Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. ágúst 1961 V ÍSIR 5 MINIMINGARORÐ GIJSTAV A. JÓNSSON, RÁÐUNEYTISSTJÓRI Hinn 13. f.m. lézt Gústav A. Jónasson, ráðuneytisstjóri, í Kaupmannahöfn, en hann var þá nýkominn til Dan- merkur ásamt eiginkonu sinni, frú Steinunni Sigurð- ardóttur. Hugðust þau dvelja þar í landi um tíma sér til heilsubótar eftir undanfarin veikindi, er andlát hans bar svo skyndilega að. Gústav Adolf Jónasson var fæddur 12. ágúst 1896, og hefði hann því orðið 65 ára í dag, en nú um mánaðamótin eru 25 ár liðin síðan hann tók við því starfi, er hann gegndi til dauðadags. Gústav fæddist að Sól- heimatungu í Stafholtstung- um. Voru foreldrar hans Jón- as Eggert Jónsson, bóndi þar og síðari kona hans, Kristín Ölafsdóttir frá Sumarliðabæ í Holtum. Eru beggja þeirra ættir hinar merkustu og hafa annarsstaðar verið raktar svo að ekki er þörf úr að bæta. Gústav lauk lögfræði- prófi 1924 og stundaði fyrst almenn lögfræðistörf, en gerðist embættismaður 1927, er hann varð fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík, en 1934 var hann settur lögreglustjóri í Reykjavík og gegndi því starfi til ársins 1936, er hann var skipaður skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Því starfi gegndi hann eins og áður segir til æviloka. Segja má að 34 ár sé lang- ur embættisferill í erfiðum og ábyrgðarmiklum störfum, en þrátt fyrir erfiða heilsu hin síðari ár átti Gústav til síðustu stundar þá sönnu vinnugleði og óbilandi skyldu- rækni, sem ekki spyr að því hvort treina megi sér hérvist- ardagana með því að slaka á kröfunum til sjálfs sín. Svo sem kunnugt er leitaði hugur Gústavs á yngri árum víðar en að embættisstörfum. Hann var þegar á skólaárum kunnur hagyrðingur og varð jafnframt þekktur sem einn hinn mesti ,,húmoristi“ hér- lendis, og urðu bæði gaman- kvæði hans og önnur snilli- yrði landfleyg, ekki sízt úr gamanleikjum þeim, er hann lagði hönd að á fyrri árum. Á bókmenntum, og þá ekki sízt Ijóðlist, hafði Gústav alla tíð hinar mestu mætur og bar flestum betur skjmbragð á þær Iistgreinar. Sjálfur lagði hann Ijóðagerð fljótlega á hilluna og mun það hvorki hafa stafað af því, að hann tapaði gáfunni eða áhuga á ljóðagerð, heldur hinu, að hann helgaði skyldustörfum sínum alla krafta sína. Þann keim bar Gústav þó alltaf af hinum fyrrnefndu hugðar- efnum sínum, að honum var alltaf lagið að vera léttur í svörum og að sjá hinar skop- legu hliðar mannlegs veik- leika. Þessir hæfileikar breyttu þó engu þar um, að Gústav var í raun mikill al- vörumaður, og urðu skyldu- störf hans honum því jafn- framt hugðarefni, sem hlutu ávallt að sitja i fyrirrúmi. Persónulegir hæfileikar Gústavs og eigindir féllu mjög vel að úrlausn starfa hans. Mjög næm dómgreind hans og heilbrigt mat á rök- um og viðbrögðum manna, veittu honum lítt brigðula stoð við störf hans, sem efa- laust er óhætt að fullyrða að hafi lagt á hann þá byrði að leggja úrskurð á fleiri og fjölþættari vandamál sam- borgara sinna en nokkur ann- ar embættismaður í þessu landi. 1 þeim störfum var og mikilsvert, að hann var rót- gróinn húmanisti og mildaði það dóma hins stranga emb- ættismanns. Gústav starfaði um all- mörg hin síðari ár í safnað- arstjóm Dómkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík og féll það vel við störf hans að kirkjumál- um þjóðarinnar en þau voru honum hugstæð, enda var j Gústav trúmaður, þótt hann ' bæri ekki skoðanir sínar eða tilfinningar á torg. Þess má ; ég að endingu ekki láta óget- ið, að starfsfólki sínu var Gústav kær og umburðar- lyndur húsbóndi. 