Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 6
6 VISIR Laugardagur 12. ágúst 1961 ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR Rltstjórar: Herstelnn Pólsson, Gunnar G Schrar.v AðstoSarritstjóri: Axel rhorstelnsson. Fréttast|ór. ari Sverrlr ÞórSarson, Porstelnn Ó. Thororensen. Rltstjórnarskrlfstofun Lougavegi 27. Auglýsingar og afgreiSsla: Ingólfsstrœtl 3. Áskrlftargjald er krónur 30.00 ó mónuSi. - l lausasSlu krónur 3.00 eintakiS. Slmi 11660 (5 llnur). - Félags- prentsmiwjar. h.f., Steindórsprent h.f., Eddo n.i. .■.V.V. ■.v.v .v.v.v.v.v.v.v-v. v.v. v.v.v.v.v Japanir fara fram dr! Eyjan í hafinu rauða. Kommúnistar í Austur-Þýzkalandi — og raunar víðar — eiga sér nú vart meira áhugamál en að ná Vestur-Berlín á vald sitt, einangra borgina frá Vestur- Þýzkalandi og gera borgarana þar sér undirgefna. Þeir vilja svo að segja sökkva þessari eyju frelsisins í hið rauða haf kommúnismans, sem umlykur borgina í öllum áttum, og af síðustu ræðum Krúsévs virðist mega ráða, að kommúnistar sé reiðubúnir til að láta framtíð borgarínnar varða styrjöld, jafnvel heimsstyrjöld. Það stoðar lítt að tala um friðarvilja og frelsisást, þegar reynt er að undirstrika hvort tveggja með hót- unum um dauða og tortímingu. Þeir, sem berja stríðs- bumbur, eins og foringjar kommúnista gera, hafa eng- an annan tilgang en að beita vopnum. Stríðsbumburnar eru ekki til þess fallnar að lægja öldurótið í heims- málunum. Oft má deila um skyldur manna innbyrðis, en ekki leikur á tveim tungum, að hinn frjálsi heimur á mikil- vægum skyldum að gegna gagnvart þeim, sem búa í Vestur-Berlín. Spurningin, sem hinn frjálsi heimur verður að leggja fyrir sig, er þessi: Á hann að sam- þykkja, að þær milljónir, sem í borginni búa, skuli vera réttlausar — svo að segja réttdræpar — af því að einhverjir menn austur í Moskvu hafa hom í síðu þeirra? Svarið getur ekki orðið nema á einn veg, og foringjar Vesturveldanna hafa tilkynnt, að þeir líti svo á, að með því að vega að frelsi Vestur-Berlínar verði vegið að frelsi allra manna. Það er rétt hjá foringjum kommúnista, að þeir hafa skapað sér mikið vald, en með valdinu hafa þeir ekki skapað sér rétt. Hann verður aldrei skapaður með fall- byssukúlum eða flugskeytum. Þess vegna verður réttur Berlínarbúa aldrei frá þeim tekinn með fallbyssusmíð- um austur í Rússlandi. Úr vissu í óvissu. Það er mjög skiljanlegt, að kommúnistar skuli vilja hindra sífelldan straum flóttamanna úr Austur-Þýzka- landi til Vestur-Berlínar og þaðan til V.-Þýzkalands. Hann er versta auglýsing á ágæti kommúnismans, sem hugsazt getur. íslendingar eiga máltæki, sem hljóðar svo: „Fár veih hvað átt hefir, fyrri en misst hefir.“ Kynni þýzkrar alþýðu af kommúnismanum eru þau, að þar kjósa menn hiklaust óvissuna — með tvær hendur tómar — en allsnægtirnar og frelsið austur-þýzka, þ.e. vissuna. Og menn eru ekki í rónni, fyrri en þeir hafa misst þessa dýru eign! Bretar ekki lengur samkeppn- isfærir. Japanir voru alræmdir fyrir það fyrr á árum, að þeir stældu ýmiskonar iðnaðarframleiðslu ann- arra landa og seldu hana síðan á undirverði á heimsmarkaðnum. Fyrir slíka hugmyndaþjófnaði urðu þeir óvinsælir á Vesturlöndum og eimir enn eftir af því að jap- anskar vörur eru taldar slæm eftirlíking á fram- leiðslu annarra þjóða. Á síðustu árum hefur þó orðið veruleg breyt- ing á þessu. Samtök hins japanska iðnaðar beittu sér fyrir því að mann- orð iðnaðarins yrði hreinsað. Síðan hafa Japanir varið meiru fé en flestar aðrar þjóðir til iðnaðarrannsókna. Afleiðingin hefur orðið sú, að þeir þurfa nú ekki lengur að