Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 1
 VISIR 51. árg. Laugardagur 12. ágúst 1961. — 182. tbl. Vatnsveita í Garðahreppi HAFNAR eru framkvæmdir við vatnsveitu Garðahrepps^ en hreppsbúar, um 1000 talsins, fá vatn úr uppsprettulindum aust an við Vífilsstaði. Hefur Sveinn Torfi Sveinsson, verk- fræðingur, gert hina verkfræði legu áætlun um verk þetta, en Goði hf. tók það að sér. í þessum fyrsta áfanga verð- ur aðalæðin lögð; og verður hún 3200 metr.a löng. Gerð hennar er öll miðuð við að auð- Bíllinn er ósóttur. í GÆRKVÖLDI var handhafi happdrættismiðans 2341, í bíla happdrætti Krabbameinsfélags ins, ekki búinn að gefa sig fram. Sennilegt er talið að mið inn hafi verið seldur svo sem tveim dögum áður en dregið var ,svo einhvers staðár liggur hann, sagði skrifstofa Krabba- meinsfélagsins. velt sé að stækka og endur- nýja eftir þörfum. Vatnsbólið nægir Garðahreppi, án vatns- miðlunar, þar til íbúatalan er komin upp í 7—8000 manns. í næstu viku verður hægt að byrja að leggja sjálfa vatns æðina, sem er stálrör 250 mm að þvermáli. Löjgð verður áherzla á að koma vatninu fyrst niður i hinn þéttbýlasta hluta hrepps- ins, Túnahverfin. Þá verður bráðlega hægt að byrja á verk- áætlun vatnsveitunnar fyrir byggðina á Hraunsholti, en endanlegt skipulag þar er nú í burðarliðunum. Vonir standa til að fyrstu húsin fái vatn frá vatnsveitu Garðahrepps um áramótin. — Allmörg fyrirtæki hér í Reykja vík og utan gerðu tilboð í lagn ingu vatnsæðarinnar, en Goði hf. var með lægst tilboð. A.-þýzku íþróttamennirnir, sem komu hingað í fyrrakvöld voru úti á Melavelli í gær og þar er þessi mynd tekin. — Þeir voru þó ekki að æfa undir landskeppnina, heldur iðkuðu knattspyrnu af miklum krafti. Fannst mönnum að mörg íslenzk meistaraflokkslið myndu þurfa að gæta sín fyrir þeim, ef þau ættu við þá. Ljósm. Ingimundur Magnússon). Fánamál vegna lands- keppninnar í dag. . . í gærkvöldi sátu fulltrú- ar F.R.I., Jóhannes Sölva- Krúsév í friðarræðu: Engum NATO-herstöðvum hlíft við sprengjum. Nikita Krúsév flutti ræðu í gær á vmamóti sovétþjóðanna og Rúm- ena. Hótaði hann árás- um á herstöðvar í Nato- löndunum, ef til styrjald- ar kæmi, en kvað Rússa ekki mundu verða til þess að „styðja á hnapp- inn.“ Hótaði Krúsév ýmist hörðu, eða hann mælti í léttum tón og friðsamlegum. Hann vék að yfirlýsingu Kennedys forseta á fundinum með fréttamönnum í fyrradag, að hann vildi reyna allar stjórn- málalegar leiðir til friðsamlegs samkomulags um Berlin. „Reynum ekki að hræða hverj- ir aðra,“ sagði Krúsév, „setj- umst að samningaborði og reynum að leysa málin af ró- semi“. Fleira sagði hann fagurt um þetta, en svo komu hótan- irnar í kjölfarið: Sovétríkjun- um stafaði ekki einvörðungu hætta af stórveldunum í vestri, ef til styrjaldar kaemi, heldur af herstöðvum NATO hvar serii þær væru. Kvaðst hann hafa mælt viðvörunarorðurp til Fan- fani forsætisráðherra Ítalíu, er hann var í Moskvu á dögunum, og eins hefði hann mælt við- vörunarorðum til Grikka. Ekki yrði reynt að varpa sprengjum á Akropolis — en sprengjum yrði varpað á Natostöðvar Grikklands, og í slíkum árásum á herstöðvar þar og hvar sem í Natolöndum væri hlytu menn- ingarverðmæti að eyðileggjast og margir bíða bana. Hann kvað Sovétríkin myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að forðast styrj- öld, en ef til hennar kæmi myndu sovétþjóðirnar ekki æðrast. Utanríkisr:ðherrafundur kommúnistalanda. Utanríkisráðherra Austur- Þýzkalands boðaði í gær fund utanríkisráðherra Varsjár- bandalagsins seint í október til undirbúnings friðarsamningum við allt Þýzkaland, en reyndust Vesturveldin ófáanleg til að að- hyllast síka samninga, yrði gengið frá friðarsamningum við Austur-Þýzkaand. Berlínarbú- um yrði tryggt frelsi, en um samgönguleiðir þangað yrði að semja við stjórn Austur- Þýzkalands. son, formaður sambandsins og fleiri fundi með farar- stjórum austur-þýzka lands liðsins og var umræðuefn- ið —- þýzki fáninn. Vandamálið, sem leysa átti var: • Hvaða fána skal draga að hún í dag í Laugardal. þegar landskeppni milli Austur-Þýzkalands og ís- lands hefst. Sem kunnugt er hefur ísland ekki viðurkennt austur-þýzka alþýðulýð- veldið og af þeim ástæðum er ekki unnt að draga fána A.-Þjóðverja að hún í dag. • Þegar þetta er skrifað var fundi ekki lokið. En í gærdag var altalað meðal íþróttafréttamanna, að lausnin mynda verða sú, að A.-Þjóðverjar kepptu undir hinum gamla fána Weimar- lýðveldisins, sem stóð frá lokum fyrri heimsstyrjald- ar og þar til Hitler tók sér alræðisvald. Margir sjófiðar. MIKILL fjöldi brezkra sjóli'ða var á götunum í gærdag, enda voru þá hér í höfninni tvö brezk herskip. Var hið stærra þeirra Jutland og hið minna freigátan Russell, sem mjög kom við sögu er Bretar gerðu herhlaup sitt hér á árunum. Niemöller illa haldinn. Dr. Niemöller, vestur- þýzki friðarvinurinn, liggur illa haldinn í sjúkrahúsi í Danmörku, rn hann og kona hans lentu í bifreiðarslysi þar nýlega, og beið hún bana þegar. Dr. Niemöller ók sjálfur og mun hafa farið mjög greitt fyrir slysið. Missti hann stjórn á bifreiðinni og rakst hún á tré, með ofan- greindum afleiðingum. Dr. Niemöller var kafbáts- foringi í fyrri heimsstyrjöld en gerðist mikill baráttu- maður fyrir friði. ■jf Kosningar fara fram í Brezku Guiana 21. ágúst..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.