1 einkalífi sínu var Gústav gæfumaður. Eftirlifandi eiginkona hans, frú Steinunn Sigurðardóttir Sívertsens, prófessors og vígslubiskups, var honum hinn ástríkasti lífsförunaut- ur og böm þeirra f jögur, öll uppkomin, bera þeim hið bezta vitni, enda samband foreldra og barna mjög náið. Eiginkonunni og bömunum er vottuð .samúð við hið ó- tímabæra fráfall, en vissulega er bjart yfir þeim minning- um, sem engan skugga ber á. Baldur Möller. SaSaT er örugg hiá okkur. Bifreiðar við allra hæfi. Bifreiðar með afborgunum. Bflarnir eru á staðnum. BIFREIÐASALAN FRAKRASTÍG 6 Símar: 19092,18966,19168 RAFVIRKJAR PLASTSTRENGUK 2X1,5 q 3X1,5 q G. Marteinsson h.f. Umboðs- & heildverzlun Bankastræti 10. Sími 15896 Reykjavík VÍSITALA framfærslukostnaðar • Það er haft fyrir satt, að eyja- skeggjar á Tíree, einni Suður- eyja vestan við Skotland, þekk. ist á göngulaginu. Þannig ligg- ur í þessu, að sifelldir vestan- vindar næða um eyjarnar, og venjast menn á að ganga á- lútir gegn veðrinu. Skotar kalla þetta „Tiree-halla“. • Helmingur jarðarbúa býr nú i Asíu. Kringum árið 2000 er búizt við að Asíubúar verði um 60 af hundraði jarðarbúa. • Verkamaður í bandarískri borg borðar að meðaltali 4,45 lbs. af mat á dag. Verkamaöur í ind- j verskri borg borðar hins vegar aðeins 1,24 lbs. daglega, og 85 af hundraði þeirrar fæðu eru j hrísgrjón. Vísitala framfærslukostn aðar hefur verið reiknuð út og er hún einu stigi hærri en í júli en hún var í júní — eða -05 stig á móti 104. Vísitalan er reiknuð út í þrennu lagi, eins og sagt hef- ur verið fyrr hér í blaðinu, og er sýnt hér á eftir, hvem- ig tölur breyttust innan ein- stakra liða — þar sem um einhverja breytingu var að ræða — og er þetta allt mið- að við töluna 100 í marz á s. 1. ári (Fyrri dálkurinn mið- ast við byrjun júlímánaðar nú, en sá síðari við byrjun júní-mánaðar). A. Vörur og þjónusta Hiti, rafm. o fl.. 126 Fatn. og álnavara .. 127 Matvörur.......... 112 Ýmis vara og þjón. 124 126 125 111 124 Samtals A 119 118 B. Húsnæði ..... 101 101 SamtalsAogB 116 115 C. Greitt opinberum aðilum (1) og mót- tekið frá opinberum aðilum (II): I. Tekjusk., útsv. kirkjugarðsgj. sóknargjald tryggingarsj.gj. sjúkrasamlagsgj. námsbókargjald 79 og miðasmjörlíkis 1/3 1959 —1/4 79 II. Frádráttur: Fjölsk.bætur (og niðurgr. miðasmjörs 1960 .......... 333 333 Samtals C 21 21 Vísit. framf.kostn. 105 104 Útgjöldum vísitölu fram- færslukostnaðar er hér skipt í þrjá aðalflokka og er birt vísitala fyrir hvern þeirra. Auk þess er ubirtar vísitöl- ur fyrir helztu liði tveggja hinna þriggja aðalflokka vísi- tölunnar. Með þessari sund- urgreiningu er stefnt að því, að sem gleggstar upplýsing- ar fáist um verðlagsbreyt- ingar almennt og um áhrif verðbreytinga og skattbreyt- inga á framfærslukostnað ,, ví sitöluf jölskyldunnar ‘ ‘. A-ÞÝZKALAIMD B-lið - ÍSLAIMD keppni í frjálsum íþróttum hefst á Laugardalsvelli kl. 4 í dag. Keppt verður í 110 m. grindahlaupi, kúluvarpi, þrí- stökki, stangarstökki, 1500 m. hlaupi, 3000 m. hindrunarhlaupi, kringlukasti og 400 m. lilaupi. Reykvíkingum hefur ekki áður geiizf kostur á að sjá slíka afreksmenn í fr jálsum íþróttum. FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.