Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 3

Vísir - 12.08.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. ágúst 1961 VÍSIR 3 YFIR ERMARSUND! Nú er senn á enda ,,uppskerutíminn“ við Ermarsund, það er að segja það tíma- bil ársins, þegar fjöldi manns úr öllum áttum gerir tilraun til að synda yfir sundið og öðlast nokkra frægð. Vísir hefir ekki á takteinum tölur um þann fjölda, sem hefir reynt að vinna þetta þrekvirki á þessu sumri, en vafalaust skipta þeir nokkrum tugum, þótt þeir hafi ekki kom- izt í blöðin, af því að tilraunirnar hafa mistekizt — sumir aðeins komizt örstutt- an spotta áleiðis, en aðrir jafnvel lang- leiðina, áður en þeir urðu að gefast upp. En hér birtum við myndir af tveim mönn- um, sem ljósmyndarar Associated Press hafa kosið „skringilegustu Ermarsund- farana“ á þessu ári. Annar mannanna ætlaði að fara á sjóskíðum yfir sundið og „lét í haf“ frá ströndinni rétt við Dover. Hann fór mjög nærri ferjuleiðinni frá Dover yfir til Calais, og öldugangurinn frá ferjunum hafði þau áhrif á hann, að hann leitaði hið bráðasta til sama lands aftur. Hinn hafði útbúið baðker til siglingar yfir sundið, fest einskonar ,,kjölfestu“ á stál- ramma , sem aftur var festur við farkost- inn, svo að hann væri sem stöðugastur. En „snekkjan var svo djúprist, að aldrei gerði nægilega lygnan sjó til þess að hægt væri að fara nema nokkrar mílur. Þá varð að leita lands á nýjan leik. í hinni nýju dömuverzlun, London, við Pósthússtræti. Nýtízku kvenfataverzlun. Kaldar kveðjur í gær var opnuð stór viðbót við dömudcild verzlunarinnar London í Pósthússtræti. Þang- að til hafði hún verið í 10 fer- metra húsnæði, en nú bættust við 80 fermetrar í kjallara verzlunarinnar. Um leið fjölgar vörutegund- I um verzlunarinnar svo að nú I eru á boðstólum hverskonar | kventízkuvörur, kjólar, undir- i fatnaður, peysur, sokkar blúss- ur og ennfremur uilargarn. Á næstu mánuðum munu og bæt- ast við fleiri vörutegundir. Hin nýju húsakynni eru mjög ÞEIR, sem síldarleitinni stjórna, munu vart eiga heitari ósk varðandi það verkefni, en að hægt væri að hafa skip við leit samfleytt alla síldarvertíð- ina, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur í símtali við blaðið í fyrradag, út af „hátta- lagi Ægis“, eins og fréttaritari blaðsins á Raufarhöfn kemst að orði í frétt í fyrradag í blaðinu. Það var ákveðið er skipið fór til síldarleitar og síldarrannsókna fyrir Norður- landi, að skipið kæmi a. m. k. einu sinni í mánuði til Reykja- víkur. Það er svo á einskis manns færi að meta það ná- kvæmlega, hvenær þörfin fyrir smekkleg, teiknuð af Halldóri Hjálmarssyni húsgagnaarkitekt. Húsgangaverzl. Birkir smíð- aði innréttingarnar en Magnús Helgason smíðaði annað tré- verk. Verzlunar stjóri er Fann- ey Helgadóttir. Eigandi verzl- unarinnar er Ketill Axelsson. skipið sé mest. Það hefði getað komið sér verr, ef síðar heíði verið farið, því enn er síldin á sömu slóðum. Það er aftur á móti mjög nauðsynlegt fyrir hinar umfangsmiklu rannsókn- ir sem staðið hafa nú óslitið í tvo og hálfan mánuð, að skip verði til rannsóknarstarfa á komandi vikum, til þess að fylgjast með síldargöngunum. Við leggjum af stað aftur í kvöld. En okkur á Ægi þykir mönnum skjótt gleymast öll sú aðstoð sem Ægis-menn hafa í sumar veitt síldarflotanum og því þykja okkur þetta kaldar kveðjur frá Raufarhöfn, sagði Jakob. Á eynni Skye er nú hafin framlciðsla á nýrri gerð klæðaefnis (tweed), sem er handofið, og hvergi fram- leitt annarsstaðar í heimin- um. Þetta efni er ólíkt Harris Tvvced (frá Hebrides eyjum) og verður Skye Bedell Smith látínn. í fyrradag lézt í Washington Walther Bedell Smith fyrrum hershöfðingi og síðar aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Bedell Smith var foringi her- ráðs þess sem var til ráðuneytis Eisenhower hershöfðingja, er hann stjórnaði innrás fyrst í Norður-Afríku, síðan á Ítalíu og loks í Normandy. Hann var talinn heilinn á bak við allar helztu hernaðaráætlanir Eisen- howers. Síðar varð hann sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu í þrjú ár og loks um tíma aðstoðarut- anríkisráðherra í stjórn Eisen- howers. Hann var 65 ára er hann lézt af hjartaslagi í fyrradag. Tweed selt á meginlands- og Bandaríkjamarkaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.