stæla fram- leiðslu annarra, eru sjálf- ír komnir fram úr vest- rænum þjóðum á ýmsum sviðum. Þessi staðreynd kom m. a. í ljós nýlega í hinni alþjóð- legu mótorhj ólakeppni sem^ fram fer árlega á eynni Mön í frlandshafi. í þessari ■ keppni urðu japönsk mótor-1 hjól af svonefndri Honda-1 gerð í fyrstu fimm sætunum, ■ bæði 125 og 250 cc flokkun-j um. Þetta er í þriðja skiptið* sem Japanir taka þátt í mót-* orhjólakeppninni á Mön og vakti þessi fimmfaldi sigur þeirra því hina mestu furðu. Brezku mótorhjólafram- leiðendurnir urðu sem þrumu lostnir yfir þessu. Fram til þessa höfðu þeir ímyndað sér, að japönsk mótorhjól væru lítið annað en léleg eftirlíking á Harley Davidson og öðrum brezkum mótorhjólum. En nú keyptu brezku fyrirtækin nokkur japönsk mótorhjól, fóru með þau í verksmiðjur sínar, og skrúfuðu þau sundur til að athuga byggingu þeirra. Þeir urðu enn meira undrandi er þeir sáu bygg- ingu mótorhjólsins. Hún var ekki eftirlíking af neinu vestrænu, heldur byggð á algerlega nýjum hugmynd- um og það mjög góðum fremst í framleiðslu mótor- hjóla. En tölurnar tala öðru máli. Japanir hafa farið langt fram úr Bretum í fram- leiðslu mótorhjóla. Árið 1960 framleiddu Bretar 160 þús- und mótorhjól. En á þessu sama ári framleiddu Japanir 1,3 milljónir mótorhjóla. Eitt einasta fyrirtæki í Jap- an, Honda, sem smíðaði mót- orhjólin er urðu svo sigur- sæl á Mön, framleiðir fjór- Sigurvegari í mótorhjólakeppninni var Bretinn Mike Hailwood í japönsku 125 cc Honda motorhjóli. hugmyndum. Og nú eru menn farnir að velta því fyrir sér, hvort brezku mót- orhjóla-framleiðendurnir neyðist ekki til að fara að stæla hina japönsku fram- leiðslu. En þá kemur upp annað vandamál. — Hvers vegna eru Japanir farnir að taka þátt í keppnismóti í Bret- landi? — Skýringin er aug- ljós, það er vegna þess, að þeir hugsa sér að komast inn á brezka markaðinn og Evr- ópu-markaðinn með mótor- hjól sín. Bretum mun koma það spænskt fyrir sjónir, ef Japanir ætla að fara að keppa á markaðnum heima í Englandi, því að þeir hafa jafnan litið svo á, að þeir sjálfir stæðu allra þjóða um sinnum fleiri mótorhjól en öll framleiðsla Breta er. Og nú er svo komið, að mótorhjólamarkaðurinn í Japan er að fyllast, enda þótt íbúatalan sé 96 milljónir. En verksmiðjurnar vilja halda áfram að auka framleiðsluna og bezta leiðin til þess er að flytja út. Árið 1959 fluttu þeir út 25 þúsund mótorhjól og á s.l. ári 75 þúsund. Nú leitast þeir við að marg- falda útflutninginn. Þeir eru sem óðast að þrýsta sér inn á markaðina í öllum Asíulönd- um, í Afríku og Evrópu. Og nú stefnir óðum að því að brezka mótorhjólaframleiðsl- an er algerlega ósamkeppnis- hæf. Japanir eru að taka allan markað frá henni með fullkomnari og ódýrarj mót- orhjólum. .-.V.V.V.V.V.V: v.v.v.v.v.v.v.v.v, .■.v.v.v.v, Ódýrar ferðir á reffutn 99Söffu.** ■I Ferðaskrifstofan Saga, sem ■Jer ein af þremur ferðaskrifstof ■|um í Reykjavík, sem hefur ■[leyfi til að selja farseðla, getur •Iframvegis boðið upp á mjög ó- ■'dýrar einstaklingsferðir, svo- g ■Jkallaðar „Inclusive Tours“. \ Þessar ferðir eru bæð.i hag- jlkvæmar og ódýrar ferðalagið ýer skipulagt fyrirfram og greið jjlist áður en farþeginn leggur af '„■'stað. í verði farmiðanna er ýmislegt innifalið, oftast gist- ing og morgunverður, svo og ferðir milli staða og stundum er allt innifalið. Ferðaskrifstofan Saga hefur ■ gefið út bækling þar sem tald- ar eru upp fjöldi ferða, sem skrifstofan hefur upp á að bjóða. Hann mun liggja frammi á skrifstofu Sögu og verða afhentur ókeypis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.