarga honum og frásagnirnar urðu litríkari með hverju tölublaði. Charles Holland hafði rétt lokið við að lesa kvöldblöð- in, þegar Virginía kom inn í dagstofuna og leit rannsak- andi í kringum sig. „Á ég að blanda þér drykk?“ spurði Holland mjög vingjarnlega. Þegar Virginía lét sér nægja að kinka kolli og hélt áfram leit sinni, bætti hann við: „Ertu að leita að einhverju“. „Já, kvöldblöðunum, em þau ekki héma einhversstað- ar?“ Charles brosti dauflega. „Hefur þú ekki séð þau enn? Guð má vita, hvers konar flaska þetta hefur verið“. Virginía horfði rugluð á hann og benti síðan á flösk- una, sem hann hélt á. „Þetta er gin, er það ekki?“ „Það var ekki þessi flaska, sem ég átti við, heldur flask- an, sem þú settir bréfið í. Það er talað um hana í öllum blöð- um, en enginn minnist á hverskonar flaska það hafi verið“. Hann leit stranglega á hana. „Þetta er of langt gengið, Virginía, vissir þú hvar hann var ajlan tímann?“ * Virginíujeið eins og skóla- 'télpu, sem er gripin í því að teikna skopmynd af kennar- anum á skólatöflxma. „Ég vissi það ekki upp á víst, en ég gat getið mér til“. Charles leit vonleysislega á hana. Hvað gat þetta þýtt fyrir framavonir hans ? Menn í utanríkisþjónustunni ættu SkYTTURIMAR ÞRJAR 11 D’Artagnan skýrði nú frá at- burðunum í Meung, og lýsti að- alsmannimim svo vel fyrir de Tre- ville, að hann þekkti hann strax aftur. En þar sem hann var enn á báðum áttum með hinn unga Gascognara, skrifaði hann aðeins meðmælabréf til forstöðumanns hinnar konunglegu akademíu. Allt i einu leit d’Artagnan út um gluggann og hrópaði upp: „Guð veri með mér, þarna fer hann nið- ur”. „Seinasta hálmstrá hugleys- ingjans til að draga sig til baka“, umlaði foringinn. D’Artagnan stökk niður stigann og hljóp á Athos, sem kom í þann mund út úr stofu læknisins. „Afsakið mig, mér liggur á“, en með járnkruml- um greip Athos í hann. „Yður liggur á, segið þér, og svo hrind- ið þér bara", sagði Athos illilega. „Þér eruð ekki kurteis. Ég baðst afsökunar, og tek þar að auki ekki við kennslu í lifnaðarháttum frá yður, svaraði d’Artagnan, „og ef mér lægi ekki svona á....Von- andi hafið þér þá tíma klukkan 12 bak við Dechaux-klaustrið", sagði Athos. „Ég mun áreiðan- lega verða þar“, mælti d’Artagn- an og hljóp í tíurt. — I garðin- um stóð Porthos og ræddi við vörð nokkurn, d’Artagnan reyndi árangurslaust að hlaupa á milli ; þeirra og keyrði Porthos því um ; koll. Hann fékk aðra áskorun um- svifalaust. — Klukkan eitt við L,uxemburg, stefnumót, sem hann | lagði ekki mikið upp úr, því fyrr j bjóst hann við að vera dauður I af völdum Athos. aldrei að verða ástfangnir. Einkum og sér í lagi ekki í ungum amerískum stúlkum, sem greinilega höfðu ekki hugmynd um hvað má gera og hvað ekki — og hvaða skyldur maður hafði gagn- vart unnusta sínum. „Viltu svara einni spurningu, það er allt sem ég bið um. Hvers vegna í ósköpunum gerðir þú þetta?“ Virginía yppti öxlum. Hverju átti hún að svara hon- um ? Myndi hann skilja hana, ef hún segði, að henni hefði fundizt hún vera bandamað- ur Max, vegna þess, að hann gerði þetta hennar vegna? „Þú sagðir sjálfur, að eitt- hvað yrði að gera til þess að Max kæmi aftur, áður en blöðin slepptu sér alveg“. „Það getur vel verið, en gerirðu þér grein fyrir hvað þú hefur gert?“ Charles rétti úr sér og leit föðurlega á hana. „Þú ert orðin meðsek í stórkostlegu svindli. Og ég get bætt því við, að ég. kem til með að eiga fullt í fangi með að halda nafni þínu ut- an við þetta, þrátt fyrir öll mín áhrif, þó held ég, að ég geti það, ef ég tek næturlest- ina til Londoi;“. Virginía brann í skinninu eftir að slengja nokkrum staðreyndum í andlitið á Charles, en þegar hún leit í andlit hans, skildist henni að betra væri að láta það vera. Hann mundi hvort sem er aldrei skilja það. Max leit með velþóknun í kringum sig, þar sem hann sat í skrifstofu sinni í flota- málaráðuneytinu og brosti vingjarnlega til John Bates, flotadeildarforingja, sem sat andspænis honum. Max var nýkominn frá fundi við flota- foringjann, sem auðsjáanlega hafði verið ákafur að láta hina leiðinlegu atburði, sem gerðust áður en Max var bjargað gleymast. „Hann endaði með að gefa mér aukaleyfi, og mig mundi ekki undra það neitt, þó að ég yrði hækkaður í tign“, sagði Max. „Hvað færðu langt leyfi núna?“ spurði Bates. „Ekki nema 3 vikur“, svar- aði Max. „Ekki nema 3 vikur“, end- urtók Bates fullur öfundar. Rétt í þessu stakk fröken Price inn höfðinu og sagði: „Graham aðmíráll vill gjam- an hitta yður, áður en þér farið heim, Easton“. „Ágætt“, svaraði Max og kvaddi Bates. Augnabliki síðar barði hann að dyrum hjá aðmírálnum og gekk inn- fyrir. „Vilduð þér tala við mig?“ „Þér þekkið Gregson, um- K V I $ T — Konan mín getur komið heim af uppboðinu á hverri stundu, og ég hef enga trú á að hún hafi keypt nokkuð, sem komi mér á óvart. . <DPI8 .M/t' 33*/ Þú ættir ekki að vinna svona mikið í garðinum, mamma, — bíddu a. m. k. þangað til pabbi kemur heim.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.